Morgunblaðið - 07.11.2019, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 07.11.2019, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Marti í Noregi, sem er í eigu sviss- neska félagsins Marti Holding AG, hefur stefnt norsku vegagerðinni vegna þess að kostnaður við bygg- ingu Nordnesjarðganganna í Norð- ur-Noregi fór langt fram úr áætl- un. Marti Holding AG á um 80 fyrir- tæki víða um heim sem öll eru rek- in sem sjálfstæðar einingar. Þeirra á meðal er ÍAV á Íslandi. Nefna má að Marti og ÍAV stóðu að Ósafli sf. sem gerði Vaðlaheiðargöng. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins tók ÍAV þátt í norska jarð- gangaverkefninu í byrjun fram- kvæmda en dró sig síðan alfarið út úr því. ÍAV á því ekki aðild að málaferlunum. Nokkrir Íslendingar vinna hjá Marti í Noregi og tóku sumir þeirra þátt í gangagerðinni. Krefst hárrar viðbótargreiðslu Marti í Noregi var aðalverktak- inn við gerð jarðganganna sem eru 5,8 km löng. Þau komu í stað eldra vegstæðis E6-þjóðvegarins um Nordnes við Kåfjord í N-Noregi þar sem er mikil skriðuhætta. Göngin voru tekin í notkun 10. nóv- ember 2018 og styttu leiðina um átta kílómetra. Framkvæmdinni lauk tíu mánuðum á eftir áætlun, að sögn fréttavefjarins Framtid i Nord. Tilboðið í verkið hljóðaði upp á nærri 600 milljónir NOK (8,2 milljarða ÍSK) en Marti krefst við- bótargreiðslu upp á 333 milljónir NOK (4,5 milljarða ÍSK). Krafa Marti byggist m.a. á mik- illi kostnaðaraukningu verktakans sem rakin er til tafa á framkvæmd- inni. Fréttavefurinn Nord24.no hef- ur eftir lögmanni Marti að sam- skipti við norsku vegagerðina hafi verið mjög erfið. Lögmaðurinn tel- ur að útboðið hafi verið byggt á röngum forsendum. Norska vega- gerðin hafi gengið út frá því að unnið yrði við jarðgangagerðina allan sólarhringinn en svo hafi norska vinnueftirlitið bannað næt- urvinnu í göngunum. Marti telur að norska vegagerðin verði að axla ábyrgð á því. Margir verktakar höfða mál Heimildir Morgunblaðsins herma að vinnuumhverfið í Noregi sé á margan hátt flóknara en við eigum að venjast. Hluti krafnanna stafi af því að atriði sem vafi lék á um hafi verið túlkuð verktakanum í óhag. Á heimasíðu norska byggingar- iðnaðarins (bygg.no) má sjá að fjöldi norskra verktaka hefur farið í mál við norsku vegagerðina og krafist aukagreiðslna fyrir verk sem fóru fram úr áætlunum af ástæðum sem verkkaupa var kennt um. Þannig krafðist verktakafyr- irtækið NCC t.d. aukagreiðslu upp á 800 milljónir NOK (10,9 milljarða ÍSK) vegna tiltekins verkefnis. Marti í mál vegna norskra jarðganga Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gangagerð Marti kom að gerð Vaðlaheiðarganga í gegnum Ósafl sf.  Íslendingar komu að framkvæmdinni Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Þetta fólk veit ekkert um hvað það er að tala og það er það sem kaup- mönnum svíður svo. Þeir eru með púlsinn á þessu, þeir horfa á þróunina og sjá þetta,“ segir Gunnar Gunn- arsson, talsmaður Miðbæjarfélagsins í Reykjavík. Félagsmenn eru afar ósáttir við málflutning tveggja borgarfulltrúa, Hildar Björnsdóttur og Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur, í Silfrinu síð- astliðinn sunnudag en Gunnar segir að þær hafi farið með rangfærslur og fengið tækifæri á að tjá sig um götu- lokanir miðsvæðis gagnrýnislaust. Bæði Hildur og Sigurborg töluðu fyr- ir göngugötum í þættinum. Rekstraraðilar eru ósáttir við orð borgarfulltrúa um að rekstraraðilar í miðbænum hafi til þessa talað mið- borgina niður með andstöðu sinni við götulokanir, að sögn Gunnars sem segir að rekstraraðilar miðsvæðis hafi of lengi látið eins og allt væri í lagi og vonað að ástandið myndi batna. „Kaupmenn eru búnir að vera að segja ósatt með því að tala upp ástandið og á meðan hefur kvarnast úr undirstöðum rekstrar þeirra. Við leysum ekki málin með því að lifa í lyginni. Við verðum að horfa á raun- veruleikann.“ Ekkert samráð Gunnar segir að samráð yfirvalda við verslunareigendur í miðborginni sem eru andvígir götulokunum hafi ekkert verið þegar ákvarðanir hafa verið teknar um lokun gatna. Hann segir afgerandi meirihluta rekstr- araðila á svæðinu á móti götulok- unum. „Kaupmenn hafa ítrekað sagt frá tjóninu sem götulokanirnar hafa valdið ár frá ári og er það er greini- legt að ekkert hefur verið hlustað á þá. Það er ekkert samráð og ekkert samstarf.