Morgunblaðið - 18.11.2019, Síða 16

Morgunblaðið - 18.11.2019, Síða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2019 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Svohljóðandi stað- festing um bæjar- stjórn á Seyðisfirði var kunngerð 8. maí 1894: „Vér, Cristian hinn níundi af guðs náð Danmerkur, kon- ungur Vinda og Gauta, hertogi í Slés- vík, Holtsetalandi, Stórmæri, Þétt- merski, Láenborg og Aldinborg, gjörum kunnugt: Al- þingi hefur fallizt á lög þessi og vér staðfestum þau með samþykki voru. Landshöfðingi gjörir ráð- stöfun til að lög þessi geti öðlast fullt gildi 1. dag janúarmánaðar 1895.“ Þá eru íbúar 840 Fimm árum síðar, aldamótaárið 1900, eru þeir 1.164. Reykjavík, Akureyri og Ísafjörður voru fyrir kaupstaðir á Íslandi. Seyðisfjarð- arkaupstaður var þeirra fámenn- astur. Það var því ekki fjölmennið sem réð því að hann fékk kaup- staðarréttindin heldur miklu frem- ur hin gróskufulla atvinnu- uppbygging staðarins, sem byggðist upp á undraskömmum tíma, og tengsl hans við Norður- löndin og þar með meginland Evr- ópu. Frá náttúrunnar hendi er hafnaraðstaða óvíða betri. Síldin og Norðmenn ruddu brautina. Í atvinnu- og efnahagslegu tilliti var Seyðisfjörður allt í einu orðinn stórveldi umfram flesta aðra staði landsins og mikilvægur tengiliður við útlönd. Oft fyrsti viðkomu- staður erlendra skipa sem sigldu til Íslands og viðskiptin við út- lendinga áttu mikinn þátt í því að efla verslun og atvinnulíf. Fram til komu Norðmanna hafði Austur- land verið afskekktur landshluti enda fjarlægastur höfuðstað Ís- lands, Reykjavík. Almenningur í öðrum landshlutum vissi lítið um Austurland. Norðmenn komu landshlutanum á kortið Brátt varð á allra vitorði að óvíða á landinu væri meira um að vera en einmitt þar. Seyðfirsku fréttablöðin áttu þar stóran hlut að máli eftir að þeirra naut við. Norska var töluð á Búðareyrinni, danska á Öldunni, íslenska á Vest- dalseyrinni var skrif- að. Tryllitækið reið- hjól, heldrimanna- sport, var nýjung. „Hér ríða menn mikið og vel,“ skrifar rit- stjórinn, Þorsteinn Erlingsson. Nöfn fjarðanna fyrir austan urðu nú alkunn í skjótri svipan. Stór- hugur einkenndi ein- staklinga og þá sem stjórnuðu bænum. Um það vitna m.a. gömul norsk timburhús og mann- virki á staðnum: Wathneshús Ott- ós 1894; Garðarsfélagið hafskipa- bryggja 1897; nýtískulegt sjúkra- hús 1898; fyrsta vatnsveita í þéttbýli 1903; glæsileg skólabygg- ing 1907; vélsmiðja Jóhanns Hans- sonar 1907; Fjarðarselsvirkjun 1913, fyrst til að rafvæða og lýsa þéttbýli; sæsíminn sem tengdi Ís- land við Evrópu kom í land á Seyðisfirði 1906. Pósthús, símstöð, apótek, ljósmyndastofa, klæð- skeraverkstæði, bakarí, prent- smiðja, skósmiður, gosdrykkja- verksmiðja, ölstofur og öflugt menningar- og listalíf var meðal þess sem nærðist strax vel í al- þjóðabænum á upphafsárunum. Höfnin var og er lífæðin Erfiðar landsamgöngur hafa verið hindrun fyrir atvinnulíf og búsetuþróun. Hafnaraðstaðan hef- ur því verið lífæðin, aðdráttaraflið og burðarvirkið í að endurreisa Seyðisfjörð aftur og aftur eftir endurtekin áföll. Nægir þar að nefna stríðsárin 1940-45 