Morgunblaðið - 18.11.2019, Page 19

Morgunblaðið - 18.11.2019, Page 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2019 ✝ Hildur Davíðs-dóttir fæddist í Reykjavík hinn 2. september 1967. Hún andaðist á Landspítalanum 1. nóvember 2019. Foreldrar hennar voru Davíð Kr. Jensson húsasmíða- meistari, f. 8. apríl 1926, d. 1. janúar 2005, og Jenný Haraldsdóttir húsmóðir, f. 12. ágúst 1928, d. 3. nóvember 2009. Systur hennar eru Valborg, f. 3. júní 1952, Kristrún, f. 8. maí 1954, Inga, f. 17. febrúar 1959, d. 26. október 2009, Jenný, f. 10. febrúar 1962 og Elsa María, f. 25. maí 1971. Börn systra eru 11 talsins. Hildur giftist hinn 25. sept- varð síðan lengst af vinnustaður hennar. Þar vann hún aðallega við vélsaum og pökkun, en var annars liðtæk í flest það sem til féll af verkefnum og sérstak- lega listfeng við innpökkun á listmunum. Þessir fjórir staðir voru allir reknir af Ási styrkt- arfélagi og eru enn, ef frá er talinn Hlín, sem ekki er lengur til. Auk þessa hefur félagið leigt þeim íbúð í einu sambýli sínu, allt frá því að Hildur og Hreinn giftu sig og fóru að búa saman. Hildur hafði brennandi áhuga á leiklist og söng og var lengi í leikhópnum Perlunni, auk þess að vera í söngnámi hjá Fjölmennt. Þetta voru sameig- inleg áhugamál þeirra hjóna og varð m.a. til þess að þau fóru oft í leikhús, á hljómleika eða út að dansa og nutu þess vel. Þá var áhugi mikill fyrir ferðalög- um og voru margar ferðirnar farnar, bæði utan lands og inn- an. Útför Hildar fer fram frá Langholtskirkju í dag, 18. nóv- ember 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. ember 2004 Hreini Hafliðasyni, f. 25. ágúst 1970. For- eldrar hans eru Hafliði Hjartarson, f. 2. maí 1939, og Jónína B. Sigurð- ardóttir, f. 20. júní 1942. Bróðir Hreins er Hjörtur, f. 22. apríl 1961. Hann á 2 syni. Hildur fór ung í Lyngás og fékk þar mikla og góða fræðslu hjá frábæru starfsfólki, þroskaþjálfum og kennurum. Seinna tók við starfshæfing og vinna í Bjark- arási og naut Hildur sín vel þar í nokkur ár. Síðan lá leiðin í Hlín, þar sem aðallega voru saumaðar flíkur úr gærum og vann hún þar smátíma. Þaðan fór hún í Ás vinnustofu, sem Elsku konan mín. Takk fyrir öll árin sem við átt- um saman frá því við vorum börn. Allar skemmtilegu stundirnar í Lyngási og ekki síst þegar við lék- um þar saman í söngleiknum Grease. Eða hvað það var gaman þegar við urðum ástfangin og fengum að gista heima hjá hvort öðru, það var nú meira fjörið. Elsku Hildur mín, ég á svo margar góðar minningar um allt sem við höfum gert saman. Eins og í Leikhópnum Perlunni, söng- hópnum Plútó, vinnunni í Ási og margt, margt fleira. Ég man hvað gaman var í öllum ferðunum, bæði innanlands og utan, sem við fórum í saman. Einnig á öllum hljómleik- unum, leiksýningunum og böllun- um. Alltaf jafn gaman með þér. Ég gleymi aldrei hvað þú varst falleg þegar við giftum okkur sem var fyrir 15 árum. Elsku besta konan mín. Þú varst alltaf svo dugleg að sauma, bæði í vinnunni og heima og svo skiptumst við á að gera heimilis- störfin og áttum góða