Morgunblaðið - 23.10.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.10.2019, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 ✝ Hilda Torfa-dóttir fæddist 26. október 1943 í Reykjavík. Hún lést á Akureyri 8. október 2019. Foreldrar henn- ar voru: Torfi Jónsson, f. 3. okt. 1919, kennari og lögreglumaður, og Ragnhildur Magn- úsdóttir kennari, f. 16. ág. 1920. Systkini Hildu: Hlín, Gerður og Magnús Ingv- ar. Hilda nam við Kvennaskól- ann í Rvk. og tók stúdentspróf frá MR, stærðfræðideild, árið 1963. Við HÍ nam hún for- spjallsvísindi og ensku. Hún tók kennarapróf frá KÍ árið 1969 og lauk framhaldsdeild skóla Akureyrar en síðan Síðu- skóla, þar sem hún kenndi tölvufræði, en hún hafði aflað sér meistaramenntunar á því sviði. Hilda var læknaritari við Kleppsspítalann í Rvk. árin 1963-69. Hún var veðurathug- unarmaður á Hveravöllum á Kili 1971-72. Hilda var dag- skrárgerðarmaður hjá Rík- isútvarpinu 1976-77 og hjá RÚ- VAK frá upphafi. Hún var virk í ungtemplarahreyfingunni ár- in 1963-68 og í ritstjórn Heim- ilis og skóla frá 1983. Hilda giftist árið 1970 Hauki Ágústssyni, presti og kennara, f. 3. nóv. 1937. Sonur þeirra hjóna er Ágúst Torfi verk- fræðingur, f. 31. maí 1974. Eiginkona hans er Eva Hlín Dereksdóttir verkfræðingur. Þau eiga þrjár dætur. Útför Hildu verður frá Ak- ureryrarkirkju í dag, 23. októ- ber 2019, klukkan 13.30. sama skóla árið 1971. Hún nam við Statens Speciallærerskole í Sarum í Noregi 1972-73 og lauk þar námi í tal- kennslu. Hilda kenndi við Melaskólann í Rvk. árin 1969-71, við Vopnafjarðarskóla 1973-74, var tal- kennari við Öskjuhlíðarskóla í Rvk. 1975-77, kennari á Vopnafirði aftur árin 1977-80. Síðan kenndi hún við Alþýðu- skólann á Eiðum og grunnskól- ann þar 1980-81, og við Lauga- skóla í S-Þingeyjarsýslu árin 1981-85. Árið 1985 flutti Hilda til Akureyrar og kenndi þar til ársins 2004, fyrst við Barna- Tengdamóðir mín, Hilda Torfadóttir, kvaddi okkur og þennan heim hinn 8. október í faðmi fjölskyldu sinnar. Hildu hitti ég fyrst fyrir rúmum 20 ár- um þegar ég og Ágúst Torfi, son- ur hennar, vorum saman í verk- fræðinámi. Hún var þá í borginni og birtist eitt kvöldið með ís handa okkur námsmönnunum, okkur veitti ekki af hressingunni og heimsókninni. Þessi atburður var reyndar nokkuð lýsandi fyrir Hildu því hún vildi njóta lysti- semda lífsins með öðrum; með vinum sínum, sínum nánustu og jafnvel með ókunnugum. Á þess- um tíma var þegar farið að bera á parkinsonsjúkdómnum sem hún lifði með í 25 ár. Öll dáðumst við að æðruleysi hennar og hvernig hún á hverjum tíma nýtti þá hæfni sem hún hafði til hins ýtrasta. Hún var kennari og á seinni hluta kennsluferilsins hafði hún sérstakan áhuga á upp- lýsingatækni og tölvukennslu. Hún lét sjúkdóminn ekki segja sér hvað hún gæti og lauk meist- aranámi í margmiðlun og fór í langt ferðalag til Perú til að sækja sér þekkingu og reynslu sem hún gæti nýtt til að kenna grunnskólabörnum. Hún var óhrædd við að feta fá- troðnar og oft ótroðnar slóðir og fann leiðir til að komast þangað sem hugurinn dró hana. Þegar kennsluferlinum lauk ákvað hún að bjóða til fjölmennra samkoma í stofunni heima hjá sér og Hauki. Til margra ára skipulagði hún tónlistarviðburð á Akureyr- arvöku sem hét Söngur og súkkulaði. Bauð hún þá öllum sem vildu að hlýða á tónlist og fengu gestir ávallt heitt súkku- laði og kleinur. Hún naut aðstoð- ar vina sinna við undirbúning og kleinubakstur og átti ég ófáar stundir með Hildu þar sem ég steikti kleinur og laufabrauð eða dundaði við sörugerð á meðan