Morgunblaðið - 07.11.2019, Qupperneq 42
42 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019
Þótt ekki sé fjallað
sérstaklega um hækk-
anir lífeyris aldraðra í
stjórnarsáttmála nú-
verandi ríkisstjórnar
má reikna með að hún
ætli sér að fara að lög-
um í því efni. En rök-
styðja má að það hafi
hún ekki gert fyrir ár-
in 2018 og sérstaklega
ekki 2019 – og sam-
kvæmt fyrirliggjandi
fjárlagafrumvarpi stendur það ekki
heldur til á árinu 2020.
Athyglin beinist að 69. gr. laga um
almannatryggingarnr. 100/2007 þar
sem segir að ákvörðun um árlegar
hækkanir skuli „taka mið af
launaþróun“. Er þá eðlilegast að
miða við launaþróun næstliðins árs
og þróun lægstu launa og/eða þróun
launavísitölu.
Lífskjarasamningarnir
Nú hafa verið gerðir lífskjara-
samningar, ekki hvað síst fyrir til-
stilli ríkisstjórnarinnar. Þeir kveða á
um krónutöluhækkanir þannig að
hlutfallslega meiri hækkun verður á
lágum launum en háum. Þannig eru
samningarnir gerðir til þess að jafna
tekjuskiptinguna í samfélaginu og
þeir rétta hlut lágtekjufólks.
Við þessar aðstæður má spyrja
hvað orðalagið – að taka mið af
launaþróun – þýði. Eiga stjórnvöld
að miða ellilífeyri fyrir árið 2020 við
hækkanir lægstu launa eða hækk-
anir meðallauna? Svarið við því virð-
ist augljóst, enda hefur ellilífeyrir
ávallt tekið mið að lægstu launum og
ekki síst eftir lagabreytinguna á
árinu 2016, sem kom til fram-
kvæmda 1. janúar 2017.
Þá er ljóst að aldraðir
eru í þeim hópi sem
þarf ekki síst á leiðrétt-
ingunni að halda, sem
lífskjarasamningarnir
snúast um.
Kerfisbreytingin
frá 1997-2017
Kerfisbreyting varð
á almannatryggingum
hvað varðar ellilífeyri á
árunum 1997-2017.
Fallið var endanlega
frá því að greiða öllum
jafnt eða frá hinu alþjóðlega kerfi
opinbers ellilífeyris og kerfið gert að
hreinræktaðri félagslegri aðstoð –
með skerðingarákvæðum fyrir aðra
en þá verst settu.
Þessi breyting orkar mjög tví-
mælis því hún á sér fáar eða engar
hliðstæður í nágrannaríkjunum. Þá
er einkennilegt að setja hana í lög
um almannatryggingar, hún hefði
átt betur heima í lögum um félags-
lega aðstoð – og jafnvel átt að verða
verkefni sveitarfélaga, eins og al-
menna reglan er um aðstoð.
Með þessari kerfisbreytingu á
ellilífeyrir að auka tekjujöfnuð, sem
var áður hlutverk skattkerfisins. En
skerðingakerfi er miklu öflugra
jöfnunartæki en hátt skattþrep og
það jafnar tekjurnar harkalega nið-
ur á við.
Þar sem kerfið snýst nú um fé-
lagslega aðstoð batnaði staða tekju-
lausra eða mjög tekjulítilla ellilífeyr-
isþega á þessum 20 árum og varð
hún best 1. janúar 2017 eftir að nýju
lögin um almannatryggingar gengu
í gildi – og var það vissulega
ánægjulegt. Þó þarf enn að gera
betur við þá hópa og að minnsta
kosti að skila þeim sínum hlut í
auknum þjóðartekjum síðustu
tveggja ára. En staða þeirra sem
eiga einhver lífeyrisréttindi sem orð
er á gerandi hefur veikst mikið frá
1997.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar
Síðan núverandi ríkisstjórn tók
við hefur einnig hallað undan fæti
hvað varðar félagslegu aðstoðina,
eins og fram kemur á mynd 1. Elli-
lífeyrir hefur ekki haldið í við launa-
vísitölu og samkvæmt fjárlagafrum-
varpinu á hann ekki að gera það á
komandi ári og því síður á hann að
miðast við hækkanir lágmarkslauna
á vinnumarkaði samkvæmt lífs-
kjarasamningunum. Það hefði hann
þó átt að gera frá 1. apríl 2019.