daga sam- an. Elsku konan mín. Nú ert þú komin til Guðs og mömmu þinnar og pabba. Ég verð að vera dugleg- ur, þó að ég sé einn núna. Ég sakna þín og það hafa komið tár í augun á mér þegar ég horfi á fal- lega mynd af þér. Pabbi og mamma þakka allar ánægjustundirnar með þér, Hild- ur mín, og ég bið Guð að gæta þín. Þinn eiginmaður, Hreinn. Elsku Hildur. Mér finnst svo ótrúlegt að þú sért farin frá okk- ur. Við áttum yndislegt heimili í Langagerði 60 þar sem við ólumst upp saman systurnar. Þú fjórum árum eldri en ég og þú umvafðir mig ást og hlýju frá fyrstu stundu. Þú hefur alltaf verið stór hluti af lífi mínu. Foreldrar okkar, Jenný og Davíð, kenndu okkur að bera virðingu fyrir öllum manneskjum, hvernig svo sem við fæðumst í þetta líf. Hildur mín, þú ert búin að kenna mér svo margt í lífinu og átt stóran hlut í hvernig mann- eskja ég er í dag. Það var ynd- islegt að alast upp með þér, þú varst góð fyrirmynd fyrir mig, yngri systur þína, til dæmis var herbergið þitt alltaf svo snyrtilegt og þú bjóst alltaf fallega um rúmið þitt. Stórum hluta af æskuárum okkar eyddum við í sumarbústað foreldra okkar við Þingvallavatn, á Móum. Þar áttum við yndislegar stundir úti í náttúrunni og ófáum stundum eyddum við saman við vatnið að veiða silung og hamingj- an maður minn þegar hann beit á og við hlupum upp í bústað og báðum pabba að taka fiskinn af. Við fórum með foreldrum okkar í nokkuð margar utanlandsferðir sem við nutum öll, þar á meðal til Flórída, Svíþjóðar og Kanarí. Við systurnar ég og Hildur fermd- umst saman og mömmu fannst mikið búið þegar þeim áfanga var náð að vera búin að ferma allar stelpurnar sínar sex. Hildur, þú varst mikill gleði- gjafi og alltaf svo kát og fín með skartið á réttum stöðum sem og naglalakkið. Það var mikil mildi að leiðir ykkar Hreins lágu saman en þið áttuð yndislegan tíma sam- an og mér er minnisstæður brúð- kaupsdagurinn ykkar. Þú varst svo falleg og fín eins og alltaf og ég fékk þann heiður að mála þig og vera brúðarmey, afhenda ykk- ur giftingarhringana og passa upp á að fallegi brúðarkjóllinn þinn félli fallega á gólfinu þar sem þú sast með brúðarvöndinn svo stolt af manninum þínum honum Hreini. Þið nutuð þess að vera saman, hvort sem það var þegar þið voruð tvö ein saman á jólunum eins og þið vilduð á fallega heim- ilinu ykkar á Háteigsveginum eða fara saman út að borða, í leikhús eða á tónleika. Yndislegt hvað þið voruð dugleg að fara saman á alls konar viðburði. Við systurnar er- um ævinlega þakklátar Hreini fyrir hvað hann hefur alltaf verið góður við hana Hildi okkar. Hildur, þú hefur gefið mér dýr- mætar minningar og ánægju- stundir sem ég mun geyma í minningunni alla mína ævi. Ég veit að börnin mín og systur okkar Valborg, Kristrún og Jenný eru á sama máli og ég og allir þeir sem kynntust þér og þú komst í návígi við og snertir. Ég mun varðveita fallega blikið í augum þínum þeg- ar þú horfðir á mig og sagðir að ég væri besta systir í heimi. Nú ertu komin til mömmu, pabba og Ingu, þín verður sárt saknað elsku Hildur