Morgunblaðið - 07.11.2019, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 07.11.2019, Qupperneq 46
46 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019 10 milljónir manna fara árlega um Kefla- víkurflugvöll og talið er að fjöldinn muni tvö- faldast á næstu árum. Varaflugvallamál eru hins vegar í svo mikl- um ólestri að það er bæði hættulegt og óhagkvæmt. Reykjavíkurflug- völlur hefur ekki nægi- lega langar flugbrautir til að gegna hlutverki varaflugvallar fyrir al- þjóðaflugið. Varaflugvellirnir á Eg- ilsstöðum og Akureyri eru heldur langt frá Keflavík, hafa ónógan bún- að og of lítil flughlöð. Skotland er langt undan þannig að flugvélar á leið til Íslands þurfa talsvert auka- eldsneyti til að ná þangað ef þörf krefur. Það minnkar aðra burðar- getu og þar með tekjur flugsins. Það þarf því nýjan varaflugvöll hæfilega langt frá Keflavík, á öðru veðurfars- og áhættusvæði hvað varðar eldgos, jarðskjálfta og aðrar náttúruhamfarir. Hvassahraun hefur ýmsa ágalla Bent hefur verið á Hvassahraun sem heppilegan stað fyrir nýja mið- stöð innanlandsflugsins í staða Vatnsmýrarinnar. Hagfræðistofnun HÍ mat árið 2015 samfélagslegan ábata af því að sameina miðstöð alþjóða- og innan- landsflugsins í Hvassahrauni og byggja í staðinn upp Vatnsmýrina á 82-123 milljarða króna. Sá ábati felst að mestu í verðmæti byggingar- landsins sem losnar í Vatnsmýrinni og samrekstri við al- þjóðaflugið í Keflavík. En Hvassahraun er aðeins um 20 km frá Keflavíkurflugvelli, á sama nesinu, sömu megin við höfuðborg- arsvæðið, tengt því um einn og sama veginn. Staðirnir eru á sama veðurfars- og náttúru- hamfarasvæði sem þýðir að ef eitthvað er að á Miðnesheiði er hætt við að það sama eigi við um Hvassahraun og öfugt. Það er því áhugavert að skoða aðra kosti. Fluglest REY-KEF og innan- landsflugið til Keflavíkur Með háhraðalest REY-KEF gæti miðstöð innanlandsflugsins flust til Keflavíkur. Hagkvæmni háhraðalestar hefur verið vandlega metin. Lestin er talin hagkvæm í einkaframkvæmd, án ríkisábyrgðar auk þess sem hún er umhverfislega mjög jákvæð. Svo væri hún þægileg og aðlaðandi að- koma að landinu sem mun auka hróður þess á alþjóðavettvangi. Ferðatíminn verður aðeins um 20 mínútur og fargjald stórnotenda (Lesist: heimamanna sem myndu nota lestina oft) lágt. Lestin mun sameina Suðurnes og höfuðborg- arsvæðið atvinnu- og búsetulega. Samfélagslegur ábati hraðlestar- innar er metinn á um 40-60 milljarða króna. Ef miðstöð innanlandsflugsins flyst á Keflavíkurflugvöll styttist ferðatími landsbyggð-útlönd og ferðakostnaður lækkar. Það mun fjölga þeim sem nota innanlands- flugið í tengslum við alþjóðaflugið og fjölga ferðamönnum á landsbyggð- inni. Suðurlandsflugvöllur er málið Helsta aðdráttarafl landsins er náttúran. Gullni hringurinn á Suður- landi er vinsælastur. Um 90% ferða- manna til Íslands fara um Suður- land. Nýr alþjóðaflugvöllur á Suður- landi fengi hluta af fjölgun ferða- manna og einnig nokkuð innanlands- flug. Suðurlandsflugvöllur væri sérstaklega áhugaverður kostur fyr- ir ferðamenn sem komið hafa áður og vilja fara beint út í náttúruna án viðkomu á höfuðborgarsvæðinu og auðvitað Sunnlendinga og Austfirð- inga. Líklega mætti byggja og reka slíkan flugvöll í einkaframkvæmd án útgjalda og áhættu fyrir skattgreið- endur. Það skortir reyndar hag- kvæmniútreikninga eins og gerðir hafa verið fyrir fluglestina. Suðurlandsflugvöllur myndi styrkja Suðurland og færa nýting- arsvæði ferðamanna lengra til aust- urs og norðurs. Þegar landið