Morgunblaðið - 07.11.2019, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 07.11.2019, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019 Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Ný rannsókn bendir til þess að mislingar séu mun skaðlegri sjúk- dómur en áður hefur verið talið. Al- þjóðlegur hópur vísindamanna á vegum Harvard-háskóla hefur rannsakað 77 hollensk börn sem ekki höfðu verið bólusett gegn sjúk- dómnum og komist að þeirri nið- urstöðu að mislingaveiran eyði mót- efnum sem myndast hafa við fyrri sýkingar – þurrki í raun út ónæm- isminnið. Í sinni einföldustu mynd felst ónæmi gegn sjúkdómum í að mynda sérhæfða gerð af frumu eða sam- eind gegn tilteknum mótefnavaka, veirum eða sýklum, og hluti þeirra frumna sem brugðust við vakanum með viðeigandi mótefnum verður að minnisfrumum. Þessar frumur „muna eftir“ fyrri sýkingum og ráða niðurlögum sama sýkils áður en hann nær að valda veikindum á ný. Í grein sem vísindamannahóp- urinn fékk birta í vísindaritinu Science kemur fram að blóðsýni voru tekin úr börnunum og síðan á ný tveimur mánuðum eftir að misl- ingafaraldur kom upp árið 2011 í samfélaginu þar sem þau bjuggu. Notað var tæki sem nefnist VirScan, eins konar veiðistöng sem gerði vís- indamönnum kleift að „veiða“ þús- undir mismunandi mótefna. Með þessu móti gátu þeir búið til mjög nákvæma mynd af ónæmiskerfi barnanna fyrir og eftir misl- ingasmitið. Ónæmiskerfið endurstillt Niðurstöðurnar sýndu að börnin töpuðu að jafnaði um 20% af mót- efnum sínum í veikindunum. Eitt barn, sem veiktist mjög alvarlega, tapaði 73% sinna mótefna og ónæm- iskerfið var þá komið á svipað stig og í nýfæddu barni, hafði nánast verið núllstillt eins og sundum er sagt. „Það má segja að veiran endur- stilli ónæmiskerfið,“ segir Michael Mena smitsjúkdómafræðingur og einn greinarhöfunda við AFP- fréttastofuna. Börnin þurfa að reisa varnir líkamans upp á nýtt og geta fengið á ný sjúkdóma sem þau fengu í barnæsku. „Mislingar hafa svipuð áhrif á nokkrum vikum og ómeðhöndlað HIV-smit hefur á einum áratug,“ hefur breska ríkisútvarpið, BBC, eftir Mena. „Skaðinn sem ónæm- iskerfið verður fyrir er svo mikill.“ Til að staðfesta þessa niðurstððu gerðu vísindamenn tilraunir á öpum og var niðurstaðan sú að dýrin töp- uðu 40-60% af mótefnum sínum. Mikilvægar bólusetningar Fyrri rannsóknir hafa varpað ljósi á hve mislingaveiran er skæð. Fyrstu einkenni sjúkdómsins eru nefrennsli og sótthiti en eftir nokkra daga myndast útbrot, fyrst á andliti en síðan um allan líkamann. Flestir sjúklingar ná bata en mislingar geta verið banvænir þar sem þeir geta leitt til lungnabólgu og heilabólgu. Áætlað er að um 110 þúsund manns deyi árlega í heiminum af völdum mislinga. Lýsandi rannsókn Talið er að bólusetning, svonefnd MMR-bólusetning, sé nánast örugg vörn gegn mislingum. En sérfræð- ingar segja nú að ef ónæmiskerfi barna hafi skaðast af völdum misl- inga kunni að þurfa að bólusetja þau á ný gegn öðrum barnasjúkdómum. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir barnasmitsjúkdómalæknir og verk- efnastjóri bólusetninga hjá embætti landlæknis segir að umrædd rann- sókn sé eitt af fyrstu skrefunum í að skýra orsakir þess sem þekkt hafi verið lengi, að tíðni sýkinga, sér- staklega bakteríusýkinga, aukist í kjölfar mislingasjúkdóms. „Þetta er í eðli sínu lýsandi rann- sókn sem segir okkur ekki hvernig mislingaveiran hefur þessi áhrif þótt ýmsu sé velt upp í greininni. Það þarf að gera frekari rannsóknir til að skera úr um hvort ráðlegt er að endurbólusetja börn sem hafa náð sér eftir mislingasjúkdóm,“ segir Kamilla. Mislingaveir- an þurrkar út mótefni  Ónæmiskerfi barna sem fá mislinga veikist  Staðfestir mikilvægi bólusetninga Smit Veiran berst í lofti með hóstum og hnerrum Veiran er virk í loftinu og á smituðu yfirborði í allt að 2 stundir Ung börn sem ekki