gleðigjafinn okkar. Elsku Hildur mín, nú mun ég ekki lengur horfa á fallega blikið í augum þínum þegar þú segir að ég sé besta systir þín. Minning þín mun ávallt vera í huga mér, gleðigjafi sem þú varst og alltaf svo fín. Elska þig endalaust og gleymi aldrei hversu mikið þú kenndir mér lífið á. Þín Elsa María. Við andlát Hildar systur okkar spretta fram endalausar minning- ar, sem einkennast af glaðværð, væntumþykju, einlægni og já- kvæðni. Hildur var næstyngst okkar systra. Hún fæddist á fjöl- skylduheimili okkar í Langagerði eins og við eldri systur hennar. Þar ólumst við allar upp við mikið ástríki og í samhentum systra- hópi. Þrátt fyrir fötlun Hildar var ávallt lögð á það rík áhersla af hálfu foreldra okkar að Hildur fengi sambærilegt uppeldi og við hinar. Hún fékk tækifæri til að eflast og þroskast á sínum eigin forsendum. Hún fylgdist náið með, hvernig við máluðum okkur, sungum og dönsuðum. Fyrir okk- ur systurnar var það jákvæð og dýrmæt reynsla að alast upp með henni. Æska Hildar einkenndist öðru fremur af gleði, hlátri og kátínu. Hæfileikar hennar komu snemma í ljós. Hún náði góðum tökum á handavinnu, prjónaskap og út- saumi. Hildur náði alla tíð að stytta sér stundir með handa- vinnu. Hildur fór ung að árum í ferðir með foreldrum okkar og örverp- inu Elsu Maríu. Þær voru ófáar utanlandsferðirnar, enda hafði hún unun af sól og vatni og náði snemma góðum tökum á sundi. Foreldrar okkar dvöldu jafnframt langdvölum að Móum, sumarhúsi fjölskyldunnar við Þingvallavatn. Elstu börnin okkar muna öll vel þann tíma og náðu þau að tengjast Hildi vel. Æ síðan á Hildur stað í hjarta þeirra. Hildur kynntist Hreini ung að árum, en þau áttu bæði athvarf í Lyngási þar sem þau fengu dýr- mæta fræðslu og hæfingu. Á þess- um árum þróast með þeim gagn- kvæm ást og djúp virðing, sem einkenndi samband þeirra alla tíð síðan. Þau trúlofuðust árið 1997 og gengu í hjónaband árið 2004. Þar nutum við þess að samgleðj- ast með brúðhjónunum á þessum mikla gleðidegi í lífi þeirra. Hildur og Hreinn höfðu áhuga á dansi, leiklist og tónlist. Þau voru virkir þátttakendur í leik- hópnum Perlunni um árabil. Hild- ur fór á námskeið í magadansi, náði góðum tökum á honum og hafði magadanssýningu í fertugs- afmæli sínu. Þau voru dugleg að drífa sig á tónleika og leiksýning- ar, og höfðu sjálf frumkvæði að því alla tíð. Þau létu sig ekki muna um að fara á sömu sýninguna margsinnis ef þeim líkuðu hún vel. Þau höfðu yndi og ánægju af veislum og mannfögnuðum. Gleðin og ánægjan skein í gegn, og ekki var nú verra ef eitthvað óvænt bar upp á! Það var okkur systrunum öllum mikil gleði að vera með þeim, hvort sem var á heimilum okkar eða í sveitasæl- ureitunum. Hápunktur heim- sókna þeirra hjóna til Akureyrar var að sjálfsögðu heimsókn á Græna hattinn. Þar var ávallt tek- ið á móti þeim af mikilli virðingu. Áramótin skipuðu einnig mikil- vægan sess hjá þeim, þar sem nýju ári var innilega fagnað með viðeigandi og jákvæðum hætti. Að leiðarlokum kveðjum við kæra systur. Hún kenndi okkur svo margt, ekki síst