verður orðið enn vinsælla sem ferðamanna- land verða Egilsstaðir og Akureyri líka hagkvæmir áfangastaðir fyrir alþjóðflug. Góðir hlutir gerast hægt. Góð lending Samtals verður samfélagslegur ábati af ofangreindu, það er fluglest REY-KEF, flutningi miðstöðvar innanlandsflugsins á Keflavíkur- flugvöll og Suðurlandsflugvelli, á bilinu 200 til 300 milljarðar króna, án útgjalda og áhættu fyrir skattgreið- endur. Hér er líka um mjög umhverfis- væna kosti að ræða og stóraukið ör- yggi fyrir ferðalanga. Það er því ekkert að vanbúnaði að setja stefnu til framtíðar og hefja undirbúning. Góð lending á Suðurlandi Eftir Guðjón Sigurbjartsson » Samtals verður sam- félagslegur ábati af ofangreindu að minnsta kosti 200 til 300 milljarðar króna, án útgjalda og áhættu fyrir skattgreiðendur. Guðjón Sigurbjartsson Höfundur er viðskiptafræðingur. gudjonsigurbjartsson@gmail.com Lending? Kaldaðarnesflugvöllur sem Bretar lögðu við Selfoss á stríðsárunum. Ljósmynd/Baldur Sveinsson „Áfengir drykkir verða seldir á netinu“ er fyrirsögn íslenskrar greinar sem nýverið vakti athygli í Brussel hjá hópum sem láta sig heilbrigðismál varða. Í greininni er rætt um að íslensk stjórnvöld hug- leiði nú lagafrumvarp sem myndi aflétta einkaleyfissölu ÁTVR með því að heimila sölu áfengis á veg- um einkaaðila á netinu. Því er haldið fram að tilskipun ESB um ráðstaf- anir gegn óréttmætum land- fræðilegum takmörkunum á net- umferð skyldi menn til þessa. Þeir sem vinna alla daga við mótun áfeng- isstefnu ESB segja að svo virðist sem umræðan á Íslandi beri keim af alvar- legum misskilningi á nýju ESB- reglunum. Lýðheilsumiðuð áfengiseinka- leyfissala er fyllilega lögleg sam- kvæmt reglum ESB. Þetta var stað- fest af Evrópudómstólnum fyrir meira en tuttugu árum og til staðar eru fjölmargar áfengiseinkaleyfis- sölur sem starfa áfram innan ESB og landa Evrópska efnahagssvæðisins: Svíþjóð, Finnland, Noregur og Ísland eru skýr dæmi þar um. Ekki aðeins eru einkaleyfissölurn- ar löglegar, heldur einnig viður- kenndar af World Health Organi- sation, WHO, sem ein skilvirkasta leiðin til að draga úr skaðlegum áhrif- um áfengisneyslu. Nýlegar rann- sóknir frá Finnlandi sýna að þar í landi myndu yfir 500 fleiri einstak- lingar láta lífið árlega af völdum áfengisneyslu ef sala áfengis væri alfarið einkavædd. Kerfis- bundin rýni á gögnum sem safnað var af US Centre for Disease Control‘s Preventive Services Task Force sýndi einnig fram á tengsl einkavæðingar áfengissölu við verulega aukningu á áfengis- neyslu. Stofnunin mælir því eindregið gegn því. Sönnunargögnin liggja því fyrir; þegar markaðs- öflunum er hleypt inn á áfeng- issölumarkaðinn lækkar verð og neysla eykst, en einnig verður mun erfiðara að tryggja að farið sé eftir þeim reglum sem leyfisveitingin er háð. Sænska áfengiseinkasalan Sys- tembolaget er með yfir 95% skor í aldurseftirliti sínu. Þessi góði árang- ur hefur hvergi náðst meðal einka- söluaðila í löndum þar sem smásala áfengis hefur verið einkavædd. Talsmenn þeirrar hugmyndar að einkavæða netsölu áfengis á Íslandi virðast telja að gerð sé krafa um þetta í hinni nýju tilskipun ESB um ráðstafanir gegn óréttmætum land- fræðilegum takmörkunum á net- umferð. Sem betur fer er auðvelt að sannreyna að þetta er ekki tilfellið. Það nægir að líta til allra þeirra ESB-ríkja sem innleiddu tilskipunina um ráðstafanir gegn óréttmætum landfræðilegum takmörkunum á net- umferð á árinu 2018 og sem enn reka traustar áfengiseinkasölur. Hæsti- réttur Finnlands staðfesti