Morgunblaðið - 07.11.2019, Síða 80

Morgunblaðið - 07.11.2019, Síða 80
Kristín Lárusdóttir sellóleikari og Svanur Vilbergsson gítarleikari koma í dag kl. 12 fram á tónleikum í Fríkirkjunni sem eru hluti af tón- leikaröðinni Á ljúfum nótum í Frí- kirkjunni. Á efnisskránni eru sónata op. 14. nr. 5 í e-moll eftir Antonio Vivaldi, Danza espanola op. 37 nr. 5 eftir Enrique Granados og Médita- tion úr Thais eftir Jules Massenet. Selló og gítar í Fríkirkj- unni í hádeginu í dag FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 311. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. „Ég er ekki í neinni óskastöðu akk- úrat núna. Hingað kom nýr þjálfari, Stéphane Jobard, með nýjar áherslur. Hefur hann fengið marga menn til félagsins og notar þá menn sem keyptir voru,“ segir Rún- ar Alex Rúnarsson við Morgun- blaðið, en hann hefur mátt sætta sig við að verma varamannabekk- inn hjá franska liðinu Dijon. »69 Ég er ekki í neinni óskastöðu ÍÞRÓTTIR MENNING Katthóll eftir Guðmund Steinsson verður leiklesið í Þjóð- leikhúskjall- aranum í kvöld kl. 19.30 og er um frumflutning verksins að ræða. Leikritið gerist í íslensk- um nútíma þar sem ungum syni hjóna finnst foreldrarnir ekki sýna sér nægan áhuga og ástúð og smíð- ar sér af þeim sökum nýja foreldra í formi vélmenna. Leikstjóri er Stef- án Baldursson og meðal flytjenda Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Kristján Franklín Magnús. Lesturinn verður endurtekinn sunnudaginn 10. nóvember kl. 16. Frumflytja verk eftir Guðmund Steinsson miklu uppáhaldi hjá mér vegna þess hvað það var auðvelt. Í grunninn voru það pylsur og kartöflumús og svo prjónaði ég við það ýmislegt eins og síld og egg og jafnvel kaldar kótilettur í raspi. Áhöfnin kunni líka að meta þetta.“ Óskar segist hafa lært margt gagnlegt þetta sumar. Til sjós þekk- ist að læsa öllum matarhirslum. „Ég hætti að læsa öllu og sagði við mennina að þeir mættu borða það sem þeir vildu en það gerðu þeir bara einu sinni. Eitt sinn var lítið á borðum og yfir því var kvartað. Ég sagði sem var að því miður væri ekki hægt að borða ávextina og ann- að sem vantaði nema einu sinni og þeir væru búnir að því. Eftir það var aldrei laumast í kostinn í matar- búrinu.“ Uppskriftirnar bera það með sér að Ragnheiður leiddi Óskar í gegn- um matreiðsluna með móðurlegri umhyggju. „Mundu svo að krydda góði!“ segir margt. „Hún sýndi mér mikla þolinmæði og langlundargeð, því lærlingurinn kunni nákvæmlega ekki neitt, en segja má að þetta hafi verið upphaf og endir eldamennsku minnar,“ botnar Óskar. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Óskar Magnússon hefur sent frá sér tvær bækur að undanförnu. Á dög- unum kom út Apabókin, móðurleg matreiðslubók eftir hann, og á morgun klukkan 17 hefst útgáfuhóf á skemmti- og veitingastaðnum Catalínu í Hamraborg í Kópavogi vegna spennusögunnar Dýrbíta. Í Apabókinni eru fjórtán hand- skrifaðar mataruppskriftir eftir Ragnheiði Jónsdóttur, móður Ósk- ars, ásamt ýmsum viðbótum hans og seinni tíma skýringum. „Hún er aðalhöfundur en ég meðhöfundur og ritstjóri,“ segir Óskar. Ragnheiður varð níræð í október sl. og þar sem hún vildi ekkert fá af því tilefni ann- að en kærleik og ást sá hann sér leik á borði, dró upp gömlu kompuna og setti saman bók með uppskriftum, inngangi og eftirmála. „Bókin er matreiðslubók með stórkostlegum réttum en samt er hún í raun ekki einföld mat- reiðslubók heldur lýsir hún því hvernig maður kemur undir sig fót- unum, er lífslærdómur,“ segir Ósk- ar. „Þegar ég kom heim um haustið gat ég keypt hálfa hálfkláraða íbúð, nokkuð sem hver sem er gerir ekki á þessum aldri.“ Húmorinn leynir sér ekki Bókin er vel skrifuð, fyndin og handskrift mæðginanna til fyrir- myndar. Í eftirmála fylgir fiskverð og útreikningar Óskars á afla- hlutdeild áhafnarinnar. Í inngangi útskýrir hann tilurð uppskriftanna. Menntaskólapiltinn vantaði sumar- vinnu 1972 og var ráðinn sem kokk- ur á aflaskipið Sæborg RE 20 upp á einn og kvart. Vandamálið var að 18 ára pilturinn hafði aldrei eldað. Skipstjórinn hafði ekki áhyggjur af því. „Þú ferð heim til hennar móður þinnar, eldar tvisvar á dag, hádeg- ismat og kvöldmat. Eftir sjö daga verður þú búinn að læra fjórtán rétti. Það dugar.“ Réttirnir féllu í kramið, að sögn Óskars. „Hlandvolga borðið var í „Mundu svo að krydda góði!“  Móðurlegar ábendingar í Apabók Ragnheiðar og Óskars Rithöfundar Mæðginin Ragnheiður Jónsdóttir og Óskar Magnússon. ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 LÝKUR ÁMÁNUDAG Sófadögum 24. OKTÓBER - 11. NÓVEMBER KELL 30 jólakúlur i pk. Ø6 cm. 1.995 kr. Jólin eru komin ORTO 2JA SÆTA + LEGUBEKKUR grænt velúr áklæði. L292 x D164 cm. 239.900 kr. Nú 191.920 kr. 20-30% AF ÖLLUM SÓFUM, HÆGINDASTÓLUM & SVEFNSÓFUM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.