Morgunblaðið - 18.11.2019, Side 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2019
50 ára Helga Margrét
ólst upp í Hafnarfirði og
Mosfellsbæ en býr í
Reykjavík. Hún er BA í
stjórnmálafr. og fjöl-
miðlun. Hún var fram-
kvæmdastjóri True-
north um 15 ára skeið.
Maki: Halldór Andri Halldórsson, f. 1967,
framkvæmdastjóri heildsölunnar Einstök
matvara.
Stjúpbörn: Andri Jóhann, f. 1986, Tara
Ösp, f. 1989, Viktor Alexander, f. 1992 og
Aron Jóhann, f. 1996. Stjúpbarnabörn eru
orðin þrjú.
Foreldrar: Jóhannes Reykdal, f. 1944,
þýðandi og fv. blaðamaður, og Birna Ey-
björg Gunnarsdóttir, f. 1948, fv. skrif-
stofumaður. Þau eru búsett í Mosfellsbæ.
Helga Margrét
Reykdal
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Settu þér það takmark að vera öðr-
um góð fyrirmynd. Það eru mikil veisluhöld
fram undan, mundu að allt er best í hófi.
20. apríl - 20. maí
Naut Þaggaðu efasemdir um einhvern nið-
ur innra með þér. Hættu að gagnrýna allt
og alla, það breytir engu. Þú ert í náðinni
hjá yfirmanninum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Skrifaðu niður eftir hverju þú
sækist ef þú ert í ástarsambandi. Þú ert
með munninn fyrir neðan nefið, það hefur
oft bjargað þér.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er alltaf gaman að leyfa
barninu í sér að njóta sín. Einhver leysir frá
skjóðunni um fjölskylduleyndarmál og það
mun hafa áhrif á þig.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ert vinsæl/l í vinahópi og nóg er
um að velja í félagslífinu. Byrjaðu strax á því
að ræða málin við þá sem þú telur geta
hjálpað þér.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er í lagi að vilja ekki lána eitt-
hvað sem maður á. Fljótfærni er ekki til í
orðabók þinni og getur þú gert fólk gráhært
vegna þess.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú hefur í svo mörgu að snúast að þú
þarft að fá fólk í liði með þér til þess að
hlutirnir gangi upp. Það daðrar einhver við
þig eins og enginn sé morgundagurinn.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þér berast leiðinleg tíðindi
sem valda þér miklu hugarangri. Bjóddu
gestum í heimsókn eða farðu út á meðal
fólks.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú trúir á ævintýri og það er
partur af aðdráttarafli þínu. Allt á sinn tíma
og nú er aðalmálið að halda fast utanum
budduna.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Óformlegar viðræður eru ekki
síður mikilvægar en þær sem formlegar
kallast. Þú færð atvinnutilboð sem þú ert
spennt/ur fyrir.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú dregst varla úr sporunum um
þessar mundir, reyndu að taka þér pásu og
endurnæra þig.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú hittir spennandi persónu og get-
ur ekki hætt að hugsa um hana. Stígðu
skrefið óttalaus og bjóddu viðkomandi á
stefnumót.
ópu. Við réðum innlenda og erlenda
sérfræðinga til Lyfjastofnunar sem
gerði Íslandi kleift að taka virkan
þátt í mati á nýjum lyfjum. Þetta
samstarf var til hagsbóta fyrir inn-
lendan lyfjaiðnað og veitti íslenskum
sérfræðingum aðgang að þekkingu
og helstu sérfæðingum á Evrópska
efnahagssvæðinu í lyfjamálum. Á 15
árum þrefaldaðist fjöldi starfsmanna
og tekjur stofnunarinnar sjöföld-
uðust.“
Frá því að Rannveig lauk störfum
sem forstjóri Lyfjastofnunar hefur
hún m.a. tekið að sér ráðgjafarverk-
efni í Noregi og á Íslandi á vegum
Evrópusambandsins og frá 2018 hef-
ur hún verið í fagráði Rannís. „Til
ánægjuauka bætti ég við námi í leið-
sögn og var fróðlegt að sjá hversu
mikil nýtt hefur komið fram í jarð-
fræði og sögu lands og þjóðar frá
skólaárunum.“
Rannveig hefur tekið virkan þátt í
sameining og uppbygging stofnunar-
innar og þátttaka okkar í helstu sér-
fræðinefndum Lyfjastofnunar Evr-
R
annveig Gunnarsdóttir
er fædd 18. nóvember
í Stokkhólmi en flutti
þaðan 6 mánaða þegar
faðir hennar lauk
námi. „Ég ólst upp í Reykjavík og
hef búið þar utan tveggja ára þegar
ég var við framhaldsnám í London.
Ég var tvö ár í sveit í Svarfaðar-
dalnum og vann ýmsa sumarvinnu
m.a. í fiski, á sumarhóteli hér heima,
á heilsuhæli í Danmörku og á rann-
sóknarstofu í Sápugerðinni Frigg.
