Morgunblaðið - 18.11.2019, Qupperneq 25
HANDBOLTI
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Valsmenn eru komnir áfram í fjórðu
umferð Áskorendabikars Evrópu í
handknattleik eftir samanlagðan tíu
marka sigur gegn austurríska efstu-
deildarliðinu Bregenz en báðir leik-
irnir fóru fram í Rieden Vorkloster-
höllinni í Bregenz í Austurríki. Fyrri
leik liðanna, hinn 16. nóvember, lauk
með 31:31-jafntefli en Valsmenn
keyrðu yfir austurríska liðið í seinni
leiknum sem fram fór í gær og urðu
lokatölur leiksins 31:21, Valsmönnum
í vil.
Hreiðar Levy Guðmundson átti
stórleik í marki Valsmanna í seinni
leiknum og varði alls sextán skot.
Hann var afar sáttur við frammistöðu
liðsins í leikjunum í Austurríki og tel-
ur að í leikjunum tveimur hafi Vals-
menn sýnt sína bestu frammistöðu á
tímabilinu til þessa. „Ég er ótrúlega
ánægður með karakterinn, liðið og
spilamennskuna í heild, sérstaklega í
seinni leiknum,“ sagði Hreiðar í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
„Við vorum búnir að fara vel yfir þá
og það var í raun ekkert í þeirra leik
sem kom okkur þannig séð á óvart.
Það kom hins vegar á óvart að við
skyldum vinna þá með tíu mörkum í
seinni leiknum. Þeir virkuðu hálf-
þreyttir í dag (gær) og við nýttum
okkur það bara mjög vel. Við keyrð-
um vel á þá og refsuðum þeim
grimmilega. Þessir tveir leikir okkar
gegn þeim voru að mínu mati okkar
besta frammistaða til þessa á tíma-
bilinu og vonandi getum við byggt of-
an á hana. Við markmennirnir stóð-
um okkur ekki nægilega vel í fyrri
leiknum en við áttum mjög flottan
leik í dag (í gær).“
Staðráðinn í að stíga upp
Hreiðar var ósáttur við sína
frammistöðu í fyrri leiknum þar sem
hann varði tíu skot og var hann stað-
ráðinn í að gera mun betur í seinni
leiknum sem hann og gerði en mark-
varslan var það sem skildi liðin að í
tíu marga sigri Valsmanna í gær.
„Þeir skutu dálítið eftir plani, bæði
í fyrri leiknum sem og í þeim seinni.
Þetta eru góðir skotmenn og það er
öðruvísi hraði á skotunum hjá þeim.
Þetta eru öðruvísi skyttur en heima á
Íslandi en þetta snerist fyrst og
fremst um sjálfan mig og ég var í
raun staðráðinn í að gera betur í
seinni leiknum. Ég tók aðeins á mig
þetta jafntefli í fyrri leiknum því
strákarnir stóðu sig frábærlega. Ég
sagði þeim eftir fyrri leikinn að ef ég
og Danni verðum sjö til tíu skot í við-
bót myndum við fara áfram úr einvíg-
inu og það gekk eftir. Þetta er sterkt
lið sem væri að berjast í efri hluta ís-
lensku úrvalsdeildarinnar. Þetta væri
topp-fjórir- topp-fimm-lið heima á Ís-
landi. Ég bjóst við hörkuleik gegn
þeim í dag (gær) og það bjóst enginn
við því að klára þá svona sannfærandi,
hvað þá í fyrri hálfleik.“
Valsmenn byrjuðu tímabilið illa en
liðið var með þrjú stig eftir fyrstu sex
umferðirnar. Liðið hefur hins vegar
verið að klifra upp töfluna í undan-
förnum leikjum og hefur nú unnið
fjóra leiki í röð í Olísdeildinni.
Háleit markmið fyrir tímabilið
„Við vorum að glíma við ákveðin
meiðsli í upphafi tímabilsins en það er
góð breidd í hópnum. Auðvitað munar
um meiðsli lykilmanna og það myndi
hvaða lið sem er finna fyrir þeim, líkt
og við höfum gert. Þetta er hins vegar
allt að smella saman og ég er mjög
bjartsýnn á framhaldið. Það er nefni-
lega hörkustígandi í þessu hjá okkur
þessa dagana og það er ekkert leynd-
armál að markmiðið í byrjun tímabils
var að berjast um alla þá titla sem í
boði eru. Við förum í hvern einasta
leik til að sækja sigur, sama á móti
hvaða andstæðingi við spilum, og það
var ekkert öðruvísi gegn Bregenz. Við
mættum í þetta einvígi með kassann
úti og það er ekkert grín að spila tvo
erfiða útileiki á tveimur dögum. Að
vinna tíu marka sigur í tveimur leikj-
um er þess vegna gríðarlega sterkt.“
Hreiðar Levy byrjaði tímabilið
meiddur en hann hefur komið inn
með mikinn kraft í lið Valsmanna í
síðustu leikjum og átti meðal annars
stórleik gegn KA í síðustu umferð
deildarkeppninnar þar sem hann
varði 14 skot og var með 56% mark-
vörslu.
