Morgunblaðið - 07.11.2019, Side 30
Morgunblaðið/SES
Sætt Moët nectar er í raun freyð-
andi sætvín. Það má para með ýms-
um mat, millisætum eftirréttum og
svo getur það þjónað sem eftir-
réttur í sjálfu sér.
Langvinsælasta vínið frá Moët er
Brut Imperial (30-40% pinot noir,
30-40% pinot meunier, 20-30%
chardonnay) og seldust 4.346
flöskur af þeirri tegund í Vínbúð-
unum í fyrra. Þetta vín höfðar til
flestra og virkar við ýmis tilefni,
m.a. sem fordrykkur í brúðkaup
eða matarboð. Það má segja að
þetta sé ágætis flaska til að hafa
við höndina, kælda og til í slag-
inn. Þannig hefur hún ósjaldan
parast vel með góðu sushi. Þá
kostar það svipað að opna eina
slíka og kaupa sushi heim og það
kostar tvo einstaklinga að fara út
að borða. Imperial er millisætt
vín og er níu grömmum af sykri
bætt í hvern lítra framleiðsl-
unnar.
Moët & Chandon er hins vegar
með fjölbreytta vörulínu sem m.a.
hefur að geyma rosé (40-50% pi-
not noir, 30-40% pinot meunier,
10-20% chardonnay) sem er brut
eins og Imperial og nectar (sömu
hlutföll í þrúgum og rosé) sem er
svokallað demi-sec vín þar sem
45 g af sykri er bætt við hvern
lítra framleiðslunnar. Flokkast
nectar því í raun sem freyðandi
sætvín.
Fleiri línur eru sannarlega í
boði, m.a. árgangsvín sem óal-
gengt er að sjá hér á landi, auk
svokallaðrar Ice-línu sem þróuð
hefur verið fyrir þá sem vilja
njóta vínsins með viðbættum
klaka. Sá heimur er ókannaður af
þeim sem þetta ritar.
Fjölbreytt framleiðsla
hæfir ólíkum tilefnum
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Á liðnu ári var kampavíni tappað á
320 milljón flöskur og sú tala ein og
sér gefur ákveðna mynd af því
hversu umsvifamikil framleiðslan í
Champagne-héraðinu er. Um 16
þúsund ræktendur eru starfandi á
svæðinu en langflestir þeirra selja
þrúgur sínar eða safa af vínekrunum
áfram til stórfyrirtækja sem fram-
leiða gríðarlegt magn kampavíns á
hverju ári. Stærri vínhúsin fram-
leiða nokkrar milljónir flaskna á ári
og eru vörumerki þeirra þekkt um
allan heim.
Moët gnæfir yfir alla aðra
Eitt fyrirtæki ber þó höfuð og
herðar yfir öll hin og það er Moët &
Chandon. Undir því merki (ásamt
lúxusmerkinu Dom Perignon) eru
framleiddar um 35 milljón flöskur á
ári eða um 11% allrar framleiðslu
héraðsins og gerir það fyrirtækið að
langsamlega stærsta kampavíns-
framleiðanda heimsins.
Fyrstur til að kveikja
Það kemur mörgum á óvart
hversu stutt saga kampavíns-
framleiðslunnar í raun og veru er.
Öldum saman reyndu vínbændur í
Champagne að finna leiðir til þess að
losna við „loftið“ úr víninu. Á þeim
tíma var ekki þekkt hvað var þess
valdandi að vínið tók upp á því í að
freyða. Og það var ekki aðeins
smekksins vegna sem bændurnir
vildu losna við það sem við nú vitum
að er koltvísýringur (CO2) heldur
einnig sú staðreynd að flöskuglerið
var í þá daga svo fábrotið að bændur
sem urðu fyrir því að gerjunarferlið
hélt áfram í víni sem þeir höfðu þá
þegar sett á flöskur misstu allt að
90% af framleiðslunni. Flöskurnar
þoldu einfaldlega ekki þrýstinginn
og í vínskjöllurunum varð atburða-
rásin sorglega oft á þá leið að ein
flaska sprakk og olli því að fleiri
urðu fyrir sömu örlögum.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til
að gera út af við hið freyðandi vín,
jukust þó vinsældir þess jafnt og
þétt, einmitt vegna eiginleika þess.
Einn þeirra sem sáu tækifæri í þess-
um aðstæðum var maður að nafni
Claude Moët. Hann var af hol-
lenskum ættum. Einn forfeðra hans
hét LeClerk og barðist við hlið Jó-
hönnu af Örk. Sagan segir að hann
hafi staðið í ströngu í baráttunni við
Breta svo Frakkar gætu krýnt Karl
VII. Þar sem LeClerk stóð við Dóm-
kirkjuna í Reims árið 1429, þar sem
konungar Frakka höfðu um aldir
verið krýndir, hrópaði hann „Het
moet zoo zijn“ rétt í þann mund sem
Jóhanna hraðaði sér með hinn verð-
andi konung inn í guðshúsið. Orðin
má útleggja „það verður að gerast“
en fyrir uppátækið hlaut hann nýtt
nafn af hendi konungs, Moët!
Hlustaði ekki á úrtöluraddir
En aftur að Claude, afkomanda
hans. Þrátt fyrir ítrekuð aðvörunar-
orð vina sinna sat hann við sinn keip.
