Morgunblaðið - 23.10.2019, Page 58

Morgunblaðið - 23.10.2019, Page 58
58 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Dimmumót er skaftfellskt orð sem þýðir ljósaskipti. Ég var ótrúlega heppin að finna loksins þennan titil, eftir mjög mikið grams, því hann er nákvæmlega það sem við átti. Birt- unni í íslenska heiminum bregður þegar jökullinn smækkar og fer. Miðað við það sem áður var mun rökkrið ríkja,“ segir Steinunn Sig- urðardóttir þegar hún er spurð um titil nýjustu bókar sinnar, ljóðabálks- ins Dimmumóta. „Ég er nýbúin að fá bókina í hend- ur og þegar ég las hana núna glóð- volga kom mér það nánast á óvart hvað sorgin í henni er djúp. En við erum ekki bara að kveðja jökulinn okkar, sem var tákn eilífðarinnar, heldur líka lífið á jörðinni eins og við höfum þekkt það. Þannig að Dimmu- mót eru bæði óður til jökulsins míns, Vatnajökuls, tregabálkur um hann og sorgarljóð um heiminn. Inn í þetta flétta ég mínu litla lífi beinlínis – nokkuð sem ég hef annars ekki lagt fyrir mig á þessum fimmtíu ára skáldaferli – en það var eins og mér fyndist að það ætti loksins við þegar litla lífið mitt stóð andspænis endalokum menningar á jörðinni eins og við höfum þekkt þá menn- ingu. Hvað sem verður er það ljóst að lifnaðarhættir munu gjörbreytast og hvað sem verður er það ljóst að nýjar bylgjur af flóttafólki munu flæða yfir jörðina, loftslagaflótta- fólki,“ segir Steinunn og bendir á að enginn viti hvað komi í staðinn. Einhver sort af endalokum „En ekkert getur komið í veg fyrir einhverja sort af endalokum. Hlýnun jarðar heldur áfram á hraða sem meðalspár gerðu ekki ráð fyrir,“ seg- ir Steinunn og tekur fram að eitt meinið varðandi loftslagsvána sé hið meinleysislega orðalag sem notað hefur verið um hana. „Loftslags- breytingar er ónýtt orð og villandi, vegna þess að breyting getur verið til hins betra. Þetta er notað í sama blekkjandi tilgangi og orðið gengis- breytingar var notað á Íslandi, það átti alltaf við um gengisfellingar, og þær oft allstórtækar. Ég benti á þetta í opnunarræðunni minni á Bók- menntahátíð í Reykjavík í vor og lagði til orðalagið hamfarahlýnun af mannavöldum. Það hefur náð fót- festu og ég er stolt af því,“ segir Steinunn og tekur fram að það skipti miklu máli hvernig orð séu notuð. Jöklar hafa verið ákveðið leiðar- stef í bókum þínum. Hvers vegna? „Ég hef verið heilluð af jöklum frá því ég man eftir mér. Þegar ég er í Reykjavík gái ég alltaf til Snæfells- jökuls, og ég er Reykvíkingur í húð og hár, alin upp við þessa undra- verðu formfegurð sem minnir á Fúsí- jama. Þegar ég var fimm ára, rign- ingarsumarið mikla 1955, var ég með mömmu sumarlangt á Seljalandi í Fljótshverfi og kynnist jöklinum þá fyrst. En þá var hann óínáanlegur, þetta eilífðartákn, því ekki var búið að brúa á Skeiðarársandi. Þannig var það líka þegar ég var svo í sveit á Seljalandi. Það eru mínar skærustu minningar, ein úti í náttúrunni, að reka fáeinar beljur í áttina að jökl- inum. Stanslaus sól og ekki ský á himni, og alls ekki ský á Vatnajökli.