Mismunurinn er að verða mikill;
frá 1. apríl 2020 vantar samkvæmt
fjárlagafrumvarpinu yfir 30 þús. kr./
mán. upp á að hámarks ellilífeyrir
hafi haldið í við lægstu laun. Það
gerir yfir 360 þús. kr. ári – þannig að
dregið hefur í sundur með lægstu
launum og ellilífeyri um meira en
eins mánaðar ellilífeyri á ári. Hér er
miðað við ellilífeyri að viðbættri
heimilisuppbót.
En aðeins 28% aldraðra nýtur
heimilisuppbótar; 72% aldraðra
verða með 256.789 kr./mán á árinu
2020 skv. fjárlagafrumvarpinu – og
munar 95.011 kr./mán. á þeirri upp-
hæð og lægstu launum eða milli
1.100 og 1.200 þús. kr. á ári.
Þannig er ríkisstjórnin að víkja
frá þeim viðmiðunum sem settar
voru fram með kerfisbreytingunni
1997-2017 hvað varðar upphæðir
ellilífeyris, en heldur flestum öðrum
forsendum kerfisins óbreyttum, og
er þá ekki síst átt við skerðingarnar.
Þó verður að nefna að frítekjumark
vegna atvinnutekna var hækkað, en
sú aðgerð hefur væntanlega borgað
sig fyrir ríkið.
Lokaorð
Með þessari grein er vakin athygli
á þessari óheillaþróun. Sérstaklega
er rétt að árétta að á valdatíma
ríkisstjórnarinnar hefur ríkt eitt
mesta góðæri í sögu þjóðarinnar. Á
sama tíma hefur dregið verulega í
sundur með vinnutekjum og ellilíf-
eyri þannig að aldraðir hafa ekki
notið sömu hlutdeildar í þjóð-
arauðnum og aðrir.
Eftir Hauk
Arnþórsson »Hækkanir ellilífeyris
hafa hvorki haldið í
við almenna launaþróun
né hækkanir lágmarks-
launa á valdatíma ríkis-
stjórnarinnar.
Haukur
Arnþórsson
Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
haukura@haukura.is
Þróun ellilífeyris
Nokkrar stærðir sem varða ellilífeyri
Hækkanir ellilífeyris og upphæðir.
Rauntölur fyrir 2018-2019 og skv.
fjárlagafrumvarpi fyrir 2020
Hvað hækkanir ellilífeyris ættu að vera/
hefðu átt að vera miklar, ef miðað er við
meðallaun (launavísitölu)
Hvað ellilífeyrir ætti að vera/hefði
átt að vera, ef hann miðast við
lægstu laun (lífskjarasamningur)
Hækkun ellilífeyris
frá fyrra ári
Hámarks-
ellilífeyrir/mán. Kr.
Hækkun launavísi-
tölu frá fyrra ári
Hámarksellilífeyrir/
mán. ætti að vera. Kr.
Mismunur/
mán. Kr.
Lægstu mán.laun frá
1. apr. 2019 og 1. apr. 2020
Mismunur/
mán. Kr.
2018 6,7% 300.000* 6,9% 300.442* -442
2019 3,6% 310.800* 6,0% 318.468* -7.669 327.800 -17.000
2020 3,5% 321.678* 4,1% 331.526* -9.848 351.800 -30.122
* Miðað er við ellilífeyri að viðbættri heimilisuppbót.
Heimildir: Hagstofan, Tryggingastofnun, fjárlagafrumvarp fyrir 2020 og lífskjarasamningarnir. Hækkun launavísitölu frá 2019-2020 er áætlun.
Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is
GÓÐ
VERÐ
ALLA DAGA
Síð peysa
kr. 7.990
Haustkjóll
kr. 6.990
Gerið verðsamanburð
Svo segir Mogginn í
stóru máli. Ekki lýgur
hann! Í sama bili er
greint frá aðila sem kem-
ur aðvífandi og gleypir
hundrað milljónir. Í ein-
um kjaftbita. Sumir
myndu segja að þetta
væru hrægammar. Það
er ekki okkar orð. Lög-
lega orðið er hvorki aðili
né hrægammur. Það er
skiptaráðandi!
Árum og áratugum saman lætur
löggjafarstofnun þjóðarinnar það
viðgangast að gráðugt fólk hér í
landinu geti hrifsað til sín hundruð
milljóna króna, jafnvel milljarða,
eins og að drekka viskí í sóda eða
vatni. Fyrir lítið sem ekki neitt jafn-
vel. Skiptaráðandi = Fimmtíu þús-
und krónur á klukkustund takk!
Hinir stóru líklega með hundrað
þúsund á klukkustund.
