Morgunblaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 49
MINNINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019 ✝ Sólveig Krist-insdóttir fædd- ist í Hveragerði 21. nóvember 1945. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 21. október 2019. Hún var dóttir hjónanna Eyjólfs Kristins Eyjólfs- sonar, f. 28.7. 1883, d. 27.7. 1970, og Þóru Lilju Jónsdóttur, f. 8.4. 1905, d. 26.12. 1970. Systkini Sólveigar eru: 1) Guðrún Kristinsdóttir, f. 17.5. 1932, maki Hilmar Pétursson, f. 12.9. 1931, þau eiga þrjá syni. 2) Sigurjón Kristinsson, f. 19.6. 1944, d. 26.10. 2018, eft- irlifandi maki Kristín Ög- mundsdóttir, f. 6.3. 1945, þau eiga einn son. 3) Valdís Petr- Sólveig eða Veiga eins og hún var kölluð flutti í Garðinn ásamt fjölskyldu sinni árið 1946 þegar hún var eins árs gömul og bjuggu þau í Lóns- húsum. Þar bjó hún fram á unglingsaldur en flutti þá til Keflavíkur og bjó hjá systur sinni og mági. Fljótlega kynnt- ist hún Steinari, æskuástinni og lífsförunaut, og hófu þau sambúð. Bjuggu þau í Keflavík alla sína tíð og núna síðast á Kirkjuvegi 1. Eftir að grunnskóla lauk fór Sólveig út á vinnumarkaðinn. Hún stundaði ýmis störf um ævina. Hún vann sem fisk- verkakona, við umönnunar- störf en að mestu vann hún við verslunarstörf. Hún hóf ung að starfa hjá Kaupfélagi Suðurnesja, seinna Sam- kaupum. Þar vann hún lengi og kynntist mörgum af sínum bestu vinum. Sólveig vann einnig heima og var heima- vinnandi húsmóðir. Útför Sólveigar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu ína Halldórsdóttir (sammæðra), f. 25.1. 1922, d. 26.8. 1935. Sólveig giftist 26. desember 1965 Steinari Bjarna- syni, f. 12.10. 1945. Börn þeirra eru: 1) Brynjar Guðmund- ur Steinarsson, f. 4.11. 1965, maki Kolbrún Guðjóns- dóttir, f. 16.11. 1970. Börn þeirra eru: Jón Steinar Brynj- arsson, f. 17.10. 1994, Ástrós Brynjarsdóttir, f. 10.1. 1999, og Eyþór Ingi Brynjarsson, f. 4.6. 2005. 2) Lilja Kristrún Steinarsdóttir, f. 31.1. 1971. Börn hennar eru: Birkir Orri Viðarsson, f. 21.11. 2000, og Fjóla Margrét Viðarsdóttir, f. 16.1. 2007. Elsku mamma mín, dýrmæt- asta konan í mínu lífi er fallin frá og það er svo ótrúlega sárt! Ég hef misst svo mikið og finnst ég svo tóm að innan. Ég vona svo innilega að þér líði vel þar sem þú ert og þú finnir ekki til. Hafir fengið bót meina þinna því að horfa á þig svona veika er það erfiðasta sem ég hef gert. Börnin mín hafa misst svo mikið, ömmu sem vildi allt fyrir þau gera. Ömmu sem var um- hugað um að þeim liði vel og að þau væru hamingjusöm. Hún var stoltasta amma í heimi og barnabörnin voru þau allra flott- ustu í hennar augum. Bara svona eins og alvöru ömmur hugsa um ungana sína. Undan- farið höfum við setið og skoðað myndir og rifjað upp margar stundir. Eitt er víst, elsku mamma mín, að þau elskuðu þig mikið og minningin um góða ömmu mun lifa í hjörtum þeirra. Hvað segir þú, Lilja mín? Svona byrjuðu ansi mörg símtöl okkar mæðgna en ég og mamma töluðum saman í síma oft á dag alla daga ársins og viðbrigðin mikil að núna sé það á enda. Ég vildi að við hefðum nýtt tímann okkar betur. Ég vildi óska þess að ég hefði spurt þig að fleiri hlutum og að við hefðum gert meira saman. Ég