að njóta líð- andi stundar, gleðjast og taka líf- inu eins og það er. Við erum þakk- látar henni fyrir samfylgdina og þau forréttindi að hafa fengið að vera henni samferða í gegnum líf- ið. Hreini vottum við samúð okk- ar og eigum þá von að hann ylji sér um ókomna tíð við góðar minningar um yndislegan lífs- förunaut. Valborg, Kristrún og Jenný. Margar ljúfar minningar koma upp í hugann þegar elsku Hildur Davíðsdóttir er kvödd í hinsta sinn. Hildur sem alltaf mætti mér með sitt fallega bros og hlýtt faðmlag. Hildur með Hreini sín- um ástfangin og glöð. Hildur með fallegu jólagjöfina sem hún hafði búið til handa mér. Hildur að koma glöð, uppábúin og flott með Hreini í veislu eða annan gleð- skap. Hildur að leika með Perl- unni. Hildur í jólaboðum fjöl- skyldunnar að leika Þyrnirós við jólatréð og Hildur að horfa með aðdáun á manninn sinn, þegar hann flutti sínar ómissandi tæki- færisræður. Við sem þekktum Hildi kveðjum hana með sorg í hjarta en líka miklu þakklæti fyr- ir hennar góða líf og allt sem hún var. Hildur var stóra og eina ástin hans Hreins. Ég minnist þess að hafa séð þau sem unglinga í Lyngási þar sem Hreinn hafði ekki augun af Hildi og starði á hana með aðdáun og hrifningu. Það var líka skiljanlegt því Hildur var bæði gullfalleg, brosmild og með leiftrandi blik í augum. Hún var aðeins eldri en Hreinn og kannski ekki alveg eins viss í sinni sök en Hreinn beið rólegur og staðfastur þar til sigurinn var unninn og Hildur varð kærastan og síðar konan hans. Fáa menn hef ég þekkt sem hafa elskað eig- inkonu sína jafn fölskvalaust og Hreinn elskaði og dáði Hildi. Segja má að það hafi bæði verið þeirra hamingja en einnig okkar hinna sem stóðum þeim nærri. Ég sendi Hreini vini mínum inni- legustu samúðarkveðjur og bið góðan Guð að styðja hann og styrkja. Guð blessi fallega minn- ingu Hildar Davíðsdóttur. Lára Björnsdóttir. Fyrir nokkrum árum fengum við í hljómsveitinni Plútó tvo frá- bæra félaga til liðs við okkur. Þetta voru þau hjónin Hildur og Hreinn. Þau höfðu bæði mikla leiklistarreynslu og höfðu áður starfað árum saman með leik- hópnum Perlunni. Þau hjónin voru miklir gleðigjafar og lífguðu sannarlega upp á æfingar og svo tónleika okkar. Þegar við í Plútó hugsum til Hildar minnumst við þeirra mannkosta sem hún bjó yf- ir. Hún var ávallt glöð og til í allt, hafði mjög gaman af að syngja, al- veg yndisleg kona. Hún var glæsi- leg, alltaf svo fín og flott og snyrti- leg. Margir í Plútó höfðu þekkt Hildi lengi. Garðar Samúel starf- aði lengi með henni í Perlunni. Didda hafði þekkt Hildi lengi, hafði unnið með henni í Bjark- arási og Ási. Sæunn minnist þess þegar hún og Hreinn grétu af gleði þegar hún söng alein lagið Blátt lítið blóm eitt er sl. vor á Vortónleikum Fjölmenntar og viðtökur tónleikagesta voru alveg magnaðar. Hún sló alveg í gegn. Hún hafði gaman af því sem hún tók sér fyrir hendur og stundaði það með gleði og glæsibrag. Hildi- gunnur minnist þess að Hildur hafi einnig komið hreint og beint fram. Í karókí söng hún af innlifun og átti stund og