Morgunblaðið - 07.11.2019, Page 76
76 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019
Herdísarvíkur-Surtla
Árið 1933 voru fluttar hingað til
lands frá Þýskalandi 20 kindur af
svonefndu karakúlkyni. Ætlunin var
að kynbæta íslenska fjárstofninn til
að fá betri gærur
en unglömb kara-
kúlfjár kváðu
gefa mjög verð-
mæt skinn. Þessi
innflutningur
reyndist hið
mesta óhappa-
verk því í stað
þess að efla
skinnaiðnað bar
karakúlféð með sér bæði mæðiveiki,
garnaveiki, visnu og kýlapest sem
ollu gríðarlegu tjóni í sauðfjárrækt
hérlendis.
[…]
Næstu áratugina snerist sauð-
fjárrækt á Íslandi að miklu leyti um
að reyna að vinna bug á þeim skæðu
pestum sem karakúlféð hafði borið
til landsins. Haustið 1951 var ákveð-
ið að skera niður allt fé á svæðinu frá
Ytri-Rangá að Hvalfirði og skyldi
það vera fjárlaust í eitt ár. Á þessum
tíma voru tæplega 60 þúsund fjár á
þessu svæði en heildarfjöldi sauðfjár
í landinu öllu var þá um 415 þúsund.
Miklu þótti skipta að engin sauð-
skepna yrði eftir við smalamennsku
þá um haustið.
Þegar hér var komið sögu hélt
Hlín Johnson um 300 kindur í Her-
dísarvík sem gengu þar sjálfala allt
árið. Erfitt reyndist að smala Her-
dísarvíkurfénu haustið 1951 því það
var vant útigöngu og vantaði all-
margar kindur eftir fyrstu smölun.
Síðla hausts var gerður út leiðangur
til að ná fénu sem eftir var og gekk
það nokkuð greiðlega. Allt féð náðist
nema ein svört ær og lambið hennar.
[…]
Sumarið 1952 var allt gert til að
ná Surtlu, lifandi eða dauðri, enda
styttist nú óðum í að nýtt fé frá
ósýktum landshlutum yrði flutt á
svæðið. Gekk það svo langt að fengin
var meistaraskytta frá varnarliðinu
á Keflavíkurflugvelli til að reyna að
skjóta ána. Lá skotmaðurinn við í
tjaldi í fjalllendinu ofan við Herdís-
arvík og beið færis, en allt kom fyrir
ekki. Sagan segir að hann hafi ekki
hleypt af einu einasta skoti í hálfan
mánuð því aldrei komst hann í færi
við hina ljónstyggu og fótfráu
Surtlu. Að hálfum mánuði liðnum á
hann að hafa skotið á vörðu, svona til
þess að sjá hvort vopnin virkuðu
ekki, en í sömu mund skaust Surtla
fram undan vörðunni og var óðara
horfin sjónum. Þá gafst bandaríski
byssumaðurinn upp og frábað sér
frekari viðskipti við íslenskt sauðfé.
Þegar á leið sumarið varð æ
brýnna að ná Surtlu. Hún var nú
orðin landsfræg og frásagnir af
þessum æsilega eltingarleik höfðu
birst í blöðunum. Í framhaldi af því
komu fram æ fleiri raddir sem vildu
þyrma þessari harðfengu og úr-
ræðagóðu kind. Hugmyndir voru
uppi um að hafa hana í einangrun í
Reykjavík þar sem hún yrði höfð til
sýnis eða geyma hana úti í einhverri
eynni í námunda við Reykjavík.
Rætt var um að varðveita þyrfti síð-
ustu leifarnar af gömlum sunn-
lenskum fjárstofni. Hjarta þjóð-
arsálarinnar sló með Surtlu og fólk
dáðist að styrk hennar og krafti.