„Þetta hefur gengið vel hjá mér í
síðustu leikjum en mér finnst ég
ennþá eiga mikið inni. Vonandi verð
ég sömuleiðis betri og betri eftir því
sem líður á tímabilið, en það hefur að-
eins verið gegnumgangandi á mínum
ferli að mér finnst ég alltaf eiga eitt-
hvað inni til þess að gefa. Stundum
þarf maður hins vegar að stoppa bara
og læra að vera ánægður með eigin
frammistöðu.“
Enginn átti von á stórsigri
gegn Bregenz í Austurríki
Hreiðar Levy Guðmundsson hefur komið sterkur inn í síðustu leikjum Vals
Morgunblaðið/Hari
Öflugur Reynsla Hreiðars Levýs nýttist Valsmönnum vel í Austurríki.
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2019
V
E
R
T
Heilsutvenna uppfyllir daglega vítamín- og
steinefnaþörf Íslendinga í tveimur perlum.
- því að sumt virkar betur saman
Stundum
þarf tvo til
Undankeppni EM kvenna
A-RIÐILL:
Grikkland – Ísland................................ 89:54
Búlgaría – Slóvenía .............................. 64:72
Staðan:
Slóvenía 2 1 0 142:128 4
Grikkland 2 1 1 153:124 2
Búlgaría 2 1 1 148:141 2
Ísland 2 0 2 123:173 0
1. deild karla
Álftanes – Vestri................................... 73:90
1. deild kvenna
Tindastóll – Keflavík b......................... 73:70
Njarðvík – Hamar ................................ 83:45
Spánn
Valencia – Zaragoza ........................... 92:74
Tryggvi Snær Hlinason skoraði 3 stig og
tók 2 fráköst á 14 mínútum hjá Zaragoza.
Þýskaland
Ludwigsburg – Alba Berlín ............... 81:77
Martin Hermannsson skoraði 16 stig og
gaf 6 stoðsendingar fyrir Alba Berlín.
Rússland
Parma Perm – UNICS Kazan ............ 88:89
Haukur Helgi Pálsson var ekki í leik-
mannahópi Kazan.
Svíþjóð
Köping Stars – Borås.......................... 75:67
Elvar Már Friðriksson skoraði 12 stig,
gaf 10 stoðsendingar og tók 4 fráksöt fyrir
Borås.
KÖRFUBOLTI
EHF-bikar karla
32 liða úrslit, fyrri leikir:
SKA Minsk – RN Löwen ..................... 28:32
Alexander Petersson skoraði 1 mark fyr-
ir Löwen. Kristján Andrésson þjálfar.
Winterthur – Bjerringbro/Silkeb ..... 33:36
Þráinn Orri Jónsson skoraði 1 mark fyr-
ir Bjerringbro/Silkeborg.
Þýskaland
Kiel – Hannover-Burgdorf................. 32:23
Gísli Þorgeir Kristjánsson lék ekki með
Kiel vegna meiðsla.
Göppingen – Balingen ........................ 26:32
Oddur Gretarsson skoraði 3 mörk fyrir
Balingen.
Stuttgart – Bergischer ....................... 25:31
Elvar Ásgeirsson skoraði ekki fyrir
Stuttgart.
Arnór Þór Gunnarsson er meiddur og
Ragnar Jóhannsson skoraði ekki fyrir
Bergischer.
Ludwigshafen – Nordhorn ................ 19:12
Geir Sveinsson þjálfar Nordhorn.
Leverkusen – Metzingen .................... 24:25
Hildigunnur Einarsdóttir skoraði 2
mörk fyrir Leverkusen.
Eftir frábæran sigur gegn Íslands-
og bikarmeisturum Vals á dög-
unum var liði HK kippt niður á
jörðina á laugardaginn af liði
Hauka þegar liðin mættust á Ás-
völlum í Olís-deild kvenna í hand-
knattleik. Haukar unnu 29:23 og
munar nú einu stigi á liðunum í
deildinni en HK er í 5. sæti með átta
stig en Haukar, sem byrjuðu tíma-
bilið illa, eru með sjö stig. Hafnfirð-
ingarnir virðast vera að finna takt-
inn en liðið komst einnig áfram í
bikarnum á dögunum. Hin sænska
Sara Odden átti stórleik og skoraði
10 mörk fyrir Hauka en Jóhanna
Margrét Sigurðardóttir var marka-
hæst hjá HK með sex mörk.
Íslandsmeistarar Vals eru komn-
ar aftur á beinu brautina eftir átta
marka sigur gegn nýliðum Aftur-
eldingar í Mosfellsbæ í gær. Leikn-
um lauk með 27:19-sigri Vals en
staðan í hálfleik var 16:13, Vals-
konum í vil. Lovísa Thompson skor-
aði níu mörk fyrir Val en Roberta
Ivanauskaite var markahæst hjá
Aftureldingu með átta mörk.
ÍBV beit frá sér á móti Fram í
Vestmannaeyjum en topplið Fram
landaði eins marks sigri, 24:23, eft-
ir að ÍBV hafði verið yfir 13:12 að
loknum fyrri hálfleik.
Steinunn Björnsdóttir skoraði
sigurmark Fram þegar 20 sek-
úndur voru eftir af leiknum eftir
sendingu frá Hildi Þorgeirsdóttur.
„Hildur elskar að gefa á Steinunni
og Steinunn elskar að skora þessi
mörk,“ sagði Stefán Arnarson,
þjálfari Fram, við mbl.is að leiknum
loknum en Steinunn skoraði alls
átta mörk eins og Ragnheiður
Júlíusdóttir. Sunna Jónsdóttir skor-
aði einnig átta mörk fyrir ÍBV.
sport@mbl.is
Haukar kipptu HK
niður á jörðina
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sigurmark Steinunn Björnsdóttir
tryggði Fram sigur í Eyjum.