Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 18
Fólkið16/19 EingöngU Fimm karlmenn höfðu útskrifast úr hjúkrun hér á landi þegar þeir félagarnir, Helgi Benediktsson og Rudolf R. Adolfsson, útskrifuðust árið 1976. „Við erum meðal tíu fyrstu karlmannanna í hjúkrun í hjúkrun,“ segja þeir þegar við setjumst niður á kaffihúsi í miðbænum. Margt hefur á daga þeirra drifið undanfarin 40 ár í starfi, og þeir eru hvergi hættir að hjúkra enda þykir þeim með eindæmum gaman í vinnunni. Þrátt fyrir að þeir hafi valið sér ólíkan vettvang innan fagsins – Helgi í gjörgæsluhjúkrun og Rudolf í geðhjúkrun – þá hafa þeir haldið sambandi alla tíð og þekktust meira að segja þegar þeir hófu námið en Rudolf og elsti bróðir Helga voru vinir úr Hlíðunum. Þeir vissu þó ekki af ákvörðun hvors annars að leggja fyrir sig hjúkrun. „Ég hef í raun enga skýringu á af hverju ég fór í hjúkrun,“ segir Helgi, en hann segist hafa haft áhuga á spítölum eftir að hafa legið sjálfur á spítölum. „Það var enginn sem hvatti mig til að taka þessa ákvörðun,“ segir hann jafnframt. Rudolf tekur í sama streng: „Ég hafði enga fyrirmynd af karlmönnum í hjúkrun en ég hafði áhuga á sjúkraþjálfun.“ Alls voru fjórir karlmenn sem hófu nám í Hjúkrunarskólanum 1973, og það var sjaldgæft á þeim tíma, en tveir þeirra heltust úr lestinni á námsárunum. Meðalaldur þeirra sem hófu nám í hjúkrun á þessum tíma var 17 til 18 ár og útskrifuðust því margir um tvítugt. Helgi segist hafa verið hálfgerður krakki þegar hann hóf námið en hann var 19 ára gamall. Ári áður en þeir útskrifuðust var starfsheitinu breytt í hjúkrunarfræðing úr því að vera hjúkrunarkona og hjúkrunarmaður en þessi heiti voru jafnframt lögvernduð fyrir félaga í Hjúkrunarfélagi Íslands. Ljón á veginum og ósýnilegar girðingar Á þeim tíma, sem þeir hófu nám í hjúkrun, tíðkaðist það enn síður en í dag að karlmenn ynnu við umönnunarstörf. Ýmis ljón reyndust á veginum. Helgi rifjar upp þegar hann gerðist svo frakkur að fara á fæðingarheimilið í Reykjavík í vettvangsheimsókn en það var hluti námsins. Þegar nemendurnir voru mættir á vettvang brá forstöðu- konunni heldur í brún þegar hún sá karlmann í hópnum og sagði að það væri ekki gott fyrir fæðandi konur að hafa karlmann á staðnum og lagði því til að hann biði í eldhúsinu. „Ég þakkaði pent fyrir og fór þess í stað á Landspítalann í Fossvogi,“ sagði hann. „Það voru ýmis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.