Morgunblaðið - 23.10.2019, Side 46

Morgunblaðið - 23.10.2019, Side 46
Í tilefni af útgáfu plötunnar ákváðu þeir að halda út- gáfutónleika í Bæjarbíó á sunnudaginn sl. Skemmst er frá því að segja að vinsældir strákanna eru orðnar slíkar að það seldist upp á tónleikana, sem vel að merkja voru fyrstu tónleikar tvíeykisins. Í kjölfar þessara vinsælda var því ákveðið að telja í aukatónleika 22. nóvember í Bæjarbíó sömuleiðis og er miðasala hafin á þá. Þeir komu í spjall í Síðdegisþáttinn á K100 sl. föstu- dag í dagskrárliðinn „Hvað er í matinn?“ og gáfu hlust- endum hugmynd um hvað skyldi borða um kvöldið, enda reynist þessi spurning mörgum erfið. Í kjölfarið fengu hlustendur skemmtilega sögu frá Fannari Inga sem er margreyndur í pitsubransanum. „Fyrst vann ég á Pap- inos þegar ég var 14 ára. Ég fékk þessa vinnu gegnum nágranna minn. Allir héldu að ég væri stelpa þegar ég svaraði í símann í símaverinu því ég var ekki kominn í mútur. Ég tók það nærri mér og fékk því að færa mig í að setja áleggið á.“ Þú getur horft og hlustað á skemmtilegt viðtal við þá félaga á heimasíðu K100 á k100.is. Aukatónleikar í nóvember Þeir Jökull Breki og Fannar Ingi skipa hið vinsæla tvíeyki Hipsumhaps sem vakið hef- ur athygli undanfarið fyrir skemmtilegar lagasmíðar og frumlega texta. Þekktasta lagið er án efa LSMLÍ (Lífið sem mig langar í) en nýjasti smellurinn er Fyrsta ástin en bæði lög er að finna á plötunni Best gleymdu leyndarmálin sem kom út í haust. Ljósmynd/Baldur Kristjánsson Vinsælir Jökull Breki og Fannar Ingi skipa Hipsumhaps. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 Sem sagt, áherslan er lögð á skemmtun og öðrum leyft að vera í daglega argaþrasinu. Einn af föstu dagskrárliðunum í þætt- inum verður liðurinn „20 ógeðs- lega mikilvægar spurningar“ þar sem þekkt fólk úr öllum röðum samfélagsins kemur og sýnir á sér nýja hlið. Verður hann alltaf á dagskrá á fimmtudögum. Síðastliðinn fimmtudag kom fyrsti gesturinn til þeirra Loga og var það enginn annar en KA- maðurinn og ljúflingurinn Villi naglbítur, Vísinda Villi eða bara Vilhelm Anton Jónsson eins og hann var skírður. Svaraði hann spurningum Loga og Sigga um hin ýmsu málefni, t.d. um hvort hann hefði leyndan hæfileika og um það hafði hann þetta að segja. „Ég er liðtækur blokkflautuleik- ari.“ Svo sannarlega eitthvað sem maður vissi ekki um Villa. Hægt er að hlusta á allt viðtalið inn á heimasíðu K100, k100.is Næsti gestur þeirra félaga í „20 ógeðs- lega mikilvægum spurningum“ verður grínistinn og ljúflingurinn Pétur Jóhann sem fagnar um þessar mundir 20 ára grínafmæli. Hann mætir til Loga og Sigga á morgun, fimmtudag, svo það er um að gera að hlusta milli 16 og 18. Ógeðslega mikilvægu spurning- arnar sem sagt eru allt frá því hvort hann vilji frekar fara í sturtu eða bað yfir í hvað honum finnst best að borða yfir í hvort hann hafi leyndan hæfileika. Það er spurning hver leyndi hæfileiki Péturs er, það kemur vonandi í ljós á morgun. Sem sagt, þetta eru allt ógeðslega mikilvægar spurningar, við þeim verður að fá svör! Taktu skemmtilegu leiðina heim á K100 alla virka daga milli 16 og 18. 20 ógeðslega mikil- vægar spurningar í hverri viku hjá Loga og Sigga Þeir félagar Siggi Gunnars og Logi Bergmann fóru af stað með nýjan síðdegisþátt á K100 í síðustu. Yfirskrift þátt- arins er að fólk taki skemmtilegri leiðina heim. Morgunblaðið/Árni Sæberg Grín Pétur Jóhann verður gestur Loga og Sigga í þætti morgundagsins. Atvinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.