Morgunblaðið - 18.11.2019, Side 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2019
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
Bandaríski
popp- og
graffití-
listamaðurinn
Keith Haring
var aðeins 31
árs gamall er
hann lést úr
alnæmi árið
1990. Verk
hans hafa notið mikillar hylli allar
götur síðan. Í liðinni viku var ein-
stakt sköpunarverk hans, vegg-
myndir sem hann málaði í æsku-
lýðsmiðstöð kirkju einnar á
Manhattan, selt á uppboði fyrir 3,86
milljónir dala, hálfan milljarð kr.
Haring málaði verkið á einu
kvöldi í stigagangi, en áður en
byggingin var seld nýverið lét safn-
aðarstjórnin skera myndirnar af
veggjunum til að geta selt þær. Það
var flókin aðgerð sem kostaði nær
milljón dali en hagnaðurinn af söl-
unni réttlætti kostnaðinn, segja
stjórnendur við blaðamann The Art
Newspaper, og nýtist féð við rekst-
ur kirkjunnar.
Skáru mynd Har-
ings af veggjum
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Ungfrú fótbolti er bók sem inni-
heldur sögu um tvær fótboltaóðar
unglingsstelpur á upphafsárum
kvennafótboltans. Sagan á sér stað
árið 1980 innan um hálfbyggðu hús-
in í Breiðholtinu. Brynhildur Þór-
arinsdóttir er höfundur bókarinnar.
Hún segir að þarna sé á ferðinni
ungmennabók fyrir ungmenni á öll-
um aldri. Ungfrú fótbolti er sext-
ánda bók Brynhildar.
„Þær eru alltaf í götubolta með
vinum sínum, bæði stelpum og
strákum. Það dugar þeim ekki. Þær
vilja spila á alvöruvelli eins og
strákarnir, þær langar að spila og
keppa en það gengur brösuglega
því það er árið 1980 og kvennafót-
boltinn er rétt að stíga sín fyrstu
skref,“ segir Brynhildur.
Það er því erfitt fyrir þrettán ára
unglingsstelpur að fá að æfa fót-
bolta.
„Það eru engir yngri flokkar og
bara örfá lið komin með meistara-
flokk. Það er ansi mikið bil á milli
þess að vera 13 ára og fullorðin
kona að spila. Þær fara af stað í
baráttu til þess að mark sé tekið á
þeim. Þær vilja sýna að þeim sé al-
vara og að þær eigi fullt erindi í
þetta.“
Vigdís Finnbogadóttir, fyrsti
kvenforseti í heimi, leikur stórt
hlutverk í sögunni en sagan gerist
sama sumar og hún býður sig fram
til forseta.
Hefðir og kerfi hindra ekki
„Mér fannst gaman að tefla þess-
um sögum saman því hún er auð-
vitað að heyja sömu baráttu og
stelpurnar. Það er ekki tekið mark
á henni í fyrstu og hún er þarna að
fara inn á keppnisvöll karlanna því
það eru karlar í öllum stjórnunar-
stöðum og það hefur ekki hvarflað
að neinum að kona geti orðið forseti
áður en Vigdís stígur fram,“ segir
Brynhildur.
Stelpurnar sjá Vigdísi sem fyrir-
mynd.
„Stelpurnar í sögunni átta sig á
því hversu mikilvægt það er að kon-
ur láti til sín taka og láta hvorki
hefðirnar né kerfið stoppa sig.
Þetta er saga um það að fólk eigi að
láta drauma sína rætast og stelpur
og strákar eigi að hafa sömu tæki-
færi til að sinna því sem þau hafa
áhuga á eða hæfileika til,“ segir
Brynhildur sem tekur fram að
rammar utan um kynjahlutverk
hafi einnig komið niður á strákum
og því séu einnig gerð skil í bókinni.
Brynhildur vinnur með mikilvægi
fyrirmynda í Ungfrú fótbolta.