“ Tengjast skrif þín um jökla í gegn- um tíðina náttúruvernd? „Í rauninni ekki, því það eru ekki nema svona fimmtán ár síðan ég var orðin meðvituð um jökladauðann. Í skáldsögunni minni Hjartastað er Vatnajökull og aðrir jöklar eilífðar- tákn. Tíu árum síðar eða 2005 kemur Sólskinshestur og þar horfir deyj- andi söguhetja á Eyjafjallajökul og hugsar að meira að segja jöklarnir séu forgengilegir. Þannig að þetta tákn hefur snúist við, nú eru jöklar tákn eyðingar og forgengileika – á meðan þeir endast. Og í rauninni breytir jökladauðinn upplifun manns á tímanum, það er eins og hann hoppi út á hlið í staðinn fyrir að ganga ein- hvern vanagang.“ Fer á orðasukk með nemendum Dimmumót er þriðja ljóðabók þín á fjórum árum. Hvað gerir það að verkum að ljóðin eru í brennidepli hjá þér um þessar mundir? „Ljóðin eru raunverulega ekki í brennidepli, það er bara spurning um hvað poppar upp úr poppvélinni. Hjá mér krauma alltaf langtíma- verkefni, í prósa, í ljóði, í leiktexta þess vegna. En ég neita því ekki að það mér sérlega ljúft að búa í ljóð- heimum, þar byrjaði ég þrettán fjór- tán ára, það var mitt eina skáldheim- ili í meira en tíu næstu ár, þar líður mér eins og á engum öðrum stað. Sérstök tegund af heimavelli. En ég á fleiri en einn heimavöll og fyrir það er ég innilega þakklát.“ Þú hefur á síðustu árum kennt rit- list bæði hér- og erlendis. Í vetur gegnir þú svo starfi Jónasar Hall- grímssonar í ritlist við Háskóla Íslands. Hvað gefur það þér sem skáldi að kenna öðrum ritlist? „Það er óviðjafnanleg tilfinning að mega miðla öllu því sem maður þyk- ist búa yfir, til hæfileikafólks, og þeirra sem yngri eru. En ég nálgast kennsluna af auðmýkt. Það síðasta sem mér dettur í hug er að vera Stóridómur yfir verkunum þeirra eða annarra.“ Þræðir ykkar Jónasar hafa legið saman áður, því fyrir fimm árum hlaustu Verðlaun Jónasar Hall- grímssonar. Í Veröld í dag kl. 16 flyt- ur þú hátíðarfyrirlestur Jónasar Hallgrímssonar undir yfirskriftinni „Klárlega gríðarlegur birkiþrasta- sveimur“. Hvaða áhrif hefur Jónas haft á þig sem skáld? „Bara eitt dæmi, ég áttaði mig á því núna í vikunni að orðið bláljós sem kemur fyrir í Dimmumótum bæði sem lýsingarorð og nafnorð er frá Jónasi. Ég les hann jafnt og þétt, allt sem hann hefur skrifað, stjörnu- fræði og hvaðeina. Ég kynntist hon- um strax, í Vísnabókinni sem pabbi las fyrir mig á sunnudagsmorgnum. Ég undrast á því enn og aftur hvers konar listaskáld Jónas var.“ Og hverju ætlar þú að beina sjón- um þínum að í fyrirlestrinum í dag? „Að þeirri mögnuðu staðreynd, að skáldin okkar, hvert á fætur öðru, í kjölfar Jónasar, hafa búið sér til eigið ljóðmál, smíðað nýyrði í stórum stíl, yfirleitt með dásamlega góðum árangri. Eitt af því skemmtilega í kennslunni er að fara í orðasukk með nemendunum. Þeir hafa reynst mjög drjúgir nýyrðasmiðir í sínum skáld- skap.“ Nýju bókinni þinni verður fagnað með viðburði í Veröld á morgun kl. 17.30. Hvað getur þú sagt mér um dagskrána þar? „Ég er mjög stolt af þessari dag- skrá. Helga Kress flytur erindi, með titlinum „Þar sem jökulinn bar við loft“. Guðbergur Bergsson talar, Fríða Ísberg les ljóð eftir mig. Ég spjalla um Dimmumót og les úr bók- inni. Og Torfi Túliníus hitar upp og kynnir.