Morgunblaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019 ✝ HallgrímurÞormarsson fæddist í Reykjavík 1. febrúar 1978. Hann lést 27. októ- ber 2019. Móðir hans er Þuríður Kristín Hallgríms- dóttir, f. 27. febrúar 1955, maki Finn- bogi Kjartansson. Faðir: Þormar Ingi- marsson, f. 21. ágúst 1952, maki Þórunn Stef- ánsdóttir, f. 8. október 1958. Systkini Hallgríms sammæðra eru Kjartan Henry, f. 9. júlí 1986, maki Helga Björnsdóttir, og Fjóla, f. 28. janúar 1993, unnusti Davíð Sigurbergsson. Dóttir Finnboga er Ása Lind, f. 1972, sambýlismaður Ingibergur Ingi- bergsson Edduson. Systkini Hallgríms samfeðra eru Thelma, f. 16. nóvember 1981, maki Óskar Örn Hauksson, Rakel, f. 1. október 1983, sam- býlismaður Auðunn Blöndal, og Bryndís Begga, f. 28. mars 2001. Sonur Þórunnar er Einar Ólafs- son, f. 1987, maki Kahina Ólafs- son. Foreldrar Þuríðar voru Hall- grímur Guðjónsson, bóndi í Hvammi í Vatnsdal, f. 1919, d. 2018, og Sigurlaug Fjóla Kristmanns- dóttir, f. 1921, d. 2010. Foreldrar Þormars voru Ingi- mar Hólm Guð- mundsson, úrsmið- ur í Reykjavík, f. 1926, d. 2012, og Ásdís Valdi- marsdóttir, f. 1932, d. 2012. Hall- grímur ólst upp í Reykjavík, hann gekk í Laugarnesskóla, Melaskóla og Hagaskóla. Hann lauk stúdentsprófi frá Versl- unarskóla Íslands 1998. Hall- grímur útskrifaðist með BS-próf frá Háskóla Íslands 2002. Hann stundaði síðan nám í CBS - Copenhagen Business School. Hallgrímur starfaði við fjöl- skyldufyrirtæki fjölskyldu föður síns, síðan við veitingastörf, nú síðast á Hótel Búðum. Útför Hallgríms fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 7. nóvember 2019, og hefst kl. 13. Að verða móðir í fyrsta sinn er hamingjuríkasta stund lífs míns. Að horfa í augun þín og upplifa skilyrðislausa ást. Að þú sért nú horfinn úr mínu lífi er minn stærsti harmur. Ég finn fyrir nærveru þinni í hjarta mínu þar sem þú verður að eilífu. Sofðu vært, ástin mín. Guð geymi þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Þín mamma. Það er erfitt að kveðja þig, elsku sonur, því við vorum komnir vel af stað í góða vegferð. Það var nærandi að fá að hitta þig dagana tvo fyrir þetta hörmulega slys og finna hve vel þér leið fyrir vestan á Búðum. Góður vinnustaður, samstarfsfólk og stórfenglegt umhverfi. Þú varst mjög sáttur í þessu starfi og naust þess að vera hluti af teymi í að skapa ham- ingjustundir með fólki og þá sér- staklega brúðkaupsveislur. Þér fannst það lítið mál að keyra yfir Fróðárheiðina til Ólafsvíkur þar sem þú varst farinn að festa ræt- ur og stunda ýmiskonar afþrey- ingu í hjólreiðum, fjallgöngum og sundferðum. Þú sýndir mikla festu og dugn- að strax sem ungur drengur, fórst að selja DV og Vísi, og í stað þess að vera í miðbænum þar sem flestir voru, þá tókst þú strætó og fórst inn í Faxafen þar sem verk- stæðin voru og náðir góðri sölu. Þú varst sjálfstæður og fjár- magnaðir m.a. 12 ára reiðnám- skeið í Geldingaholti og þar lagðir þú traustan grunn að þeirri reið- mennskutækni sem þú bjóst æv- inlega að. Þú vannst um árabil í Nóatúni með skóla og sautján ára keyptir þú þér draumabílinn Honda Civic sem var þér mikils virði, sem þú hreykinn stóðst einn að