„Ég byggi svolítið á minni
reynslu því ég var fótboltastelpa og
ég þekki þetta bras við að reyna að
æfa og reyna að láta taka mark á
manni í boltanum. Þegar ég stund-
aði fótbolta á níunda áratugnum
höfðum við engar kvenkyns fyr-
irmyndir því þetta var svo nýtt og
það var bókstaflega ekkert fjallað
um kvennafótboltann í fjölmiðlum.“
Brynhildur og vinkonur hennar í
boltanum voru því í sífelldri jafn-
réttisbaráttu. „Bara einfaldir hlutir
eins og að fá að æfa á grasi eins og
strákarnir. Fá almennilega æfinga-
tíma, fá fólk til að mæta, fá fjöl-
miðlafólk til að mæta, sem er enn
vandamál í dag, alla vega miðað við
karlmennina, en það hafa auðvitað
orðið miklar framfarir. Íslenska
kvennalandsliðið hefur náð langt á
heimsmeistara- og Evrópumótum
og stelpur alveg niður í fjögurra
ára eru á flottum æfingum.“
Í sögunni byggir Brynhildur á
heimildum. „Þetta er ekki söguleg
skáldsaga en til dæmis er allt sem
viðkemur framboði Vigdísar sótt í
heimildir og líka það sem viðkemur
kvennaknattspyrnunni þótt ég setji
það kannski í annað samhengi,“
segir Brynhildur og tekur sem
dæmi sögu af því þegar dómarar
mættu ekki á úrslitaleik meistara-
flokks kvenna.
Saga sem má ekki gleymast
Spurð hvers vegna Ungfrú fót-
bolti sé mikilvæg fyrir ungmenni
samtímans segir Brynhildur:
„Mig hafði lengi langað að gera
upphafi kvennaknattspyrnunnar
skil á einhvern hátt. Mér finnst að
þessi saga megi ekki gleymast. Það
kostaði átök að koma þessu á kopp-
inn og við höfum náð heilmiklum
árangri en við erum samt enn að
ströggla við ýmislegt.“
Brynhildur segir einnig að hún
hafi viljað halda heiðri Vigdísar á
lofti. „Nú er það langt síðan hún
var forseti að fjöldi krakka þekkir
ekki til hennar. Það var svo mikil-
vægt á þessum tíma að fá
kvenkynsfyrirmyndir, bæði fyrir
stelpur og stráka. Eins og segir í
bókinni: „Það að eitthvað hafi alltaf
verið svona eru verstu rök í heimi.“
Maður á að storka staðalmynd-
unum og storka hefðunum.“
Annar þráður sem Brynhildur
vill gera skil í Ungfrú fótbolta er
Breiðholtið sem spennandi og
skemmtilegt uppvaxtarsvæði.
„Ég flutti í Breiðholtið þegar ég
var níu ára og strax þá var búið að
skilgreina hverfið sem vandræða-
svæði og svæði sem væri hreinlega
óhollt börnum. Vissulega var hérna
fullt af fólki í basli en þetta var líka
ótrúlega skemmtilegt hverfi til að
alast upp í. Það var allt morandi í
krökkum og mikill leikur og mikil
samstaða og mikið um ævintýri.
Það var nokkuð sem mig langaði að
ná fram, að Breiðholtið hefði verið
annað en þessi ímynd sem fólk hef-
ur af því.“
Ungfrú fótbolti er sextánda bók
Brynhildar. Það er því ekki úr vegi
að spyrja hana hvernig það sé að
skrifa bókmenntir fyrir börn og
ungmenni.„Það er alveg ótrúlega
skemmtilegt. Börn og unglingar eru
alveg frábær lesendahópur. Þau eru
líka svo hreinskilin, þau láta mann
alveg vita hvað virkar og hvað ekki.
Maður finnur það strax,“ segir
Brynhildur, sem er nú meira að
færa sig úr barnabókum og yfir í
ungmennabókmenntir þar sem þær
henti breiðu aldursbili.
„Að skoða heiminn frá sjónar-
horni ungs fólks gefur okkur svolít-
ið holla sýn og aðra sýn á það sem
er að gerast. Það eru svo margir
sem njóta þessara bókmennta þótt
kennitalan þeirra passi ekki endi-
lega inn í markhópinn.“
Brynhildur hefur nú þegar fengið
jákvæð viðbrögð á Ungfrú fótbolta.
„Þótt það sé ekki langt síðan hún
kom út hef ég fengið viðbrögð frá
stelpum og konum sem hafa ein-
hvern tímann verið að æfa fótbolta
eða ólust upp í Breiðholtinu á sín-
um tíma. Þeim finnst gaman að lesa
svona bækur sem þær geta lifað sig
inn í og speglað sig í.“
Á keppnisvelli karlmanna
Í Ungfrú fótbolti segir Brynhildur Þórarinsdóttir sögu um tvær fótboltaóðar unglingsstelpur
Morgunblaðið/Hari
Fyrirmyndir Að skoða heiminn frá sjónarhorni ungs fólks gefur okkur svolítið holla sýn og aðra sýn á það sem er að gerast, segir Brynhildur Þórarinsdóttir.