vildi óska þess að þú værir hér enn en sama hversu mikið ég óska þess þá er það ekki að fara að rætast. Þú munt ávallt fylgja mér og búa innra með mér því þú ert sú sem hefur kennt mér mest. Þú ert líka sú sem hefur staðið þétt- ast við bakið á mér, alltaf! Þegar ég stóð á krossgötum í lífinu þá kallaðir þú mig til þín og sagðir mér ákveðna hluti sem ég ætti að gera. Þú sagðir mér þetta aftur eitt kvöldið á sjúkra- húsinu. Þú vildir að ég lofaði að fara eftir þessu. Lifa lífinu, fylgja hjartanu og gera allt sem mig langaði til. Vera Lilja, vera ég sjálf og blómstra eins og lilj- ur gera. Ég lofa, mamma, að fara eftir því, ég lofa! Ég leit eina lilju í holti, Hún lifði hjá steinum á mel. Svo blíð og björt og svo auðmjúk. En blettinn sinn prýddi hún vel. Ég veit það er úti um engi mörg önnur sem glitrar og skín. Ég þræti ekki um litinn né ljóma. En liljan í holti er mín. Þessi lilja er mín lifandi trú. Þessi lilja er mín lifandi trú. Hún er ljós mitt og von mín og yndi. Þessi Lilja er mín lifandi trú. (Þorsteinn Gíslason) Hvíldu í friði, elsku mamma mín, ég elska þig og þú munt halda áfram að lifa í hjarta mínu. Þín Lilja. Elsku amma mín, nú ertu far- in frá okkur. Við tvö eigum endalaust af minningum saman. Ég fæddist á afmælisdaginn þinn 21. nóvember og þú fékkst mig í afmælisgjöf. Það er ansi stór gjöf amma mín! Samband okkar var ein- stakt og þú varst eins og mamma mín númer tvö. Ég hef misst mikið og finnst svo óendalega tómlegt án þín. Við töluðum saman nánast á hverjum degi um allt og ekkert. Þú elskaðir að tala. Þú passaðir alltaf mjög vel upp á mig og vild- ir alltaf vita hvar ég var. Mér þótti það alltaf bara svo krútt- legt. Sama hvert ég fór og hversu stutt það var þá hringdir þú og baðst mig að fara varlega og láta þig vita þegar ég væri kominn. Stundum gleymdi ég því og þá varstu svo hrædd um mig. Elsku amma mín, þú varst alltaf svo stolt af öllu sem ég tók mér fyrir hendur, alveg sama hvort það var námið, golfið eða eitthvað annað. Þú varst minn mesti stuðningsmaður elsku amma mín. Þú vildir alltaf vera fín og elskaðir föt og þú áttir nóg af þeim og varst alltaf í einhverju nýju. Þú vildir líka alltaf að ég væri fínn og lést mig alveg vita ef þér fannst ég ekki nógu flott- ur og ég komst ekki hjá því að laga það. Ég sakna þín svo ofboðslega mikið, elsku amma mín, og finnst svo rosalega erfitt að hafa misst þig frá mér. Ég á engan annan eins og þig og það kemur enginn í staðinn. Ég vona samt svo innilega að þér líði miklu betur núna en síðustu mánuði því það var svo erfitt að horfa á þig svona veika og geta ekkert gert. Takk fyrir allt elsku amma mín. Ég elska þig. Ég mun passa Fjólu og mömmu fyrir þig! Þinn Birkir Orri. Elsku amma mín. Núna ertu farin frá okkur. Þú varst besta amma í heiminum. Svo góð, in- dæl og róleg við mig. Þú vildir alltaf allt fyrir mig gera og að ég passaði mig vel. Þú varst alltaf svo glöð og stolt af mér. Þú gerðir svo góðan mat og þær allra bestu sykruðu kartöflur sem ég hef smakkað. Þú veist ég elskaði þær! Þú sagðir alltaf: „Fjóla, ætlar þú bara að borða allar kartöfl- urnar?