hafa verið bólusett eru ímestri hættu vegna mislinga og afleiðinga þeirra Bólusetning leiddi til þess að dauðsföllum vegna mislinga fækkaði um 80% frá 2000 til 2017 Áður en bóluefni gegn mislingum kom fram 1963 er áætlað að um 2,6 millj. mannahafi látist árlega Mislingar Hugsanlegar afleiðingar Afar smitandi öndunarfærasjúkdómur sem veira veldur Einkenni Byrjar með hita, nefrennsli, hósta, særindum í augum og hálsi. Í kjölfarið fylgja útbrot sem breið- ast um allan líkamannÞungaðar konur eiga á hættu að missa fóstur Blinda Heilabólga Niðurgangur Lungnabólga Heimild : CDC/WHO/History of vaccines.org/Science journal Mislingar geta eytt 11 til 73% af mótefnum sem börn hafa myndað og veikt þannig varnir líkamans þannig að þær verða svipaðar og hjá nýfæddum Dauðsföll tengd mislingum stafa flest af aukaverkunum sem rekja má til sjúkdómsins Læknar sem tjáð hafa sig um rann- sóknina sem fjallað var um í Science eru á einu máli um mikilvægi þess að bólusetja börn gegn mislingum. Almennar bólusetningar gegn mislingum hófust á Íslandi árið 1976 og er talið að flestir sem fæddir eru fyrir 1970 séu bólusettir eða hafi fengið sjúkdóminn. Í skýrslu land- læknis um bólusetningar á árinu 2018 kom fram að 94% barna 18 mánaða og yngri hefðu fengið svo- nefnda MMR-sprautu, en þá er bólusett í einu gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum. Mislingatilfellum hefur fjölgað mikið í heiminum síðustu misseri. Ítrekað hefur komið fyrir frá árinu 2016 að smitaðir einstaklingar hafi verið um borð í flugvélum sem hafa haft viðkomu á Íslandi. Í febrúar á þessu ári smituðust sjö ein- staklingar af mislingum hér á landi eftir að maður sem smitast hafði í útlöndum kom hingað með flugi. Í kjölfarið var öllum á aldrinum 6-18 mánaða á Austurlandi og á höfuð- borgarsvæðinu boðin bólusetning gegn mislingum og einnig öllum sem fæddir voru eftir 1970 ef óljóst var hvort þeir hefðu verið bólusett- ir. Samkvæmt upplýsingum frá emb- ætti landlæknis hafa það sem af er árinu 5.500 einstaklingar, fæddir ár- ið 2000 eða fyrr, fengið MMR- bólusetningar borið saman við 614 árið 2018. Mikill meirihluti þeirra sem voru bólusettir á árinu 2019 var bólusettur í tengslum við farald- urinn í febrúar en þó hafa álíka margir skammtar verið gefnir eftir 1. júní og allt árið í fyrra. Segir landlæknisembættið að væntanlega sé stór hluti þeirra sem bólusettir voru á þessu ári heilbrigðisstarfs- menn en ekki liggi fyrir tölur um það sérstaklega. AFP Bóluefni Glas með MMR-bóluefni sem veitir m.a. vörn gegn mislingum. 5.500 fullorðnir bólusettir í ár Dagskrá Ávarp – Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra Samanburður á norrænum lífeyriskerfum – Tom Nilstierna, hagfræðingur í sænska heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytinu Ábyrgð stjórnvalda gagnvart öldruðum: Viðhorf Íslendinga í evrópskum samanburði – Dr. Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði HÍ Hver var stefnan – eftir á að hyggja? – Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri TR Mismunun kynja í ellilífeyris- og örorkugreiðslum – áhrifavaldar og lausnir – Shea McClanahan, sérfræðingur á sviði félagslegrar stefnumótunar Málstofur Ellilífeyrir – Ísland og Norðurlöndin – Sólveig Hjaltadóttir, framkvæmdastjóri lífeyrissviðs TR Þróun nýgengis örorku ungs fólks. Er ástæða til að bregðast við? – Ólafur Guðmundsson, tryggingayfirlæknir Almannatryggingar í brennidepli – Hver er staðan í lífeyrismálum? – Hvernig stöndum við okkur? – Hvernig viljum við haga lífeyrismálum til framtíðar? Opin ráðstefna Tryggingastofnunar ríkisins á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 12. nóvember kl. 9.00–16.00 Ráðstefnugjald: 3000 kr. 1500 kr. fyrir námsmenn, öryrkja og aldraða. Skráning á tr.is Öll velkomin P ip a r\TB W A \ SÍA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.