hún sat við eldhúsborðið og ým- ist sagði mér til í bakstrinum eða spjallaði um lífið og tilveruna. Ég mun sakna þessara stunda og minnast þeirra við söru- og kleinubakstur með dætrum mín- um. Í upphafi hverra tónleika bauð hún gesti velkomna og hélt ræð- ur sem fengu mann til að hugsa. Ég dáðist að hæfni hennar og styrk í þessum aðstæðum og aldrei lét hún þverrandi krafta hafa áhrif á sig. Hún notaði hvert tækifæri til að segja sögur, kynnast fólki og eignast vini. Hún var einnig afskaplega lagin við sonardætur sínar og ef þær voru óhressar þegar þær komu í heimsókn til ömmu Hildu þá tók það hana aðeins nokkur augnablik að kalla fram bros og hlátur. Hún hafði ekki líkamlegt þrek til að leika við þær en fann leiðir til að kenna þeim gegnum lestur og spil. Hún gat alltaf dregið fram það besta í þeim með jákvæðni sinni og hnyttni. Við erum þakklát fyrir allar góðu minningarnar um einstaka mömmu og ömmu. Ömmu Hildu verður sárt saknað. Eva Hlín Dereksdóttir. Kæri bróðir og fjölskylda. Þá er löngu veikindastríði Hildu okkar lokið en fyrir 25 ár- um greindist hún með parkin- sonssjúkdóminn. Samstaða ykk- ar og baráttuþrek hennar var einstakt en síðustu mánuðina dvaldi hún á sjúkrastofnuninni Hlíð á Akureyri þar sem hún fékk bestu umönnun sem völ er á. Viljum við þakka starfsfólkinu á Hlíð, sem vinnur erfitt starf af alúð og nærgætni. Hilda átti mörg áhugamál: leikhúsferðir, tónleika og flest- allt sem í boði var í nágrenninu. Hún var vinmörg, vinrækin og mikil fjölskyldukona. Fjölskyld- ur okkar bjuggu sín á hvoru landshorninu, ég og Stefán í Reykjavík en Haukur og Hilda á Akureyri mestan hluta hjúskap- ar síns, þó að nokkur fyrstu árin hafi þau dvalið m.a. í Vopnafirði og á Laugum í Þingeyjarsýslu. Á hverju ári var farið í heimsókn hvert þangað sem þau voru og nú seinni ár mörgum sinnum á ári. Eins ef stórviðburðir voru í fjöl- skyldum okkar, s.s. fermingar, útskriftir eða aðrar uppákomur. Þá var alltaf lagt af stað til að njóta samverunnar. Margs er að minnast sem of langt mál er að telja upp hér en leiðir okkar lágu saman í nærri 50 ár. Svo liðu árin, heilsunni hrak- aði og að lokum hafði sjúkdóm- urinn yfirhöndina. Hilda tók sjúkdómsgreiningunni með jafn- aðargeði og þrautseigju og vann að sínum hugðarefnum eins lengi og kraftar leyfðu. Fór í nám í tölvufræðum til kennsluréttinda og hóf kennslu í þeim greinum en var fyrir með kennarapróf og tal- kennslu. Hún tók að sér for- mennsku í Parkinsonfélagi Ak- ureyrar og nágrennis og vann að málefnum félagsins í nokkur ár. Kæra mágkona og vinkona, nú ertu farin frá okkur og laus und- an þunga sjúkdómsins. Við sem erum hér enn minnumst kraft- miklu og hæfileikaríku konunnar sem tók örlögum sínum af reisn og lítillæti. Kæri bróðir og mágur. Við Stefán og fjölskylda okkar vott- um þér, Ágústi Torfa, Evu Hlín, Ragnhildi Eddu, Bryndísi Evu og Hildu Kristínu okkar dýpstu samúð. Sendum einnig Hlín, Atla og Magnúsi og fjölskyldu inni- legar samúðarkveðjur. Þökkum þeim sem öllu ræður fyrir góðar minningar um Hildu Torfadóttur sem munu lifa með okkur sem henni kynntumst. Að lokum vil ég láta fylgja kvæðið Hildu eftir Ingólf Jóns- son frá Prestbakka, föðurbróður Hildu. Sofðu, Hilda, sofðu, sólskinsbarnið mitt. Kvöldið er að kveða kveðjuljóðið sitt. Nú mun bráðum nóttin nálgast, yndið mitt. Nú mun bráðum nóttin, nálgast, vina mín, dvelja í dularheimi draumalöndin þín. Láttu aftur litlu, ljúfu augun þín. Sofðu, reyndu að sofa, senn er húm um jörð. Englar haldi ávallt um þig helgan vörð. Aldrei verði