Morgunblaðið - 23.10.2019, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.10.2019, Blaðsíða 51
ÍÞRÓTTIR 51 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 keppninnar kemur. Það getur verið að framkvæmdastjóri Nuggets, Tim Connelly, verði neyddur til að skipta tveimur af yngri stjörnum liðsins fyrir toppleikmann eins og Bradley Beale hjá Washington Wizards til að auka möguleikann á titlinum. Houston virðist til alls líklegt með þá Harden og Westbrook í bak- varðastöðunum en liðshópur Rockets er ekki eins góður og hann var fyrir tveimur árum. Það verður vissulega gaman að sjá hvernig stór- stjörnurnar tvær koma út í vetur, en Houston er lið sem lítur út eins og vísindarannsókn. Liðið skoraði 42,5% af stigum sínum á síðasta keppnistímabili úr þriggja stiga skotum, þriðja árið í röð sem liðið leiddi deildina í þeirri tölfræði. Hvort þessi stórskotaliðstækni dug- ar á endanum er erfitt að spá um. Það hefur ekki dugað undanfarin ár í úrslitakeppninni. Utah Jazz, Golden State Warriors og Los Angeles Lakers munu hafa sitt að segja í toppbaráttunni vestanmegin en erfitt er að sjá þessi lið í baráttunni um toppsætið. Warriors missti Kevin Durant til Brooklyn og Klay Thompson verður frá næstum allt keppnistímabilið eft- ir alvarleg hnémeiðsl. Það er erfitt að sjá liðið vinna mikið án þeirra. Sumir halda að liðið gæti jafnvel misst af úrslitakeppninni. Það mun ekki gerast. Utah stóð sig vel á síð- asta keppnistímabili, mest vegna frábærs leiks Donovan Mitchell. Liðið bætti svo við skyttunni Mike Conley og halda sumir NBA- sérfræðingar hér vestra að liðið gæti náð þriðja sætinu í deildakeppninni vestanmegin. Hvað með Lakers? Ég er spurður mikið að þessu hér í bæ. Svarið er að ég hef enga trú á liðinu. LeBron James er hundrað ára gamall og mun verða meiddur annað slagið. Liðið losaði sig við flesta af yngri leikmönnum sínum og situr uppi með Hrafnistu. Danny Green? Rajon Rondo? Dwight How- ard? Mikið var að liðið reyndi ekki að ná í Vince Carter, 42ja ára. Vinsamlega hringið í sjúkrabílinn. Það verða sjálfsagt Milwaukee og Philadelphia sem berjast um topp- sætið í Austurdeildinni og Los Ang- eles Clippers og Denver vestan- megin. Allt er galopið í ár og mín ágiskun um hvaða lið muni á end- anum vinna titilinn er sjálfsagt eins góð og þín.  Fyrri hluti greinarinnar, þar sem fjallað var um deildina í heild og svo Austurdeildina, var í blaðinu í gær. gval@mbl.is Já, Clippers gæti unnið  Keppni í NBA-deildinni er hafin og í Vesturdeildinni er nú LA Clippers talið vera með besta leikmannahópinn  Houston er eins og vísindarannsókn AFP Clippers Framherjinn Kawhi Leonard er kominn til LA Clippers frá Toronto Raptors þar sem hann varð meistari á síðasta tímabili. NBA Gunnar Valgeirsson Los Angeles Vegna mikilla breytinga á topp- liðunum í Vesturdeild NBA í körfu- bolta er erfitt að gera sér grein fyrir hver útkoman á þeim verður. Los Angeles Clippers er með besta leik- mannahópinn og er talið af flestum sérfræðingum og framkvæmdastjór- um liðanna líklegast að vinna titilinn. Denver kemur til leiks með óbreytt- an og ungan leikmannahóp, og Houston reynir enn eina tilraunina að nappa í titil fyrir James Harden. Koma Kawhi Leonard og Paul George til Clippers breytti stöðunni hjá liðinu mikið. Clippers var ungt og hungrað lið á síðasta keppnis- tímabili og koma þessara tveggja stórstjarna virðist á yfirborðinu til- valin til að vinna titilinn. Liðið mun hins vegar hvíla Leonard í nokkrum leikjum í seinni hluta deildakeppn- innar, rétt eins og Toronto gerði með hann á síðasta keppnistímabili, til að hafa hann ferskan í úrslita- keppnina. Þá verður George að