“ Undir það tekur Helga Jónsdóttir, eigandi Gullkúnstar Helgu sem stendur á horni Laugavegar og Smiðjustígs. Helga hefur staðið í þeim rekstri í 30 ár. „Ég hef alltaf verið hérna sjálf sem gullsmiður og í tengslum við kúnnann svo ég tel mig vita um hvað málið snýst. Þetta er náttúrlega mjög breytt frá því sem var áður.“ Bolli Kristinsson var kaupmaður við Laugaveg í um 30 ár. Hann segir að samskipti kaupmanna og borgar- yfirvalda séu mjög ólík því sem áður var. „Ég hafði mikil samskipti við borg- aryfirvöld og borgarstjóra, þá sér- staklega Davíð Oddsson og Ingi- björgu Sólrúnu, sem alltaf höfðu þetta samráð við okkur. Ég skil ekki afstöðu borgaryfirvalda, hvernig þau koma fram við þessa kaupmenn í dag,“ segir Bolli sem biður borgar- stjóra að funda með rekstraraðilum miðbæjarins. Helga segist ekki hafa gaman af neikvæðri umræðu en vegna ástands- ins geti hún ekki annað en látið í sér heyra. „Það er ekki þannig að ég eða aðrir vilji tala Laugaveginn niður, fyrr má nú aldeilis vera, en stundum getur maður ekki orða bundist. Ég horfi hérna út um gluggann hjá mér allan daginn og sé hvernig ástandið er. Svo koma hérna inn ungar konur sem sitja niðri í ráðhúsi og bera á borð fyrir okkur að þetta sé allt öðruvísi en það raunverulega er,“ segir Helga. Villandi málflutningur Hún er sammála því að málflutn- ingur borgarfulltrúanna í Silfrinu hafi verið villandi. „Mjög villandi, miðað við það sem ég sé hérna út um gluggann hjá mér. Það verður að opna augun á þessu unga fólki sem starfar hjá borginni; leyfa því bara hreinlega að vera hérna í götunni og sjá hvernig þetta er.“ Helga segir nauðsynlegt að eitt- hvað sé gert í málinu. „Ég lít þannig á að það þurfi að snúa þessari þróun við því fólk hrein- lega kemst ekki að verslunum.“ Mikilvægt er að eitthvað sé gert í málinu þar sem lokanirnar snerti af- komu mjög margra, að mati Gunnars. „Það sýður á rekstraraðilum þarna niður frá og þeir eru mjög sárir yfir aðför borgaryfirvalda að lífsafkomu þeirra.“ Segja ekkert hlustað á kaupmenn  Miðbæjarfélagið ósátt við málflutning borgarfulltrúa Pírata og Sjálfstæðisflokksins í Silfrinu  Kaupmenn með áratuga reynslu segja að rekstraraðilar séu ekki beðnir um álit á götulokunum Morgunblaðið/RAX Gullkúnst Eigandi Gullkúnstar Helgu, Helga Jónsdóttir, er ein af þeim sem eru ósátt við samráðsleysi yfirvalda og ummæli borgarfulltrúanna. Gunnar sendi þáttastjórnanda Silfursins, Sigmari Guðmunds- syni, tölvupóst fyrir hönd Mið- bæjarfélagsins sl. þriðjudag þar sem hann gagnrýndi að umfjöll- un þáttarins hefði verið ein- hliða. Í gær svaraði Sigmar bréfinu og bauð fulltrúa frá Miðbæjarfélaginu að koma í þáttinn og gera grein fyrir sjón- armiðum félagsins. „Það eru tveir borgarfulltrúar sem hafa barist með klóm og kjafti fyrir rekstraraðila, konur sem sjá raunveruleikann og hafa verið í miklu sambandi við okkur og kynnt sér ástandið. Það eru þær Kolbrún Bald- ursdóttir úr Flokki fólksins og Vigdís Hauksdóttir frá Mið- flokknum. Það hefði til dæmis verið heppilegt að hafa aðra þeirra þarna,“ segir Gunnar sem kveðst afar sáttur með við- brögð Sigmars. Miðbæjar- félagið hafði krafist fjögurra sæta í næsta þætti Silfursins. Sigmari fannst það þó full- lmikið og lagði frekar til sér- viðtal. Sigmar bauð fulltrúa viðtal BRÁST VIÐ GAGNRÝNI Afmælisrit RAGNARS ÁRNASONAR Einn kunnasti vísindamaður Háskóla Íslands á alþjóðavettvangi, Ragnar Árnason, prófessor í fiskihagfræði og formaður Rannsóknar- ráðs RNH, varð sjötugur á árinu. Af því tilefni verður gefið út afmælisrit með tíu helstu vísindaritgerðum Ragnars, og nefnist það Fish, Wealth and Welfare: Ten Scientific Papers. Verð bókarinnar er 6.990 kr. og kemur það út um áramót. Ritstjóri er dr. Birgir Þór Runólfsson, deildarforseti hagfræðideildar, en í ritnefnd með honum eru m. a. Þráinn Eggertsson prófessor og Trond Bjorndal prófessor. Menn geta gerst áskrifendur að bókinni og skráð sig á Tabula Gratulatoria á heimasíðu Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt, www.rnh.is (með því að ýta á hnappinn Skráning, til hægri á síðunni og fylla út eyðublaðið, sem þá kemur í ljós). Frestur til að skrá sig er til 1. desember.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.