Morgunblaðið - 18.11.2019, Qupperneq 12
FRÉTTASKÝRING
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Ríkisolíufyrirtæki Sádi-Arabíu,
Saudi Aramco, tilkynnti á sunnudag
að það muni setja 1,5% af félaginu á
markað, samtals um þrjá milljarða
hlutabréfa, og er óskað eftir til-
boðum á bilinu 30 til 32 ríöl á hlut.
Jafngildir það því að olíurisinn sé
1.600 til 1.700 milljarða dala virði.
Er þetta nokkru lægra verð en
stjórnvöld höfðu áður vonast til að
fá og hafði krónprinsnn Mohammed
bin Salman, sem annast daglega
stjórn landsins, greint frá að hann
teldi 2.000 milljarða dala sanngjarnt
verð fyrir stærsta olíufyrirtæki
heims.
Undanfarnar vikur og mánuði
hafa bæði innlendir og erlendir
markaðsgreinendur verið nokkuð
einróma um að 2.000 milljarðar dala
væri of hátt mat. Þá hefur ekki
hjálpað að órói hefur verið í þessum
heimshluta og er þess skemmst að
minnast þegar gerð var drónaárás á
aðalolíuhreinsunarstöð Aramco í
september. Eins varð morðið á
blaðamanninum Jamal Khashoggi, í
sendiráði Sádi-Arabíu í Istanbúl
fyrir rösku ári, ekki til þess að auka
velvild erlendra fjárfesta. Þá hafa
sumir fjárfestar áhyggjur af að
stjórnvöld hafi of mikil afskipti af
stefnu og rekstri olíufélagsins.
Vill fjölbreyttara hagkerfi
Miðað við núverandi viðmiðunar-
verð Aramco gæti hlutafjárutboðið
orðið það stærsta í sögunni og aflað
félaginu jafnvirði 25,6 milljarða
dala, að því er Reuters greinir frá.
Fyrra met var slegið af Alibaba
þegar kínverski netverslunarrisinn
nam land á bandarískum hluta-
bréfamarkaði og seldi hluti fyrir 25
milljarða dala.
Með því að setja ríkisolíufélagið á
markað vilja stjórnvöld afla fjár
sem nota á til að byggja upp aðra
geira atvinnulífsins, skapa ný störf
og gera hagkerfi landsins minna
háð útflutningi á olíu. Vildi krón-
prinsinn upphaflega selja 5% hlut
og hafði vonast til að afla þannig
allt að 100 milljarða dala til að verja
til ýmissa verkefna. Gangi hluta-
fjárútboð Aramco vel má vænta
þess að meira af eignum ríkisins
fari á markað í framhaldinu.
Ekkert fyrirtæki í heiminum er
rekið með meiri hagnaði en Saudi
Aramco og greiddi félagið út 75
milljarða dala í arð á síðasta ári. Er
það fimmfalt hærri upphæð en
Apple greiddi sínum hluthöfum á
sama tímabili, en bandaríska tækni-
fyrirtækið er það verðmætasta í
S&P 500-vísitölunni.
Verður borið uppi af
innlendum kaupendum
Að sögn FT má greina verulegan
mun á áhuga innlendra og erlendra
fjárfesta á olíufélaginu og horfur á
að Aramco muni ekki leggja sig
mikið fram við að laða að erlent
fjármagn en þess í stað reiða sig að
stærstum hluta á innlenda fjárfesta
og sjóði. Hafa erlendir sérfræðingar
enda verðmetið Aramco á 1.200 til
1.500 milljarða dala, sem er vel und-
ir væntingum félagsins. Á undan-
förnum vikum hafa fulltrúar olíu-
risans m.a. heimsótt Rússland og
Kína til að glæða áhuga fjárfesta
þar sem gætu viljað styrkja tengsl-
in við Sádi-Arabíu með því að eign-
ast skerf í Aramco.
Búið er að taka frá 0,5% hlut fyr-
ir sádiarabíska fjárfesta og greinir
FT frá að þrýst sé á fjársterkar
fjölskyldur og sjóði um að gera gott
tilboð í hlutafjárútboðinu. Þá eru
sádiarabískir bankar mjög fúsir að
lána þeim sem vilja eignast hlut í
Aramco. Endanlegt útboðsverð
mun liggja fyrir hinn 5. desember.
Sjötti hver vill kaupa hlut
Almenningur í Sádi-Arabíu virð-
ist mjög áhugasamur um hlutafjár-
útboðið og hefur krónprinsinn talað
um það sem tækifæri fyrir hinn al-
menna borgara að eignast hlut í
þessu „krúnudjásni“ þjóðarinnar.
Hafa bankar í landinu þurft að
lengja hjá sér afgreiðslutímann til
að anna fyrirspurnum frá viðskipta-
vinum sem vilja taka þátt í útboð-
inu. Almennum kaupendum stendur
til boða að fá útgefið eitt auka-
hlutabréf fyrir hver tíu sem þeir
eiga að því gefnu að þeir selji ekki
hluti sína á fyrstu 180 dögunum frá
útboðinu. Sádiarabískir fjölmiðlar
telja að um fimm milljón manns
hyggist freista þess að eignast hlut
í Aramco, en samtals eru íbúar
landsins tæpar 33 milljónir talsins.
