Morgunblaðið - 23.10.2019, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019
Öflugt sjúkraflug er
einn mikilvægasti lið-
ur í öryggi lands-
manna sem búa utan
höfuðborgarsvæðisins.
Aðgengi að heilbrigð-
isþjónustu er sann-
arlega víðsvegar um
landið en þegar kem-
ur að sérhæfðri
bráðaþjónustu er hún
fyrst og fremst veitt í Reykjavík
og þá skiptir hver mínúta við
sjúkraflutninga íbúa á lands-
byggðinni lífsspursmáli. Íbúar
Vestmannaeyja og Vestfjarða
reiða sig mikið á sjúkraflug til að
sækja bráðaþjónustu, en skurð-
stofu var lokað í Vestmannaeyjum
árið 2013 og er hún ekki til staðar
á sunnanverðum Vestfjörðum.
Óviðunandi aðstæður
í sjúkraflugi
Alvarleg lífsógnandi veikindi á
borð við kransæðastíflu og blóð-
tappa í heila, vandamál við fæð-
ingu og lífshættuleg slys eru þess
eðlis að stuttur viðbragðstími fyrir
aðkomu sérhæfðrar bráðaþjónustu
er oftar en ekki forsenda lífs-
bjargandi meðferðar. Árið 2013
kom út skýrsla ríkisendurskoð-
unar um viðbragðstíma sjúkra-
flugs og þróun þess. Þar kom
skýrt fram að viðbragðstími vegna
sjúkraflutninga til Vestfjarða og
Vestmannaeyja hefur aukist í kjöl-
far þess að miðstöð sjúkraflugs
var flutt til Akureyrar. Samkvæmt
skýrslunni jókst viðbragðstími að
meðaltali um tvær mínútur fyrir
Vestfirði en 24 mínútur fyrir Vest-
mannaeyjar og stendur þar svart
á hvítu „að ljóst er að þessi munur
getur í einhverjum tilvikum skipt
sköpum“. Greinarhöfundar þekkja
dæmi úr sínum samfélögum þar
sem slíkar dýrmætar mínútur hafa
haft óafturkræfar afleiðingar fyrir
sjúklinga. Í raun er ómögulegt að
segja hversu oft aukinn viðbragðs-
tími sjúkraflugs hefur haft óbæt-
anleg áhrif á íbúa þessara land-
svæða. Við undirbúning flutnings
sjúkraflugsins til Akureyrar álykt-
uðu ýmsir hagsmunaaðilar, s.s. fé-
lag íslenskra landsbyggðarlækna,
heilbrigðisstofnanir og sveitar-
félög á landsbyggðinni, þar sem
tekið var undir hugmyndir um að
sérhæfð sjúkraflugvél yrði stað-
sett á Akureyri. Margir höfðu þó
áhyggjur af sérstöðu Vestmanna-
eyja og Ísafjarðar og vildu að
flugvélar yrðu einnig þar.
Ein sjúkraflugvél
sinnir öllu landinu
Eins og staðan er í dag er að-
eins ein sjúkraflugvél sem sinnir
sjúkraflugi á öllu landinu og er
hún staðsett á Akureyri. Slíkt fyr-
irkomulag býður þeirri hættu
heim að sjúkravélin sé upptekin í
útkalli í einum landshluta þegar
bráðaútkall kemur í öðrum. Við
F1-útkall, sem þýðir bráð lífsógn,
setja Sjúkratryggingar Íslands
þær kröfur að viðbragðstími skuli
ekki vera lengri en 35 mínútur en
ef sjúkraflugvél er að sinna öðru
verkefni lengist viðbragðstíminn í
allt að 105 mínútur. Til viðbótar
við sjúkraflugvélina sjá björg-
unarþyrlur Landhelgisgæslunnar
um brýna sjúkraflutninga þegar
þeim verður ekki viðkomið með
bílum eða flugvél. Vandamálið er
þó að viðbragðstími þeirra er yf-
irleitt lengri en sjúkraflugvéla þar
sem þær fara almennt hægar yfir.
Aðgerðaleysi í sex ár á
meðan kostnaður við
sjúkraflug eykst verulega
Í eftirfylgniskýrslu um stöðu
sjúkraflugs sem birtist 2016 gagn-
rýndi ríkisendurskoðun þann
seinagang sem ríkt hefur í þess-
um mikilvæga málaflokki. Jafn-
framt gagnrýndi hún samskipta-
leysi milli þeirra ráðuneyta sem í
hlut eiga, en á þeim sex árum frá
því skýrslan kom fyrst út hafa að-
stæður í sjúkraflugi lítið sem ekk-
ert breyst til þessara dreifðu
byggða. Á sama tíma hefur rík-
isvaldið dregið úr sérhæfðri heil-
brigðisþjónustu á landsbyggðinni,
á meðan stórfelld aukning er-
lendra ferðamanna á landinu veld-
ur því að fjöldi og kostnaður
vegna sjúkraflugs fer vaxandi frá
ári til árs. Til að mynda jókst um-
fang sjúkraflutninga á árunum
2014-2017 um allt að 37%, mest á
Suðurlandi, Suðurnesjum og
Akureyri.