Hann ætlaði sér að helga framleiðsl-
una, sem hann stofnaði til 1743, hinu
freyðandi víni. Og það er til marks
um staðfestu hans – en einnig skyn-
bragð á breyttar neysluvenjur – að
innan fárra ára framleiddi hann 50
þúsund flöskur af hinu fyssandi víni
á ári. Það verður að teljast einstakt
afrek því alla 18. öldina nam heildar-
framleiðsla í Champagne sjaldnast
meira en 300 þúsund flöskum á ári.
Hin gríðarmikla framleiðsla af hendi
Claude Moët varð því fyrirboði um
það sem koma skyldi. Hann hefur þó
eflaust ekki getað gert sér í hugar-
lund að 250 árum síðar yrði fram-
leiðslan hjá fyrirtækinu einu orðin
meira 100-falt meiri en öll fram-
leiðsla héraðsins um hans daga.
Þrátt fyrir hugkvæmni Claude
Moët hefði hún ein og sér ekki dugað
til þess að fleyta fyrirtæki hans
áfram og á þann stað að verða lang-
stærsti kampavínsframleiðandi sam-
tímans. Til þess að það mætti verða
hlutu fleiri að leggja hönd á plóginn,
einkum þeir sem tóku við keflinu á
áratugunum eftir hans dag. Í þeim
hópi stóð án efa Jean-Rémy Moët,
barnabarn hans. Sem ungur maður
tókst hann á hendur það verkefni að
auka hróður fjölskyldufyrirtækisins.
Ferðaðist hann víða í þeim tilgangi.
Dag einn átti hann leið um Brienne í
Champagne en þar var starfræktur
konunglegur herskóli franska ríkis-
ins. Verkefnið var að fá forsvars-
menn skólans til þess að kaupa sem
mest af kampavíni.
Í því starfi kynntist hann ungum
hermanni að nafni Napóleon Bona-
parte. Sá átti eftir að setja svip sinn
á söguna og hann elskaði kampavín.
Sú staðreynd hefur rækilega verið
undirstrikuð í ummælum sem eftir
honum eru höfð þar sem fjallað var
um kampavín: „Í sigri áttu það skil-
ið, í ósigri þarftu á því að halda!“
Stórveldi einsog Frakkland
Fyrir tilstuðlan Napóleons óx
virðing Moët gríðarlega og auðg-
aðist Jean-Rémy mjög af þeim völd-
um. Þegar hershöfðinginn hafði
krýnt sjálfan sig keisara í Notre
Dame í París ákvað Jean-Rémy að
taka til óspilltra málanna í því skyni
að búa sem best að valdhafanum og
keisaraynju hans, Josephine, þegar
þau ættu leið um Champagne. Lét
hann því reisa eftirmynd Trianon-
hallarinnar í Versölum. Verða áhrif
Napóleons á vöxt og viðgang Moët
seint ofmetin.
Langstærsti framleiðandinn
Moët & Chandon framleiðir um 35 milljónir flaskna af kampavíni á ári hverju Jafngildir 11% allrar
framleiðslunnar í Champagne Napóleon Bonaparte hafði mikil áhrif á vöxt og viðgang fyrirtækisins
Vínkjallarar Moët eru gríðarlegir að vöxtum og þar má rekast á ótrúlega verðmætar flöskur frá merkustu árgöng-
um 20. aldarinnar. Innarlega í einum þeirra má finna víntunnu mikla að vöxtum sem var gjöf Napóleons Bonaparte
til Moët-fjölskyldunnar. Hún er í öndvegi og vitnar um nána vináttu keisarans við hin lunkna sölumann, Jean-Rémy.
Þessi grein er hluti greina flokks
sem aðgengilegur er innskráð um
notendum á mbl.is. Allt í allt verða
grein arnar 14 talsins og verða
birtar vikulega fram á nýtt ár.
Málþing með notendum Faxaflóahafna
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019, kl. 16:00 í Hörpu
Til þess að kynna það sem efst er á baugi hjá Faxaflóahöfnum sf. og fræðast um starfsemina á
hafnarsvæðum fyrirtækisins boða Faxaflóahafnir sf. til málþings fimmtudaginn
7. nóvember kl. 16:00, Björtuloft, 5. hæð, Hörpu.
Dagskrá málþingsins á að snerta málefni sem flestra á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sf. og verður
sem hér segir:
16:00 Ávarp formanns
Skúli Þór Helgason, stjórnarformaður
16.10 Yfirlit hafnarstjóra um verkefni og framkvæmdir ársins 2020
Gísli Gíslason, hafnarstjóri
16:30 Uppbygging á Austurbakka – skipulag í Örfirisey
Hildur Gunnlaugsdóttir, skipulagsfulltrúi
16:45 Rafmagn til skipa – framhald mála
Gunnar Tryggvason, aðstoðarhafnarstjóri
17:00 Hátækni vöruhús Innnes
Jóhanna Þ. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri aðfangakeðju Innness
17:15 Átakið #kvennastarf
Jón Hjalti Ásmundsson, skólastjóri Skipstjórnar- og Véltækniskóla Tækniskólans
17:30 Umræður og fyrirspurnir
18:00 Fundarslit
Fundarstjóri: Erna Kristjánsdóttir, markaðs- og gæðastjóri
Fundurinn er opinn öllum, en þeir sem eru með starfsemi á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sf. eru
sérstaklega hvattir til að mæta. Á fundinum gefst tækifæri til þess að koma með fyrirspurnir og
ábendingar um það sem varðar hafnarrekstur, þjónustu og aðstöðu fyrir viðskiptavini.
Gísli Gíslason,
hafnarstjóri.