stað. Elín Helga minnist þess hve góð hún var og tillitssöm við alla. Ágústa minnist þess þegar Plútó kom og söng í fimmtugsafmæli Hildar fyrir tveimur árum. Það hafi verið mik- il upplifun bæði fyrir Plútófélaga og Hildi. Viktoríu Rán fannst Hildur mjög skemmtileg kona. Haraldi Viggó, trommuleikaran- um okkar, er orða vant og mjög sorgmæddur. Öll erum við Plútó- félagar harmi slegin yfir andláti Hildar. Okkur langar að þakka samfylgdina síðustu sex árin. Hreini og fjölskyldum þeirra beggja vottum við okkar innileg- ustu samúð. Minningin um ynd- islega, glæsilega og skemmtilega konu og Plútófélaga lifi. Fyrir hönd Plútó, Rósa Jóhannesdóttir og Theodór Karlsson. Hildur Davíðsdóttir var einn af stofnendum Leikhópsins Perl- unnar og tók þátt í sýningum hópsins í fjöldamörg ár. Hún lék meðal annars í sýningunum „Síð- asta blómið“, „Mídas konungur“ og „Ef þú giftist“ auk fjölda ann- arra verka. Hildur fór í margar leikferðir með hópnum, til að mynda til Noregs, Þýskalands og Bandaríkjanna. Þá lék hún í myndbandi sem gert var við lagið „Svefn-g-englar“ með hljómsveit- inni Sigur Rós. Hildur var með mikla útgeislun og góð leikkona. Auk leiklistarinnar æfði hún magadans og lagði stund á söng. Hún var hæfileikarík listakona og frábær leikfélagi. Blómarósina okkar og perluna Hildi Davíðsdóttur kveðjum við með söknuði. Okkar innilegustu samúðarkveðjur fá Hreinn Haf- liðason og fjölskyldur þeirra beggja. Bergljót Arnalds og Leikhópurinn Perlan. Hildur Davíðsdóttir ✝ VilhelmínaSofía Sveins- dóttir fæddist í Reykjavík 30. júlí 1934. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Skjóli við Sæ- braut 6. nóvember 2019. Foreldrar Vil- helmínu voru Sveinn Tómasson málarameistari, f. 12. ágúst 1898, d. 23. júlí 1960, og Sigríður Alexandersdóttir, f. 13. eldrar hans voru Ásgeir Þor- steinsson og Elín Hafstein. Þor- steinn og Vilhelmína gengu í hjónaband hinn 9. maí 1953. Börn þeirra eru: 1) Sveinn Jónas, maki Brynhildur Agnarsdóttir, synir þeirra eru: a) Agnar, maki Elín Freyja Eggertsdóttir og eiga þau synina Eggert Svein og Svein Brynjar, b) Arnar, sam- býliskona Sif Maríudóttir og eiga þau soninn Elmar. 2) Ásgeir, maki Magnea Rannveig Hans- dóttir, synir þeirra eru a) Þor- steinn Helgi, látinn, og b) Helgi Freyr. 3) Ragnheiður Guðrún, maki Gunnar Ólafur Einarsson, börn Gunnars eru Gunnhildur og Magnea. Útför Vilhelmínu fer fram frá Breiðholtskirkju í dag, 18. nóv- ember 2019, klukkan 13. júní 1910, d. 10. febrúar 1992. Systk- ini Vilhelmínu voru: Sæmundur Ingi, f. 29. apríl 1931, d. 1. ágúst 1996, og Guð- laug Helga, f. 29. mars 1939, d. 16. október 2003. Vilhelmína ólst upp í Vesturbænum, á Bræðraborgarstíg 35. Ung kynntist hún Þorsteini Ásgeirssyni, f. 12. júní 1933, d. 30. ágúst 1997. For- Elsku amma Mína. Hér sit ég úti í Amsterdam og skrifa þér þessi minningarorð. Þú hefur heldur betur lagt mikið af mörkum á þinni lífs- leið. Þú hefur alltaf haft mikla trú og ást á mér. Ég fór að hugsa til baka, þegar við vorum saman á Spáni árið 2001 (bjalla-0-bjalla, manstu). Við