Morgunblaðið - 07.11.2019, Qupperneq 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
ÍFljótshlíðinni þar sem égbý er mjög sérstök skýja-myndun sem kemur til af þvíað út frá þrennunni Eyja-
fjallajökli, Þórsmörk og Markar-
fljóti myndast daglega einhvers
konar hrærigrautur af alla vega
skýjum. Stundum er til dæmis eins
og geimskip komi siglandi, aðra
daga er þykkur bakki sem breikkar
eftir því sem nær dregur mínum
bæ. Þennan síbreytileika hef ég fyr-
ir augunum daglega heima á Sáms-
staðabakka og þar er rosalegt út-
sýni á Tindfjöllin, Þríhyrning,
Þórsmörkina og Eyjafjallajökul,“
segir Hrafnhildur Inga Sigurðar-
dóttir listmálari en sýning á verkum
hennar stendur nú yfir í Gallerí
Fold. Viðfangsefni verka hennar er
skýjafar og sjólag og sækir hún
myndefnið á heimaslóðirnar þar
sem suðurströndin blasir við henni.
„Himinn og haf eiga vel við
mig, mér finnst það tærasta lands-
lagið.“
Doris Day og Sofia Loren
Hrafnhildur segir það hafa
mótað sig að alast upp í Fljótshlíð-
inni og hún sé þakklát fyrir frelsi
bernskuáranna í sveitinni.
„Frá sex ára aldri var ég send
til að sækja og reka kýrnar tvisvar
á dag lengst upp í haga. Þarna var
oft þoka og ég man vel eftir því
þegar ég villtist eftir að hafa fundið
kýrnar sem voru komnar mjög inn-
arlega, alla leið inn fyrir Sléttafell.
Þegar ég ætlaði að reka þær til
baka heim á leið harðneituðu þær
að fara. Þetta var þétt og mikil
svartaþoka og ég vissi að við slíkar
aðstæður á maður að láta dýrin
ráða för, og ég gerði það. Ég hunsk-
aðist á eftir kúnum þótt ég væri
viss um að þær væru að fara í vit-
lausa átt. Auðvitað vissu þær alveg
hver hin rétta leið var þótt ekki sæi
út úr augum, ég fór fljótlega að
þekkja þúfurnar og kindagöturnar
og varð guðslifandi fegin að ég hafði
leyft þeim að hafa vit fyrir mér,“
segir Hrafnhildur og bætir við að
kýrnar hafi verið vinir sínir og sér
hafi þótt vænt um þær.
„Ég gaf þeim mín eigin nöfn,
utan þeirra kúanafna sem þær
höfðu. Mér fannst sumar kýrnar
líkjast kvikmyndaleikurum þess
tíma, í hópi þeirra sem ég rak í
haga voru til dæmis Doris Day og
Sofia Loren,“ segir Hrafnhildur og
bætir við að hún sé sannfærð um að
frelsið úti í náttúrunni á uppeldis-
árunum og það að hafa verið mikið
ein með sjálfri sér hafi haft heil-
mikil áhrif á sköpunargáfu sína.
„Ég er þó nokkur einfari í eðli
mínu og ég hef alltaf unnið ein. Ég
rak auglýsingastofu í 15 ár og vann
þar ein og ég hef alla tíð málað ein.
Ég vil ekki vera á vinnustofu með
öðrum, þá gæti ég ekki málað. Ég
verð að vera ein,“ segir Hrafnhildur
sem ólst upp í stórum systkinahópi,
en þau eru sjö systkinin.
„Eftir að við urðum fullorðin
spurði ég mömmu hvort við hefðum
ekki verið óþekk, með hávaða, læti
og fyrirferð, en þá sagðist hún ekki
muna eftir neinum látum í systkina-
hópnum, nema kannski í mér,“ seg-
ir Hrafnhildur og hlær og bætir við
að þótt hún sé róleg á yfirborðinu
sé einhver óþægð í henni undir
niðri.
„Þetta kemur fram í málverk-
unum mínum, í þeim er þó nokkur
ólga og læti en það gerist alveg
óvart. Ég ákveð ekki þegar ég byrja
að mála mynd að hún eigi að vera
ofboðslega óróleg, en hún verður
það kannski, eða ekki. Þetta kemur
bara eins og það vill koma.“
Þetta gerðist fyrir tilviljun
Hrafnhildur segir að á
bernskuheimili sínu Vestur-
Sámsstöðum hafi verið mikið af
listaverkum.