kaupum á. Eins hafðir þú starf hjá félagsþjónustunni þar sem þú varst stuðningsfulltrúi ungs pilts sem þú sinntir af mikilli hlýju og natni. Það er margs að minnast hjá okkur í hestamennsku og ferðum víða um hálendið og minnist ég sérstaklega 9 daga trússferðar sem við fórum ásamt Þórunni inn í Arnarfell hið mikla. Þú varst 14 ára og varst mér mikil aðstoð og góður félagi. Snemma varst þú til í hestakaup og gerðir vel þegar þú seldir góðan hest, hann Fák sem Hallgrímur afi þinn gaf þér sem fola. Stuttu seinna hringdir þú í mig og baðst mig um að koma með þér upp í Kjós, því þar var hestefni sem þú sást auglýst, keyptir og nefndir Glóa, rauðbles- óttur hestur frá Stokkhólma í Skagafirði og sá átti nú eftir að veita þér og mér unaðsstundir í mörgum ferðalögum. Þú varst jafnan mjög hreykinn af því að enginn betri hestur var í okkar hesthúsi í áratugi! Eins voru þær margar skíða- ferðirnar í Skálafell sem við átt- um og svo fórum við tveir saman til Saalbach í Austurríki og áttum góða daga. Þú hafðir farið fimm ferðir til St. Anton sem þú lofaðir og varst að plana nýja ferð. Þú varst mér mikill styrkur í fyrirtækinu með þína menntun, kunnáttu í tölvum og bókhaldi, og nutum við afi þinn góðs af því. Þú varst samt ekki alltaf með vindinn í bakið í þínu lífi, þú hafðir sterkar skoðanir, varst kröfuharður við sjálfan þig og um leið við aðra. Þetta er þekkt og kannast ég við það. Þú varst ömmum þínum og öfum alveg einstaklega hlýr og hjálpsamur. Skaftahlíðin hjá Ásu ömmu þinni var þinn griðastaður, þar sem þér leið hvað best um tíma og var virðingin og ástin gagnkvæm. Þú varst ríkur af yndislegum systkinum sem elsk- uðu þig innilega og sakna. Þú varst þeirra elstur og var litið upp til þín og leitað ráða. Eins áttir þú traustan og góðan hóp vina sem stóðu við bakið á þér. Með sorg í hjarta kveð ég þig, kæri sonur. Þormar Ingimarsson Elsku Hallgrímur, það er þyngra en tárum taki að skrifa þessi orð. Þú varst stóri bróðir okkar og okkur fannst þú óttalaus og hugrakkur. Það var alltaf gam- an á pabbahelgum hjá okkur, uppi í hesthúsi eða á skíðum, úti í garði í fótbolta eða að byggja snjóhús. Bestu stundir okkar voru í Vatnagarði sem var eins og ævintýri líkast. Með hestana okk- ar í garðinum og náttúruna allt um kring. Hestaleiðirnar voru alls staðar, áin sem við syntum í sem var líklega meira eins og lækur til að busla í. En við vorum lítil og heimurinn var stór. Við gátum unnið okkur inn smá nam- miklink með því að læra nöfnin á fjöllunum og bæjunum í kring eða með því að giska á á hvaða mínútu við kæmum að Vegamótum. Ekk- ert sjónvarp, bara hestaferðir, gítar, söngur og spil. Þú varst góður og stríðinn, glaður en stundum þjáður, áttir marga að en varst stundum einmana. Þú varst hlýr, yndislegur og þú faðmaðir fast. Það var svo mikið eftir og það er svo erfitt að hugsa til þess að nú sé þetta búið og við sjáum þig ekki aftur. Við verðum að trúa því að þú sért kominn til ömmu, að skála í kóki í gleri, á skíðum með afa og þeysast um á baki Glóa. Þar til næst. Þínar systur, Thelma og Rakel. Elsku Hallgrímur, stóri bróðir minn. Ég er svo þakklát fyrir að hafa haft þig í lífi mínu. Mér