Morgunblaðið - 23.10.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.10.2019, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 Of snemmt? Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. 296 kr.pk. Göteborgs piparkökur þjónustu sem það hefði kannski ekki vanalega haft tíma í,“ segir hann. Borið hefur á því að glöggir vegfar- endur hafi komið auga á rafskútur á vegum Hopp, haldið að um týnd hlaupahjól sé að ræða og rakleiðis sett inn mynd af hjólinu á fésbókina í von um að meintur eigandi finnist. Ægir segir Hopp hafa fengið símtöl af þessu tagi: „Við höfum fengið símtöl þar sem fólk hefur hringt og sagt að það hafi fundið hlaupahjól frá okkur úti á götu. En við höfum náttúrulega stað- setningarkort sem sýnir staðsetningu allra hjólanna,“ sagði hann. Starfsmenn Hopp ferðast um á raf- knúnum sendibílum og dreifa raf- skútunum um hverfi Reykjavíkur á hverjum morgni, frá Granda, í gegn- um 101, að Háskóla Íslands og upp að Kringlumýrarbraut og Miklubraut. Þá geta notendur fljótt komið auga á eina slíka og þeytt sér af stað í vinn- una, skólann eða til afþreyingar. Skútunum er síðan safnað saman þegar rökkva fer, á milli 19 og 23. „Það er nefnilega furðu algengt að fyrirtæki erlendis séu ekki á raf- knúnum sendibílum. Við erum að taka skref í áttina að því að gera sam- göngur umhverfisvænni og bílarnir eru liður í því,“ segir Ægir. Íslensk veðrátta er þáttur sem verður að taka í reikninginn þegar kemur að því að velja samgöngur. Rafskútur eru hin besta lausn í borg- um þar sem vel viðrar en hálka og til- fallandi vonskuveður gæti haft úr- slitaáhrif þegar kemur að því að velja farartæki. Eru hjólin búin undir hálku sem gæti komið þegar líða tekur á vet- urinn? „Við erum búin að finna lausn fyrir nagladekk og erum enn að prófa hvort hún hentar vel í borginni, það eru náttúrlega mörg svæði upphituð. Við stefnum á að hafa opið í vetur en loka þjónustunni á slæmum dögum,“ segir Ægir að endingu. Þá eru rafskútur einnig seldar hér á landi til einkanota af hinum ýmsu raftækjaverslunum, svo sem Nova og Elko. Á markaðnum eru í boði Nine- bot-skúturnar frá Segway sem eru til leigu víða í Evrópu, ásamt ódýrari týpunni, Xiaomi, en báðar gerðir eru seldar hér á landi á verðbilinu 60 til 100 þúsund krónur. Systkinin Charlie Smith og Lily Smith börðu miðbæinn aug- um í blíðskaparveðri. „Þetta er skemmtilegt, stöðugt og frekar hraðskreitt og þægilegt,“ sagði Charlie Smith. Alls staðar Gabríel Gunnarsson, nemi í Tækniskólanum, tók rafskútu í hádegismat. „Þetta er einhvern veginn alls staðar og maður þarf ekki að kaupa sér sitt eigið hjól,“ sagði hann. Áhætta Blaðamaður hætti sér á rafskútu í miðbæinn á sól- ríkum morgni og hafði gaman af, innan um gangandi vegfar- endur. Skútan getur náð 25 km hraða á klukkustund. „Maður kemst hratt á þessu“  Margir nýta sér rafskútur í miðbæ RVK  50 rafskútum verður bætt við flota Hopp fyrir jól  Íslendingar nota skúturnar frekar en ferðamenn  Rafskútuleigunni verður lokað þegar illa viðrar Morgunblaðið/Eggert Hress Blaðamaður og ljósmyndari rákust á ungmenni úr MH á Lækjartorgi sem gripu tækifærið og nýttu sér raf- skúturnar í ratleik á vegum skólans. Tæknin fellur unga fólkinu vel í geð, þótt einhverjir hefðu orð á því að gamanið kostaði sitt. „Maður kemst hratt á þessu,“ fullyrti Alex og tók hópurinn undir. Frá vinstri: Sigríður Vala Gunnars- dóttir, Björk Hannesdóttir, Alex S., Aron Björnsson, Þóra Kolbrún Birkisdóttir og Viggó Örn Stefánsson. SVIÐSLJÓS Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Rafskútur njóta svo mikilla vinsælda í Reykjavík að eina rafskútuleigan hér á landi, Hopp, getur vart annað eftir- spurninni. Af þeim sökum stendur til að bæta 50 skútum við flotann fyrir jól. Hjólin verða rafmagnslaus fyrir lok dags því þau eru í notkun bróður- part dagsins, að sögn Ægis Þor- steinssonar, framkvæmdastjóra Hopp. Þessi skemmtilegi ferðakostur hefur rutt sér rúms í stórborgum Evrópu á liðnu ári og virðist leysa af hólmi ýmis önnur misjafnlega um- hverfisvæn farartæki. Notendur þurfa að tengjast rafskútu í gegnum app sem rukkar 100 krónur í upphafs- gjald og síðan 30 krónur fyrir mín- útuna. Gögn fyrirtækisins gefa til kynna að 90% notenda séu Íslend- ingar. 27. september síðastliðinn hóf raf- skútuleigan Hopp starfsemi í Reykja- vík. Eftir aðeins eina viku höfðu veg- farendur ferðast á skútunum vegalengd sem nemur tíu hringjum kringum Ísland, á þeim 60 rafskútum sem standa til boða. Ægir Þor- steinsson, framkvæmdastjóri Hopp, segir að viðtökurnar séu langt framar vonum: „Við sáum mikla eftirspurn eftir þessum ferðamáta. Það er gaman að sjá hvað þetta hentar vel í borg eins og Reykjavík, að fólk geti náð sér í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.