Morgunblaðið - 07.11.2019, Síða 4

Morgunblaðið - 07.11.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN), segist ekki fá séð að kjara- samningurinn sem fimm aðildarfélög BHM (BHM-5) gerðu við ríkið á dög- unum geti hentað félagsmönnum FÍN. „Ég sé ekki að sá kjarasamn- ingur myndi henta félagsmönnum FÍN og tel ekki að hann yrði sam- þykktur af mínum félagsmönnum þar sem hann myndi þýða kaupmátt- arrýrnun og réttindaskerðingu fyrir félagsmenn FÍN og það get ég ekki boðið mínum félagsmönnum upp á,“ segir hún í svari við fyrirspurn. FÍN er meðal átta aðildarfélaga BHM sem hafa haft samflot í yfir- standandi kjaraviðræðum við samn- inganefnd ríkisins. Sá hópur hefur nú stækkað því bæði Ljósmæðra- félag Íslands og Félag lífeindafræð- inga hafa gengið til liðs við samflotið, sem gengur nú undir heitinu BHM-10. Standa félögin saman að kröfum á hendur samninganefnd ríkisins. Samningafundur fór fram milli BHM-10 og samninganefndar ríkisins í fyrradag en ekki varð breyting á stöðu kjaradeilunnar. „Við höfum verið mjög skýr í okk- ar málflutningi að launahækkanir til okkar félagsmanna þurfa að skila sér í kaupmáttaraukningu og við höfn- um krónutöluhækkunum,“ segir Maríanna um áhersluatriðin. „Stytt- ing vinnuvikunnar þarf að vera án allra skerðinga á öðrum réttindum sem félagsmenn hafa nú þegar í kjarasamningi. Lágmarkslaun þurfa að ná 500.000 kr. fyrir félagsmann okkar sem hefur lokið fyrstu há- skólagráðu, án persónubundinna þátta. Þetta eru þeir helstu þættir sem við erum að ræða við samninga- borðið í dag,“ segir hún. „Við höfum undanfarið verið að ræða við ríkið um það hvernig við stöndum að styttingu vinnuvikunnar og erum ekki ennþá komin með nið- urstöðu í það mál. Það er margt óljóst um framkvæmdina fyrir dag- vinnustéttir og umræða um stytt- ingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnu- stéttum er mjög stutt á veg komin.“ Samningur BHM-5-félag- anna hentar ekki öllum  „Myndi þýða kaupmáttarrýrnun og réttindaskerðingu“ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Starfsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur eru þessa dagana að fella um 1.500 jólatré í Heiðmörk og víðar. Auk þessara stofutrjáa verða felld um 25 torgtré, þar á meðal Óslóartréð, sem nú orðið kemur úr Heiðmörkinni, og annað sem fer til Þórshafnar í Færeyjum sem gjöf frá Reykvíkingum. Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, segir að velja þurfi á milli nokkurra kandí- data í Heiðmörk sem komi til álita sem Óslóartréð á Austurvelli í ár, en það verður tekið úr landnemalundi Nordmannslagets í Heiðmörk. Tréð á Austurvelli var í áratugi gjöf frá Óslóarborg til Reykvíkinga og er enn oft kallað Óslóartréð. Frá upphafi skógræktarstarfs í Heiðmörk hafa Norðmenn stutt dyggilega við skóg- rækt á svæðinu, að sögn Helga. Vinarhugur í verki Norðmenn taka ekki lengur þátt í beinum kostnaði við tréð né uppsetn- ingu þess en Helgi segir að Norð- menn hafi hins vegar sýnt vinarhug í verki með því að bjóða starfsmönnum Skógræktarfélags Reykjavíkur og Skógræktarinnar víðs vegar að af landinu til viku námskeiðs í skógar- höggi nýlega. Norðmenn hafi greitt allan kostnað á borð við uppihald, ferðir, mat og fræðslu. Óslóarborg og norska sendiráðið báru kostnað af námskeiðinu. Fjöldi lifandi jólatrjáa sem prýðir híbýli fólks hér á landi um hátíðar hef- ur verið áætlaður um 50 þúsund. Þar af losar fjöldi innlendra trjáa hátt í tíu þúsund, en um 40 þúsund tré hafa ver- ið flutt inn síðustu ár. Stafafura og normannsþinur Helgi segir að stafafura sé vinsæl- asta innlenda jólatréð, en einnig sitka- greni, rauðgreni og blágreni. Inn- fluttur normannsþinur, að mestu frá Danmörku, hefur hins