ævin yndi mínu hörð. Katrín H. Ágústsdóttir. Hilda og Haukur. Haukur og Hilda. Erfitt að hugsa sér annað án hins. Svo örlát við mann á tíma sinn, á heimili sitt, á vináttu sína og skilning. Hilda er sú þriðja í hópi kærra vina nyrðra sem falla frá á þessu sumri. Hún var engin meðalmanneskja, hvorki í sjón eða raun. Hávaxin og svipmikil, skýrmælt og fylgin sér, ávallt með eitthvað áhuga- vert til málanna að leggja. Hún var stórhuga í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Veislurnar hennar skemmtilegri, frumlegri og fjölmennari en hjá öðrum, heimili hennar rausnarlegra og rúmbetra. Í vinnu gaf hún af sér svo um munaði, var áræðin, frumkvöðull, félagsleg vítamín- sprauta, alltaf tilbúin að hlusta og gefa ráð. Það var einmitt í vinnunni sem við kynntumst. Ár- in sex í Síðuskóla ávöxtuðu vel sitt pund í vináttunni við Hildu. Eftir að ég flutti suður gisti ég yfirleitt hjá þeim Hauki þegar ég kom til Akureyrar. Þá var setið fram eftir kvöldi og talað saman um allt milli himins og jarðar, gjarnan skólamál og pólitík, en líka menningu og listir. Heimili þeirra svo einstaklega fallegt að hrein unun var að dveljast þar. Ég naut líka þeirrar ánægju að fá að taka á móti þeim hjónum á heimili mínu syðra. Eftir að ég stofnaði til nýs sambands fyrir margt löngu var maðurinn minn samstundis orðinn vinur þeirra hjóna og naut þess ekki síður en ég að hitta þau. Á erfiðum tíma fyrir tuttugu árum var gott að leita til Hauks og Hildu um ráð, og sátum við þá fjögur að skrafi fram á nætur á Gilsbakka. Það var ómetanlegt að fá að dveljast hjá þeim einmitt þá daga, þegar mest á reyndi. Hugur minn er fullur þakk- lætis fyrir þrjátíu ára vináttu sem ætíð var söm. Minningarnar eru margar. Fimmtugsafmælið hennar á grískum nótum árið 1994 var hreint magnað, sam- vera með starfsfólki Síðuskóla þar sem hún var gjarnan pott- urinn og pannan, minnisstæð er óvissuferðin sem endaði á Melum við söng og hlátur þótt blési köldu á norðan. Hún dreif sig í að breyta um mataræði löngu áð- ur en slíkt varð vinsælt og hreif mann með sér, hljóp upp fjöll og út um grundir og varpaði af sér kílóunum í leiðinni. Aldrei nein hálfvelgja hjá Hildu. Gistinæt- urnar á Gilsbakka og Galtalæk, morgunbrauðið, kartöflusúpan, matarboð með skemmtilegu fólki, ráðleggingarnar, pæling- arnar, fjörið, forvitnin og áhug- inn á högum manns, tryggðin, tónlistin . Haukur var sjaldnast fjarri góðu gamni, enda sjálft kryddið á samverustundirnar, ekki síst eftir að þau voru flutt á Galtalæk og hann kominn á eftirlaunin. Gagnkvæm virðingin og ástin á milli þeirra hjónanna var mann- bætandi og situr djúpt í vitund manns. Eftir því sem sjúkdómur Hildu herti tökin virtist þeim vaxa ásmegin og maður dáðist að ótrúlegu jafnaðargeði þeirra og lífsgleði þrátt fyrir þunga raun. Við Bragi sendum Hauki ein- lægar samúðarkveðjur á sárri skilnaðarstundu, svo og Ágústi Torfa og hans fjölskyldu sem var hennar stolt og gleði. Minningin um Hildu mun lifa með þeim sem henni kynntust. Megi hún fljúga frjáls á vit nýrra ævintýra. Far vel elskulegust. Kristín Magnúsdóttir. Nú hefur hún Hilda vinkona okkar kvatt. Þegar síðustu haustlaufin svifu af trjánum sveif hún á braut með þeim hægt og hljótt. Kynni okkar Hildu hófust á Laugum þegar Haukur var þar skólastjóri. Ég sé hana enn fyrir mér í kakípilsinu og fallega dökka hárið flaksaðist til því í minningunni hljóp hún alltaf við fót, glöð og brosandi. Hilda var hispurslaus, hreinskilin og skemmtileg kona. Þegar á leið tókust einnig góð kynni milli fjöl- skyldna