þegar bandamenn settu niður birgðastöð fyrir flota sinn á Seyðisfirði. Fjöldi hermanna rúmlega þrjú þúsund. Aðstaða fyrir herinn og varnir í landi og á sjó settu svip á allt mannlíf á staðnum. Næg at- vinna í boði. Svo fór herinn. Þegar síldin synti frá Norðurlandi austur fyrir Langanes tók Seyðisfjörður við af Siglufirði sem stærsti síld- arbær landsins 1960-69. Mikil verðmæti sköpuðust þar fyrir þjóðarbúið. Og svo hvarf síldin. Í þorskastríðinu hafði höfnin hlut- verk, s.s. til viðveru varðskipa okkar og viðgerðar laskaðra og dómtekinna landhelgisbrjóta. Þorskastríðinu lauk. Þegar fastar siglingar farþegabílferju voru teknar upp milli Íslands og Evr- ópu 1975 kom ekki á óvart að Seyðisfjarðarhöfn varð fyrir val- inu. Nú, 45 árum síðar, er þessi eina gátt landsins sjóleiðina enn opin. Á síðasta áratug 20. aldar var hún ein öflugasta uppsjáv- araflahöfnin. Í dag er hún ein af fjórum fjölsóttustu skemmti- ferðaskipahöfnum landsins. Tíminn líður hratt Nú þegar kaupstaðurinn verður 125 ára á nýársdag nk. má m.a. lesa í kynningum: Perla í lokaðri skel. Þar sem fossarnir syngja og furðufuglar fæðast. Þú getur átt á hættu að elska, skemmta þér lát- laust, finna þig verða fyrir hug- hrifum, dansa eða liggja látlaust og sleikja sólina. Gestir segja að hann sé skemmtilegur, sérstakur, skrýtinn, listrænn, fallegur, opinn, þenkjandi, alltumlykjandi, furðu- legur, svakalegur, friðsæll, dásam- legur, fyndinn, vinalegur, dular- fullur og skapandi. Nýtt hlutverk bíður nú kaup- staðarins og íbúa hans. Þeir hafa nýlega kosið að gerast þátttak- endur í nýju öflugu samfélagi og verða hluti af tæplega fimm þús- und íbúa sveitarfélagi á Austur- landi. Kaupstaðarnafnið sem íbú- arnir hafa stoltir haldið á lofti í 125 ár verður nú lagt til hliðar. Nýtt nafn verður valið á hið nýja sameinaða sveitarfélag, en fátt fær því breytt að Seyðisfjörður verður áfram á sínum stað í sam- nefndum firði með sitt öfluga al- þjóðlega mannlíf og heldur von- andi áfram að blómstra á milli Bjólfs og Strandatinds. Fjarðar- heiðargöngin, „óskabarnið“, eru nú loksins komin í augsýn. Seyð- firðingar bjóða framtíðina og nýja íbúa velkomna í fjörðinn sinn og nýja sveitarfélagið. Kaupstaðnum kæra er þökkuð þjónustan og samfylgdin í 125 ár. Seyðisfjörður – 125 ára kaup- staðarafmæli 1. janúar 2020 Eftir Þorvald Jóhannsson » Í atvinnu- og efna- hagslegu tilliti var Seyðisfjörður allt í einu orðinn stórveldi umfram flesta aðra staði lands- ins og mikilvægur tengiliður við útlönd. Þorvaldur Jóhannsson Höfundur er fv. bæjarstjóri, nú eldri borgari á Seyðisfirði. brattahlid10@simnet.is Ég er sonur frí- merkjasafnara. Heimur frímerkja- safnarans er sér- stakur og í áranna rás hefur frímerkja- útgáfa á Íslandi verið heimsþekkt og landið framarlega í flokki landa á þessu sviði. Þessu kynntist ég sem barn og síðan sem starfsmaður póstsins í ára- tugi. Íslandspóstur er nú í miklu endurskipulagingarferli og eitt af því sem var undir í þeirri vinnu var frímerkjasalan. Meira en helmingi starfsmanna þar var sagt upp og yfirlýsingar sáust um að Íslands- póstur ætlaði ekki að sinna frí- merkjaútgáfu