Rannveig gekk í Réttarholtsskóla
og lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík. 1969. „Þar
kynntist ég manninum mínum,
Tryggva Pálssyni. Við horfum til
gullbrúðkaups næsta haust.“
Í sérnámi Rannveigar kláraði
hún fyrri hluta lyfjafræði í HÍ og
M.Sc. Biopharmacy frá Chelsea
College (London University). „Lær-
dómsríkt var að starfa með námi á
Middlesex-sjúkrahúsinu í London.
Ég hef verið iðin í símenntun og
lauk m.a. diplóma í stjórnun og
rekstri í heilbrigðisþjónustu og dipl-
óma í opinberri stjórnsýslu. Hugur
minn stóð alltaf til þess að verða
klínískur lyfjafræðingur. Áður en
ég var ráðin í lyfjabúr Landspít-
alans haustið 1976 sem fyrsti
menntaði sjúkrahúslyfjafræðing-
urinn hafði ég tækifæri til að kynna
mér nokkur sjúkrahúsapótek í
tveggja mánaða dvöl á Norðurlönd-
unum. Ég er stolt af því að hafa
skipulagt og þróað fyrsta sjúkra-
húsapótekið á Íslandi og síðar stýrt
því.
Þegar ég lít yfir starfsferil minn
þá má segja að hann einkennist af
breytingastjórnun og uppbygg-
ingu.“ Á árinu 1995 gegndi Rann-
veig starfi sem settur skrifstofu-
stjóri í lyfjamáladeild heilbrigðis-
ráðuneytisins þar til hún var skipuð
framkvæmdastjóri lyfjanefndar rík-
isins. Þetta var á þeim tímum þegar
Ísland varð að uppfæra upplýsingar
um öll lyf á markaði vegna Evrópu-
löggjafarinnar. Svo var Rannveig
skipuð forstjóri Lyfjastofnunar
október 2000 þegar lyfjanefnd rík-
isins og lyfjaeftirlit ríkisins voru
sameinuð. „Þá tók við krefjandi
félagsstörfum og var í stjórn Stétt-
arfélags lyfjafræðinga og samtaka
norrænna lyfjafræðinga. „Ánægju-
legt var að taka þátt í stofnun Rót-
arýklúbbsins Reykjavík Miðborg og
gegna embættum ritara og forseta.
Í tvo áratugi höfum við hjónin geng-
ið um landið og farið í ferðir með
gönguhópi klúbbsins. Tengt Rótarý
höfum við líka m.a. tekið þátt í
stíflugerð og bólusetningu við löm-
unarveiki á Indlandi. Ég hef verið
meðlimur í kvennasamtökunum
Leiðtoga-Auður og Exedra.
Áhugamálin eru fjölmörg og nú
gefst betri tími til að sinna þeim.
Um skeið vorum við með hesta en
golfið hefur tekið við ásamt ferða-
lögum, veiði og samvera á Snæfells-
nesi þar sem við erum með aðstöðu
ásamt vinum okkar. Dýrmætasta
áhugamálið í dag er þó að sinna og
vera með barnabörnum okkar og
fjölskyldu.“
Rannveig Gunnarsdóttir, lyfjafræðingur og fyrrverandi forstjóri – 70 ára
Fjölskyldan Talið frá vinstri: Sólveig Lísa, Anna Erika, Klara Sigrid, Guðmundur Gísli, Emma Lovísa, Gunnar Páll,
Tryggvi og fyrir framan Birna Rannveig, Laufey, Karen, Tryggvi og Rannveig.
Breytingar og uppbygging
Nöfnur Rannveig og ömmustelpan
Birna Rannveig.
30 ára Gunna Helga
ólst upp á Háaleitis-
braut í Reykjavík og
býr á Háaleitisbraut.
Hún lærði leikstjórn og
framleiðslu í Kvik-
myndaskóla Íslands og
er núna á iðnaðar-
samningi í hárgreiðslu á Slippnum hár-
greiðslustofu. Áhugamál Gunnu Helgu eru
útivist, fjallganga og austurlensk matar-
gerð.
Dóttir: Mía Þórhildur Bragadóttir, f. 2016.
Systkini: Eva Lind Albertsdóttir, f. 1988,
og Eyþór Andri Sváfnisson, f. 1999.
Foreldrar: Sváfnir Sigurðarson, f. 1969,
markaðsfulltrúi Þjóðleikhússins, og Þór-
hildur Ýr Olgeirsdóttir, f. 1969, kennari í
Vættaskóla. Þau eru búsett í Reykjavík.
Guðrún Helga
Sváfnisdóttir
Til hamingju með daginn
Þessar duglegu stúlk-
ur, Regína Diljá Rögn-
valdsdóttir, Sigrún
Dania Egilsdóttir
Heinesen, Emilía Ósk
Birkisdóttir, Brynja
Dís Hafdal Axels-
dóttir og Herdís Elf-
arsdóttir, héldu tom-
bólu við Iceland á
Akureyri og gáfu
Rauða krossinum við
Eyjafjörð afraksturinn,
4.913 krónur.
Tombóla