Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Page 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Page 18
Fólkið16/19 EingöngU Fimm karlmenn höfðu útskrifast úr hjúkrun hér á landi þegar þeir félagarnir, Helgi Benediktsson og Rudolf R. Adolfsson, útskrifuðust árið 1976. „Við erum meðal tíu fyrstu karlmannanna í hjúkrun í hjúkrun,“ segja þeir þegar við setjumst niður á kaffihúsi í miðbænum. Margt hefur á daga þeirra drifið undanfarin 40 ár í starfi, og þeir eru hvergi hættir að hjúkra enda þykir þeim með eindæmum gaman í vinnunni. Þrátt fyrir að þeir hafi valið sér ólíkan vettvang innan fagsins – Helgi í gjörgæsluhjúkrun og Rudolf í geðhjúkrun – þá hafa þeir haldið sambandi alla tíð og þekktust meira að segja þegar þeir hófu námið en Rudolf og elsti bróðir Helga voru vinir úr Hlíðunum. Þeir vissu þó ekki af ákvörðun hvors annars að leggja fyrir sig hjúkrun. „Ég hef í raun enga skýringu á af hverju ég fór í hjúkrun,“ segir Helgi, en hann segist hafa haft áhuga á spítölum eftir að hafa legið sjálfur á spítölum. „Það var enginn sem hvatti mig til að taka þessa ákvörðun,“ segir hann jafnframt. Rudolf tekur í sama streng: „Ég hafði enga fyrirmynd af karlmönnum í hjúkrun en ég hafði áhuga á sjúkraþjálfun.“ Alls voru fjórir karlmenn sem hófu nám í Hjúkrunarskólanum 1973, og það var sjaldgæft á þeim tíma, en tveir þeirra heltust úr lestinni á námsárunum. Meðalaldur þeirra sem hófu nám í hjúkrun á þessum tíma var 17 til 18 ár og útskrifuðust því margir um tvítugt. Helgi segist hafa verið hálfgerður krakki þegar hann hóf námið en hann var 19 ára gamall. Ári áður en þeir útskrifuðust var starfsheitinu breytt í hjúkrunarfræðing úr því að vera hjúkrunarkona og hjúkrunarmaður en þessi heiti voru jafnframt lögvernduð fyrir félaga í Hjúkrunarfélagi Íslands. Ljón á veginum og ósýnilegar girðingar Á þeim tíma, sem þeir hófu nám í hjúkrun, tíðkaðist það enn síður en í dag að karlmenn ynnu við umönnunarstörf. Ýmis ljón reyndust á veginum. Helgi rifjar upp þegar hann gerðist svo frakkur að fara á fæðingarheimilið í Reykjavík í vettvangsheimsókn en það var hluti námsins. Þegar nemendurnir voru mættir á vettvang brá forstöðu- konunni heldur í brún þegar hún sá karlmann í hópnum og sagði að það væri ekki gott fyrir fæðandi konur að hafa karlmann á staðnum og lagði því til að hann biði í eldhúsinu. „Ég þakkaði pent fyrir og fór þess í stað á Landspítalann í Fossvogi,“ sagði hann. „Það voru ýmis

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.