Morgunblaðið - 18.11.2019, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2019
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Íbúar Louisianaríkis kusu demó-
kratann John Bel Edwards til
áframhaldandi setu í stóli ríkisstjóra
á laugardag. Sigur hans þykir fela í
sér nokkurt högg fyrir Donald
Trump Bandaríkjaforseta, sem
heimsótti ríkið nokkrum sinnum í að-
draganda kosninganna til að sýna
stuðning sinn við frambjóðanda
repúblikana, á sama tíma og fulltrúa-
deild þingsins stendur fyrir rann-
sókn á háttsemi hans í embætti.
Frambjóðandinn sem Trump
studdi, fjármálamaðurinn Eddie
Rispone, hlaut 48,7% greiddra at-
kvæða gegn 51,3% Edwards.
Ríkið hefur yfirleitt þótt öruggt
fyrir repúblikana og sigraði Trump
sjálfur í ríkinu með 20 prósentustiga
mun í forsetakosningunum árið 2016.
Verðið að færa mér sigur
Aðeins er um vika síðan ríkisstjóri
Kentucky, Matt Bevin, beið ósigur
gegn mótframbjóðanda sínum úr
röðum demókrata, Andy Beshear, en
forsetinn hafði einnig ítrekað stuðn-
ing sinn við kjósendur í því ríki.
„Þið verðið að færa mér stóran
sigur,“ sagði Trump í síðustu viku
við kjósendur sem saman voru
komnir á stuðningsfundi í Louisiana,
og vísaði til ósigursins í Kentucky.
Skilaboðin virðast ekki hafa dugað
til.
Edwards sagði í þakkarræðu sinni
á laugardagskvöld að „sameiginleg
ást okkar á Louisiana er ætíð mik-
ilvægari en þær flokkslínur sem
stundum tvístra okkur. Og hvað for-
setann varðar: Guð blessi hjarta
hans“, sagði Edwards og uppskar
hlátur og fögnuð viðstaddra, en
kveðja þessi getur verið tvíræð í suð-
urríkjum Bandaríkjanna.
Sama kvöld undirgekkst forsetinn
tveggja klukkustunda læknisskoðun
á sjúkrahúsi í Washingtonborg, sam-
kvæmt upplýsingum frá Hvíta hús-
inu. Læknisskoðunin var þó ekki á
dagskrá forsetans, öfugt við þá sem
hann undirgekkst á sama sjúkrahúsi
í febrúar.
Stephanie Grisham, fjölmiðla-
fulltrúi Hvíta hússins, segir forset-
ann hafa viljað nýta helgina til að
hefja hluta af árlegri læknisskoðun
sinni, þar sem hann búist við að mik-
ið verði að gera á komandi ári.
AFP
Forseti Trump hafði ekki farið leynt með stuðning sinn við frambjóðendur repúblikana í ríkisstjórakosningunum.
Annar ósigur og ann-
að högg fyrir Trump
Tapað tvennum ríkisstjórakosningum á tveimur vikum
Sigur Ríkisstjórinn John Bel Edwards ávarpar stuðningsmenn sína.
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Geysimikill og sjaldgæfur gagnaleki
frá kínversku ríkisstjórninni varpar
ljósi á aðgerðir hennar gegn mús-
limum í Xinjiang-héraði, þar sem
forsetinn Xi Jinping skipaði emb-
ættismönnum að viðhafa „alls enga
miskunn“ í baráttu við aðskilnaðar-
og öfgahyggju.
Bandaríska dagblaðið New York
Times gerði skjölin að umfjöllunar-
efni á laugardag, en mannréttinda-
samtök hafa fullyrt að meira en
milljón uighur-múslima hafi verið
safnað saman og þeir fluttir inn í
net fangabúða í héraðinu, sem er í
norðvesturhluta landsins.
Ekki allir sáttir við aðgerðirnar
Skjölin telja alls 403 blaðsíður og
gefur efni þeirra fordæmalausa inn-
sýn í umdeildar aðgerðir kínverska
kommúnistaflokksins að sögn blaðs-
ins. Aðgerðirnar hafa mætt sífellt
vaxandi gagnrýni í alþjóðasamfélag-
inu, ekki síst frá Bandaríkjunum.
Síðurnar hafa meðal annars að
geyma óbirtar ræður eftir Xi, auk
skipana og skýrslna um eftirlit og
stjórn með uighur-múslimum. Lek-
inn þykir einnig benda til að ekki
séu allir á eitt sáttir innan flokksins
um framgang aðgerðanna.
Hefur dagblaðið eftir uppljóstr-
aranum, sem nýtur nafnleyndar en
starfar innan kommúnistaflokksins,
að hann vonist til að lekinn valdi því
að leiðtogar ríkisins geti ekki forð-
ast sök sína á aðgerðunum.
