Morgunblaðið - 18.11.2019, Page 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2019
ÖRYGGI ÖLLUM STUNDUM
ÖRYGGISHNAPPUR
SECURITAS
Hringdu í síma 580 7000 eða farðu á heimavorn.is
SAMSTARFSAÐILI
ÖRYGGISHNAPPUR SECURITAS
09:41 100%
Undankeppni EM karla 2020
A-RIÐILL:
Búlgaría – Tékkland ................................ 1:0
Kósóvó – England .................................... 0:4
Lokastaðan:
England 8 7 0 1 37:6 21
Tékkland 8 5 0 3 13:11 15
Kósóvó 8 3 2 3 13:16 11
Búlgaría 8 1 3 4 6:17 6
Svartfjallaland 8 0 3 5 3:22 3
England og Tékkland á EM. Kósóvó og
Búlgaría í umspil.
B-RIÐILL:
Lúxemborg – Portúgal ............................ 0:2
Serbía – Úkraína ...................................... 2:2
Lokastaðan:
Úkraína 8 6 2 0 17:4 20
Portúgal 8 5 2 1 22:6 17
Serbía 8 4 2 2 17:17 14
Lúxemborg 8 1 1 6 7:16 4
Litháen 8 0 1 7 5:25 1
Úkraína og Portúgal á EM. Serbía í um-
spil.
C-RIÐILL:
Þýskaland – Hvíta-Rússland................... 4:0
Norður-Írland – Holland......................... 0:0
Staðan:
Þýskaland 7 6 0 1 24:6 18
Holland 7 5 1 1 19:7 16
Norður-Írland 7 4 1 2 8:7 13
Hvíta-Rússland 8 1 1 6 4:16 4
Eistland 7 0 1 6 2:21 1
Þýskaland og Holland á EM. Norður-Ír-
land og Hvíta-Rússland í umspil.
E-RIÐILL:
Aserbaídsjan – Wales .............................. 0:2
Króatía – Slóvakía .................................... 3:1
Staðan:
Króatía 8 5 2 1 17:7 17
Ungverjaland 7 4 0 3 8:9 12
Wales 7 3 2 2 8:6 11
Slóvakía 7 3 1 3 11:11 10
Aserbaídsjan 7 0 1 6 5:16 1
Króatía á EM.
G-RIÐILL:
Slóvenía – Lettland .................................. 1:0
Austurríki – Norður-Makedónía ............ 2:1
Ísrael – Pólland......................................... 1:2
Staðan:
Pólland 9 7 1 1 15:3 22
Austurríki 9 6 1 2 19:8 19
Slóvenía 9 4 2 3 14:8 14
Ísrael 9 3 2 4 16:17 11
N-Makedónía 9 3 2 4 11:13 11
Lettland 9 0 0 9 2:28 0
Pólland og Austurríki á EM, Ísrael og
Norður-Makedónía í umspil.
KNATTSPYRNA
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Kaplakriki: FH – Stjarnan .................. 19.30
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Origo-höllin: Valur U – ÍR................... 19.45
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild karla:
VHE-höllin: Höttur – Skallagrímur ... 19.15
Smárinn: Breiðablik – Snæfell ............ 19.15
Ice Lagoon-höllin: Sindri – Selfoss.......... 20
Í KVÖLD!
KÖRFUBOLTI
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mætti
ofjarli sínum á Grikklandi í undankeppni EM í
gær. Eftir óspennandi leik vann Grikkland að
lokum 89:54, þrátt fyrir að Ísland ynni seinni
hálfleikinn með einu stigi.
Grikkland spilaði hápressuvörn sem íslenska
liðið réð ekkert við og fékk leikstjórnandinn
Þóra Kristín Jónsdóttir oftar en ekki tvo ákafa
Grikki á sig um leið og sóknir íslenska liðsins
hófust. Fyrir vikið átti hún erfitt með að dreifa
boltanum og urðu töpuðu boltarnir ansi margir.
Það nýttu sterkir Grikkir sér og röðuðu niður
stigunum. Öll tólf stig íslenska liðsins í fyrsta
leikhlutanum komu úr þriggja stiga körfum og
fékk Ísland ekki vítaskot fyrr en í seinni hálfleik,
svo illa gekk að koma boltanum í hættusvæði.
Margt þarf að breytast
Grikkir slökuðu á í vörninni í seinni hálfleik og
var ákefðin mun minni, enda löngu ljóst hvort
liðið myndi vinna. Það gerði íslenska liðinu auð-
veldara fyrir. Helena Sverrisdóttir komst betur
inn í leikinn og Sylvía Rún Hálfdanardóttir átti
góða innkomu af bekknum. Gunnhildur Gunn-
arsdóttir nýtti öll fjögur skotin sín í leiknum.
Það eru því jákvæðir punktar í leiknum og
sennilega fleiri en gegn Búlgaríu á fimmtudag,
gegn miklum mun sterkari andstæðingi.
