Morgunblaðið - 18.11.2019, Qupperneq 23
DÆGRADVÖL 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2019
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„of stórir?”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að deila öllu nema
almenningssalernum.
ELÍN … DAG EINN MUN ÉG BJARGA
ÞÉR FRÁ ÖLLU ÞESSU
EN MÉR LÍKAR
AÐ VERA HÉR
HJÚKKETT!
TAKK FYRIR AÐ FÆRA MÉR
MÚRSTEINANA SEM ÉG BAÐ UM!
EKKERT AÐ ÞAKKA!
HVAÐ ERTU AÐ
BYGGJA?
HANDSTYRK!
„ÆTLAST ÞÚ TIL ÞESS AÐ VIÐ TRÚUM
ÞVÍ AÐ ÞÚ HAFIR EKKI SKIPULAGT
FLÓTTANN?”
Fjölskylda
Eiginmaður Rannveigar er
Tryggvi Pálsson, f. 28.2. 1949, hag-
fræðingur og fyrrverandi banka-
stjóri. Foreldrar hans voru hjónin
Páll Ásgeir Tryggvason, f. 19.2.
1922, d. 1.9. 2011, sendiherra, og
Björg Ásgeirsdóttur, f, 22.2. 1925, d.
7.8. 1996, sendiherrafrú. Þau voru
búsett í Reykjavík.
Börn Rannveigar og Tryggva eru
Gunnar Páll, f. 9.12. 1977, fram-
kvæmdastjóri Alfa Framtaks, bú-
settur í Reykjavík. Maki: Karen Ax-
elsdóttir, viðskiptafræðingur og
þjálfari. Börn: Tryggvi, f. 2001,
Laufey, f. 2003, og Birna Rannveig,
f. 2016; 2) Sólveig Lísa, f. 24.3. 1980,
arkitekt, búsett í Garðabæ. Maki:
Guðmundur Gísli Ingólfsson
lögfræðingur. Börn: Emma Lovísa,
f. 2011, Klara Sigrid, f. 2013, og
Anna Erika, f. 2016.
Bræður Rannveigar: Árni
Gunnarsson, f. 18.8. 1948, verkfræð-
ingur, búsettur í Reykjavík; Björn
Gunnarsson, f. 29.9. 1951, 1951, d. í
maí 2006, viðskiptafræðingur;
Sigurjón Gunnarsson, f. 15.4. 1954,
tölvunarfræðingur, búsettur í Kópa-
vogi; Gunnar Örn Gunnarsson, f.
14.1. 1958, verkfræðingur, búsettur
á Seltjarnarnesi; Halldór Gunn-
arsson, f. 8.1. 1962, kvikmynda-
tökumaður, búsettur í Svíþjóð; Þór-
arinn Gunnarsson, f. 29.1. 1964,
verslunarmaður, búsettur í Reykja-
vík.
Foreldrar Rannveigar voru hjón-
in Gunnar Kristján Björnsson, f.
20.1. 1924, d. 26.2. 2009, efnaverk-
fræðingur, og Lovísa Hafberg
Björnsson, f. 27.2. 1925, d. 21.5.
2013, húsfreyja. Þau voru búsett í
Reykjavík.
Rannveig
Gunnarsdóttir
Lovísa Hafberg Björnsson
húsfreyja í Reykjavík, kjörforeldrar:
Sigurjón Jónsson héraðslæknir á Dalvík
og Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja
Halldóra Loðmfjörð Sigurðardóttir
húsfreyja á Akureyri
Soffía Pálsdóttir
húsfreyja á Helgafelli
Sigurður Guðmundsson
bóndi á Helgafelli í Svarfaðardal
Ásta Björnsdóttir fv.
handavinnukennari
á Kópaskeri
Rannveig Björnsdóttir
forseti viðskipta- og
raunvísindasviðs
Háskólans á Akureyri
Guðmundur Björnsson
verkfræðingur og prófessor við HÍ
Gunnþórunn
Björnsdóttir húsfr. í Rvík
Gunnar Þór Bjarnason
sagnfræðingur
Kristveig Björnsdóttir
húsfreyja á Skógum
Gunnar Árnason
bóndi og smiður á
Skógum í Kelduhverfi
Rannveig Gunnarsdóttir
húsfreyja á Kópaskeri
Björn Kristjánsson
alþingismaður og kaupfélagsstjóri á Kópaskeri
Jónína Aðalbjörg Þórarinsdóttir
húsfreyja á Víkingavatni
Kristján Kristjánsson
bóndi á Víkingavatni í
Kelduhverfi , N-Þing.
Úr frændgarði Rannveigar Gunnarsdóttur
Gunnar Kristján Björnsson
efnaverkfræðingur í Reykjavík
Stefjagleði er ný vísnabók eftirPétur Stefánsson og sú sjöunda
í röðinni. Kynningu hennar á Leir
fylgir þessi staka:
Þó herði frost og gráni grundir,
gáskafullur yrki brag.
Eflaust mun þér stytta stundir
Stefjagleði margan dag.
Stefjagleði er góð bók og
skemmtileg. Í fyrri hluta bók-
arinnar er ferskeytlan í fyrirrúmi
en í síðari hlutanum eru ljóð undir
ýmsum háttum, sonnetta og forn-
yrðislag. Það er bjart yfir þessari
bók og tónninn sleginn með þessari
stöku:
Það er margt sem yndi eykur
á ævi minnar stuttu ferð.
Þegar allt í lyndi leikur
leik ég mér að vísnagerð.
Pétur yrkir til konunnar, – og er
botninn óvæntur:
Að giftast þér var gæfuspor,
ég greini það alltaf betur,
þú ert eins og ylríkt vor
eftir frostavetur.
Hagyrðingum hefur alltaf látið
vel að yrkja til spóans og lóunnar:
Eftir vætu yfrið nóga
unaðs tíma loksins sé,
horfi ég á grasið gróa
og grænka lauf á hverju tré.
Vorið kom með vell í spóum,
vængjaþyt og söng í lóum.
Auðvitað leikur Pétur sér að
limrunni:
Hann Eyjólfur knúsaði og kyssti
konu og hjá henni gisti.
Það indælis kvöld
var ástin við völd
og Brynhildur meydóminn missti.
Ort í „Þurrkatíð“:
Margt veldur bændunum baga,
blíðviðrissól alla daga.
Ég heyrði þá fregn
að húrrandi regn
myndi búskapinn bæta og laga.
Hér yrkir Pétur undir „Káins-
lagi“:
Kominn er ég enn á stjá
eitilhress og dreyminn.
Nú er dýrleg sjón að sjá
sólina skína á heiminn.
Það er farið að kólna og þó enn
sé jörð auð hér syðra er ekki svo
fyrir norðan:
Kápu góðri klæðast skalt,
kauptu brodda á skóinn.
Bjart er úti og býsna kalt,
bætir enn í snjóinn.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Stefjagleði ber
nafn með rentu