Morgunblaðið - 23.10.2019, Side 28
28 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Frjálslyndi flokkurinn í Kanada, und-
ir forystu Justins Trudeaus forsætis-
ráðherra, missti meirihluta sinn á
þingi landsins í kosningum í fyrradag
en fékk flest þingsæti og líklegt er að
hann myndi ríkisstjórn með stuðningi
að minnsta kosti eins vinstriflokks.
Frjálslyndi flokkurinn fékk 33,1%
atkvæðanna og 157 þingsæti, en hann
þurfti 170 sæti til að halda meirihluta
sínum. Íhaldsflokkurinn fékk 121 sæti
þótt hann fengi fleiri atkvæði en
stjórnarflokkurinn, eða 34,4%.
Frjálslyndi flokkurinn var með 177
þingsæti fyrir kosningarnar en missti
20 og fylgi hans minnkaði um tæp 6,5
prósentustig frá síðustu kosningum.
Íhaldsflokkurinn bætti við sig 26
þingsætum og fylgi hans jókst um 2,6
prósentustig.
Vinstrisinnaður aðskilnaðarflokkur
í Quebec-fylki, Bloc Québécois, jók
fylgi sitt mest hlutfallslega, eða um
3,1 prósentustig, og þingsætum hans
fjölgaði úr 10 í 32. Flokkurinn býður
aðeins fram í Quebec. Leiðtogi hans
kvaðst í gær ljá máls á samstarfi við
Frjálslynda flokkinn þótt ágreiningur
hafi verið á milli flokkanna í nokkrum
málum.
Vinstriflokkurinn Nýi lýðræðis-
flokkurinn tapaði 15 þingsætum, fékk
24, og fylgi hans minnkaði um 3,8 pró-
sentustig. Græni flokkurinn bætti við
sig einu sæti, fékk þrjú, og jók fylgi
sitt um tæp 3,0 prósentustig.
Þarf að færa sig til vinstri
Talið er líklegt að Trudeau reyni að
tryggja sér stuðning Nýja lýðræðis-
flokksins og til þess þarf forsætisráð-
herrann að öllum líkindum að færa
sig talsvert til vinstri. Leiðtogi Nýja
lýðræðisflokksins, Jagmeet Singh,
hefur þegar sagt hvaða mál hann ætli
að leggja áherslu á verði honum boðið
til viðræðna um myndun nýrrar ríkis-
stjórnar. Hann hefur m.a. krafist um-
bóta á opinbera sjúkratryggingakerf-
inu, þannig að það nái til
lyfjakostnaðar, til að tryggja að allir
Kanadamenn hafi efni á þeim lyfjum
sem þeir þurfa. Nýi lýðræðisflokkur-
inn segir að einn af hverjum fimm
Kanadamönnum sé ekki með sjúkra-
tryggingu sem nái til lyfjakostnaðar,
og margir þeirra sem séu með slíka
tryggingu hjá tryggingafélögum hafi
ekki efni á lyfjunum sem þeir þurfi.
Flokkurinn vill að lyfjatryggingar
fyrir alla verði fjármagnaðar með 1%
auðlegðarskatti á þá sem eru með
meira en 20 milljónir kanadadala í
tekjur, eða jafnvirði rúmra 1,9 millj-
arða króna.
Nýi lýðræðisflokkurinn hefur sagt
að hann vilji ekki stjórnarsamstarf við
Íhaldsflokkinn eftir kosningarnar.
Lagði áherslu á efnahagsmál
Íhaldsflokkurinn sigraði í öllum
kjördæmum fylkjanna Alberta og
Saskatchewan í vestanverðu landinu
nema einu og bætti við sig þingsætum
í fylkjunum New Brunswick, Ontario
og Bresku Kólumbíu. Flokkurinn lof-
aði m.a. að afnema kolefnisskatta sem
stjórn Trudeaus kom á til að stemma
stigu við losun gróðurhúsaloftteg-
unda. Hann hét einnig lækkun skatta
og sparnaðaraðgerðum til að eyða
fjárlagahallanum á tveimur árum en
forðaðist að boða stefnubreytingar í
samfélagsmálum af ótta við að
styggja kjósendur á miðjunni.
Íhaldsflokkurinn er undir forystu
Andrews Scheers, sem hefur verið
leiðtogi flokksins frá árinu 2017.
Scheer er kaþólskur, andvígur hjóna-
böndum para af sama kyni og fóstur-
eyðingum en hefur sagt að hann ætli
ekki að beita sér fyrir lagabreyting-
um í þeim málum verði hann forsætis-
ráðherra. Hann hefur einnig forðast
að gagnrýna stefnu kanadískra
stjórnvalda í málefnum innflytjenda.
