Morgunblaðið - 18.11.2019, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2019
Stefna borgaryfirvalda í skipu-lags- og húsnæðismálum hefur
í megindráttum verið sú að auka
við byggingar á dýrum svæðum en
draga úr byggingum annars staðar.
Þetta stafar af því
að núverandi
borgaryfirvöld telja
að megintilgangur
starfa þeirra sé að
þétta byggð og þá
verði annað að
víkja. Óhjákvæmi-
leg afleiðing þess-
arar einstrengings-
legu stefnu hefur verið ört
hækkandi íbúðaverð og offramboð
af dýrum íbúðum í miðbænum og
nágrenni en skortur á hagstæðum
íbúðum austar í borginni.
Þetta hefur valdið mörgum erfið-leikum við að finna húsnæði
sem hæfir kaupgetunni, en þeir
geta tekið gleði sína á ný því að
borgarstjóri er búinn að finna
lausnina á þessum heimatilbúna
vanda.
Í samtali við Morgunblaðið umhelgina lýsti hann þeirri skoðun
sinni að bankarnir ættu að breyta
greiðslumati sínu til að gera fólki
kleift að kaupa dýru íbúðirnar sem
hann hefur lagt ofuráherslu á að
séu byggðar í borginni.
Borgarstjóri segir að með því aðkaupa vel staðsettar íbúðir
geti fólk sparað eldsneytiskaup og
önnur útgjöld vegna bifreiðar og
ætti þannig að geta keypt dýrara
húsnæði, bara ef að bankarnir
hækkuðu greiðslumatið og lánin.
Þetta hlýtur að vera notaleg til-hugsun fyrir unga fólkið sem
er að spara fyrir fyrstu íbúð. Verði
Degi að ósk sinni getur það sleppt
bílnum og borgað í staðinn meira til
bankanna. Þetta er alger drauma-
tillaga.
Dagur B.
Eggertsson
Bílverðið
til bankanna
STAKSTEINAR
Ályktun um alþjóðlegan jafnlaunadag var sam-
þykkt einróma í mannréttindanefnd allsherjar-
þings Sameinuðu þjóðanna (Sþ) í New York á
föstudaginn var.
Ísland hafði forystu um gerð ályktunarinnar en
auk þess stóðu sjö ríki að henni, Ástralía, Kanada,
Nýja-Sjáland, Panama, Suður-Afríka, Sviss og
Þýskaland. Um hundrað ríki til viðbótar voru með-
flytjendur að ályktuninni. Um er að ræða nýja
ályktun, en öll ríkin sem stóðu að ályktuninni eru
einnig hluti af alþjóðlegum samtökum ríkja um að
tryggja jöfn laun.
Upphaf ályktunarinnar má rekja til mannrétt-
indaráðs Sþ í Genf, sem fyrir tilstilli Íslands og
fleiri ríkja samþykkti í júlí sl. einróma ályktun um
jöfn laun til handa konum og körlum. „Íslensk
stjórnvöld hafa beitt sér fyrir jafnlaunastefnu á al-
þjóðavettvangi í samræmi við áherslur ríkisstjórn-
arinnar. Það er stór áfangi að aðildarríki Samein-
uðu þjóðanna ákveði að vekja athygli á mikilvægi
launajafnréttis með þessum hætti,“ er haft eftir
Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í frétt
utanríkisráðuneytisins. gudni@mbl.is
Alþjóðlegur jafnlaunadagur
Ályktun að frumkvæði
Íslands var samþykkt
Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið
Mannréttindanefnd Helen Inga Von Ernst
sendiráðsritari (t.v.), fulltrúi Íslands í nefndinni.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is
alnabaer.is
Úrval af gluggatjaldaefnum, þykk, þunn,
blúndur, kappar og allt þar á milli.
Við erum sérhæfð í gluggatjöldum
GLUGGATJÖLD
Botnplatan í grunni nýja Lands-
bankans við Austurbakka 2, við hlið
Hörpu, var steypt á laugardaginn
var.
Steypuvinnan hófst aðfaranótt
laugardagsins og var stöðugur
straumur steypubíla fram á kvöld. Í
botnplötuna fóru um 1.500 rúmmetr-
ar af steypu og voru notaðir 50
steypubílar frá BM Vallá sem fóru
um 190 ferðir með steypu í miðborg-
ina.
ÞG verk annaðist framkvæmdina
og fékk verktakinn heimild Reykja-
víkurborgar til að loka hægri akrein
Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Þá var mynduð tvístefna á um 100
metra kafla við gatnamót Kalkofns-
vegar og Geirsgötu.
Nýjar höfuðstöðvar Landsbank-
ans eru sérhannaðar fyrir þarfir
bankans. Bankinn hefur verið með
starfsemi sína á mörgum stöðum í
miðborginni, að stórum hluta í leigu-
húsnæði. Starfsemin verður sam-
einuð á um 10.000 fermetrum í nýja
húsinu en það er um 60% af flatar-
máli hússins. gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Hari
Nýr Landsbanki Botnplatan var steypt á laugardaginn var.
Stöðugur straumur
af steypubílum