Morgunblaðið - 07.11.2019, Page 25

Morgunblaðið - 07.11.2019, Page 25
Átt þú reynslusögu? Miðflokkurinn hyggst gera það að forgangsverkefni að takast á við „báknið”. Við biðlum nú til almennings að hjálpa okkur við þetta verkefni. Hefur þú lent í „kerfinu“? Hefur þú mætt óbilgirni af hálfu hins opinbera? Hefur þú upplifað óeðlilegar hindranir stjórnkerfisins við stofnun eða rekstur fyrirtækis eða í daglegu lífi? Ef sú er raunin biðjum við þig að senda okkur reynslusögur á netfangið reynsla@midflokkurinn.is Gætt verður nafnleyndar nema sérstök heimild verði veitt til annars. Við biðjum ykkur um að hjálpa okkur við að greina eðli vandans svo við verðum betur í stakk búin til að leysa hann. Meðal þess sem við stefnum að er: • Einföldun regluverks • Aukin vernd borgaranna gagnvart yfirvaldinu • Aukið jafnræði óháð efnahag og þjóðfélagsstöðu • Einfaldari samskipti við opinberar stofnanir • Minna bákn og þar af leiðandi lægri skattar og betri lífskjör Markmiðið er að stuðla að betra lífi fyrir almenning, aukinni verðmæta- sköpun og því að ríkið geti betur nýtt peninga skattgreiðenda til að standa undir mikilvægri þjónustu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.