Hjalti Gestsson sauðfjárrækt-
arráðunautur stýrði aðgerðum í
tengslum við fjárskiptin. Hann sagði
síðar í viðtali við Morgunblaðið að
mikil pressa hefði verið á að ná
Surtlu. Leitin var erfið því auðvelt
var fyrir svarta kind að dyljast í
svörtu hrauninu. Um mánaðamótin
ágúst-september gekk hún enn laus
og nú voru góð ráð dýr. Kindur frá
ósýktum svæðum Austanlands og af
Vestfjörðum áttu að koma inn á
svæðið 20. september. Til að herða
róðurinn og fá fleiri menn til leitar
gripu yfirvöld til þess ráðs að heita
2.000 krónum í verðlaun fyrir að
handsama ána og skipti þá engu
hvort hún væri lifandi eða dauð.
Þetta var töluvert fé, samsvaraði níu
lambsverðum. Herdísarvíkur-Surtla
var því ekki aðeins orðin frægasta
kind á Íslandi heldur líka sú dýrasta.
Fræknar flökkukindur
Haustið 1960 fór annar bræðr-
anna sem þá bjuggu í Næfurholti,
Ófeigur Ófeigsson, austur yfir Bjól-
fellið og varð þá á vegi hans ær með
tvö lítil lömb, hrút og gimbur, sem
greinilega voru sumrungar og
ómörkuð. Lömbin voru tekin heim
að bæ og sökum þess hve þau voru
lítil voru þau ekki höfð með ásetn-
ingslömbum en þess í stað fóðruð yf-
ir veturinn í litlu hlöðnu fjósi þar
sem þau nutu ylsins frá kúnum.
Hrúturinn var sýnu minni og fékk
hann nafnið Poki því að hann hafði
verið borinn heim í fjós í strigapoka.
Gimbrin gekk undir nafninu Mosa
eins og móðir hennar sem jafnan
hélt sig á mjúkum mosaþembunum í
námunda við fjárhúsin fyrir austan
Bjólfell.
Lömbin undu hag sínum vel í fjós-
inu um veturinn en frekar þóttu
Poki og Mosa pasturslítil þótt þau
hefðu fóðrast allvel í fjósinu. Hrút-
urinn var geltur áður en honum var
sleppt og um vorið hurfu lömbin
fljótlega frá bæ og sáust ekkert um
sumarið. Ekkert spurðist til þeirra
um haustið. Menn töldu að þau
hefðu haldið inn á afrétt en sökum
þess hve þau voru lítil og að þau
komu ekki fram í smalamennskum
haustið 1961 var talið ólíklegt að þau
væru á lífi. Ekki skiluðu þau sér
heldur árið eftir og þótti þá einsýnt
að þessi smálömb hefðu drepist
sumarið sem þeim var sleppt.
Haustið 1963 gerðist þó undur mik-
ið; Poki og Mosa fundust inn undir
Hrauneyjum á Landmannaafrétti.
Þau voru þá í þremur reyfum en
samt nokkuð vel fram gengin eftir
tveggja vetra útigang. Poki var orð-
inn fótafúinn og var því ekki settur á
en Mosa varð hins vegar gömul og
átti eftir að eiga nokkur lömbin þótt
hún teldist seint vera neinn stólpa-
gripur.
Nærri lætur að vegalengdin frá
Næfurholti og upp í Hrauneyjar sé
50 kílómetrar. Ekki er yfir erfiðar ár
að fara, en systkinin Poki og Mosa
komust alla leið að Þjórsá sem
myndar nokkuð trausta
sauðfjárveikivarnarlínu milli Árnes-
og Rangárvallarsýslu. Þessa leið var
nokkuð af fénu frá Næfurholti vant
að fara ár hvert en það hlýtur að
teljast nokkurt afrek hjá tveimur
gemlingum sem aldrei höfðu komið á
afrétt að geta bjargað sér tvo vetur í
svo óblíðu og framandi umhverfi. En
kindur geta verið býsna knáar þótt
þær séu smáar, og það sýnir vel
hversu harðger íslenska sauðkindin
er að þessir tveir litlu gemsar skyldu
geta boðið íslenskum öræfavetri
byrginn og þraukað af uppi á reg-
infjöllum tvo vetur.
