Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Qupperneq 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Qupperneq 37
Fagið02/05 heilbrigðisþjónustu sem hefur í för með sér bætt aðgengi sjúklinga að þjónustu. Þingsályktun um aðgerðaáætlun til að efla fjarheilbrigð­ isþjónustu var samþykkt í fyrrasumar að sögn Helgu Bragadóttur, dósents í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Fjarheilbrigðisþjónusta felur í sér notkun tæknilausna og upp­ lýsingatækni til að miðla heilbrigðisupplýsingum til sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna með það að markmiði að bæta almenna heilbrigð­ isþjónustu. Aðgengi að þjónustu og þekkingu verður þannig óháð staðsetningu viðkomandi. Samkvæmt niðurstöðu símakönnunar á eðli og umfangi fjarhjúkrunar um síma Landspítala meðal hjúkrunardeildarstjóra og klínískra sérfræðinga í hjúkrun, sem framkvæmd var árið 2010, veitti þriðjungur aðspurðra fjarhjúkrun í gegnum síma. Helst er hún veitt í formi eftirfylgdar, nokkuð er um ráðgjöf og að lokum er veittur stuðningur og fræðsla. Helga segir símann vera vannýtt tæki í fjarheilbrigðisþjónustu. Aukin lífsgæði með fjarheilbrigðisþjónustu Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur á göngudeild hjartabilunar, kynnti svokallað hjartabilunarverkefni sem hófst 2009. Verkefnið er samvinnuverkefni heimaþjónustu höfuðborgarsvæðis­ ins, Landspítala og Háskóla Íslands, og felst í að færa þjónustuna heim til ört stækkandi hóps einstaklinga með hjartabilun 67 ára og eldri. Markmiðið er að auka lífsgæði fólks og fækka innlögnum en þjónustan fer fram í gegnum síma. Góð skráning er þannig lykilatriði í þjónustunni. Veitt var ráðgjöf til 425 einstaklinga árið 2015 en sam­ tals voru símtölin 1472 talsins. Flestar ráðleggingarnar voru um lyf og breytingar á lyfjum. Að sögn Guðbjargar er gífurlegur sparnaður með þessari þjónustu, auk þess að auka lífsgæði skjólstæðinga þeirra. Fjarheilbrigðisþjónusta felur í sér notkun tæknilausna og upplýs- ingatækni til að miðla heilbrigð- isupplýsingum til sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna með það að markmiði að bæta almenna heilbrigðisþjónustu.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.