Það virðist alveg sama hvað hróp-
endurnir á Alþingi hrópa hátt í alls-
nægtunum. Áfram skulu þeir sem
lítið hafa og ekkert eiga halda því
áfram. Eins og verið hefur. Tvö til
þrjú þúsund manns. Þeir hafa til að
bíta og brenna rúmlega tvö hundruð
þúsund á mánuði. Dómstólar ættu
að dæma suma skiptaráðendur til að
hjara á því í nokkurn tíma. Fyrir
fjögurra til fimm tíma vinnu!
Auðunn vestfirski.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Stjórnvöld verða að taka af skarið!
Þórður í Gróttu
kemur skálmandi
innan af Nesi
á fyrstu fjöru
börnin hlaupa
á móti honum
og Guðrún litla
sem verður fyrst
hendist óðamála
og snöktandi
í stóra fangið
hans pabba.
Við fyrri skrif um sjóskrímslið í
Gróttu studdist ég aðeins við
knappa munnlega frásögn Guð-
rúnar Magneu ömmu minnar. Vissi
ég þá ekki að til væri á prenti önn-
ur heimild um þann atburð. Ég
rakst síðan á ítarlega frásögn Sig-
urðar bróður hennar í ævisögu
Hannesar Jónssonar kaupmanns.
Hafði Hannes verið samskipa Sig-
urði á „Ásu gömlu“ og heyrði hann
segja söguna í lúkarnum. Leyfi ég
mér að birta hér frásögn Sigurðar
Þórðarsonar frá Gróttu:
„Þetta var fyrrihluta vetrar,
þegar ég var á níunda ári. Faðir
minn var við bátasmíðar inni á Sel-
tjarnarnesi og ekki aðrir heima en
móðir mín með okkur börnin og
tvær vinnukonur.
Í rökkrinu fóru vinnukonurnar
út að taka inn þvott. En þær komu
að vörmu spori með ópum, óhljóð-
um og gráti og gátu ekki komið
upp nokkru orði þegar móðir mín
spurði hvað gengi á. Við börnin
urðum hrædd og fórum líka að
orga. Óð þá móðir mín að þeim og
spurði hvort þær ætluðu að gera
sig og börnin vitlaus eða hvað þær
hefðu séð. Sögðu þær þá að þær
hefðu séð eitthvert skrímsli vera
að róta í öskuhaugnum og hefði elt
þær. Móðir mín snaraðist þegar
fram og skellti bæjarhurðinni aft-
ur og svo vel vildi til að hurðin
skall í lás. Hurðin var úr sterkum
viði, með gamaldags skrá, og stóð
stór lykill í hurðinni að utanverðu.
Það mátti ekki seinna vera, því
skepnan var nú komin
að húshliðinni,
skammt frá dyrunum.
Bærinn var úr torfi og
grjóti, ein hæð með
lofti yfir, en timb-
urhlið fram á hlaðið.
Nú reið hvert högg-
ið af öðru á húshliðina,
svo bærinn nötraði og
undirgangur var mikill
úti. Við börnin og
vinnukonurnar vorum
tryllt af hræðslu, en
móðir mín þaggaði
niður í okkur og þorð-
um við ekki annað en að hlýða. Ég
var elstur af börnunum og kom
móðir mín með týru og guðsorða-
bók og skipaði mér að lesa guðs-
orðið en ég sá ekkert fyrir tárun-
um. Höggin og undirgangurinn
héldu lengi áfram og enginn þorði
að koma út fyrir dyr fyrr en um
hádegi daginn eftir.
Það var ljótt um að litast. Bát-
ur, sem faðir minn hafði á stokk-
unum, var kurlaður í smásprek.
Tjörukaggi, sem var úr sterkum
viði, var stappaður í kássu. Öllu
var umsnúið. Á hurðarlyklinum
héngu löng hár, líkt og sjávar-
gróður.
Vinnukonurnar lýstu þannig
skepnu þessari að hún hefði verið
á stærð við fjögurra vetra trippi,
ljósleit, loðin og hefði hringlað í
þegar hún hreyfðist. Hún hefði
verið sein og luraleg í hreyfingum
og því hefðu þær komist undan.
Hausinn hefði verið eins og trjóna
og þeim sýndist langur hali aftur
úr skepnunni.“
Heimild: Hannes Jónsson: Hið guðdómlega
sjónarspil. Endurminningar 1970.
Um skrímslið
í Gróttu 1883
Eftir Helga
Kristjánsson
Helgi
Kristjánsson
» Vinnukonurnar lýstu
þannig skepnu
þessari að hún hefði
verið á stærð við fjög-
urra vetra trippi.
Höfundur býr í Ólafsvík.
Sandholt7@gmail.com