Morgunblaðið - 07.11.2019, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 07.11.2019, Qupperneq 18
Ljósmynd/Ríkarður Örn Á Garpsdalsfjalli Vetrarveður tafði uppsetningu mastursins. Unnið var að því í vikunni að ljúka uppsetningu á 80 metra háu mastri til veður- og vindmælinga á Garpsdalsfjalli í Reykhólasveit. Mastrið er m.a. búið vind- og ísingarmælum og tekur við af són- ar-vindmælitæki sem sett var upp fyrir ári. Vinnan hefur staðið í um vikutíma og sóst seint vegna veð- urs á fjallinu og leiðinni þangað upp, að sögn Ríkarðs Arnar Ragn- arssonar, verkefnastjóra EM Orku. Fyrirtækið áformar að reisa 35 vindmyllur og allt að 130 MW vindorkugarð á Garpsdalsfjalli. Áætlað er að hefja starfsemi 2022 og að fjárfesting við vindorku- garðinn verði um 16,2 milljarðar króna. Verkefnið er nú í umhverf- ismati og er von á að því ferli ljúki um áramótin. aij@mbl.is 80 metra mastur á Garpsdalsfjalli 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019 Skagafjörður | Lista- og Stranda- maðurinn Guðmundur Her- mannsson, sem lengstum var kenndur við Fjall í Sæmundarhlíð þar sem hann bjó, heimsótti Sigurð Hansen nýverið í Kakalaskála og færði honum að gjöf forkunnar- fallega og listilega útskorna tafl- menn úr hreindýrshorni. Guðmundur var kennari við Varmahlíðarskóla í Skagafirði á ár- unum 1976 til 2003, er hann lét af störfum sökum aldurs. Taflmennirnir eru mikil lista- smíð. Hver maður stendur á litlum stöpli, einnig úr horni, hvar á er skráð með rúnaletri nafn manns- ins. Taflmennirnir sjálfir bera þekkt nöfn úr Íslandssögunni, og þannig eru kóngarnir Þórður kakali og Gissur jarl, en drottningarnar bera nöfn Helgu hinnar fögru og Hall- gerðar langbrókar. Eru þau öll skreytt með litlum eðalsteinum í augum og bera drottningarnar gulldoppur til skrauts, en kóng- arnir bera gullkross á höfði. Fótgönguliðið, peðin, ber hins vegar nöfn búandkarla í Skagafirði nútímans og má þar finna: Inga flugu, Arnór glaum, Einar skerpi, Agnar mikla og Stebba keldu, svo einhverjir séu nefndir. Er gjöfin öll hin glæsilegasta og hver taflmaður einstök listasmíði. Þau hjónin María Guðmunds- dóttir og Sigurður Hansen þökk- uðu Guðmundi þessa höfðinglegu gjöf, sem þau sögðu að myndi fá viðeigandi umbúnað og veglegan sess í Kakalaskálanum. Að skilnaði afhenti Sigurður Guðmundi eintak nýrrar ljóða- bókar sinnar, Glæður, sem kemur hér á markað á næstu dögum. Ljósmyndir/Guðmundur Sigurðarson Gjöf Hjónin María Guðmundsdóttir og Sigurður Hansen að baki listamann- inum, Guðmundi Hermannssyni á Fjalli, sem skar út taflmennina. Kjörgripir í Kakalaskála  Gaf útskorna taflmenn sem bera þekkt nöfn úr Íslandssögunni Útskorið Svarti riddarinn og aðrir taflmenn eru skornir úr hreindýrshorni. Búandkarlar Peðin bera nöfn bænda úr nútímanum í Skagafirði. UHÚSIN Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 12-16Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Ný sending af Lúsíulestinni Sendum frítt út á land til 15. nóvember Verð 15.900,- SKECHERS RELMENT VATNSHELDIR HERRASKÓR MEÐ MEMORY FOAM INNLEGGI. STÆRÐIR 41-47,5. HERRASKÓR 19.995
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.