Morgunblaðið - 18.11.2019, Síða 10

Morgunblaðið - 18.11.2019, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2019 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Samband ríkis og kirkju hefur tekið miklum breytingum á liðinni öld og áratugum og sú þróun mun áreiðan- lega halda áfram,“ segir sr. Ninna Sif Svavarsdóttir, formaður Presta- félags Íslands. Þar vísar hún til sjón- armiða Áslaugar Örnu Sigurbjörns- dóttur dómsmálaráðherra um að fullur aðskilnaður ríkis og kirkju sé óhjákvæmilegur. Kirkjan geti vel sinnt öllum verkefnum sínum, svo sem sáluhjálp og félagslegri þjón- ustu, án samfylgdar við ríkið. Að kirkjan sé sjálfstæð og óháð ríkis- valdinu samrýmist sömuleiðis betur sjónarmiðum um trú- og skoðana- frelsi. Æ fleiri telji sömuleiðis að ekki sé hlutverk ríksins að fjár- magna starfsemi trúfélaga. Tengslin eru flókin Sr. Ninna Sif segir mál þetta ekki hafa verið rætt formlega á vettvangi Prestafélags Íslands, en félagsmenn ræði auðvitað málin og hafi ýmsar og sterkar skoðanir á málinu. „Við eru einmitt nú um þessar mundir að fara í gegnum breytingar, samanber nýlegt samkomulag ríkis og þjóðkirkjunnar um fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju sem felur í sér að framvegis mun kirkjan sjálf til dæmis greiða laun presta en ekki ríkið, sem mun þó áfram innheimta sóknargjöldin samkvæmt gildandi samkomulagi,“ segir sr. Ninna Sif og minnir í því sambandi á að tengsl milli kirkjunnar og ríkisvaldsins liggi víða. Fullur aðskilnaður verði því afar flókinn og vandasamur og málið kalli á ítarlega umræðu. Tilhneiging í tíðarandanum „Eigi að skilja tengslin að fullu verður vilji þjóðarinnar að ráða,“ segir formaður Prestafélags Íslands. Hún minnir þar á að haustið 2012 var efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Þar voru bornar upp nokkar spurningar um afmörkuð efni og ein var sú hvort fólk vildi að í nýrri stjórnarskrá yrði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi og voru 57,1% sem neyttu atkvæðisréttar síns þar því fylgjandi. „Sú tilhneiging liggur í tíðarand- anum núna að fólk vill standa utan formlegra samtaka og þar er þjóð- kirkjan, stærstu og fjölmennustu fé- lagasamtök landsins, engin undan- tekning. Hins vegar sinnum við prestar þjóðkirkjunnar öllum, alveg sama í hvaða trúfélagi fólk er, til dæmis þegar dauðsföll eða voveifleg- ir atburðir verða. Í þessu felast líka þau sterku tengsl sem eru milli kirkjunnar og ríkisins og þjóðarinn- ar sem ég nefndi hér að framan, það er almannaþjónusta.“ Skref í rétta átt Sr. Skúli Sigurður Ólafsson, sókn- arprestur í Neskirkju í Reykjavík, segir aðskilnað ríkis og kirkju lang- tímaverkefni. Hápunkturinn í því ferli hafi verið árið 1997 þegar ný þjóðkirkjulög voru samþykkt og samningur ríkis og kirkju sem tveggja sjálfstæðra aðila var gert. „Ég tel að aðskilnaðurinn sem dómsmálaráðherra hefur kynnt sé skref í rétta átt. Nú hefur verið stig- ið stærra skref í þessa átt. Með því hefur ríkisvaldið afsalað sér beinum afskiptum af málefnum kirkjunnar. Þegar kirkjujarðir voru afhentar ríkisvaldinu í byrjun 20. aldar áttu sér stað mestu eignaskipti í Íslands- sögunni. Fjórðungur alls jarðnæðis í landinu fór yfir til ríkisins. Eftir stendur að ríkið greiðir kirkjunni fyrir þau verðmæti. Nú taka við tímar þar sem sjálfstæði kirkjunnar er raungert og kirkjunnar fólk ætti að fagna þeim áfanga. Varðandi laun presta þá semur þjóðkirkjan fram- vegis við presta á grundvelli kjara sem BHM hefur samþykkt. Prestar eru ekki lengur embættismenn eða skipaðir og nú gildir ráðningarsam- band milli þeirra og kirkjunnar,“ segir sr. Skúli Sigurður. Vilji þjóðarinnar verður að ráða  Aðskilnaður ríkis og kirkju ræddur Ninna Sif Svavarsdóttir Skúli Sigurður Ólafsson Morgunblaðið/Sigurður Bogi Trú Hjarðarholtskirkja er falleg og setur sterkan svip á umhverfi sitt. Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2 Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta. Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð. • Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur • Frí heimsendingarþjónusta Guðni Einarsson gudni@mbl.is Staða útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins er laus til umsóknar og er umsókn- arfrestur til og með 2. desember. Embættið hefur lengi þótt virðulegt og útvarpsstjóri verið áhrifamikill og áberandi í þjóðlífinu. Í auglýs- ingu segir að útvarpsstjóri hafi það hlutverk að framfylgja stefnu Ríkis- útvarpsins og gæta hagsmuna þess í hvívetna. Í 89 ára sögu Ríkisútvarpsins hafa einungis sjö einstaklingar ver- ið skipaðir eða ráðnir sem útvarps- stjórar, þar af einn tvívegis. Tveir til viðbótar voru settir útvarps- stjórar tímabundið. Allt voru þetta karlar. Magnús Geir Þórðarson lét af starfi útvarpsstjóra föstudaginn 15. nóvember. Stjórn Ríkisútvarps- ins ohf. ákvað að ráða Margréti Magnúsdóttur, skrifstofustjóra RÚV, sem starfandi útvarpsstjóra þar til nýr verður ráðinn. Með reynslu af blaðamennsku Ríkisútvarpið hóf útsendingar 20. desember 1930. Fyrsti útvarpsstjóri var Jónas Þorbergsson, kennari og ritstjóri, sem einnig var alþingis- maður Framsóknarflokksins 1931- 1933. Sent var út á einni útvarpsrás í nokkrar klukkustundir á hverju kvöldi. Jónas gegndi embætti út- varpsstjóra til ársins 1953. Sigurður Þórðarson var settur útvarpsstjóri á árunum 1950 til 1952. Vilhjálmur Þ. Gíslason tók við sem útvarpsstjóri árið 1953 og gegndi embættinu til ársins 1967. Hann nam norræn fræði og starfað sem fréttamaður og dagskrár- gerðarmaður í útvarpinu við upphaf þess. Einnig var hann lengi skóla- stjóri Verzlunarskóla Íslands áður en hann varð útvarpsstjóri. Vil- hjálmur var útvarpsstjóri þegar Ríkissjónvarpið hóf útsendingar hinn 30. september 1966 og flutti sjónvarpsávarp af því tilefni. Andrés Björnsson, íslenskufræð- ingur, háskólakennari, þýðandi, rit- höfundur og ljóðskáld, tók við sem útvarpsstjóri árið 1968. Hann hafði starfað í breska upplýsingaráðinu áður en hann hóf störf á Ríkis- útvarpinu 1944. Andrés sótti nám- skeið í útvarps- og sjónvarps- fræðum við Bostonháskóla árið 1956. Hann var skrifstofustjóri út- varpsráðs um tíma og skipaður dag- skrárstjóri Ríkisútvarpsins 1958- 1967. Andrés lét af embætti árið 1984. Markús Örn Antonsson gegndi embætti útvarpsstjóra tvívegis, fyrst árin 1985 til 1991 og síðar 1998 til 2005. Hann hafði starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu, dagskrárgerðarmaður hjá Ríkis- útvarpinu og var í hópi fyrstu fréttamanna Sjónvarpsins. Einnig var hann borgarfulltrúi í Reykjavík og forseti borgarstjórnar áður en hann tók við embættinu. Eftir að hann lét af embætti í fyrra sinnið varð hann borgarstjóri Reykjavík- ur. Eftir að hann lét af embætti út- varpstjóra í seinna skiptið varð hann sendiherra Íslands í Kanada og forstöðumaður Þjóðmenningar- húss. Séra Heimir Steinsson, prestur, skólastjóri og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, var útvarpsstjóri á ár- unum 1991 til 1996. Pétur Guðfinns- son var settur út- varpsstjóri 1996 til 1997 að Mark- ús Örn tók aftur við embættinu. Páll Magnús- son, nú alþing- ismaður, var út- varpsstjóri frá árinu 2005 til 2013. Hann átti að baki langa reynslu úr fjölmiðlum. Páll var m.a. fréttastjóri á Tímanum, fréttamað- ur hjá RÚV sjónvarpi og aðstoðar- fréttastjóri þar. Þá var hann frétta- stjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar og framkvæmdastjóri hjá Stöð 2. Einn- ig var hann forstjóri Íslenska út- varpsfélagsins og sjónvarpsstjóri Sýnar. Í útvarpsstjóratíð Páls var Ríkisútvarpinu breytt í opinbert hlutafélag (ohf.) árið 2007. Magnús Geir Þórðarson var ráð- inn útvarpsstjóri 2014 og hefur nú látið af því starfi. Hann lauk meist- aranámi í leikhúsfræðum og MBA- námi. Magnús var leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar og síðar Borgarleikhússins þar til hann tók við starfi útvarpsstjóra. Hann hefur verið skipaður þjóðleikhússtjóri frá næstu áramótum. Útvarpsstjórar sátu oft lengi í embætti  Níu skipaðir, settir eða ráðnir útvarpsstjórar á 89 árum Magnús Geir Þórðarson Jónas Þorbergsson Heimir Steinsson Páll Magnússon Markús Örn Antonsson Vilhjálmur Þ. Gíslason Andrés Björnsson Morgunblaðið/Eggert Ríkisútvarpið Stofnunin og síðar opinbera hlutafélagið á sér 89 ára sögu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.