jafna sig á uppskurði á báðum öxlum og verður frá keppni í það minnsta fyrsta mánuðinn í deildakeppninni. Þeir Patrick Beverly og Lou Willi- ams munu hins vegar eflaust halda Clippers á floti þær vikur. Hvað gerir Denver? Denver var yngsta liðið í úr- slitakeppninni á síðasta keppnis- tímabili og það sást þegar liðið var slegið út af Portland TrailBlazers í átta liða úrslitunum. Nuggets er byggt í kringum miðherjann Nikola Jokic, sem er ótrúlega góður í að senda stoðsendingar. Leikstjórn- andinn Jamal Murray er verðandi stórstjarna og Paul Milsap mun halda mannskapnum við efnið með reynslu sinni. Spurningin verður hins vegar enn á ný hvort árang- urinn í deildakeppninni verði nóg þegar í seinni umferðir úrslita- Gylfi Þór Sigurðsson náði þeim áfanga að skora 60. mark sitt í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um síðustu helgi þegar hann skoraði síðara mark Everton gegn West Ham á Goodison Park með glæsilegu skoti utan vítateigs. Það er mikið afrek að skora 60 mörk í þessari sterkustu og erfiðustu deildarkeppni í heimi og til viðbótar hefur Gylfi gefið 43 stoðsendingar. Hann spilaði á laugardaginn 256. leik sinn í ensku úrvalsdeildinni og nálgast því hægt og bítandi leikjamet Hermanns Hreiðarssonar, sem er 322 leikir. Gylfi, sem fagnaði 30 ára afmæli sínu í síðasta mánuði, skoraði fyrsta mark sitt í ensku úrvalsdeildinni í febrúar 2012 þegar hann skoraði fyrir Swan- sea á móti WBA. Gylfi bætti á síðasta tímabili met Eiðs Smára Guðjohnsen, sem skoraði 55 mörk á ferli sínum í deildinni. Gylfi og Eiður Smári eru í 2. og 3. sæti yfir markahæstu Norðurlandabúana í ensku úr- valsdeildinni en sá markahæsti er Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær, sem skoraði 91 mark fyrir Manchester United. Það sást vel þegar Gylfi skor- aði móti West Ham að þungu fargi var létt af honum enda var hann að skora fyrsta mark sitt í deildinni á tímabilinu. Hann var settur á bekkinn fyrir leikinn en nýtti þær fáu mínútur sem hann fékk í botn. Ég trúi ekki öðru en að Marco Silva, stjóri Everton, skelli okkar manni beint inn í byrjunarliðið í leiknum gegn Brighton á laugardaginn. Gylfi á ekki heima á vara- mannabekk Everton. Gæði hans eru ótvíræð og Everton hefur ekki efni á að spila án hans. Það er mín skoðun! BAKVÖRÐUR Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Það er komin mikil pressa á Joachim Löw, þjálfara þýska karlalandsliðsins í knattspyrnu, að velja miðvörðinn Mats Hummels í landsliðið á nýjan leik, en Löw tilkynnti Hummels fyrir nokkrum mánuðum að dagar hans með landsliðinu væru taldir. Krafan um að kalla Hummels aftur í landsliðið er ekki síst vegna þess að Niklas Süle, miðvörður Bayern München og landsliðsins, varð fyrir alvarlegum hnémeiðslum um síðustu helgi og verður frá keppni næstu mánuði en einnig vegna þess að Hummels hefur átt afar góðu gengi að fagna í hjarta varnarinnar hjá Dortmund, en hann gekk aftur í raðir félagsins fyrir tímabilið frá Bayern München. Í skoðanakönnum sem þýska fótboltablaðið Kicker efndi til í vikunni vildu 77% þeirra 96 þúsund manna sem tóku þátt í könnunni sjá Hummels klæðast hvítu treyju lands- liðsins á ný. gummih@mbl.is AFP Endurkoma? Þjóðverjar vilja sjá Mats Hummels spila með þýska landslið- inu á nýjan leik en Joachim Löw landsliðsþjálfari setti hann út í kuldann. Pressa á Löw að velja Hummels á ný Er bíllinn tilbúinn TUDOR TUDOR TUDOR er hannaður til þess að þola það álag sem kaldar nætur skapa. Forðastu óvæntar uppákomur. Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Veldu öruggt start me ð TUDOR fyrir kuldann í vetur?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.