Morgunblaðið - 23.10.2019, Síða 37
gerði henni kleift að vera lengur
heima en ella. Ágúst Torfi, sonur
þeirra, og fjölskylda hans var
mikil stoð, og sömuleiðis Hlín
systir Hildu en samband þeirra
systra var fallegt.
Um leið og Hildu er þökkuð
samfylgdin eru fjölskyldu henn-
ar færðar samúðarkveðjur.
Rósa Eggertsdóttir
og Gunnar Jónsson.
Þegar frú Hilda hefur verið
kölluð heim til þess Drottins,
sem hún trúði á, traust og fast,
söknum við hér á fjallinu vinar í
stað. Þetta mikla tryggðatröll
missti aldrei sambandið við
neinn. Símakostnaðurinn hlýtur
að hafa verið tilfinnanlegur, að
ekki sé talað um tímann og fyr-
irhöfnina. Og aldrei nema ágætt
að frétta; alltaf gott veður á Ak-
ureyri.
Þau síra Haukur stækkuðu við
sig þegar þau fluttu af Gils-
bakkaveginum á Galtalæk, býlið,
sem blasir við ferðalanginum
uppi í fjallshlíðinni þegar stigið
er út úr flugvélinni. Stofunni,
sem fyrr var fimmtíu kúa fjós,
breyttu þau í tónleikasal með
flygli og öllu saman. Þau höfðu
sinn kontórinn hvort og hafði áð-
ur verið mjólkurhús og fóður-
geymsla og þurfti stiga til þess
að komast í efstu raðirnar í bóka-
hillunum. Bílskúrinn var hlaða
fólksins sem átti þarna heima á
undan þeim.
Meðal þess sem haft var í ár-
bít á Galtalæk var hræringur að
fornum sið; þá er skyri og hafra-
graut blandað saman; þetta var
óviðjafnanlegt gómsæti enda
hafði síra Haukur látið skyrið
súrna í búrinu um tveggja mán-
aða skeið áður neytt var.
Á Akureyri verða veitingahús
viðhafnarlegri en í flestum stöð-
um og aldrei brást, að við fengj-
um voldugan skatt á einhverju
þeirra, er degi tók að halla. Einu
sinni ók síra Haukur okkur
meira að segja alla leið til Húsa-
víkur. Þá var farið yfir Vaðla-
heiði og fram hjá hefðarsetrinu
Grenjaðarstað, þar sem dr. Ein-
ar heitinn Sigurbjörnsson var í
sveit hjá prestinum, og bónda-
garðinum Laxamýri þar sem
fæddist Jóhann skáld og kvaðst í
ljóði krjúpa að knjám hinu fá-
tæka lífi og grípa geisla þess
fórnandi höndum.
Frú Hilda var góð kona, trúuð
og kirkjurækin; hún vissi að á
bak við gervi dagsins og grímu
hinnar hversdagslegu annar er
eitt alveg víst, þótt annað margt
kynni að vera álitamál, og þetta
eina vissa er það að sé Jesús beð-
inn nógu vel þá gengur hann inn
í hinn langa gang sálarinnar, lýk-
ur þar upp á gátt öllum dyrum
og blessar hvaðeina og allt sem
þar er inni fyrir. Hún vissi að
Jesús er mestur og bestur, að
honum ber konungstign yfir öllu
og öllum og hann er krýndur
dýrðarkórónu í hjarta kristins
manns með innilegri játningu,
tárum og gleðihlátri. Þetta er
veruleikinn sem býr á bak við, í
með og undir yfir og allt um
kring í þeirri veröld sem að vísu
mun ekki láta okkur laus fyrr en
hún hefur tuktað okkur svo
rækilega til að við hrópum úr
djúpi sálar okkar og biðjumst
vægðar sem við fáum ekki. Svo
gengur þú þann veg á enda, trúr
allt til dauða, en í áfangastað er
friðarhöfnin, þar sem gleðin og
ástin og sáttin búa og þar sem
vinir taka við þér í hinar eilífu
tjaldbúðir, og þar sem ekkert
getur skyggt á hamingju þína,
ljósið, sem skín gegnum vetrar-
húmið, enda er allt orðið nýtt og
gott og sorgin og óttinn ekki
framar til, fjötrarnir felldir og
hlekkirnir brotnir af öllu, sem
áður þjáðist, því að hið fyrra er
farið.
Fjölskyldunni samúðarkveðj-
ur.
Guð blessi minningu frú Hildu
Torfadóttur.
Gunnar Björnsson,
pastor emeritus.
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019
✝ Kristrún Guð-mundsdóttir,
Rúna, fæddist í
Reykjavík 11. sept-
ember 1924. Hún
lést á Landspít-
alanum, Fossvogi,
12. október 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Guðmund-
ur Halldór Jónsson,
f. 25. nóvember
1901, d. 11. febrúar
1982, og Kristín Sigríður Guð-
rún Kristófersdóttir, f. 15. nóv-
ember 1903, d. 21. júní 1988.
Kristrún giftist 9. maí 1943
Agnari Bjarnasyni, húsasmíða-
meistara, f. 2. mars 1921. For-
eldrar Agnars voru Bjarni Þor-
Valsdóttir, sonur Guðnýjar Mar-
enar er Alexander Máni, b) Har-
aldur Agnar Bjarnason, maki
Hanna Signý Guðmundsdóttir,
börn þeirra eru Kolbrún Sara,
Guðmundur Ágúst og Jón Helgi.
4) Sigrún Agnarsdóttir f. 28.
ágúst 1960, gift Helga Edward
Jónssyni f. 27. janúar 1958. Börn
þeirra eru: a) Guðjón Örn
Helgason, maki Stella Halls-
dóttir, sonur þeirra er Sigurlogi
Karl, b) Birna Íris Helgadóttir,
maki Hjörvar Ólafsson, synir
þeirra eru Ólafur Helgi og
Ágúst Agnar. c) Agnar Þór
Helgason, maki Rakel Sjöfn
Hjartardóttir.
Rúna og Agnar fluttu í húsið
sem þau byggðu árið 1959 við
Kambsveg og hafa búið þar alla
tíð síðan. Rúna starfaði lengi vel
við að sjá um mötuneytið hjá
IBM á Íslandi.
Útför Rúnu fer fram frá Ás-
kirkju í dag, 23. október 2019,
klukkan 15.
geir Magnússon, f.
10. ágúst 1891, d. 7.
mars 1933, og
Helga Enea And-
ersen, f. 23. júlí
1894, d. 18. apríl
1986.
Börn Kristrúnar
og Agnars: 1) Sig-
ríður Helga Agn-
arsdóttir, f. 21.
september 1943. 2)
Guðmundur Þor-
geir Agnarsson, f. 17. apríl
1949, d. 13. júlí 1949. 3) Bjarni
Jón Agnarsson, f. 25. apríl 1950,
giftur Hönnu Dóru Haralds-
dóttur, f. 30. janúar 1951, synir
þeirra eru: a) Róbert Viðar
Bjarnason, maki Guðný Maren
Í dag fer fram útför ástkærrar
tengdamóður minnar og er
margs að minnast þegar kveðju-
stundin rennur upp. Ég kynntist
henni fyrir 50 árum og betri
tengdaforeldra en Rúnu og Agn-
ar var ekki hægt að hugsa sér.
Þau voru í hjónabandi í tæp 76 og
hálft ár og hafa því verið í hjóna-
bandi lengst allra Íslendinga.
Það voru alltaf mikil samskipti
á milli heimila okkar. Þegar syn-
ir okkar, Róbert og Haraldur,
voru litlir komu þau mjög oft í
heimsókn til að fylgjast með
þroska fyrstu barnabarnanna.
Við fjölskyldan fórum í heimsókn
til þeirra flestar helgar og ekki
brást að þá var Rúna búin að
baka pönnukökustafla og jafnvel
tertu líka t.d. Suðrænu, sem var í
uppáhaldi. Rúna var frábær
amma enda voru öll barnabörnin
og síðar langömmubörnin mjög
hrifin af henni. Hún og Sissa
frænka, sem bjó í húsinu, kenndu
þeim og spiluðu oft við þá t.d.
rommí. Þegar langömmubörnin
fóru að koma á Kambsveginn eða
í bústaðinn kenndu þær þeim
einnig að spila rommí.
Þegar fjölskyldan var að
byggja sér sumarbústað í Gríms-
nesinu tók Rúna að sér að hugsa
um kaffi og mat fyrir fólkið sitt
sem gat þá haldið áfram útivinn-
unni. Hún naut þess að vera í bú-
staðnum með fjölskyldunni fram
á síðustu stund.
Þau hjónin Rúna og Agnar
ferðuðust mjög mikið bæði inn-
anlands og erlendis og oftast var
Sissa, eldri dóttirin, með í för.
Þau fóru til margra fjarlægra
landa sem margir láta sig bara
dreyma um að heimsækja. Þau
ferðuðust mikið um England og
Skotland og þá buðu þau oft
frænku Rúnu og hennar manni,
sem bjuggu í Englandi, með sér.
Seinustu ferðir þeirra til Eng-
lands voru farnar 2011 og 2014 til
að halda upp á 90 ára afmælin
þeirra. Síðasta utanlandsferð
Rúnu var aðventuferð til Trier
en þannig ferðir fóru þau oft í á
síðustu árum.
Rúnu fannst mjög gaman að
halda veislur t.d. í tilefni af af-
mælisdögum og stórhátíðum.
Hún útbjó fallega skreyttar
brauðtertur og fór létt með
hverja tertuna á fætur annarri.
Veislurnar voru alltaf fjölmenn-
ar, en Rúna var mjög frændræk-
in og vildi hitta ættingja sína sem
oftast. Þegar börnin voru komin
á legg fór Rúna að vinna sem
matráðskona hjá tölvufólkinu hjá
IBM. Henni leið mjög vel þar og
var ánægð með að fá vinnu við
það sem henni fannst skemmti-
legt. Starfsfólkið hélt mikið upp
á hana og höfðu þau á henni
mikla matarást og þar myndaðist
góður vinskapur.
Rúna hafði gaman af því að
kaupa sér og klæðast fallegum
fötum. Hún kom aldrei svo heim
úr utanlandsferðum að hún hefði
ekki keypt sér nýja flík eða flíkur
því hún vildi alltaf eiga skó og
veski í stíl við hvern kjól, eða
dress.
Rúna var einkabarn og bjuggu
foreldrar hennar í sama húsi.
Hún hugsaði mjög vel um þau
þegar þau fóru að eldast. Elsta
dóttir Rúnu bjó einnig í húsinu
og hefur hún verið foreldrum sín-
um ómetanleg hjálp en án henn-
ar hefði Rúna ekki getað búið
heima svona lengi.
Með þessum orðum viljum við
Bjarni og fjölskyldan okkar
þakka mömmu, tengdamömmu,
ömmu og langömmu af öllu
hjarta öll árin okkar saman og
allt sem hún gaf okkur og fjöl-
skyldu okkar með óeigingjarnri
ást sinni.
Hanna Dóra
Haraldsdóttir.
Elsku Rúna amma.
Það er gott að hugsa um tím-
ana sem við vörðum saman en
þeir voru óteljandi. Við fórum í
margar ferðir saman bæði innan-
lands og til útlanda. Þið afi ferð-
uðust mikið og þegar þið komuð
heim frá útlöndum var æðislegt
að koma í heimsókn og fá ein-
hvern glaðning. Þegar við fórum
svo í ferðir út án ykkar mátti
maður ekki gleyma að finna ein-
hverja gjöf fyrir ömmu. Það
gladdi okkur mikið hvað þú varst
alltaf ánægð með það. Við vorum
heppin að fá að fara nokkrar ut-
anlandsferðir með ykkur bæði til
Englands og Danmerkur. Þetta
voru ómetanlegar stundir.
Skemmtilegustu stundirnar voru
þó líklega í sumarbústaðnum í
Grímsnesi. Þar sátum við og spil-
uðum rommí löngum stundum og
það er eiginlega ekki hægt að
hugsa um ömmu án þess að rifja
upp rommíspilið. Hún virtist þó
alltaf vera að fá eintóma hunda.
Það var alltaf gott að leita til
þín og spjalla við þig. Okkur leið
vel í kringum þig og þú dreifðir
gleði og hamingju til okkar sem
við búum enn að.
Maður var alltaf velkominn í
heimsókn og það var svo vel tek-
ið á móti manni. Það voru alltaf
góðar veitingar í boði og það var
mjög mikilvægt að fá sér eitt-
hvað og klára.
Fjölskyldan skipti ömmu allt-
af miklu máli og við fundum að
hún var stolt af okkur. Hún átti
allar myndir sem höfðu birst af
okkur systkinunum í blöðum og
tímaritum og í hillum á Kambs-
vegi má enn finna „listaverk“
okkar frá því í myndmennt í
grunnskóla.
Takk fyrir allt, elsku amma.
Guðjón, Birna og Agnar.
Elsku Rúna amma, núna ertu
farin frá okkur og verður sárt
saknað. Margar af mínum fyrstu
minningum eru frá Kambsvegin-
um, þar sem þið afi bjugguð alla
tíð síðan ég fæddist. Þar var ég
mjög oft í heimsókn og í pössun
og hef minningar umvafðar um-
hyggju og hlýju. Ég man líka eft-
ir heimsóknum til þín í vinnuna í
mötuneyti IBM á Íslandi, þar var
gaman að koma og maður fékk
alltaf eitthvað gott.
Þú hélst alltaf bestu boðin og
veislur, varst svo flottur og hlýr
gestgjafi, allt fram á þitt síðasta
ár þegar við héldum í síðasta
skipti upp á áramótin með þér í
fyrra í árlegum áramótamat sem
ég hef farið í á næstum hverju ári
síðan ég man eftir mér. Ég hef
nú stundum tekið að mér gest-
gjafahlutverk og þú verið mér
innblástur í því að gera það vel
og með glaðlyndi og hlýju.
Þið afi með ykkar miklu ferða-
lögum um heiminn voruð að
hluta það sem kveikti minn
áhuga á að skoða heiminn og
ferðast. Það er ótrúlegt að þú
hafir byrjað að ferðast um heim-
inn sem ferðamaður árið 1954 og
farið fyrst til Bretlands með
Gullfossi, bara nokkrum árum
eftir lok síðari heimsstyrjaldar.
Það var gaman sem krakki á jól-
unum að fá nýjustu hátæknileik-
föngin frá London, og svo var
maður svo vel klæddur í nýjustu
krakkatískunni frá Marks &
Spencer.
Þú sýndir alltaf svo mikinn
áhuga á öllu sem ég og fjölskyld-
an tók mér fyrir hendur, það var
gaman að geta deilt með þér sög-
um frá okkar ferðalögum um
heiminn á síðari árum þegar þú
fórst að ferðast minna.
Takk fyrir allt, elsku Rúna
amma, og hvíldu í friði.
Róbert, Maren og
Alexander.
Kristrún
Guðmundsdóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KARÍTAS LAUFEY ÓLAFSDÓTTIR,
Sæborg, Skagaströnd,
lést 15. október.
Jarðsett verður frá Hólaneskirkju
föstudaginn 25. október klukkan 14.
Rúnar Þór Ingvarsson Rósa M. Sigursteinsdóttir
Ragnar Smári Ingvarsson Kristín Jónsdóttir
Gréta Kristíana Ingvarsdóttir
Árni Geir Ingvarsson Herdís Þórunn Jakobsdóttir
Vala Rós Ingvarsdóttir Guðlaugur Ingi Sigurðsson
Þórarinn Brynjar Ingvarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Útför
SIGURRÓSAR EYJÓLFSDÓTTUR,
sem lést 15. október, verður gerð frá
Bústaðakirkju mánudaginn 28. október
klukkan 13.
Viðar Gunngeirsson
Halla Guðmundsdóttir Friðrik Björnsson
Sigríður Eyjólfsdóttir
og fjölskylda hinnar látnu
Innilegar þakkir fyrir veitta samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar okkar elskulega
EINARS BRAGA BRAGASONAR,
skólastjóra og hljómlistarmanns.
Með hlýhug sendum við nemendum Einars
Braga kveðjur. Í tónlistinni felst gleðin og í
henni tónskali allra mannlegra tilfinninga.
Hafdís Rut Rudolfsdóttir
Elmar Bragi Einarsson Katla Mist Brynjarsdóttir
Elísa Björt Einarsdóttir
Ágústa Ósk Aronsdóttir Anna Kristín Gylfadóttir
Heiðrún Svala Aronsdóttir Heiðar Bjarki Halldórsson
Hrefna Björk Aronsdóttir
Elsku eiginmaður minn, pabbi okkar, sonur, bróðir og
tengdasonur,
LÁRUS DAGUR PÁLSSON,
lést laugardaginn 19. október.
Anna Sif Ingimarsdóttir
Páll Ísak Lárusson
Ingimar Albert Lárusson
Kolfinna Katla Lárusdóttir
Páll Dagbjartsson Helga Friðbjörnsdóttir
Svanhildur Pálsdóttir
Kolbrún Pálsdóttir
Helga María Pálsdóttir
Ingimar Ingimarsson Kolbrún Ingólfsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTJÁN JÓHANN ÁSGEIRSSON,
Miðvangi 31, Hafnarfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi
laugardaginn 19. október.
Anna Guðbjörg Erlendsdóttir
Anna Karen Kristjánsdóttir Björn Arnar
Kristína V. Kristjánsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN LOFTSDÓTTIR,
Vestri-Hellum,
Gaulverjabæjarhreppi,
lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á
Selfossi fimmtudaginn 10. október.
Útför hennar fer fram frá Gaulverjabæjarkirkju föstudaginn
25. október klukkan 14.
Andrés Pálmarsson
Helga Pálmarsdóttir
Eyjólfur Pálmarsson Svanhildur Karlsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Minningargreinar