leið alltaf vel að tala við þig og þú lést mig alltaf vita að þú værir til stað- ar fyrir mig. Það var eitthvað við þig sem ég sá í mér. Að tala við þig var aldrei þvingað, mér leið eins og ég hefði þekkt þig í mörg ár, fleiri en ég hef lifað. Þú skildir mig og ég held að ég hafi skilið þig líka. Þú varst mér fyrirmynd og hefði ég ekki getað óskað mér betri bróður. Mér finnst mjög sárt að við höfðum ekki meiri tíma saman. Lífið tók þig allt of fljótt. Þegar ég talaði síðast við þig í apríl lang- aði mig að segja: „Svo lengi sem þú ert hamingjusamur, þá er ég hamingjusöm.“ Alveg sama hvar þú ert staddur. En að vita að þú sért ekki lengur á jörðinni finnst mér mjög sárt og mun ég alltaf sakna þín. Ég á ekkert nema góðar minn- ingar um þig. Á öllum myndum af okkur sit ég í fangi þínu, þú held- ur utan um mig og brosið skín af okkur. Bara að eiga þessar minn- ingar er nóg fyrir mig, því þótt við hittumst ekki oft síðustu ár vissi ég alltaf hvað okkur þótti vænt hvoru um annað. Ég veit að við hittumst einn daginn aftur, þangað til mun ég alltaf minnast þín sem yndislega stóra bróður míns sem gerði líf mitt svo miklu betra. Ég vona innilega að þú hafir það gott. Ég elska þig. Bryndís Begga Þormarsdóttir. Það er sorg að sjá eftir ástvin- um – og sárari er harmurinn þeg- ar fólk fer í blóma lífsins. Hall- grímur hefur verið í lífi mínu 28 ár, eða allt frá því að ég hóf sam- búð með föður hans. Ég sá hann breytast úr unglingi í ungan mann. Fylgdist með honum í gegnum hestamennskuna og kynntist honum ekki síst í að fylgjast með umgengni hans við hestana. Þar átti hann fyrirtaks gæðing af Svaðastaðakyni sem Glói hét, rauðblesóttur, glófextur, létt- byggður, skapmikill leiðtogi sem var draumur að sitja. Þennan hest eignaðist Hallgrímur ári eft- ir fermingu og þeirra samleið var stórkostlegt ævintýri. Þeir smullu saman, báðir gló- fextir, ákveðnir leiðtogar sem virtu hvor annan. Eitt sinn, þegar Glói var kominn vel við aldur, fékk frændi minn hann að láni og að því loknu bauð hann Hallgrími háa fjárhæð fyrir klárinn. Hall- grímur afþakkaði, enda Glói ekki metinn til fjár. Hann gat setið alla hesta – ró- aði þá viðkvæmu og samdi við þá skapmiklu. Líkamleg átök við járningar, tamningar, gegningar, fjallgöngur, langar hjólaferðir, skíðaferðir innan- og utanlands voru líf hans og yndi, enda var hann atgervismaður og undir ró- legu yfirbragðinu leyndist þraut- seigja og þor. Það leyndist líka viðkvæmur strengur sem hann faldi jafnan. Eitt sinn vorum við í langri hestaferð inni á öræfum. Umhverfið var grátt og tilbreyt- ingarlaust, en þar kom að við áð- um í lítilli laut. Þar var flekkur með dýjamosa og eftir breiðunni rann tær lækur, sem var sem silf- urþráður í sólinni. Hallgrímur leit til mín og sagði rólega „mikið óskaplega er þetta fallegt“ og hrifningin sást í augunum. Það kom því ekki á óvart að hann skyldi setjast að á Snæfells- nesi. Vinnustaður hans var á einum fegursta stað landsins, í Búða- hrauninu, n.t.t. að Hótel Búðum, stað sem Snæfellsjökull rís í allri sinni tign, margbrotinni flórunni í hrauninu og gylltum fjörum Búðafjörunnar. Hallgrímur var alinn upp á Hringbrautinni og