okkar sem aldrei hefur borið skugga á. Það var gaman að koma á Gilsbakkaveginn meðan þau bjuggu þar en ófáum stundum eyddi hún við að skrifa á tölvu fyrir mig verkefni þegar ég var í námi í Kennaraháskólanum. Hún var svo fljót að skrifa að ég gat nánast lesið texta beint af blaði fyrir hana. En hratt líður stund og mikið annríki var hjá þeim hjónum báðum en yfirleitt voru þau nefnd saman, Hilda og Haukur eða Haukur og Hilda. Þau keyptu og endurbyggðu Galtalæk og komu sér vel fyrir en þá var farið að örla á sjúk- dómi Hildu sem hún háði glímu við það sem hún átti ólifað. Á Galtalæk höfum við átt margar ánægjustundir. Má þar nefna söngstundirnar sem þau hjón stóðu fyrir svo sem: Gölt- urinn bröltir og fleiri skemmti- legar uppákomur. Ævinlega var boðið upp á súkkulaði og kleinur í lokin. Lengi vel var sú hefð á að þau hjón komu í Álftanes þegar líða tók að aðventu. Þá var sóttur einir í hraunið og búnir til aðven- tukransar. Einnig minnumst við góðra stunda við spjall, spil og skrafl, sem var tekið mjög alvar- lega en ávallt glatt á hjalla. Fyrir margt löngu vorum við samtíma þeim í London og nutum þess með Róbert og Viðari, fórum í leikhús, söfn og kráarölt að breskum sið. Og alltaf gaman. Síðustu sumur náðum við mæðgur að fara nokkrar dags- ferðir með Hildu, svo sem norður á Sléttu þar sem við nutum sólar og blíðu við Heimskautagerðið og heimsóttum Gunnu Sig. í Harðbak. Síðar fórum við út á Hauganes þar sem við fengum okkur hressingu. Í bakaleiðinni ókum við í gegnum innbæinn á Akureyri en þar var Hilda vel kunnug eftir þáttagerð sína og sagði okkur margt skemmtilegt frá þeim slóðum. Einn fallegan sumardag áttum við einnig á Grenivík og fórum fyrir Höfðann á heimleiðinni, hálf smeykar. Þessar sumarferðir okkar eru perlur í sjóði minninganna. Fyrir tæpum tveimur árum þurfti Völundur að dvelja á FSA vegna veikinda, var þá auðsótt og ómetanlegt að eiga innhlaup á Galtalæk þar sem ég hélt til í margar vikur og þó svo að Hilda dveldi þá um tíma á Kristnesi áttum við góðar stundir saman. En nú var róðurinn farinn að þyngjast og séð að hún gæti ekki öllu lengur dvalið heima og flutti á Hlíð í byrjun sumars þar sem hún naut góðrar umönnunar allt til loka. Þegar litið er um öxl er þakk- læti efst í huga okkar hjóna og fjölskyldunnar í garð þeirra Hildu og Hauks fyrir hjálpsemi og vináttu alla tíð. Áfram verður komið við á Galtalæk í kaffi og skemmtilegt spjall og þó svo að Hilda sé ekki til staðar lengur er nærvera hennar fyrirfinnanleg. Kæri Haukur, Ágúst Torfi og fjölskylda, innilegar samúðar- kveðjur frá fjölskyldunni í Álfta- nesi. Halla Lovísa Loftsdóttir. Kæra vinkona, nú ertu komin í heiðardalinn fagra og þínu langa veikindastríði lokið. Með nokkr- um orðum vil ég þakka þér fyrir langa og trygga vináttu. Við kynntumst á Vopnafjarð- arárunum þar sem við störfuðum um hríð. Þau tengsl urðu löng og innihaldsrík og margs er að minnast. Trygglyndi þitt var ein- stakt. Þú varst vinamörg og gættir þess að halda tryggð við alla þína vini. Mikill dugnaður, jákvæðni og kraftur fylgdu þér. Sá dugur og heilsteyptur hugs- unarháttur varð þitt haldreipi er parkinsonsjúkdómurinn fór að gera vart við sig. Þá dáðist ég að því hvað þú stráðir miklum gæð- um og góðvild í vinasamböndin þín, hvernig sem ástatt var. Þá var ekki að heyra uppgjafartón. Þú varst góður fagmaður í þínu starfi og lést þig varða vel- ferð nemenda þinna, leitaðir leiða til að mæta hverjum og ein- um þar sem hann var staddur. Sérkennslumálin voru okkur báðum hugleikin og áttum við