Morgunblaðið - 07.11.2019, Qupperneq 18
Ljósmynd/Ríkarður Örn
Á Garpsdalsfjalli Vetrarveður tafði
uppsetningu mastursins.
Unnið var að því í vikunni að
ljúka uppsetningu á 80 metra háu
mastri til veður- og vindmælinga á
Garpsdalsfjalli í Reykhólasveit.
Mastrið er m.a. búið vind- og
ísingarmælum og tekur við af són-
ar-vindmælitæki sem sett var upp
fyrir ári. Vinnan hefur staðið í um
vikutíma og sóst seint vegna veð-
urs á fjallinu og leiðinni þangað
upp, að sögn Ríkarðs Arnar Ragn-
arssonar, verkefnastjóra EM
Orku.
Fyrirtækið áformar að reisa 35
vindmyllur og allt að 130 MW
vindorkugarð á Garpsdalsfjalli.
Áætlað er að hefja starfsemi 2022
og að fjárfesting við vindorku-
garðinn verði um 16,2 milljarðar
króna. Verkefnið er nú í umhverf-
ismati og er von á að því ferli
ljúki um áramótin. aij@mbl.is
80 metra mastur
á Garpsdalsfjalli
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019
Skagafjörður | Lista- og Stranda-
maðurinn Guðmundur Her-
mannsson, sem lengstum var
kenndur við Fjall í Sæmundarhlíð
þar sem hann bjó, heimsótti Sigurð
Hansen nýverið í Kakalaskála og
færði honum að gjöf forkunnar-
fallega og listilega útskorna tafl-
menn úr hreindýrshorni.
Guðmundur var kennari við
Varmahlíðarskóla í Skagafirði á ár-
unum 1976 til 2003, er hann lét af
störfum sökum aldurs.
Taflmennirnir eru mikil lista-
smíð. Hver maður stendur á litlum
stöpli, einnig úr horni, hvar á er
skráð með rúnaletri nafn manns-
ins.
Taflmennirnir sjálfir bera þekkt
nöfn úr Íslandssögunni, og þannig
eru kóngarnir Þórður kakali og
Gissur jarl, en drottningarnar bera
nöfn Helgu hinnar fögru og Hall-
gerðar langbrókar. Eru þau öll
skreytt með litlum eðalsteinum í
augum og bera drottningarnar
gulldoppur til skrauts, en kóng-
arnir bera gullkross á höfði.
Fótgönguliðið, peðin, ber hins
vegar nöfn búandkarla í Skagafirði
nútímans og má þar finna: Inga
flugu, Arnór glaum, Einar skerpi,
Agnar mikla og Stebba keldu, svo
einhverjir séu nefndir. Er gjöfin öll
hin glæsilegasta og hver taflmaður
einstök listasmíði.
Þau hjónin María Guðmunds-
dóttir og Sigurður Hansen þökk-
uðu Guðmundi þessa höfðinglegu
gjöf, sem þau sögðu að myndi fá
viðeigandi umbúnað og veglegan
sess í Kakalaskálanum.
Að skilnaði afhenti Sigurður
Guðmundi eintak nýrrar ljóða-
bókar sinnar, Glæður, sem kemur
hér á markað á næstu dögum.
Ljósmyndir/Guðmundur Sigurðarson
Gjöf Hjónin María Guðmundsdóttir og Sigurður Hansen að baki listamann-
inum, Guðmundi Hermannssyni á Fjalli, sem skar út taflmennina.
Kjörgripir í
Kakalaskála
Gaf útskorna taflmenn sem bera
þekkt nöfn úr Íslandssögunni
Útskorið Svarti riddarinn og aðrir taflmenn eru skornir úr hreindýrshorni.
Búandkarlar Peðin bera nöfn bænda úr nútímanum í Skagafirði.
UHÚSIN
Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 12-16Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050
Ný sending af Lúsíulestinni
Sendum frítt út á land
til 15. nóvember
Verð 15.900,-
SKECHERS RELMENT VATNSHELDIR HERRASKÓR MEÐ MEMORY FOAM
INNLEGGI. STÆRÐIR 41-47,5.
HERRASKÓR
19.995