Morgunblaðið - 07.11.2019, Page 57

Morgunblaðið - 07.11.2019, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019 57 Allar nánari upplýsingar veitir Lind hjá FAST Ráðningum í síma 552-1606 eða lind@fastradningar.is Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um störfin á www.fastradningar.is Umsóknarfrestur er til og með 17. nóvember nk. Orkubú Vestfjarða óskar eftir að ráða metnaðarfulla og ábyrga starfsmenn í spennandi framtíðarstörf á veitusviði. Í boði er áhugavert starfsumhverfi með krefjandi og fjölbreyttum verkefnum. Orkubúið sinnir alhliða orkuvinnslu á Vestfjörðum ásamt dreifingu orkunnar til kaupenda hennar. Starfsmenn eru um 70 talsins og er hópurinn samheldinn og metnaður mikill. Ef þú vilt starfa hjá traustu og framsýnu fyrirtæki og búa í návígi við ægifagra náttúru er þetta tækifærið þitt! Vélfræðingur eða vélvirki Norðanverðir Vestfirðir Starfsmaðurinn verður hluti af vinnuflokki veitusviðs Orkubús Vestfjarða með starfsstöð á Ísafirði. Starfsumhverfið er norðanverðir Vestfirðir. Starfssvið: • Daglegur rekstur hitaveitu og kyndistöðva • Viðhald og nýframkvæmdir í veitukerfi • Rekstur og viðhald díselvéla • Bakvaktir • Önnur tilfallandi verkefni á veitusviði Hæfniskröfur: • Sveinspróf í vélfræði eða vélvirkjun • Sjálfstæði í vinnubrögðum • Reynsla af sambærilegu starfi kostur • Almenn tölvufærni Rafvirki eða rafveituvirki Sunnanverðir Vestfirðir Starfsmaðurinn verður hluti af vinnuflokki veitusviðs Orkubús Vestfjarða með starfsstöð á Patreksfirði. Starfsumhverfið er sunnanverðir Vestfirðir. Starfssvið: • Daglegur rekstur flutnings- og dreifikerfis • Nýframkvæmdir • Viðhald á há- og lágspennubúnaði • Reglubundið eftirlit í veitukerfi • Bakvaktir • Önnur tilfallandi verkefni á veitusviði Hæfniskröfur: • Sveinspróf í rafvirkjun eða rafveituvirkjun • Sjálfstæði í vinnubrögðum • Reynsla af sambærilegu starfi kostur • Almenn tölvufærni Lind Einarsdóttir Orkubúið vill fjölga konum í störfum hjá fyrirtækinu. Konur sem og karlar eru því hvött til að sækja um þessi störf. Ekki hika við að hafa samband og við tökum alltaf vel á móti þér. ÁHUGAVERÐ STÖRF HJÁ ORKUBÚI VESTFJARÐA Sérfræðingar í ráðningum lind@fastradningar.is mjoll@fastradningar.is FAST Ráðningar www.fastradningar.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.