Herdísarvíkur-
Surtla og
fræknar
flökkukindur
Ljósmynd/Geir Ófeigsson í Næfurholti
Flökkukindur Hrúturinn Poki og gimbrin Mosa gengu úti tvo vetur á Landmannaafrétti.
Í bókinni Kindasögur rekja Guðjón Ragnar Jón-
asson og Aðalsteinn Eyþórsson sögur af íslensk-
um kindum að fornu og nýju, afrekum þeirra,
uppátækjum og viðureignum við óblíða náttúru
og kappsfulla smala. Við kynnumst meðal annars
Herdísarvíkur-Surtlu, Eyvindarmúla-Flekku,
villifé í Tálkna, hrútnum Hösmaga í Drangey og
forystusauðnum Eitli.
Þrjú gríðarlega ólík sjón-arhorn á lífið og tilverunabirtast í Svínshöfði en þaumynda saman eina sterka
heild, fulla af trega og hryggð. Sjón-
arhorn gamals utangarðsmanns sem
kaupir sér kínverska konu á alnet-
inu, sjónarhorn ungrar óhamingju-
samrar konu sem glímir við andleg
veikindi og sjónarhorn kínversks
drengs sem fylgir móður sinni til ut-
angarðsmannsins. Sagan teygir sig
frá árum seinni heimsstyrjald-
arinnar til nú-
tímans.
Bókin kom mér
í opna skjöldu, í
raun meir og meir
með hverri síðu
sem ég svolgraði í
mig. Ekkert í
söguþræðinum
getur talist fyrir-
sjáanlegt og því væri fráleitt að gera
söguþræðinum betri skil hér og eyði-
leggja þar með fyrir framtíðarles-
endum.
Ég leyfi mér að fullyrða að það sé
ekkert í Svínshöfði sem gefur til
kynna að um fyrstu skáldsögu höf-
undar sé að ræða. Frásagnarstíllinn
er fullmótaður og ferst höfundi jafn
vel úr hendi að skrifa út frá sjón-
arhóli eldri manns með visinn fót og
sjónarhóli ungrar konu sem langar
að flýja fjölskyldu sína. Persónurnar
eiga það þó allar sameiginlegt að
hafa takmarkaðan skilning á ham-
ingjunni og tilheyra ekki samfélag-
inu sem þær búa í eða finnast þær
ekki tengjast því.
Lýsingar höfundar á þessu, sem
og öðru, hitta fullkomlega í mark.
„Hann skar sig alla tíð úr, eins og flís
sem sýkir holdið í kringum sig,“ seg-
ir til að mynda á síðu 21 í bókinni en
þar er veruleika utangarðsmannsins
lýst.
Listin að sýna í stað þess að segja
er áberandi í Svínshöfði og hefur höf-
undur gott vald á þeim vand-
meðfarna leik. Til dæmis það hvernig
utangarðsmaðurinn kallar kínversku
konuna og strákinn hennar gjarnan
„þetta fólk“. Þannig birtist afstaða
hans til fólks af asískum uppruna án
þess að það sé beinlínis sagt við les-
endur að í manninum blundi rasismi.
Bókin er einhvern veginn nóg.
Hún skilur lesandann eftir örlítið
hryggan en sáttan. Hann þarf ekki
að vita meira en hefði ekki mátt vita
minna. Morgunblaðið/Eggert
Skáldsaga
Svínshöfuð bbbbb
Eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur.
Benedikt bókaútgáfa, 2019.
innbundin, 236 bls.
RAGNHILDUR
ÞRASTARDÓTTIR
BÆKUR
Sátt Að sögn rýnis
birtast í Svínshöfði eft-
ir Bergþóru Snæ-
björnsdóttur þrjú gríð-
arlega ólík sjónarhorn
á lífið og tilveruna.
Ófyrirsjáanleg fullmótuð flétta