“ Hver á núna að gera þær? Það var enginn eins góður að gera þær og þú. Ég sakna þín mikið og við öll. Ég mun hugsa oft til þín og veit þú ert hjá mér og passar upp á mig, Bippa og mömmu. Elsku besta amma, nú hvílir þú. Að sjá þig fella úr landi, er nú rosa sárt. (Úlfar Viktor Björnsson) Þín Fjóla Margrét. Sólveig Kristinsdóttir ar, var 59 ára þegar hann varð bráðkvaddur fyrir tveimur ár- um. Við huggum okkur við að nú eru þau loks saman í Sumar- landinu. Það var mikið áfall þegar Hjödda greindist með alzheim- ers-sjúkdóminn árið 2012. Maggi hugsaði mjög vel um hana heima en þegar sjúkdóm- urinn versnaði fékk hún inni á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í maí 2017. Áður var hún í dagvistun í Drafnarhúsi í Hafnarfirði í nokkurn tíma. Á báðum þessum stöðum var vel hugsað um hana og þar leið henni vel. Það hefur alltaf verið mikill samgangur milli okkar og Hjöddu og Magga sem síðan efldist verulega eftir að þau fluttu frá Reykjavík til Grinda- víkur árið 1990. Okkur fannst svo gott þegar þau fluttu því þá gátum við fylgst mikið betur með þeim og börnunum þeirra sem voru að vaxa úr grasi á þessum tíma. Okkur finnst við því eiga mikið í þeim öllum. Það eru ófáar samverustund- irnar bæði hér heima og er- lendis sem við getum yljað okk- ur við enda bar aldrei skugga á þær stundir. Hjödda var alveg einstök manneskja, hlý, traust, bros- mild og mikill vinur vina sinna. Hún var mjög fær kjólameist- ari eins og allir kjólarnir henn- ar og allt annað sem hún hann- aði og saumaði ber vitni um. Einnig var hún mjög vel liðin sem kennari, börnin kunnu vel að meta rólyndi hennar og yf- irvegun í öllum samskiptum. Það kom svo vel fram í veik- indum hennar hvað hún átti marga góða og trausta vini, þeim verður seint fullþökkuð umhyggjan og kærleikurinn í hennar garð. Já, það er margs að minnast og sem betur fer eigum við bara góðar minningar. Elsku Hjödda, missir okkar fjölskyldunnar er mikill og þín verður sárt saknað. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Elsku Erna Rún, Óðinn, Berglind Anna, Þráinn, Hjalti og litlu barnabörnin. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur og við munum gera okkar besta til að halda utan um ykkur um ókomna tíð. Stefanía Björg og Ólafur Þór. Brosið fallega er sú mynd sem fyrst kemur upp í hugann, þetta dásamlega fallega bjarta bros fylgdi Hjöddu okkar til síðustu stundar. Enginn gat tekið það frá henni, ekki einu sinni sá óvægi sjúkdómur sem kippti henni burt frá lífinu allt of snemma. Leiðir okkar þriggja lágu saman í grunnskólanum í Keflavík, í SJ-bekknum eins og við köllum hann enn. Þar byrj- aði ævilangur vinskapur, og auðvitað allskonar prakkara- skapur , kíkja á stráka, labba Hafnargötuna, Bee Gees og allt sem fylgir því að vera glatt barn og unglingur. Það var mikið hlaupið á milli heimila, þá var enginn farsími eða tölva fyrir trúnaðarsamtöl- in og ekki mátti hringja á milli nema með formlegu leyfi for- eldra, svo ferðirnar á milli húsa urðu ansi margar. Í dag bros- um við út í annað og yljum okk- ur við þessar dýrmætu minn- ingar. Svo komu fullorðinsárin, makar og börn bættust í hóp- inn. Vináttuböndin héldu og voru sterk þó stundum liði langt á milli samverustunda, tíminn skipti þar engu máli, alltaf eins og við hefðum hist í