Morgunblaðið - 18.11.2019, Page 32
Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari
og Steef van Oosterhout slagverks-
leikari í Dúó Stemmu héldu barna-
tónleika fyrir fullu húsi í Konzert-
haus í Berlín í gær undir yfir-
skriftinni Kindur jarma í kofunum.
Tónleikarnir voru hluti af hátíð í
húsinu sem nefnist Sounds of Ice-
land. Á efnisskrá tónleikanna voru
íslensk þjóðlög og þulur. Dúóið
mætti með fulla ferðatösku af
hljóðfærum á staðinn, s.s. hesta-
kjálka og steinaspil Páls á Húsafelli.
Kindur jarma í kof-
unum í Konzerthaus
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 322. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Íslenska karlalandsliðið í knatt-
spyrnu lauk riðlakeppninni í
undankeppni EM 2020 með 2:1-
sigri í Moldóvu í gær. Ísland fékk 19
stig í riðlakeppninni og hafnaði í 3.
sæti riðilsins. Við tekur umspil í
mars þar sem fjórar þjóðir keppa
um eitt laust sæti. Birkir Bjarna-
son og Gylfi Þór Sigurðsson skor-
uðu mörkin í gær. »27
Luku riðlakeppninni
með sigri í Moldóvu
ÍÞRÓTTIR MENNING
Íslenska kvennalandsliðið í körfu-
knattleik átti sér
ekki viðreisnar
von gegn körfu-
boltaþjóðinni
Grikklandi í
gær í
undan-
keppni
EM. Þær
grísku
unnu stór-
sigur, 89:54,
en sextán stig-
um munaði á lið-
unum strax að
loknum fyrsta leik-
hluta. »26
Erfiður dagur hjá okkar
konum í Grikklandi
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Birna Margrét Haukdal Jakobs-
dóttir, fyrsta árs nemandi í nýsköpun
og verkefnastjórnun við háskólann í
Østfold í Noregi, hefur farið fyrir
skólasystkinum sínum í verkefnum
að undanförnu og sigrað þrívegis í
keppni.
Nýjasta afrekið er brúarsmíði yfir
vatnið Börtevann, sem er á milli
Fredrikstad og Sarpsborgar. Birna
segir að verkefni allra hópanna hafi
falist í því að byggja brú á sem
skemmstum tíma. „Meira fengum við
ekki að vita í fyrstu,“ segir hún og
áréttar að engar upplýsingar hafi
fengist um efni og stöðu, aðeins að
hún ætti að vera 15 til 25 metra löng.
Daginn áður en keppnin hófst feng-
ust nánari upplýsingar og þá hófst
undirbúningsvinnan undir stjórn
Birnu. „Þá máttum við byrja að
teikna og eftir að dómnefnd hafði
metið öryggi og búnað daginn eftir
og veitt samþykki sitt gátum við haf-
ið smíðina.“
Hengibrú var málið
Hópur Birnu ákvað að búa til
hengibrú og fékk hann nemendur á
fjölmiðlabraut til þess að mynda
framganginn. Fjórir staðir komu til
greina fyrir brú yfir vatnið og var
dregið um hvaða hópur fékk hvaða
svæði. „Við fengum erfiðustu leiðina,
en vorum vel undirbúin, vorum með-
al annars með kajak tilbúinn til þess
að draga brúna og flytja turn til þess
að festa hana við á hinni hlið vatns-
ins.“
Allt gekk eins og í sögu nema hvað
tröppurnar voru svolítið hálar. „Það
var frost og við áttuðum okkur ekki á
áhrifum þess á tröppurnar eftir að
hafa dregið brúna yfir vatnið en
leystum úr því,“ segir Birna. Bætir
við að síðan hafi þau þurft að
strekkja á köðlunum og það hafi ekki
tekið langan tíma. „Við vorum 100
mínútur að setja 25 metra langa
brúna upp og hlaupa yfir hana til
baka,“ heldur hún áfram. „Tíminn
hefði getað verið betri en ein stelpan
var lofthrædd og þorði ekki yfir svo
við þurftum að fá annan til þess að
hlaupa fyrir hana.“
Áður hafði Birna unnið með nem-
endum á þriðja ári í velferðarmálum
við verkefni sem fólst í því að að leysa
vanda ósyndra unglinga í hópi flótta-
manna í nýju og breyttu umhverfi.
„Við útbjuggum sex vikna sund-
námskeið og gerðum ráð fyrir því að
sjálfboðaliðar úr hópi eldri fólks yrðu
unglingunum til aðstoðar. Með þessu
fyrirkomulagi töldum við að krakk-
arnir aðlöguðust norsku umhverfi
best, kynntust öryggi í vatninu,
lærðu að tala málið og hefðu eitthvað
gott og uppbyggilegt fyrir stafni.“
Fyrsta verkefnið fólst í því að
skipuleggja vinnudaginn hjá stórfyr-
irtæki í Fredrikstad 2040. „Ég
stjórnaði mínum hópi og við höfðum
umhverfisvæn samskipti í huga,“
segir Birna. Þau hafi gengið út frá
því að aðeins rafmagnsbílar væru til-
tækir og starfsfólk fyrirtækisins og
viðskiptavinir þess færu á milli í sér-
stökum rútum. Drónar væru notaðir
til samskipta og fólk væri með sér-
stök fjölvíddargleraugu til að fylgjast
með og ráða ráðum sínum. „Vegna
tækninnar gerðum við ráð fyrir að
fólk þyrfti hvorki að fljúga né keyra
heldur vera bara á sínum stað og
vinna út frá honum,“ útskýrir Birna
og bætir við að eftir sigurinn hafi þau
verið fengin til að kynna hugmyndina
fyrir stjórnendum fyrirtækisins.
Nemendurnir þurftu að ljúka
tveimur fyrstnefndu af þessum
þremur verkefnum til þess að fá að
taka próf. Birna segir að sigurinn sé
rós í hnappagatið og ánægjulegur
eftir allt stritið. „Álagið hefur verið
mikið og nemendur komast ekki upp
með neitt múður,“ segir Birna. „Við
erum markvisst brotin niður áður en
við erum byggð upp á ný.“
Brotin markvisst
niður til að byggja upp
Göngum yfir brúna Siri Mac lætur sig hafa það og félagarnir fylgjast með.
Birna Margrét hefur verið sigursæl í Noregi að undanförnu
Sigurvegararnir Brúarhópur Birnu Margrétar, sem er önnur frá hægri.