bjó sér heimili í Vesturbænum, en við honum hefur blasað Snæfellsnes- ið og jökullinn alla tíð og eflaust dregið hann til sín með sinni dul- úð. Hallgrímur verður sárt syrgð- ur af ástvinum og tómarúmið verður seint fyllt. Ég mun sjá hann í rauðblesóttum hestum, silfurtærum lækjum, augum for- eldra hans og lífshlaupi systkina hans. Hann verður alltaf nálægur í hugum okkar og hjörtum. Tign er yfir tindum og ró. Angandi vindum yfir skóg andar svo hljótt. Söngfugl í birkinu blundar. Sjá, innan stundar sefur þú rótt. (Johann Wolfgang von Goethe, þýð. Helgi Hálfdanarson) Þórunn Stefánsdóttir. Það er þyngra en tárum taki að kveðja Hallgrím frænda minn. Við áttum margar yndislegar samverustundir sem börn í Hvammi í Vatnsdal hjá ömmu og afa. Þær stundir hef ég oft rifjað upp. Við fórum í búið okkar til að sjá um dýrin og heimilishald í hlíðinni fyrir ofan Hvamm. Í ófá skipti tálguðum við skútur, ferj- ur, báta eða önnur fley sem ímyndunin blés okkur í brjóst og létum þau síðan sigla niður bæj- arlækinn alveg niður að vegi. Í sveitinni var margt fleira til gam- ans gert, eins og að fara heljar- stökk í hlöðunni, eltingaleikir, túttubyssuleikir, músaleit, ormat- ínsla, sílaveiðar o.fl. en fyrst og fremst og í alvöru lífsins vorum við Hallgrímur vinnumenn Hall- gríms afa og Sigurlaugar Fjólu ömmu. Burðast var með mjólkur- fötur fyrir kálfana og heybunka inn í fjós fyrir kýrnar, gleði okkar og borgun var að sjá ánægju skína úr augum dýranna. Einnig eru minnisstæðar ferð- ir á Blönduós í kaupfélagið þar sem tækifærið var nýtt til fulls og suðað í ömmu og afa um ýmislegt misnytsamlegt. Ég átti þrjú ár í forskot á Hallgrím og því var ég svolítið að stýra og stjórna, hann spurði mig um alla hluti enda fróðleiksfús lítill drengur. Mér er sérstaklega minnisstætt hvernig hann spurði mig í sífellu „akkuru“ og mér fannst það vera skylda mín að upplýsa lítinn frænda um tilgang lífsins og fleiri hluti sem ég stundum vissi ekki um sjálf. Hallgrímur var óhemju ná- kvæmur, metnaðarfullur og dug- legur, vann alla tíð með námi og hafði gaman af því að stunda íþróttir svo sem hestamennsku, líkamsrækt, skíði og golf. Hall- grímur unni náttúru Íslands og þótti mér mjög vænt um að fá myndbrot úr Vatnsdal frá honum þar sem hann hafði verið á ferð um dalinn. Hann var mikill dýravinur og í minningunni voru það hestarnir Stjarni, Fákur og Glói ásamt hundinum Sámi frá Hvammi í Vatnsdal sem voru honum dýr- mætir vinir. Við Hallgrímur áttum það sameiginlegt að vera með óbil- andi bíladellu og lagði hann mik- inn metnað í að hafa bíla sína allt- af í toppstandi og kunni ég vel að meta það. Það er svo sárt að hugsa til þess að maður sem er í blóma lífs- ins fái ekki tækifæri til að lifa lengur. Ég sendi mínar innileg- ustu samúðarkveðjur til foreldra, systkina og allra aðstandenda Hallgríms Þormarssonar. Guð blessi minningu um góðan dreng og megi hún lifa að eilífu. Sigurlaug Ýr Gísladóttir. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á örskammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Þótt sólin nú skíni á grænni grundu, er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varst þú kölluð á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo gestrisin, einlæg og hlý. En örlög þín ráðin - mig setur hljóða, við hittumst ei framar á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Sigríður Hörn Lárusdóttir) Þín frænka Margrét og Gunnar. Það er napurt til þess að hugsa að Hallgrímur frændi minn sé fallinn frá. Í bernsku var hann einn af hornsteinum minnar til- veru en jafnframt keppinautur sem örðugt var að hafa undir. Enda voru, að mínu viti, líklega hans helstu persónueinkenni metnaður og keppnisskap. Hann byrjaði snemma að stunda knatt- spyrnu, og af reynslu bæði og af- spurn var víst að á því sviði hafði hann góða hæfileika. Það sama gilti um aðrar menntir þar sem líkamlegrar hreysti þurfti við. Á viðskiptasviðinu var Hall- grímur harðdrægur frá barn- æsku, seldi meðal annars blöð og afgreiddi í kjörbúð af miklum dugnaði. Snemma fóru sögur af digrum sjóði á sparireikningi hans, gott ef hann sjálfur var þar ekki helst til frásagnar. Enda var hann, í minn- ingunni, fljótlega eftir bílpróf kominn á kraftmikinn kagga, greiddan úr eigin vasa. Fékk ég nýfermdur að sitja í þar sem leið lá úr Vatnsdal út á Blönduós. Það er eitt fárra skipta þar sem ég hefði óskað mér að heldur bæri meira á hinni alræmdu árvekni löggæslu umdæmisins. Eftirtektarverð var gæska Hallgríms gagnvart þeim sem honum voru minni máttar eða stóðu höllum fæti. Barngóður var hann, sér í lagi, svo ég sá til, systkinum sínum móður sinnar megin sem hann eignaðist nokkuð stálpaður. Gamla fólkið nálgaðist hann af nærgætni og einstakt samband átti hann við nafna sinn, Hallgrím afa okkar. Ferfætling- um af flestu tagi held ég að hann hafi unnað, sér í lagi hestum. Frændi minn vildi vera fremst- ur meðal jafningja í því sem hann tók sér fyrir hendur, eins og al- gengt er um Vatnsdælinga, en svo virðist sem sú tilhneiging hans hafi fundið sinn farveg í veit- ingageiranum og orkan sem í honum bjó fengið þar útrás. Undi hann vel við sitt í síðasta starfi þar sem í nágrenni vinnu- staðarins á Hótel Búðum var óhamin náttúra sem hann festi gjarnan á filmu af næmni. Með hryggð í hjarta kveð ég öflugan ungan mann og góðan dreng sem langt í frá fékk notið þeirra krafta til fulls sem í honum bjuggu. Aðstandendum vottum við fjölskyldan á Blómvöllum okkar dýpstu samúð og megi allar góðar vættir veita þeim styrk. Bjarni Gíslason. Það eru ákveðin augnablik í líf- inu sem fylgja manni það sem eft- ir er, eitt slíkt var þegar ég fékk símtalið um að þú Hallgrímur værir ekki lengur með okkur. Nú sit ég að skrifa minningargrein um þig Halli sem er algjörlega óraunverulegt, sorglegt, ótíma- bært og ósanngjarnt. Til að lýsa þér þá hugsa ég um þig sem gamlan vin með keppn- isskap sem leið best utandyra á hestbaki að skoða nýja staði og hitta nýtt fólk. Við gengum menntaveginn saman, hittumst fyrst í Haga- skóla, fórum síðan saman í Versló og loks í Háskóla Íslands. Á þessu ferðalagi okkar saman var margt skemmtilegt gert, brallað og skipulagt í kjallaranum á Hring- Hallgrímur Þormarsson Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Emilía Jónsdóttir, félagsráðgjafi Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.