Morgunblaðið - 07.11.2019, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019
Rannsóknarnefnd samgönguslysa,
sjóslysasvið, hefur beint nokkrum
tillögum til Samgöngustofu til að
auka öryggi um borð í skipum. Til-
lögur þessar varða áhættumat og
segir í nýlegu áliti nefndarinnar að
útgerðir og áhafnir virðist almennt
ekki framkvæma áhættumat um
borð í skipum sínum þrátt fyrir
ítrekaða hvatningu þar að lútandi,
auk þess sem ekkert sérstakt eftir-
lit sé með slíku.
Meðal annars er lagt til að gert
verði sérstakt kynningarátak fyrir
útgerðir um gerð og framkvæmd
áhættumats samkvæmt reglugerð,
að skoðunarstofur verði upplýstar
um ákvæði reglugerðar og að fært
verði inn í skoðunarskýrslur upp-
lýsingar um úttektir á framkvæmd
áhættumats við árlegar skoðanir á
skipum.
Breytt verklag og stillingar
Tilefni þessara tillagna er slys
sem varð um borð í frystitogaran-
um Sólbergi ÓF 1 í apríl síðast-
liðnum. Skipverjar voru að hífa
trollið inn eftir að lás hafði brotnað
í toghlera þegar einn þeirra fékk 12
kílóa gilskrók í höfuðið úr 5-6
metra hæð. Skipverjinn var með
lokaðan öryggishjálm, sem brotn-
aði ekki en rispaðist. Skipverjinn
fékk heilahristing og slasaðist á
hálsi auk slits og/eða samfalls á
hálsliðum, segir í skýrslu rann-
sóknarnefndar frá 1. nóvember.
Það er álit nefndarinnar að orsök
slyssins hafi verið að búnaðurinn
var ekki rétt stilltur og því hættu-
legur. Eftir slysið var stillingum
breytt og einnig var tekið upp ann-
að vinnufyrirkomulag . aij@mbl.is
Hvetja til áhættu-
mats um borð
Rannsóknarnefnd beinir tillögum til
Samgöngustofu Búnaður var hættulegur
Heilbrigðisráðherra hefur skipað
sjö lækna í starfshóp sem kanna á
stöðu framhaldsmenntunar lækna
hér á landi og koma með tillögur
að því hvernig tryggja megi nægi-
legt framboð lækna með fram-
haldsmenntun svo unnt sé að
manna íslenska heilbrigðiskerfið
til framtíðar. Hópurinn á að skila
ráðherra tillögum sínum fyrir 10.
janúar.
„Hópnum er ætlað að huga sér-
staklega að framhaldsmenntun
heilsugæslulækna og til hvaða að-
gerða þurfi að grípa til að tryggja
mönnun á heilsugæslustöðvum úti
um land. Einnig á hann að skoða
hvernig halda megi áfram upp-
byggingu sérnáms lækna hér á
landi. Mikilvægt er að koma á
skipulegu samstarfi við önnur lönd
um framhaldsmenntun lækna,“
segir í tilkynningu. Formaður
starfshópsins er Runólfur Pálsson.
Framhaldsmenntun
lækna í skoðun
Sveitarstjórnir Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðar, Djúpa-
vogshrepps og Borgarfjarðarhrepps taka þessa dagana
fyrir tillögur samstarfsnefndar um sameiningu sveitar-
félaganna og niðurstöður atkvæðagreiðslu þar sem
sameining var samþykkt. Gert er ráð fyrir að þær skipi
fulltrúa í undirbúningsstjórn og ákveði verkefni henn-
ar.
Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og
formaður samstarfsnefndarinnar, á von á því að um
miðjan mánuðinn verði allar sveitarstjórnirnar búnar
að fjalla um málið og undirbúningsstjórn komin með
fullt umboð til að hefja formlegan undirbúning.
Verkefnið er að semja drög að samþykktum, undirbúa aðlögun stjórn-
sýslunnar og ákveða kjördag. Björn segir að þegar sé byrjað að undir-
búa samræmingu bókhalds.
Áætlað er að sveitarstjórn hins sameinaða sveitarfélags verði kosin í
aprílmánuði og hún taki til starfa hálfum mánuði síðar. helgi@mbl.is
Sameining fyrir austan undirbúin
Björn
Ingimarsson
Samkvæmt tölum frá Hagstofunni
stefnir í að útflutningur í október á
afurðum frá fiskeldi á Íslandi verði
sá mesti í einum mánuði og verði í
kringum þrír milljarðar króna, að
því er fram kemur í frétt frá Sam-
tökum fyrirtækja í sjávarútvegi.
Stærsti mánuðurinn hingað til var
janúar á þessu ári, þegar eldis-
afurðir voru fluttar út fyrir 2,4
milljarða króna.
Þetta má lesa úr bráðabirgðatöl-
um Hagstofunnar, en í þeim tölum
er ekki ítarleg sundurliðun á út-
flutningi, einungis birtar tölur fyrir
yfirflokkana eins og landbúnaðar-
afurðir í heild þar sem eldisfiskur
flokkast undir. Það er mat SFS að
líklega hafi útflutningur á hefð-
bundnum landbúnaðarafurðum,
fiskeldi undanskilið, verið í kring-
um einn milljarður króna í mán-
uðinum. Hagstofan birtir frekari
sundurliðun á tölunum fyrir októ-
ber í lok nóvember.
Met Mikið var flutt út af laxi í október.
Met í útflutningi
fiskeldisafurða
20% afsl.
til 16. nóvember
Skipholti 29b • S. 551 4422
Úlpudagar
Gæðaúlpur fyrir íslenska veðráttu
Fylgdu okkur á facebook
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna
Netverslun á www.belladonna.is
Flott föt, fyrir flottar konur
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Str: 36-52/54 Fleiri litir
7.900.- 9.800.- 14.900.-
Verð: Verð:
buxur
Verð:
Mörkin 6 - 108 Rvk.
s: 781-5100
Opið: Mán-fös: 11-18
lau: 11-15
Velkomin í verslun okkar á nýjum stað í Mörkinni 6!