í framtíðinni. Á fyrirtækinu hvílir sú laga- skylda að gefa út frímerki og fram að þessu hefur verið afar vel að því staðið og hefur notið virðingar um heim allan. Þessi yf- irlýsing er því í besta falli undarleg og að segja upp þaulvönum starfsmönnum á þessu sviði ákaflega óskyn- samlegt. Eftir situr að nokkrir félagsmenn Póstmannafélags Ís- lands fengu reisupass- ann og á Íslandspósti hvílir enn sú laga- skylda að sjá um þenn- an málaflokk. Allir sjá að stjórn og forstjóri Íslandspósts fóru fram úr sér þegar þessi ákvörðun er tekin. Að henda út mikilli reynslu og þekkingu á málaflokknum og sitja uppi með að þurfa að halda þessu áfram er í besta falli skammsýni. Ég trúi ekki að íslensk stjórnvöld ætli að hætta frímerkjaútgáfu. Veit að þessi gjörningur hefur þegar vakið furðu og hneykslan erlendis. Eins og málin standa núna er staðan sú að Íslandspóstur verður að bakka með þessa ákvörðun eða Alþingi þarf að fara í þann undar- lega farveg að létta þessari kvöð af fyrirtækinu. Það er stundum betra að fara hægar og hugsa meira þegar farið er í ferðalag. Þetta ferðalag Ís- landspósts er ákaflega vanhugsað að mínu mati, og eftir stendur að stjórnvöld þurfa að huga að fram- haldinu. Það væri afar undarlegt að Ísland væri eitt fárra landa í heiminum sem ekki væri að gefa út frímerki. Boltinn er hjá alþingismönnum. Stundum þarf að vinda ofan af óskynsamlegum ákvörðunum. Frímerkjaklúður Íslandspósts ohf. Eftir Jón Inga Cæsarsson Jón Ingi Cæsarsson » Að henda út mikilli reynslu og þekkingu á málaflokknum og sitja uppi með að þurfa að halda þessu áfram er í besta falli skammsýni. Höfundur er formaður Póstmannafélags Íslands. jonc@simnet.is Tímabært er að bæjaryfirvöld á Fljóts- dalshéraði leggi á hill- una vitlausa hugmynd um Sprengisandsveg og kynni sér enn betur þörfina á nýrri brú yfir Lagarfljót milli Egils- staða og Fellabæjar. Bæjarstjóri Fljótsdals- héraðs og allir þing- menn Norðausturkjör- dæmis áttu að svara því fyrir löngu, hvort það sé verjandi að umferð flutningabifreiða haldi áfram að aukast um gömlu brúna, sem þolir ekki þungaflutningana. Fyrir Egilsstaðabúa og Héraðsmenn væri skynsamlegra að snúa sér strax að þessu samgöngumannvirki á hringveginum sem þolir enga bið í stað þess að halda til streitu kröfunni, um vel uppbyggðan og hindrunar- lausan Axarveg í 530 m hæð á snjó- þungu og illviðrasömu svæði. Fullvíst þykir að þessi vegur sé ekki í sjón- máli næstu þrjá áratugina, þegar það fréttist að ríkissjóður og Vegagerðin festast um ókomin ár í fjármögnunar- gildru Vaðlaheiðarganga sem Stein- grímur J. blekkti Alþingi til að sam- þykkja sumarið 2012. Fram kemur í úttekt sem gerð var á burðarþoli gömlu brúarinnar yfir Lagarfljót að álagið á henni sé nú komið að ystu þolmörkum. Ólíðandi er að enginn skyldi bregðast strax við þessu vandamáli, í tíð Sturlu Böðvarssonar, þáverandi samgöngu- ráðherra, sem kynnti á blaðamanna- fundi í febrúar árið 2000 Jarðganga- áætlun Vegagerðarinnar sem eitt forgangsverkefni fyrir Vestfirði, Norður- og Austurland. Sölu ríkis- eigna sem ætlað var að fjármagna samgöngumannvirkin í þessum