“ Við sama tækifæri verður rithöf- undarafmæli þínu jafnframt fagnað, en í ár eru 50 ár síðan þú sendir frá þér ljóðabókina Sífellur, þá aðeins 19 ára gömul. Hefði þig grunað þá að þú yrðir farsæll og verðlaunaður höf- undur sem væri enn í fullu fjöri á rit- vellinum hálfri öld síðar? „Nei, ég var fullkomlega grunlaust og saklaust kvikindi. Ég fór að fikta við að yrkja í Sturm og Drangi ung- lingsáranna, fékk hugmyndina úr ljóðabókunum sem mamma var að lesa, Steinn Steinarr, Hannes Pét- ursson. Í menntaskóla datt mér ekki í hug að bera mig saman við snill- ingana vini mína, Pétur Gunnarsson, Þórarin Eldjárn, Sigurð Pálsson. En ég hef átt mér dulda fyrirmynd, sem ég er núna fyrst að átta mig á, það var Ólöf Eldjárn, sem skrifaði ein- staklega flottan og töff texta. Ég bar óttablandna virðingu fyrir henni, og það hefur líklega verið hún sem kom mér óvart í skilning um að jafnvel kvenmaður á mínum aldri mætti yrkja, eða gæti það. Tók bankalán til að klára bók Þegar ég var krakki las ég stans- laust, en fyrirmyndin skrifandi kona var bókstaflega ekki til í mínum huga. Þannig að það var aldrei neins konar ætlun að verða skáld. Það bara gerðist. En ég sé eftir á að ég hef verið í meira lagi þrjósk að halda þessu til streitu. Svo ég tali nú ekki um það að hætta í fastri vinnu 1980, og láta guð og lukkuna ráða – ver- andi líka einstæð móðir. En það er stór spurning hvort ég hefði þorað þetta hefði ég ekki átt bakhjarl í mín- um frábæru foreldrum. Ég þurfti svo ekki að styðjast við þau fjárhagslega en ég gat verið viss um að eiga þau að, ef í harðbakkann mundi slá. En það að vera ekki í fastri vinnu var líka erfitt – því að ég þurfti að vinna óhemju mikið í lausamennsku. Var þó mun skárri kostur. En ég tók alls konar ákvarðanir sem hefðu ekki þótt mikil búmennska, eins og það að taka bankalán til þess hafa frið til að klára skáldsögu. En var á endanum klókt, því árangurinn varð betri, meiri friður, og ég gat líka lokið verkinu fyrr en ef ég hefði verið út og suður að skrapa í lausamennskunni.“ Hvað stendur upp úr á löngum og farsælum ferli? „Alls ekki neitt. Þetta hefur allt saman verið sígandi lukka og ekki beinlínis gerst hratt! Fyrsta skáld- sagan mín kom út 17 árum eftir að fyrsta bókin kom, ljóðabókin Sífellur. En ég er þakklát fyrir að hafa skrif- að eitt og annað. Tökum Hjartastað, eftir á að hyggja elegía um Ísland – áður en vitað var að landið var um það bil að umbyltast, áður en ferða- menn helltust yfir, áður en ljóst var, að minnsta kosti almenningi, að jökl- arnir mundu deyja. Ég er líka mjög þakklát fyrir það glópalán að skáldsögurnar mínar fóru að koma jafnt og þétt út í þýð- ingum hjá virtum forlögum, kringum 1995 á tímum þegar skandinavískar bókmenntir voru ekki komnar í tísku, og ekki þá íslenskar. Sam- bandið við lesendur og viðtakendur í þessum löndum hefur skipt mig miklu máli.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Ljóðheimar „Ég neita því ekki að það var mér sérlega ljúft að búa í ljóðheimum, þar byrjaði ég þrettán fjórtán ára, það var mitt eina skáldheimili í meira en tíu næstu ár, þar líður mér eins og á engum öðrum stað,“ segir Steinunn. Eins og tíminn hoppi út á hlið  Steinunn Sigurðardóttir skáld sendir frá sér bókina Dimmumót  Tregabálkur til Vatnajökuls og sorgarljóð um heiminn  Steinunn tekur þátt í tveimur viðburðum í Veröld á næstu dögum Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi SÍGILD HÖNNUN Í 50 ÁR Fyrir 50 árum hannaði danski hönnuðurinn Arne Jacobsen fyrsta kranann fyrir Vola. Æ síðan hefur hönnun og framleiðsla Vola verið í fremstu röð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.