vöknuðum bæði alltaf á undan mömmu og pabba, sem voru með okkur í þessari ferð. Þá fórum við að velta fyrir okkur, úti á svölum, hvaða sólbekki við skyldum nú reyna að næla í fyr- ir daginn. Oftar en ekki brust- um við í söng við það tilefni og gerðum óspart grín að okkur sjálfum á meðan. Það næsta sem kemur upp í hugann eru jólin 2003. Þá áttir þú mjög erfitt og mér þótti afar erfitt að horfa upp á þessa ynd- islegu konu þjást jafnmikið og þá. En viti menn, þér tókst að standa það af þér með sóma og breyttir eins og fagmaður. Í verkfalli grunnskólakenn- ara árið 2004 reyndist þú held- ur betur stór klettur fyrir mömmu og pabba, það stóð yfir í tæpa tvo mánuði og á meðan, yfir vinnutíma á daginn, var ég hjá þér á Blöndubakkanum. Þá brölluðum við nú heldur betur margt saman og þú varst dug- leg að fara með mig hingað og þangað um bæinn. Eftir að ég fór að hafa áhuga á því hverju ég klæddist gafstu mér kolsvarta skyrtu. Þú sagðir að það væri nú bara nauðsyn í fataskáp ungs manns, eins og ég var þá. Þessa skyrtu á ég ennþá til og held mikið upp á. Ef ég gæti myndi ég skarta henni í dag, þér til heiðurs, með hvítt bindi við. Þegar ég fermd- ist létum við taka af okkur svo dásamlega mynd, sem ég held mikið upp á og á útprentaða á striga heima á Íslandi. Þú sagð- ir mér sögu frá því þið afi voruð í London í gamla daga. Þá tók afi sko ekki annað í mál en að klæðast brúnum leðurskóm. Það hef ég gert, til þessa dags, frá því að þú sagðir mér þetta. Í hvert sinn sem ég íhuga skó- kaup kemur þetta upp í hugann og ég byggi yfirleitt alltaf val mitt á þessu. Mig langar bara að þakka þér kærlega fyrir að styðja mig til dáða í gegnum tíðina og þar ber helst að nefna gjafir þínar til mín í kjölfar þess að ég væri á leið til Hollands. Þú komst oft með okkur upp í Húsafell í kringum 17. júní, þegar við fórum í veiðiferðir á Arnarvatnsheiði. Þá urðuð þið mamma og Dedda eftir í sum- arbústaðnum, sem við höfðum leigt, yfir daginn á meðan við karlarnir vorum lengst uppi á heiði að maka krókinn fyrir sil- unginn. Það voru góðir tímar. Við þessi skrif kemur enn eitt upp í hugann sem mig lang- ar að nefna í þessu samhengi. Það er að í kringum allar þess- ar veiðiferðir áttir þú það gjarnan til að taka sem dæmi gamlan fjölskyldumeðlim þinn, frá því í gamla daga, sem var einmitt gefinn fyrir að veiða eins og við. Í því samhengi nefndir þú alltaf það sama. „Hvernig nennir hann að standa úti í vatni með prik allan dag- inn?“ Þessi málsgrein kom reglulega fyrir uppi í Húsafelli. En alltaf hafðir þú jafn gaman af því að sjá okkur koma með afla ofan af heiði og hvað þá fannst þér nú dásamlegt að fá máltíð upp úr því. Síðast þegar ég hitti þig, elsku amma mín, var 24. ágúst í kveðjukvöldverði með ykkur „gamla“ fólkinu. Þar gæddum við okkur einmitt á silungi sem við pabbi veiddum í sumar og þú alltaf jafn sátt með matinn. Ég elska þig að eilífu og takk fyrir að hafa verið þú. Þinn Meira: mbl.is/andlat Helgi Freyr. Vilhelmína Sofía Sveinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.