Saudi Aramco setur mark-
ið á 1.700 milljarða dala
Almenningur í Sádi-Arabíu hefur mikinn áhuga og bankar eru fúsir að lána
AFP
Von Krónprinsinn Mohammed bin Salman vill renna fleiri stoðum undir atvinnulíf landsins. Gangi hlutafjárútboð
Aramco vel má vænta þess að fleiri félög í ríkiseigu fylgi í kjölfarið. Tekjurnar á að nota til að styrkja aðra geira.
Undirstaðan
» Olía fannst fyrst í Sádi-
Arabíu árið 1938.
» Árið 2017 var áætlað að í
lindum Aramco væru 260 millj-
arðar fata af olíu og ætti að
endast í 54 ár.
» Saudi Aramco framleiddi
10,3 milljónir fata af olíu á dag
á síðasta ári.
» Tveir þriðju af olíu-
framleiðslu landsins fara til
kaupenda í Asíu.
» Hagnaður félagsíns í fyrra
nam 111 milljörðum dala.
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2019
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Komið og skoðið úrvalið
KEBE
Hvíldarstólar
Tegundir: Rest og Fox
Opið virka dag
a
11-18
laugardaga
11-15
Stan Deal, sem stýrir flugvélafram-
leiðslusviði Boeing, segir fyrirtækið
gera sér fulla grein fyrir að það þurfi
að ávinna sér aftur traust bæði flug-
vélakaupenda og almennings. Deal
lét þessi ummæli falla á fundi með
blaðamönnum í upphafi flugsýning-
arinnar í Dúbaí sem hófst á sunnu-
dag og greinir Reuters frá. Að vanda
taka fulltrúar flugfélaga og ríkis-
stjórna stefnuna á viðburðinn, sem
haldinn er í Sameinuðu arabísku
furstadæmunum annað hvert ár, til
að leggja þar drög að kaupum á far-
þegaþotum jafnt sem herflugvélum.
Markaðsgreinendur munu fylgj-
ast náið með þeim viðtökum sem Bo-
eing fær í Dúbaí
en orðspor flug-
véla fyrirtækisins
hefur beðið mikið
tjón í kjölfar þess
að galli í tækni-
búnaði varð til
þess að tvær 737
MAX-farþega-
þotur fórust með
sex mánaða millibili árin 2018 og
2019. Bæði olli það flugfélögum
miklu tjóni þegar 737 MAX-vélarnar
voru kyrrsettar, en einnig virðist al-
menningur afhuga því að fljúga með
Boeing-vélum.
Bandarísk könnun sem gerð var
um mitt þetta ár leiddi þannig í ljós
að rösklega 40% svarenda sögðust
reiðubúin að velja óhentugri eða dýr-
ari flugleið til að komast hjá því að
fljúga með 737 MAX og aðeins 14%
bandarískra flugfarþega sögðust
óhikað myndu fljúga um borð í 737
MAX fyrstu sex mánuðina eftir að
flugmálayfirvöld leyfa notkun flug-
vélanna að nýju.
Fyrr í haust sagði bandaríska
flugfélagið United Airlines að það
myndi koma til móts við farþega með
því að leyfa þeim að breyta flugmiða
sínum sér að kostnaðarlausu, ef þeir
bóka fyrir misgáning flug með 737
MAX. ai@mbl.is
Boeing þarf að ávinna sér
aftur traust almennings
Vandlega fylgst með þróun mála á flugsýningunni í Dúbaí
Ríkisfréttastofan Xinhua greindi
frá því um helgina að bandarískir
og kínverskir embættismenn hefðu
átt „uppbyggilegan“ símafund á
laugardag þar sem rætt var um
lausn á viðskiptadeilum landanna.
Liu He, einn af nánustu sam-
starfsmönnum forsætisráðherra
Kína, fundaði þar með bæði Robert
Lighthizer, viðskiptafulltrúa
Bandaríkjastjórnar, og Steven
Mnuchin fjármálaráðherra. Sam-
kvæmt Xinhua var fundurinn nýtt-
ur til að fara yfir nokkur lykilmál
sem leysa þarf úr í aðdraganda þess
að samningar náist á milli þjóð-
anna.
Liðnir eru sextán mánuðir síðan
tollastríð brast á milli Kína og
Bandaríkjanna og nú síðast á
fimmtudag hleypti það aukinni
bjartsýni í markaði um allan heim
þegar haft var eftir Larry Kudlow,
efnahagsráðgjafa Hvíta hússins, að
stutt væri í að samkomulag væri í
höfn. ai@mbl.is
Sátt Þeir Robert Lighthizer og Liu
He virðast hafa náð vel saman.
Góður tónn
í viðræðum
Vísbendingar um
að endir á tollastríð-
inu sé í sjónmáli
AFP
Benedikt Ólafsson, fjármálastjóri
Skeljungs, hefur sagt upp störfum.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá
Skeljungi.
Benedikt starfaði fyrir fyrirtækið
í tæp fjögur ár en hann sat í stjórn
Skeljungs frá 2013 til 2016, áður en
hann tók við starfi fjármálastjóra.
Áður starfaði Benedikt hjá Stefni
og Arion banka. Benedikt hefur
einnig unnið við stýringu erlendra
framtakssjóða.
Ekki náðist í Benedikt við vinnslu
fréttarinnar.
Fjármála-
stjóri hættir