ósjaldan umræður um leiðir og stefnur þar að lútandi. Lifandi áhugaverðar þjóðmálaumræður áttum við á samverustundum lið- ins tíma. Hlýja og notalegheit einkenndi viðmót á ykkar fallega heimili, þær stundir verða okkur ógleymanlegar. Mikil var gleði þín, Hilda mín, þegar elskulegu barnabörnin komu í heiminn og gerðu lífið litríkara. Þar sáðir þú fræjum sem sonardæturnar búa að. Farðu í friði, mín kæra. Við hjónin og dætur okkar sendum Hauki, Ágústi Torfa, Evu Hlín og börnum þeirra innilegar sam- úðarkveðjur. Minningin um ein- stakan persónuleika og góðan vin lifir. Sólveig Helga Jónasdóttir. Hilda var glæsileg kona, fríð, með hrokkið hár, brosmild, at- hafnasöm og kjarkmikil. Stund- um mátti heyra pilsaþyt þegar hún var á ferðinni, staldraði við og spurði gjarnan: „Hvernig hef- urðu það, gæskan?“, en leiðir okkar lágu saman þegar hún flutti að Laugaskóla í Þingeyj- arsýslu þar sem Haukur Ágústs- son, eiginmaður hennar, hafði tekið við starfi skólameistara. Hilda var kennaramenntuð og lærði síðar talmeinafræði. Þegar norður var komið starfaði Hilda um hríð sem talmeinafræðingur á Norðurlandi eystra. Síðar réðst hún til Síðuskóla og kenndi þar uns hún fór á eftirlaun. Hilda var félagslynd með af- brigðum, átti auðvelt með að um- gangast fólk og tók þátt í margs- konar faglegu starfi, yfirleitt ólaunuðu. Samhliða kennslu hafði Hilda forystu um að koma á framfæri Ítalíuskrift á Íslandi í samvinnu við Gunnlaug Briem, einnig var hún um árabil virk í verkefninu Kidlink sem hafði að markmiði að auðvelda börnum samskipti á milli landa. Hildu dugði þó ekki að sýsla við fagleg aukaverkefni samhliða kennslu. Þegar RÚVAK hóf starfsemi sína snemma á 9. ára- tugnum hafði Hilda umsjón með útvarpsþáttum sem urðu allvin- sælir, svo sem þátturinn Á sveitalínunni (1983), Laugar- dagskvöld á Gili (1984), Dagskrá í tilefni 125 ára afmælis Akureyr- arbæjar (1986) og Í dagsins önn: Heima og heiman (1987). Saman sáu Haukur og Hilda um nokkra útvarpsþætti fyrir börn og full- orðna. Hlaupatímabil Hildu var á 10. áratugnum en þá var hún um fimmtugt. Henni brá oft fyrir á götum Akureyrar – á hlaupum. Ekki var laust við öfund undirrit- aðrar af þessari skapfestu Hildu en hjá Frjálsíþróttasambandi Ís- lands á hún skráð fimm 10 km hlaup á árunum 1994-1997. Hilda og Haukur fluttu til Ak- ureyrar. Eftir nokkur ár á Gils- bakkavegi keyptu þau Galtalæk, stórt hús syðst í bænum. Þar er rými sem í senn er eldhús og stór stofa, sem mætti allt eins kalla sal. Í miðju rýminu er flygill. Við þessar aðstæður opnuðu þau hjón heimili sitt fyrir tónleika- hald í allmörg ár við góðar und- irtektir. Enginn var aðgangseyr- irinn en samskot vel þegin. Innkoman var oftar en ekki færð Parkinsonfélaginu á Akureyri og nágrenni (PAN) að gjöf. Þegar Hilda fékk parkinson- sjúkdóminn hófst hjá henni og þeim hjónum báðum nýr og krefjandi kafli. Hún var áfram sama félagsveran þótt gangur hægðist og drægi úr pilsaþyt. Hilda var virk í félagsstarfi PAN og formaður félagsins um skeið. Þegar rifa þurfti seglin komu margir vinir og félagar Hildu í heimsókn til að spila og spjalla. Hún var kappsöm sem fyrr og gaf hvergi eftir í spilamennsk- unni. Æðrulaus hélt Hilda reisn sinni og kvartaði aldrei. Ekki verður skilið við þessa kveðju án þess að nefna um- hyggju fjölskyldu Hildu. Haukur Hilda Torfadóttir Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Sálm. 86.7 biblian.is Þegar ég er í nauðum staddur ákalla ég þig því að þú bænheyrir mig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.