gær. Við eigum margar skemmti- legar minningar frá samveru- stundum okkar, litlar stelpur í Keflavík og seinna fullorðnar mæður og ömmur. Síðustu heimsóknir okkar til Hjöddu voru í Víðihlíð í Grinda- vík, við viljum trúa því að hún hafi bæði vitað af okkur og skemmt sér yfir blaðrinu í okk- ur þó hún hafi ekki getað tekið þátt í samræðunum. Brosið hennar fallega fékk okkur til að trúa því. Að leiðarlokum er komið hjá þeim hjónum, elsku Maggi tek- ur á móti Hjöddu sinni opnum örmum og leiðir hana þeirra hinstu ferð. Elsku Erna Rún, Berglind Anna, Hjalti, tengdabörn, barnabörn, systkini og aðrir ástvinir, við vottum ykkur okk- ar dýpstu samúð. Nú er það ykkar og okkar hlutverk að halda minningu þeirra beggja á lofti, sjá til þess að litlu barnabörnin og af- komendur þeirra fái fullt af sögum, sjái myndir og fái að vita hve dásamlegar manneskj- ur þau voru bæði tvö. Megi minning þeirra beggja lifa í hjörtum okkar allra. Sofðu rótt elsku vinkona. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, Lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góð minning að geyma Gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu sæl í ró. (Höf.ók) Þóra og Lísbeth. Kveðjum hina fögru dúfu með trega í hjarta sem flogin er til fyrirheitna landsins hins bjarta. Tvær sálir hafa loks náð endum saman sameinuð á ný, drengurinn og daman. Kveðjum hina hvítu lilju með söknuði hún fölnaði hægt en blómstrar nú hjá Guði. Á drottinsdegi skein sólin sem hæst spratt þá blómið upp er hafði sofið vært. Kveðjum hina kæru konu með þakklæti minnumst hennar með hlýjum hug og kæti. Höldum í allt hið góða sem þú okkur gafst svo sjáumst við síðar, handan hafs. Þuríður Ósk Sigurbjörnsdóttir (Þurý). „Það er með sorg í hjarta en líka með þakklæti sem við minnumst í dag Hjörtfríðar og hennar ljúfa og hlýja viðmóts. Hjörtfríður var ekkja eftir Magnús Andra Hjaltasonar, frænda okkar. Blessuð sé minn- ing þeirra hjóna. Þar sem djúpan dalinn taka dimmblá fjöll í arma sterka og í brekkum birkilundir blöðin rétta móti varma, þar sem tærar, litlar lindir ljósan þráð úr gulli spinna, meðan eygló yfir brennur, en um nótt úr skíru silfri – langar mig að minnast þín. Þar sem blóm í laufalautum ljúfu máli saman tala, sem að ást og angur skilja, – blágresi og burknar grannir, brönugrös og músareyra, ljósberi og lækjarstjarna, litlar fjólur, æruprísar, gullmura og gleym-mér-eigi, – vildi ég mega minnast þín. Allar stundir ævi minnar ertu nálæg, hjartans lilja. Þó er næst að næðisstundu návist þín og angurblíða, ástarljós og endurminning. Allar stundir ævi minnar, yndistíð og harmadaga, unaðssumur, sorgarvetur – sakna ég og minnist þín. Sigrún, Guðrún, Bryndís og Sigurður. Hjörtfríður Jónsdóttir, fyrr- verandi samstarfskona okkar í skólanum, er fallin frá eftir erf- ið veikindi. Hún kom fyrst til starfa hjá okkur fyrir um 20 ár- um til að kenna textílmennt enda hugmyndarík og snjöll á því sviði. Hjörtfríður fann sig vel í kennslunni og náði sér fljótlega í kennsluréttindi en hún var kjólameistari að mennt. Færði hún sig svo yfir í bekkjarkennslu ásamt því að kenna textíl. Nemendur nutu hins hlýja viðmóts sem jafnan einkenndi Hjörtfríði, samvisku- semi