Þekktur fyrir aðferðir sínar
Eftir að vígamenn úr röðum uig-
hur-múslima drápu 31 mann á lest-
arstöð í Suðvestur-Kína árið 2014
kallaði Xi Jinping eftir „allsherjar-
baráttu gegn hryðjuverkum,
njósnastarfsemi og aðskilnaðar-
hyggju“ og því að embættismenn
ríkisins sýndu „alls enga miskunn“,
samkvæmt því sem fram kemur í
skjölunum.
Fangabúðunum fór ört fjölgandi
árið 2016 eftir að skipaður var nýr
formaður flokksins í héraðinu, Chen
Quanguo.
Chen mun hafa dreift ræðum for-
setans til að réttlæta aðgerðirnar og
hvatti embættismenn til að „taka
alla sem ætti að taka“.
Chen mun vera þekktur innan
flokksins fyrir það hvernig hann
tekur á minnihlutahópum, en áður
hafði hann reynt að berja harkalega
niður andóf í Tíbet.
Meðal gagna í lekanum eru einnig
leiðbeiningar fyrir embættismenn
til að svara spurningum þeirra nem-
enda sem sneru aftur á heimaslóðir
í Xinjiang til þess eins að finna
hvergi fjölskyldur sínar.
Kváðu þær meðal annars á um að
embættismenn segðu nemendum að
skyldmenni þeirra hefðu verið sýkt
af veiru öfgahyggju. Hlúa þyrfti að
þeim áður en „lítill sjúkdómur yrði
alvarlegur“.
Skipað að sýna „alls enga miskunn“
Sjaldgæfur gagnaleki innan úr kínversku stjórnkerfi Gefur nýja innsýn í aðgerðir stjórnvalda gegn
uighur-múslimum Segja átti nemendum að skyldmenni þeirra hefðu sýkst af veiru öfgahyggju
AFP
Kína Börn ganga til skóla undir vökulu auga eftirlitsmyndavéla í Xinjiang.
Andrés Bretaprins hefur verið sak-
aður um dómgreindarleysi og skort á
samúð eftir að viðtal við hann birtist
bresku þjóðinni á BBC á laugar-
dagskvöld. Þar þvertók hann fyrir að
hafa átt kynmök við unglingsstúlku,
sem fullyrt hefur að bandaríski
barnaníðingurinn
Jeffrey Epstein
hafi neytt sig til
þess.
Mesta furðu
vöktu þau svör
prinsins að hann
hefði verið á
pítsustað með
dóttur sinni dag-
inn sem atvikið á
að hafa átt sér
stað, í mars árið 2001, og að hann
gæti ekki svitnað – en í vitnisburði
konunnar segir að hann hafi verið
blautur af svita.
Þá sagðist hann ef til vill hafa
gerst sekur um að vera „of heið-
virður“, og þess vegna haldið vinskap
sínum áfram við Epstein þrátt fyrir
að fallið hefði dómur yfir honum
vegna kynferðisafbrota.
Þetta er í fyrsta sinn sem prinsinn
hefur svarað spurningum fjölmiðla
um ásakanir stúlkunnar, Virginiu
Roberts, sem nú ber fjölskyldunafnið
Giuffre.
Giuffre hefur haldið því fram að
hún hafi verið neydd til kynmaka
með prinsinum í þremur mismunandi
tilvikum. Í London árið 2001 þegar
hún var 17 ára, í New York og svo á
einkaeyju Epsteins í Karíbahafinu.
Aldrei séð neitt jafn hörmulegt
Konungsfjölskyldan virðist hafa
freistast til að reyna að setja punkt
aftan við langa sögu þessa máls með
viðtalinu fordæmalausa. Þess í stað
þykir Andrés hafa varpað kastljósinu
enn frekar á sjálfan sig og voru um-
fjallanir breskra dagblaða í gær afar
neikvæðar í hans garð.
Ímyndarráðgjafinn Mark Bork-
owski segir í samtali við fréttastofu
AFP að viðtalið hafi verið „eins og að
horfa á mann í kviksyndi“ og að hann
hafi aldrei séð neitt jafn hörmulegt.
Undanfarnar vikur hafa skiptar
skoðanir verið innan hallarveggj-
anna um hvort rétt væri fyrir prins-
inn að koma fram í sjónvarpsviðtali. Í
ljós kom í gær að almanna-
tengslaráðgjafi Andrésar sagði af sér
fyrir tveimur vikum, eftir að hafa
varað hann við að samþykkja við-
talið.
Svör prinsins
vekja furðu
„Eins og að horfa á mann í kviksyndi“
Andrés
Bretaprins