vegar lengi verið vinsælasta jólatré Íslendinga, en lítið er framleitt af honum hér á landi. Í aðdraganda jóla býður Skógrækt- arfélagið upp á ýmiss konar starfsemi og stemningu. Þannig verður jóla- markaður að venju við Elliðaárbæinn í Heiðmörk og tekur hann til starfa fyrstu helgi í aðventu, 30. nóvember-1. desember. Jólaskógurinn á Hólms- heiði verður opnaður 7. desember, en þar er fólki boðið að höggva sitt eigið jólatré. Fyrir hvert tré keypt í jólatrjáasölu Skógræktarfélags Reykjavíkur eru 50 gróðursett. Morgunblaðið/Hari Í Heiðmörk Sævar Hreiðarsson skógarvörður fellir tíu metra hátt sitkagrenitré sem verður torgtré. Myndin er tekin í Heiðmörk skammt frá minnisvarða um fyrsta skógræktarstjóra Íslendinga, Agnar Kofoed-Hansen.  Skógræktarfélag Reykjavíkur fellir um 1.500 stofutré í Heiðmörk fyrir jólin Óslóartréð valið í lundi Norðmanna NÝJ UNG ! Öruggar þvaglekavörur Extra rakadræg 100% Lyktarvörn Passa frábærlega Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Lokaskýrsla sjóslysasviðs Rann- sóknarnefndar samgönguslysa vegna ásiglingar hvalaskoðunar- skipsins Eldeyjar á danska varðskip- ið Hvidbjørnen í Reykjavíkurhöfn fyrir ári var afgreidd á fundi nefnd- arinnar á föstudag. Í áliti nefndar- innar segir að ekki hefði átt að sleppa landfestum Eldeyjar meðan verið var að taka 135 metra langt herskip inn í höfnina. „Nefndin hvetur stjórnendur far- þega- og hvalaskoðunarskipa að kynna sér vel umferð innan hafnar- innar og taka tillit til hennar áður en farið er af stað eða við komur til að tryggja öryggi skipsins,“ segir í álit- inu. Skemmdir á báðum skipum Landfestum Eldeyjar var sleppt klukkan níu að morgni 18. október í fyrra, en skipið lá utan á öðru skipi við Ægisgarð. Skömmu eftir að skip- ið var laust lenti það með bakborðs- síðu utan í danska varðskipinu Hvid- bjørnen sem lá við Ægisgarð, segir í skýrslu RNS. 116 farþegar voru um borð í Eldey og fjórir skipverjar. Talsverðar skemmdir urðu á Eld- ey þar sem tveir gluggar brotnuðu og pósturinn á milli þeirra gekk að- eins inn. Einn farþegi um borð í Eld- ey skarst á glerbroti. Rekkverk á skut Hvidbjörnen bognaði. Í áliti RNS segir að við rannsókn hafi komið fram að skömmu eftir að Eldey fór frá Ægisgarði hafði skip- stjórinn samband við hafnsögumann sem var að aðstoða annað skip inn í höfnina. Skipstjórinn kvaðst hafa óskað eftir að fá að sigla framhjá en hafnarþjónustan hefði beðið hann um að bíða átekta. Hann hefði slegið af en þá hefði Eldey rekið undan vindi og lent utan í danska varðskip- inu. Herskipið sem verið var að taka inn í höfnina átti að leggja að bryggju við Miðbakka. Það hefur væntanlega verið hluti af heræfingu Atlantshafsbandalagsins í Norður- Atlantshafi, Trident Juncture, sem þá stóð yfir. Þessa októberdaga í fyrra voru herskip NATO áberandi í höfnum á höfuðborgarsvæðinu. Ekki farið að reglum Í nóvember 2017 skapaðist árekstrarhætta rétt fyrir innan inn- siglinguna í Reykjavíkurhöfn þegar Eldey og frystitogarinn Brimnes mættust þar. Skipstjórum tókst að koma í veg fyrir árekstur, en aðeins voru nokkrir metrar á milli skipanna þegar minnst var. Í lokaskýrslu siglingasviðs rann- sóknarnefndar samgönguslysa um það atvik kemur fram það álit nefndarinnar að orsök atviksins hafi verið að skipstjóri Eldeyjar hafi ekki farið að reglum um komu skips og siglingu þess inn til hafnar og innan hennar. Hefðu ekki átt að losa landfestar  Taki tillit til umferðar innan hafnar  Verið var að taka herskip að bryggju Ljósmynd/Úr skýrslu RNS Ásigling Mynd úr öryggismyndavél sýnir atvikið er Eldey rakst utan í danska varðskipið Hvidbjørnen. Skemmdir urðu á báðum skipunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.