hennar og sköpunargáfu. Fyrir okkur samstarfsfólkið var hún brosmild, þægileg í sam- starfi og mikill húmoristi. Því miður þurfti Hjörtfríður að hverfa frá störfum þar sem erf- iður sjúkdómur skerti starfs- getu hennar. Við eigum um hana góðar minningar og þökk- um henni óeigingjarnt starf fyrir skólann. Við vottum fjölskyldu hennar innilega samúð. Fyrir hönd samstarfsfólks í Grunnskóla Grindavíkur, Valdís Inga Kristinsdóttir. Í dag kveðjum við kæra vin- konu, hana Hjöddu okkar. Hjödda var hvers manns hugljúfi og alltaf með bros á vör. Hún var einstaklega list- ræn og allt lék í höndunum á henni. Vinskapur okkar hefur varað í yfir 35 ár, eða síðan Maggi æskuvinur okkar nældi í þessa fögru konu. Margt höfum við hópurinn brallað saman í gegnum tíðina. Fórum í margar skemmtilegar utanlandsferðir, sumarbústaða- ferðir og vorum með matar- klúbb. Eigum fjársjóð af yndisleg- um minningum. Minnumst líka góðra ferða- laga innanlands þegar börnin voru lítil; útilegur voru reyndar ekki tebolli Hjöddu en hún lét sig hafa það endrum og sinn- um. Okkar kæra vinkona hefur barist við erfiðan sjúkdóm í mörg ár og hefur hún horfið frá okkur smátt og smátt, sem hef- ur verið sárt að horfa uppá. Áföllin hafa dunið á fjöl- skyldunni, það eru einungis tvö ár síðan Hjödda og börnin kvöddu eiginmann og pabba. Klettinn sinn. Hann féll mjög skyndilega frá og það var mikið reiðarslag. Undanfarin ár hafa verið erf- ið hjá fjölskyldu Hjöddu og Magga, en þau hafa staðið sig einstaklega vel og verið mömmu sinni allt. Elsku Hjödda, við þökkum þér vinskapinn sem aldrei bar skugga á. Góða ferð í sumar- landið, við vitum að Maggi tek- ur vel á móti þér. Við biðjum allt það góða að styrkja Ernu Rún, Berglindi Önnu, Hjalta og fjölskyldur, ásamt öllum ástvinum. Margt ég vildi þakka þér og þess er gott að minnast að þú ert einn af þeim sem mér þótti gott að kynnast. (Guðrún Jóhannsdóttir) Gerður, Jón Emil, Dóra Birna, Hermann. Nú kveðjum við Önnu frænku með miklum trega. Nú ertu komin í faðm Bjarna þíns sem þú hefur saknað mikið. Eins ertu búin að hitta pabba og Önnu Kristínu okkar. Við vorum svo heppin að fá að alast upp með þig okkur við hlið, þú varst alltaf til staðar fyrir okkur enda varstu alltaf kölluð mamma tvö þar sem foreldrar okkar voru mikið á ferðalögum þegar við vorum yngri. Við systkinin eigum ótal margar góðar minningar frá sumarbú- staðnum og ferðalögum með þér Anna Kristjánsdóttir ✝ Anna Krist-jánsdóttir var fædd á Akureyri 16. október 1932. Hún lést 28. sept- ember 2019 á hjúkrunarheim- ilinu Hrafnistu í Hafnarfirði. og Bjarna. Þegar við komum til þín varstu alltaf svo glöð og ánægð að sjá okkur, við þurftum aldrei að gera boð á undan okkur, þú sýndir okkur mikinn kær- leik. Það voru aldr- ei nein boð í okkar fjölskyldum nema að Anna frænka væri til staðar, annað kom ekki til greina. Þú fylgdist með börn- unum okkar og varst þeim alltaf svo góð. Eins voru Sirrý, Gummi og Kiddi miklir vinir þínir. Við munum öll geyma all- ar þær góðu og fallegu minn- ingar um þig, elsku Anna frænka. Hvíldu í friði, við elskum þig öll. Drífa, Kristinn, Mjöll, Guðmundur, Kristján, Sirrý og börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.