Þegar einn þingmanna Íhaldsflokks-
ins, Maxime Bernier, gagnrýndi
„öfgafulla fjölmenningarstefnu“ Kan-
ada ávítaði Scheer hann. Það varð til
þess að Bernier sagði sig úr flokknum
og stofnaði Þjóðarflokk Kanada, sem
hét því að afnema fjölmenningar-
stefnuna og draga úr straumi innflytj-
enda til landsins. Niðurstaðan var sú
að Bernier missti þingsæti sitt í kosn-
ingunum og Þjóðarflokkur Kanada
fékk engan þingmann kjörinn.
Trudeau þarf að leita eftir
stuðningi vinstriflokks
Frjálslyndi flokkurinn missti þingmeirihluta sinn í kosningum í Kanada
AFP
Hélt velli Justin Trudeau fagnar
úrslitum kosninganna í Montreal.
Boris Johnson, forsætisráðherra
Bretlands, sagði á fundi neðri deild-
ar þingsins í gærkvöldi að hann
myndi gera hlé á umræðu þess um
brexit-frumvarp stjórnarinnar eftir
að þingið hafnaði tímaætlun hans um
afgreiðslu frumvarpsins.
Fyrr um daginn samþykkti neðri
deildin með 329 atkvæðum gegn 299
að taka brexit-frumvarpið til um-
ræðu. Þingdeildin hafnaði síðan til-
lögu stjórnarinnar um að þingið af-
greiddi frumvarpið á þremur dögum
til að tími gæfist til að staðfesta
samninginn fyrir mánaðamótin. 308
þingmenn greiddu atkvæði með til-
lögunni en 322 á móti.
Í umræðunni á þinginu fyrir at-
kvæðagreiðslurnar sagði forsætis-
ráðherrann að hann myndi draga
brexit-frumvarpið til baka og beita
sér fyrir þingkosningum ef deildin
hafnaði tímaáætluninni.
Hann sagði síðan eftir að tíma-
áætluninni var hafnað að hlé yrði
gert á umræðunni um frumvarpið.
Hann hygðist ráðfæra sig við leið-
toga Evrópusambandsins um þá
beiðni breska þingsins að útgöng-
unni yrði frestað en áréttaði að Bret-
land þyrfti að ganga úr Evrópusam-
bandinu um mánaðamótin.
Johnson sagði að það ylli sér mikl-
um vonbrigðum að neðri deildin
skyldi hafa „greitt atkvæði með töf á
brexit“ og Bretland stæði frammi
fyrir „frekari óvissu“. Þingmenn
stjórnarandstöðunnar höfðu sagt að
„fáránlegt“ væri að ætlast til þess að
þingið afgreiddi svo afdrifaríkt
frumvarp á aðeins þremur dögum.
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verka-
mannaflokksins, sagði að Johnson
væri „smiður sinnar eigin ógæfu“ og
bauðst til að hefja viðræður um
„skynsamlega“ tímaáætlun um af-
greiðslu frumvarpsins.
Tímaáætlun
Johnsons felld
AFP
Beið ósigur Boris Johnson forsætis-
ráðherra á breska þinginu í gær.
Gerði hlé á um-
ræðu þingsins um
brexit-frumvarpið
Lögreglan í Ósló handtók í gær 32
ára gamlan Norðmann sem hafði
stolið sjúkrabíl og ekið á fjóra
gangandi vegfarendur sem urðu
fyrir meiðslum, þ.á m. sjö mánaða
tvíbura, en enginn þeirra alvar-
legum. Fréttavefur Aftenposten
sagði að maðurinn hefði verið háð-
ur fíkniefnum í mörg ár og oft verið
dæmdur fyrir lögbrot. Nokkrir fjöl-
miðlar í Noregi sögðu að hann væri
þjóðernisöfgamaður en Aftenpost-
en hafði eftir lögmanni hans að það
væri ekki rétt. Lögreglan sagði að
hún væri að rannsaka málið. Tvær
byssur fundust í bílnum, auk fíkni-
efna. Myndin var tekin þegar
maðurinn var handtekinn eftir að
lögreglumenn skutu á hjólbarða
sjúkrabílsins til að stöðva hann.
Stal sjúkrabíl og ók
á vegfarendur í Ósló
AFP
Allt um
sjávarútveg
Gullfiskur
Kæliþurrkaður harðfiskur
semhámarkar ferskleika,
gæði og endingu.
Inniheldur 84%prótein.
84%prótein - 100% ánægja
Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is
Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur
Tilvalinn með
á völlinn
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum