Morgunblaðið - 23.10.2019, Page 38

Morgunblaðið - 23.10.2019, Page 38
Mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga leitar nú að öflugum aðila til þess að leiða markaðs-, sölu- og vöruþróunarmál á öðrum framleiðsluvörum en hefðubundnum mjólkurvörum. Um er ræða spennandi vöruþróunarverkefni sem bæði snúa að núverandi framleiðslu en einnig mörgum nýjum framleiðsluvörum m.a. úr prótein- og etanólafurðum ásamt samhæfingu á kynningar-, markaðs- og sölustarfi á þessum hluta framleiðslunnar. Starfsstöðin er á Sauðárkróki. FORSTÖÐUMAÐUR SÖLU-, MARKAÐS- OG VÖRUÞRÓUNAR HJÁ MJÓLKURSAMLAGI KS Ábyrgðarsvið • Skipuleggja og leiða virðisaukandi vöruþróunarstarf • Leiða kynningar- og markaðsstarf • Daglegur rekstur á hluta framleiðslunnar • Virkja og viðhalda mælikvörðum til að meta árangur starfsins • Þátttaka í stefnumótun og gæðastarfi • Önnur tilfallandi verkefni og sem samlagsstjóri úthlutar Hæfniskröfur • Háskólamenntun á sviði viðskipta, vöruþróunar, markaðsfræða eða önnur menntun sem nýtist í starfi æskileg • Reynsla af stýringu sölu- og markaðsmála • Reynsla af rekstri æskileg • Skilningur í lestri rekstrar- og efnahagsupplýsinga • Sjálfstæði, frumkvæði, metnaður og vinnusemi • Góð samskiptahæfni • Gott vald á talaðri og ritaðri ensku nauðsynlegt • Góð tölvukunnátta Umsóknarfrestur til og með 28. október nk. Mjólkursamlag KS skiptist í tvö svið, mjólkurafurðasvið og aðra framleiðslu. Það sem tilheyrir annarri framleiðslu eru m.a. vörumerkin E. Finnsson, Mjólka, Voga, kaldir kaffidrykkir og fæðurbótarefni. Einnig gert ráð fyrir virðisaukandi framleiðslu úr þurrkuðu mysupróteini og mysuetanóli. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is        atvinna@mbl.is • Sölufulltrúi • Richard Richardsson, richard@mbl.is, 569 1391 Launafulltrúar, gjaldkerar, þjónustufulltrúar hagvangur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.