bann við netsölu áfengis (þ. á m. frá öðrum ESB-ríkjum) eftir að hafa fengið stuðningsúrskurð frá Evrópudóm- stólnum. Ef fólk er enn í vafa um hvernig túlka beri tilskipunina um frjálsa net- umferð í samhengi við áfengis- einkasöluna myndi ég ráðleggja því að hafa samband við félagsmálaráðu- neytin í Finnlandi eða Svíþjóð og fá aðstoð þar. Þá eru einnig fjölmörg frjáls félagasamtök í Brussel sem myndu með ánægju veita aðstoð og upplýsingar ef þörf krefur. Það vekur alltaf áhyggjur þegar maður heyrir um tilvik þar sem vitn- að er í ESB-reglur sem réttlætingu fyrir því að afnema skilvirka, op- inbera stefnu í heilbrigðismálum. Alla jafna byggir þetta á lagalegum mis- skilningi, en slíkan misskilning geta þeir aðilar nýtt sér sem hagnast myndu verulega af völdum aukinnar áfengisneyslu. Þess vegna er mikil- vægt að umræða um áfengisstefnu taki mið af staðreyndum og sönn- unargögnum, bæði þegar kemur að lagalegum álitaefnum og áhrifum á lýðheilsu. Reglur ESB ógna ekki einka- leyfi Áfengis- og tóbaksversl- unar ríkisins á sölu áfengis Eftir Kalle Dramstad »Umræða á Íslandi um að nýjar reglur ESB séu ógn við einka- leyfi ÁTVR á smásölu áfengis er byggð á mis- skilningi og getur grafið undan góðum árangri ís- lenskra heilbrigðis- yfirvalda. Kalle Dramstad Höfundur er yfirmaður European Policy, sem starfar að stefnumótun ESB og stefnu í áfengismálum í Brussel fyrir frjálsu, sænsku fé- lagasamtökin IOGT-NTO. Stórri og vandaðri rannsókn á áhrifum andoxara, E- vítamíns, sem gerð var fyrir mörgum ár- um var hætt í miðjum klíðum vegna þess að þeir sem fengu an- doxarann fengu oftar krabbamein en þeir sem engan fengu. Önnur rannsókn sýndi að reykingamenn, sem fengu andoxara, betakarótín, við augn- sjúkdómi fengu oftar lungna- krabbamein en þeir sem engan fengu. Fleiri hliðstæð dæmi mætti nefna. Þetta bendir til þess að mikil notkun andoxara sé af hinu illa, sem kemur heim og saman við það að líkaminn notar oxunarferli og sindurefni, free radicals, til að vinna á krabbameinsfrumum og öðrum framandi frumum. Hér á landi er fyrirtæki, sem framleiðir, auglýsir grimmt og sel- ur fjölmargar vörutegundir með astaxantíni, sem er öflugur andox- ari, náskyldur betakarótíni, miklu sterkari en E-vítamín og betak- arótín. Að sögn framleiðandans á þetta óbótaefni að gagnast við fjölda sjúkdóma, kvilla og ein- kenna enda þótt ábyrgur aðili á borð við WebMD, www.webmd- .com, segi að það vanti rannsóknir til að staðfesta allt þetta. Astax- antín er heldur ekki að finna í Merck Manual, www.merckmanu- als.com/professional, sem sýnir að efnið hef- ur enga þýðingu í læknisfræði, það er að það er því bara vafa- söm snákaolía. Mér er spurn: er það viðunandi, að það sé verið að halda að fólki óbótaefnum án viðurkenndrar gagn- semi og vísbendinga um hið gagnstæða? Hvað um eft- irlit? Hérlendis sýnist mér það vera í algeru skötulíki hjá aðila, sem vart getur greint á milli nauta- og hrossakjöts. Þess vegna getur hvaða afglapi sem er fram- leitt og selt hvaða óbótaefni sem er svo lengi sem það er ekki bráð- drepandi, virðist vera. Og það sem mér finnst vera fyrir neðan allar hellur: apótekin taka virkan þátt í öllu ruglinu með því að selja allt þetta jukk. Andoxarar og krabbamein Eftir Reyni Eyjólfsson Reynir Eyjólfsson »Er það viðunandi, að það sé verið að halda að fólki óbótaefnum án viðurkenndrar gagn- semi og vísbendinga um hið gagnstæða? Höfundur er doktor í lyfjafræði. Allt um sjávarútveg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.