Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 24
fólkið03/07 fyrir 40 árum útskrifaðist stór hópur hjúkrunarfræðinga frá Hjúkrunarskóla Íslands, eða 84 einstaklingar. Sama ár og þessi hópur hóf nám í Hjúkrunarskóla Íslands, alls níutíu og níu einstaklingar, hófst nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og í hönd fóru nokkur ár sem hjúkrunarfræði var kennd á báðum stöðunum. Það ætti því engum að koma á óvart að margir hjúkrunarfræðingar séu á næstu árum að komast á eftirlaunaaldur og að fari sem horfi verði skortur á hjúkrunarfræðingum á Íslandi miklu stærra vandamál en það er í dag. Meðal þeirra sem úrskrifuðust 1976 voru Þóra Árnadóttir, deildar- stjóri á B-7 á LSH í Fossvogi, en hún fer á eftirlaun nú í nóvember eftir þrjátíu og eins árs starf sem deildarstjóri á Landspítala, og Nanna Ólafsdóttir, lengst af sínum starfsferli yfirmaður birgðastöðvar við Tunguháls. Nanna hóf töku lífeyris fyrir fjórum árum en vinnur enn fulla vinnu. Úr lögfræði í hjúkrun Ragnheiður Gunnarsdóttir mælti sér mót við þær hollsystur á skrifstofu Þóru og forvitnaðist um fjörutíu ár af hjúkrun. „Við erum báðar stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík, sín á hvoru árinu,“ segir Þóra. „Ég fór beint í lögfræði, hafði gaman af sifjarétti, en þegar ég var á öðru ári í lagadeild þurfti ég að leggjast inn á spítala í 10 daga. Það var mín fyrsta reynsla af sjúkrahúsum og heilbrigðiskerfinu, og það varð bara ekki aftur snúið í orðsins fyllstu merkingu. Ég bara kolféll fyrir sjúkrahúsumhverfinu, öllum þessum samskiptum, en á þessum tímum gerðu kvenlögfræðingar lítið annað en rukka fólk og sjá um hjónaskilnaði. Ég fór því aldrei í annars árs prófin í lagadeildinni heldur í hjúkrunarskólann um haustið,“ segir Þóra. En datt henni ekki hug að fara í háskólann í læknisfræði eða hjúkrun, stúdent og lögð af stað í háskólanám ? „Nei,“ segir hún, „mig langaði ekki í læknisfræði, fannst læknarnir miklu fjær fólkinu, það voru „Mig langaði ekki í læknisfræði, fannst læknarnir miklu fjær fólkinu, það voru sam- skiptin í hjúkrun sem heilluðu og hjúkrun í Háskólanum, enginn vissi hvernig það nám yrði og útkoman úr því.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.