þremur landshlutum hefði líka mátt nota til að flýta framkvæmdum við nýja Lagarfljótsbrú. Skammarlegt er að þessi sala skyldi snúast upp í póli- tískan skrípaleik þegar efasemdir komu fram um arðsemismat Héðins- fjarðarganga. Margir fyrrverandi þingmenn Norðurlands eystra og vestra, sem vörðu þessi umdeildu jarðgöng norðan Dalvíkurbyggðar fyrir kjördæmabreytinguna, eiga nú mörgum spurningum ósvarað, eftir að hafa barist gegn þingsályktun- artillögu Arnbjargar Sveinsdóttur um að næstu jarðgöng yrðu milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Óánægju sinni leyndu þeir ekki þegar meirihlutinn á Alþingi samþykkti í febrúar 1999 að þessi jarðgöng yrðu tekin á undan Héðinsfjarðargöngum við litla hrifningu sveitarstjórnar Djúpavogs, sem sakaði þingmenn Austfirðinga um að hafa stolið fjár- magninu frá Öxi. Óhjákvæmilegt er vegna slysahættunnar sem eykst alltof mikið á gömlu Lagarfljóts- brúnni að afskrifa næstu tvo áratugina ótímabær loforð sem upplýsinga- fulltrúi Vegagerðar- innar gefur Djúpa- vogsbúum um hindrunarlausan heils- ársveg yfir Öxi eftir að meirihluti alþingis- manna samþykkti að ráðist yrði í tilraunabor- anir á jarðgöngum til Seyðisfjarðar. Fyrrverandi þing- menn Norðausturkjördæmis, Tryggvi Þór Herbertsson og Þuríður Backman, sem gengu erinda Eyfirð- inga og sneru baki við Seyðfirðingum, hefðu í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur frekar átt að kynna sér slysahættuna á gömlu Lagar- fljótsbrúnni, í stað þess að verja svikamyllu Vaðlaheiðarganga og stofna til illinda við Húnvetninga og Skagfirðinga, með þingsályktunar- tillögunni um að leiða umferðina á hringveginum fram hjá Blönduósi og Varmahlíð í óþökk heimamanna. Sem betur fer hefur Vegagerðin horfið frá þeirri vitleysu til að auðveldara verði að flýta framkvæmdum við tvíbreiðar brýr á þjóðvegi 1, sem hefði átt að bjóða út á undan Héðinsfjarðar- göngum. Of lengi hafa bæjaryfirvöld á Fljótsdalshéraði og sveitarstjórn Djúpavogs komist upp með að tefla Axarvegi og Sprengisandsvegi á eld- virku svæði gegn þarfari verkefnum á hringveginum sem hafa alltof lengi setið á hakanum. Um tvennt stendur valið til þess að ákvörðun um nýja Lagarfljótsbrú tefjist ekki meir en orðið er. Á síðasta ári áttu allir þing- menn Norðausturkjördæmis að flytja tillögu um að framkvæmdir við þessa brú yrðu boðnar út hið snarasta til að flýta vinnu við þetta samgöngu- mannvirki fyrr á þessu ári. Strax að loknum alþingiskosningum 2013 átti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þá- verandi forsætisráðherra og fyrsti maður á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, að flytja þings- ályktunartillögu um að framkvæmdir við nýja Lagarfljótsbrú hefðu for- gang á undan Vaðlaheiðargöngum vegna of mikils álags sem gamla búin þolir ekki. Vegna slysahættunnar skal ríkisstjórnin strax taka ákvörðun um nýja Lagarfljótsbrú. Ákveðum strax nýja Lagarfljótsbrú Eftir Guðmund Karl Jónsson Guðmundur Karl Jónsson » Skammarlegt er að þessi sala skyldi snúast upp í pólitískan skrípaleik. Höfundur er farandverkamaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.