Sérútbúin sjúkraþyrla á Suð-
urland og björgunarþyrla
Landhelgisgæslu á Vestfirði
Sérútbúin sjúkraþyrla með
staðarvakt sem væri staðsett á
Suðurlandi hefði margvíslega
kosti í för með sér. Bráðaviðbragð
fyrir íbúa og ferðafólk á Suður-
landi væri mun öruggara og hrað-
ara. Slíkir sjúkraflutningar myndu
draga úr álagi á sjúkravélinni á
Akureyri frá landshlutanum og
bæta þannig viðbragð vélarinnar
við aðra landshluta. Auk þess
gæti fyrirkomulagið skapað svig-
rúm til þess að staðsetja björg-
unarþyrlur Landhelgisgæslunnar
víðar um landið, t.a.m. að ein
þriggja þyrlna Landhelgisgæsl-
unnar yrði staðsett á Vestfjörðum
og jafnvel ein á Norðausturlandi.
Slíkt myndi auka öryggi og við-
bragð við alvarlegum slysum á
þessum landshlutum, sem og auka
til muna öryggi sjófarenda sem
fara um hafsvæði þessara lands-
hluta.
Aðgerða er þörf
Fyrir hönd íbúa í
Vestmannaeyjum og á Vest-
fjörðum skora undirritaðar á
þingmenn og viðeigandi ráðuneyti
að grípa tafarlaust til aðgerða
vegna sjúkraflugs þessara byggð-
arlaga. Með blönduðu kerfi
sjúkra- og björgunarþyrlna, þar
sem sérútbúin sjúkraþyrla yrði
staðsett á Suðurlandi og björg-
unarþyrla Landhelgisgæslu á
Vestfjörðum, yrðu stigin mikilvæg
skref í þá átt að jafna aðgengi
landsmanna að sérhæfðri bráða-
þjónustu en samkvæmt lögum
eiga allir landsmenn að eiga kost
á fullkomnustu heilbrigðisþjón-
ustu sem á hverjum tíma eru tök
á að veita. Hér er um mikið
öryggismál að ræða og á það að
vera sjálfsögð krafa að slík for-
gangsmál séu í lagi.
Staða sjúkraflugs
óviðunandi
Eftir Hafdísi
Gunnarsdóttur
og Hildi Sólveigu
Sigurðardóttur
»Eins og staðan er í
dag er aðeins ein
sjúkraflugvél sem sinnir
sjúkraflugi á öllu land-
inu og er hún staðsett á
Akureyri.
Hildur Sólveig
Sigurðardóttir
Hafdís er formaður bæjarráðs og
bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í
Ísafjarðarbæ. Hildur er bæjarfulltrúi
og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vest-
mannaeyjum.
Hafdís
Gunnarsdóttir
Í fréttum á RÚV ný-
lega sagði bæjarstjóri
Kópavogs aukin lífs-
gæði íbúa felast í nýj-
um samgönguleiðum
sem voru í kynningu og
undirritaðar með form-
legri athöfn, án þess að
minnast á allan þann
kostnað í milljörðum
talið sem mun leggjast
á íbúa.
Þetta er frávik á því
sem ég vil koma á framfæri við íbúa
Kópavogs. Málið sem hér um ræðir
snýst um tjón, tjónabætur, fram-
komu og virðingarleysi við íbúa í
Blásölum sem hafa átt í stælum við
Íslensku gámaþjónustuna, TM
tryggingafélag, bæjarstjóra bæj-
arfélagsins og lögmannsstofu Kópa-
vogsbæjar um langa hríð vegna
tjóns sem Íslenska gámaþjónustan
olli íbúum og eigendum. Það sjá allir
að það að aka þungri sorpbifreið upp
á steinkant, hjólastólabraut og það-
an upp á hellur þar sem snjóbræðsla
er undir gengur ekki upp. Íbúar hafa
ítrekað kvartað við bílstjóra, það
hefur hins vegar ekki heldur gengið
vegna tungumálaerfiðleika vegna
þess að þeir skilja ekki móðurmálið
okkar. Fyrir utan merkingar sem
eru ekki einu sinni virtar af þeim
sjálfum frekar en af fulltrúum meiri-
hluta Kópavogsbæjar, þar á meðal
bæjarstjóranum sjálfum, sem stærir
sig síðan af lífsgæðum og blóma-
skreytingum og baðar sig í fjöl-
miðlum en gleymir um leið skulda-
söfnun sem hann hefur sett
bæjarfélagið í. Það er í
lagi, Ármann Kr. Ólafs-
son og Birkir Jón Jóns-
son.
