Morgunblaðið - 18.11.2019, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2019
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
595 1000
Tenerife
eða Kanarí
Flugsæti í janúar til
Flug frá kr.
59.900 Sæti báðar leiðirmeð tösku og handfarangri
Vaknaði við logandi hús
Hús sem kviknaði í á Akureyri í gærmorgun er gjörónýtt og var rifið með
vélarafli Að sögn nágranna var húsið að hluta til nýuppgert og málað í sumar
Ragnhildur Þrastardóttir
Guðrún Hálfdánardóttir
Birgir Skjóldal, íbúi á Norðurgötu 1 á Akureyri,
vaknaði við ófagra sjón á sunnudagsmorgun
þegar húsið við hliðina á honum var alelda.
Þegar blaðamaður Morgunblaðsins náði tali
af Birgi í gær var vinnuvél mætt á staðinn til að
rífa húsið. Það er gjörónýtt.
„Ég vaknaði við eldsvoðann rétt fyrir hálfsex í
morgun,“ sagði Birgir í gær.
Húsið sem kviknaði í stóð við Norðurgötu 3 en
í húsinu voru þrjár íbúðir. Íbúar tveggja þeirra
náðu að koma sér út en sá þriðji var ekki á
svæðinu þegar slökkviliðsmenn bar að garði.
Eldurinn kom upp um fimmleytið í fyrrinótt.
Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Akur-
eyri var mikill eldsmatur í húsinu, sem var
þriggja hæða timburhús.
„Það var frekar óþægilegt að vakna við
þetta,“ sagði Birgir.
„Eins og þú heyrir er verið að rífa húsið því
það er gjörónýtt.“
300 gráða hiti
Erfiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins en
allar vaktir slökkviliðsins á Akureyri voru kall-
aðar út og á þriðja tug slökkviliðsmanna tók
þátt í slökkvistarfinu.
Húsið var alelda um tíma og slökkviliðsmenn
komust ekki inn til þess að slökkva eldinn innan
frá. Þegar tveir slökkviliðsmenn reyndu að fara
inn í logandi húsið urðu þeir frá að hverfa.
„Þeir fóru inn í smástund en voru komnir inn í
300 gráða hita strax. Það var farið að hrynja úr
loftinu þannig að þeir hörfuðu út aftur,“ segir
Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri.
Talsverðan reyk lagði yfir hluta Oddeyrarinn-
ar, þar sem húsið stóð, og fólk var beðið að loka
hjá sér gluggum vegna þess.
Birgir býr við hlið hússins sem brann en segir
að reykurinn hafi ekki valdið sér óþægindum.
„Við erum sunnan við húsið og það var sunn-
anátt og lagði til norðurs svo reykurinn barst
ekki til okkar.
Fyrir okkur var það ágætt í sjálfu sér en fyrir
fólk hérna norðan við húsið var þetta verra.“
Málað í sumar og leit vel út
Þrátt fyrir að húsið hafi verið gamalt segir
Birgir að það hafi verið í góðu standi.
„Það var í ágætis ásigkomulagi, ein íbúðin var
nýuppgerð, hafði nýlega verið tekin í gegn frá A
til Ö og risið var mjög gott. Ég veit svo sem ekki
hvernig ástandið var í þriðju íbúðinni. Húsið var
nýmálað, málað í sumar, og leit bara mjög vel
út. Svo húsið var alls ekki illa til haft,“ segir
Birgir.
Þrír eigendur eru að húsinu og segir Birgir að
hingað til hafi þeir ekki verið viljugir að veita
fjölmiðlum viðtöl.
Eldsupptök eru enn ókunn en rannsókn er í
höndum rannsóknardeildar lögreglunnar.
Morgunblaðið/Margrét Þóra Þórsdóttir
Ónýtt Slökkviliðsmenn rífa eins mikið og þarf af húsinu eða þar til hættir að loga. Að öllum líkindum verður ekkert eftir nema grunnurinn, að sögn Ólafs.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Ég held að flest fyrirtæki á alþjóðavísu séu að spá í það
hvernig hægt er að gera umbúðir umhverfisvænni. Þetta
er stórt skref sem við erum að fara að stíga,“ segir Mál-
fríður Guðný Kolbeinsdóttir, sérfræðingur í umbóta-
stjórnun hjá Ölgerðinni.