Gunnhildur ræddi við Morgunblaðið eftir leik
og viðurkenndi að leikmenn Íslands hefðu gert
sér grein fyrir því að gríska liðið væri sterkara
en það íslenska og úrslitin hefðu ekki endilega
komið á óvart. „Við vissum að þær væru kannski
þetta mikið betri en við, en við ætluðum að
mæta með íslensku baráttuna og reyna að
standa betur í þeim í fyrri hálfleik, sem tókst
ekki alveg,“ sagði Gunnhildur, áður hún bætti
við að Ísland þyrfti að eignast fleiri atvinnu-
menn.
Sara Rún Hinriksdóttir er eini leikmaður liðs-
ins sem leikur utan Íslands. Ekki bætir úr skák
að margir í íslenska liðinu eru í aukahlutverkum
í sínu liði þar sem bandarískir leikmenn ráða oft
ríkjum. Það þarf margt að breytast svo Ísland
eigi nokkurn möguleika gegn jafnsterkum þjóð-
um og Grikklandi.
Tap í tveimur
fyrstu leikjunum
FIBA
Erfitt Gunnhildur Gunnarsdóttir fórnar höndum í Grikklandi í gær.
Ísland lenti á grískum vegg
Aron Pálmarsson sýndi löndum sín-
um í Álaborgarliðinu enga miskunn
þegar þeir heimsóttu Barcelona í
Meistaradeildinni. Aron skoraði sex
mörk og Barcelona 44 mörk í 44:35-
sigri. Janus Daði Smárason skoraði
þrjú mörk fyrir Álaborg. Þar er
Arnór Atlason aðstoðarþjálfari en
Ómar Ingi Magnússon er frá vegna
höfuðáverka.
Barcelona og PSG eru efst í A-
riðli með 14 stig en Guðjón Valur
Sigurðsson skoraði ekki fyrir PSG
sem vann Flensburg 32:30. Álaborg
er í 4. sæti með átta stig. sport@mbl.is
Engin miskunn í
Katalóníu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Góður Aron Pálmarsson skoraði 6
mörk gegn dönsku meisturunum.
Skautafélag Akureyrar gerði
góða ferð til Reykjavíkur og
vann 4:2-sigur á Fjölni í Hertz-
deild karla í íshokkíi. Með sigr-
inum fór SA upp í 15 stig og upp
að hlið Fjölnis í toppsæti deild-
arinnar.
Hafþór Sigrúnarson og Jóhann
Már Leifsson skoruðu fyrir SA í
fyrstu tveimur leikhlutunum. Ró-
bert Hafberg og Sigurður Þor-
steinsson komu SA í 4:0 áður en
þeir Michal Stoklosa og Hilmar
Sverrisson minnkuðu muninn fyr-
ir Fjölni. johanningi@mbl.is
Akureyringar upp
að hlið Fjölnis
Skoraði Hafþór Sigrúnarson (23)
gerði fyrsta mark SA gegn Fjölni.
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Frönsku heimsmeistararnir höfn-
uðu í efsta sæti H-riðils okkar Ís-
lendinga í undankeppni EM karla í
knattspyrnu. Frakkland vann Alb-
aníu 2:0 á Kombëtare-vellinum í
Tirana í Albaníu í gær. Corentin
Tolisso og Antoine Griezmann
skoruðu mörk Frakka, sem rökuðu
saman 25 stigum í riðlinum.
Tyrkland varð í 2. sæti með 23
stig en Ísland fékk 19 stig og kom
næst á eftir Tyrkjum. Í lokaumferð
riðilsins í gær fóru Tyrkir til And-
orra og unnu 2:0. Enes Unai skor-
aði bæði mörkin. Albanía fékk 13
stig, Andorra fjögur og Moldóva
þrjú.
Hollendingar hafa náð vopnum
sínum eftir mögur ár, að einhverju
leyti að minnsta kosti. Holland
gerði markalaust jafntefli gegn
Norður-Írlandi í Belfast og er kom-
ið áfram ásamt Þýskalandi þótt
riðlinum sé ekki lokið. Þjóðverjar
eru með 18 stig, Hollendingar 16 og
N-Írar 13. Holland vann N-Írland í
fyrri leik liðanna í Hollandi og er
því með betri árangur í innbyrðis-
viðureignum. Holland hefur misst
af síðustu tveimur stórmótum eftir
að hafa hafnað í 3. sæti á HM 2014.
Evrópumeistararnir frá Portúgal
unnu 2:0 í Lúxemborg í B-riðli og
tryggðu sér sæti í lokakeppninni.
Úkraína kom mörgum á óvart og
vann riðilinn án þess að tapa leik.
Úkraínumenn fengu 20 stig, Portú-
gal 17 stig og Serbía 14 stig.
Riðlakeppni EM heldur áfram í
kvöld og lýkur annað kvöld. Í kvöld
verður mikil spenna hjá Írum og
Dönum sem mætast í Dublin. Dön-
um dugir stig til að komast á EM og
Svisslendingar eru líklegir til að
komast einnig áfram úr D-riðli.
Frakkarnir tryggðu
sér efsta sætið
AFP
Kátir Griezmann (7) var laufléttur í
gær og fagnar hér marki.