Hafa í hótunum
Slík er framkoma og
virðingarleysi þeirra
sem hafa valdið um-
ræddu tjóni; þeir reyna
nú ítrekað að koma sér
undan tjóninu og koma
því síðan yfir á íbúa
sem eiga ekki þátt í því.
Minnir á einræðistil-
burði á erlendri grundu
þar sem það þekkist vel að reyna
með öllum mætti að bæla niður
skoðanir fólks og hræða fólkið sem
vill leita réttar síns samkvæmt
landslögum frá því að leita til dóm-
stóla. Þrátt fyrir langar og ítrekaðar
bréfaskriftir til að ná samkomulagi
við þessa aðila sem ég hef nefnt hér
að ofan hefur það ekki enn tekist.
Þess skal getið að TM bauð 50% af
umræddu tjóni en 50% áttu að renna
til eldra fólksins sem á ekki í önnur
hús að venda. Slíkur var fantaskap-
urinn hjá forstöðumanni TM, sem
kunni ekki einu sinni að reikna nema
til að hlunnfara gamla fólkið og
koma allri ábyrgð á íbúa! Þvílíkir
snillingar. Þetta hlýtur að vera eins-
dæmi í framkomu fyrir utan fanta-
brögð sem þessi fulltrúi trygginga-
félagsins beitir á fólk á eftirlaunum.
Ekki ætla ég heldur að hlífa fulltrúa
Íslensku gámaþjónustunnar við
ábyrgð, hann má og getur tekið
þessi orð til sín. Það var í raun hann
sem gaf umrædda skýrslu; að gamla
fólkið ætti sök á þessu, sem ég vissi
ekki um fyrr en síðar, og við ættum
að greiða 50% af tjóninu sem eftir
stendur, þrátt fyrir rök og myndir
sem ég sendi honum og verða notuð í
málaferlunum. Dólgurinn gat ekki
einu sinni sagt rétt frá en hann gat
hins vegar gefið upp nafn á umrædd-
um bílstjóra til að firra sig ábyrgð á
umræddu tjóni. Auðvitað stóð ekki á
því að TM verði Íslenska gámafélag-
ið til að ná sér niðri á þeim sem eru
lítið fyrir að brúka kjaft. Það er auð-
séð að þeim aðilum sem hér um ræð-
ir mun bregða þegar reikningur
birtist. Það verður þeim dýrt spaug
þegar upp er staðið, þegar
lögmannskostnaður leggst ofan á
allt málið sjálft.
Hver ber ábyrgð?
Það er auðvitað Kópavogsbær
sem er bótaskyldur gagnvart því
tjóni sem íbúar hafa orðið fyrir.
Kópavogsbær valdi hins vegar um-
rædda verktaka. Gerði bæjarfélagið
ekki samninginn, er það ekki rétt af-
staða íbúa?
Húsfélagið hafði ekki aðgang að
umræddum samningi, hins vegar sit-
ur húsfélagið í Blásölum uppi með
tjónið, sem er í raun að stækka og
ekki bætir á þá töf á meðan málið er
til meðferðar hjá lögmanni. Það er
lítill munur á bæjarstjóra Kópavogs-
bæjar, sem sendi mál íbúa til
lögmannsstofu á vegum Kópavogs-
bæjar, TM sem kallar sig trygginga-
félag og Íslensku gámaþjónustunni
þar sem þessir aðilar hafa ítrekað
reynt að koma sér undan skyldum
sínum. Það er ömurlegt til þess að
vita að fólk á eftirlaunum í bæjar-
félagi bæjarstjórans þurfi að leita
réttar síns á lögmannsstofu til þess
eins að ná sínum rétti fram. Slíkur
er yfirgangurinn hjá föntum af
verstu gerð í mannlegum samskipt-
um. Væri Theodóra Þorsteinsdóttir,
fyrrverandi oddviti, við völd hefði
þessi staða aldrei komið upp, ég er
klár á því. Íbúar í Kópavogi; er ekki
kominn tími til að leysa þreyttan
bæjarstjórnarmeirihluta frá störfum
næst þegar kosið verður og hreinsa
vel til í stjórnkerfinu? Fjöldi íbúa er
á sömu skoðun.
Stjórnendur Kópavogsbæjar
koma sér undan ábyrgð
Eftir Jóhann Pál
Símonarson » Íbúar í Kópavogi, er
ekki kominn tími til
að leysa þreyttan bæj-
arstjórnarmeirihluta frá
störfum og hreinsa vel
til í stjórnkerfinu um
leið og kosið verður
næst?
Jóhann Páll
Símonarson
Höfundur er fyrrverandi sjómaður.
Allt um
sjávarútveg
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
samlegt ka
nýmalað,
engin h lki.
á
y
–