Í byrjun næsta árs verða allar plastflöskur sem fyrir-
tækið selur framleiddar úr 50% endurunnu plasti. Fram til
þessa hafa allar plastflöskur sem neytendur á Íslandi
kaupa verið úr nýju plasti. Munar um minna því Ölgerðin
selur á hverju ári 20 milljón plastflöskur.
„Þetta þýðir að 50% af öllu hráefni sem notað verður í
okkar drykkjarvöruumbúðir eru endurnýttar plastflöskur
sem hafa verið þvegnar, brotnar niður og blandað saman,“
segir Málfríður.
Aðspurð segir hún að ef allir framleiðendur myndu
skipta yfir í 100% endurunnið plast væri ekki til nægilega
mikið hráefni. „Hér á Íslandi er mjög gott skilahlutfall á
plasti en erlendis er það ekki alls staðar jafn gott. Mark-
aðurinn þarf því í byrjun að stefna í 50 prósent,“ segir hún.
Ölgerðin framleiðir sem kunnugt er Pepsi og stórfyr-
irtækið PepsiCo hefur sett sér það markmið að fyrir 2025
muni allar flöskur vera úr 25% endurunnu plasti. Ljóst er
því að Ölgerðin stígur mun stærra skref í fyrstu atrennu.
Auk þess verða allar 0,5 lítra plastflöskur léttar um 1,5
grömm, sem minnkar plastnotkun enn frekar. Segir Mál-
fríður að frá árinu 2008 hafi allar plastflöskur fyrir-
tækisins verið léttar um fjögur grömm.
Ölgerðin fékk nýlega verkfræðistofuna Eflu til að gera
vistferilsgreiningu á umbúðum fyrirtækisins. Leiddi hún í
ljós mikinn ávinning af því að vera með framleiðslu hér á
landi. Eins sýnir greiningin að skiptin yfir í endurunnið
plast skila mun minna kolefnisspori en þær plastflöskur
sem notast er við í dag.
Skipta yfir í endurunnið plast
Ölgerðin tekur fyrst fyr-
irtækja í notkun plastflöskur
úr 50% endurunnu plasti
Sífellt minna kolefnisspor
Grömm CO2 ígilda
Glerfl aska PET fl aska Áldós 50% rPET
130
77
50
71
Mikill erill var hjá
lögreglunni á
höfuðborgar-
svæðinu á laug-
ardagskvöld og
aðfaranótt sunnu-
dags.
Um sjötíu mál
voru skráð hjá
lögreglu frá
klukkan sjö að
kvöldi til klukkan
fimm um nótt. Sjö gistu fangaklefa.
Meðal þess sem kom upp var að
maður var handtekinn með þýfi
nokkrum mínútum eftir að hann
braust inn í Gerðarsafn í Kópavogi.
Stúlka fannst í annarlegu ástandi í
Grafarholti og var henni komið í
hendur læknis.
Afskipti voru höfð af erlendum
manni í miðbæ Reykjavíkur en hann
var að áreita fólk. Á honum fundust
fíkniefni og var hann vistaður í fanga-
klefa.
Nokkrir voru stöðvaðir fyrir að aka
undir áhrifum áfengis eða vímuefna.
Í miðbænum var ökumaður stöðv-
aður vegna ölvunar en hann ók á móti
einstefnu. ragnhildur@mbl.is
Maður
braust inn í
Gerðarsafn
Um 70 mál voru
skráð hjá lögreglu
Erill Nóttin var
nokkuð annasöm.
Bókin Ekkert að fela – á slóð Sam-
herja í Afríku kemur út í dag en
hún er afrakstur margra mánaða
rannsóknarvinnu þeirra Helga Selj-
an, Aðalsteins Kjartanssonar og
Stefáns Aðalsteins Drengssonar um
starfsemi og viðskiptahætti Sam-
herja í Afríku, að því er segir í frétt
frá útgefanda, Vöku-Helgafelli.
Í bókinni er ítarlega gerð grein
fyrir því sem útgefandi kallar vafa-
söm vinnubrögð útgerðarfyrirtæk-
isins Samherja við Afríkustrendur
og niðurstöður úr Samherjaskjöl-
unum svokölluðu dregnar saman.
Afsala sér öllum greiðslum
Samkvæmt fréttatilkynningunni
afsala höfundar sér öllum
greiðslum vegna útgáfunnar og er
stefnt að því að höfundarlaun renni
til hjálparstofnunar eða mannúðar-
samtaka sem beita sér í Afríku.
rosa@mbl.is
Gefa út bók
um Sam-
herjamálið