„Það er listrænt fólk í ættinni
hennar mömmu, sem var dönsk,
systir hennar og mágur voru bæði
listamenn og fyrir vikið voru mál-
verk eftir þau á veggjunum heima.
Að sjálfsögðu voru þar líka til verk
eftir Ólaf Túbals listamann í Múla-
koti í Fljótshlíð, hann var til á öllum
bæjum í sveitinni. Amma mín
danska var lærður ljósmyndari og
tvær dætur hennar voru líka lærðir
ljósmyndarar. Mamma tók ofboðs-
lega mikið af myndum, sem betur
fer, sem geyma dýrmætar minn-
ingar,“ segir Hrafnhildur sem hafði
alls ekki hugsað sér að verða lista-
maður, það gerðist fyrir algera til-
viljun.
„Þórdís Alda systir mín vélaði
mig með sér í inntökupróf í Lista-
háskólann þegar ég var orðin 35
ára. Þá stóð ég í skilnaði og ákvað
að slá til og við komumst báðar inn.
Ég varð mjög hissa á því; ég var al-
gerlega óundirbúin og það komust
ekki nema sextíu inn af þeim þrjú
hundruð sem sóttu um svo ég var
harla ánægð. Mig langaði í málun
en ég lét skynsemina ráða, ég sá að
ég gæti tæplega lifað af því ein með
þrjú börn svo ég fór í grafíska
hönnun og vann við það næstu 15
árin. Það var mikið álag og ég held
að ég hafi lent í því sem nú er kallað
kulnun í starfi, ég fékk alveg nóg og
hætti í bransanum. Þá fór ég að
mála og hef málað síðan.“
Slagurinn gefur mér mest
Hrafnhildur er vinnusöm, hún
fer á hverjum degi á vinnustofuna
og málar.
„Mér finnst ekki lífsnauðsyn að
mála en mér finnst lífsnauðsyn að
gera eitthvað, ég get ekki verið að-
gerðalaus. Ég er ekki frá því að ég
sé ofvirk. Ég mála af þörf fyrir að
hafa eitthvað fyrir stafni. Mér
finnst svakalega gaman þegar ég er
á síðustu metrunum með mynd og
sé að hún hefur tekist sérstaklega
vel, þá fyllist ég sigurtilfinningu.
Sumar myndir eru alveg hræðilega
erfiðar, ég streitist við og þær verða
verri og verri þangað til ég er við
það að gefast upp. En ef ég þrauka
og held áfram, þá fæðist hún. Þetta
er sérstök tilfinning. Aðrar myndir
renna upp eins og ljós frá fyrsta
stroki, alveg áreynslulaust. En hin-
ar eru skemmtilegri, þessar erfiðu
sem fyrir er haft, slagurinn við þær
gefur mér mest,“ segir Hrafnhildur
sem sækir nöfnin á verkin sín í veð-
urlýsingar úr bók Þórðar á Skóg-
um, Veðurfræði Eyfellings. Meðal
verka hennar má finna Himinglæfu,
Austanrúmbu, Nornaseið og Þoku-
grubbu.
Sýning Hrafnhildar 987,9
hektóPasköl stendur til og með 9.
nóv. en þann síðasta sýningardag,
nú á laugardag, ætlar hún að vera
með leiðsögn fyrir gesti um sýn-
inguna milli kl. 15 og 16.
Í mér blundar einhver óþægð
Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir segir það hafa
mótað sig sem listamálara að alast upp í Fljótshlíð-
inni. Hún er þakklát fyrir frelsi bernskuáranna í
sveitinni. „Frá sex ára aldri var ég send til að sækja
og reka kýrnar tvisvar á dag lengst upp í haga.“
Morgunblaðið/Eggert
Á vinnustofunni Hrafnhildur veit aldrei hvernig myndin verður þegar hún byrjar á verki.
Bernskan Hrafnhildur Inga (sitjandi) ásamt Þórdísi systur sinni með
bústofninn sinn framan við æskuheimilið Vestur-Sámsstaði í Fljótshlíð.
Of snemmt?
Afgreiðslutímar á www.kronan.is