Morgunblaðið - 21.11.2019, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 21.11.2019, Qupperneq 32
32 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2019 Þetta snýst um betra grip Þú færð tjöruhreinsinn og allar hinar vetrarvörurnar fyrir bílinn hjá Olís. Vinur við veginn *Lykil- og korthafar Olís og ÓB eru sjálfkrafa meðlimir í Vinahópnum og njóta afsláttarkjara þegar greitt er með lykli eða korti. 10% afsláttur af bílavörum fyrir Vinahóp Olís* 21. nóvember 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 122.84 123.42 123.13 Sterlingspund 158.89 159.67 159.28 Kanadadalur 92.99 93.53 93.26 Dönsk króna 18.188 18.294 18.241 Norsk króna 13.462 13.542 13.502 Sænsk króna 12.758 12.832 12.795 Svissn. franki 123.85 124.55 124.2 Japanskt jen 1.1282 1.1348 1.1315 SDR 168.93 169.93 169.43 Evra 135.92 136.68 136.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.8625 Hrávöruverð Gull 1464.9 ($/únsa) Ál 1743.5 ($/tonn) LME Hráolía 62.28 ($/fatið) Brent ● Útflutningsverðmæti íslenskra sjáv- arafurða jókst talsvert á fyrstu níu mánuðum þessa árs frá því sem var sama tímabil í fyrra. Þannig hafa verið fluttar út afurðir fyrir 192 milljarða króna í ár, en 171,6 milljarða fyrstu níu mánuði ársins 2018. Vekur athygli að verðmætaaukning skuli verða þrátt fyrir loðnubrest á þessu ári. Á þetta er bent í nýrri Hagsjá Landsbankans. Skýringanna er að leita í talsverðri veikingu krónunnar en gengisvísitala krónunnar var 11,7% hærri á fyrstu níu mánuðum ársins, en var fyrstu níu mánuði síðasta árs. Mælt í erlendri mynt hefur verð sjávarafurða hækkað um 8,2% á fyrstu þremur fjórðungum ársins en til samanburðar nefnir Lands- bankinn að verðvísitala Matvælastofn- unar á kjöti hafi hækkað um 2,5% milli sömu tímabila. Bendir bankinn á að verð á íslenskum sjávarafurðum hafi hækkað um 50% frá árinu 2010 á meðan verðhækkun á kjöti nemi yfir sama tímabil 20% (íslenskar sjávaraf- urðir fara þó ekki allar beint til mann- eldis heldur eru einnig unnar í fóður og fleira). Vekur Landsbankinn athygli á því að verð á humri hafi hækkað um 30% frá fyrra ári og nefnir að hækk- unina megi líklega rekja til mun minna framboðs á humri á markaði. Verð íslenskra sjávar- afurða í hæstu hæðum STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Sérstakar tryggingar gegn net- árásum og tölvuglæpum er ung og afar sérhæfð grein innan trygg- ingageirans, eins og fram kom á fundi um málið á Grand hóteli í gær. Þar var aðalfyrirlesari Anthony Herring, yfirmaður staf- rænna trygginga fyrir Norðurlönd- in hjá Marsh JLT í London, stærstu tryggingamiðlun í heimi. Að fundinum stóð vátrygginga- miðlunin Consello, sem á í sam- starfi við Marsh JLT um þessa nýj- ung. Tvær gerðir fyrirtækja Eins og Morgunblaðið hefur fjallað um hafa íslensk fyrirtæki orðið fyrir þó nokkru tjóni af völd- um tölvuþrjóta síðustu misseri, en þar er mannlegi þátturinn veikasti hlekkurinn eins og Valdimar Ósk- arsson, framkvæmdastjóri upplýs- ingaöryggisfyrirtækisins Syndis, kom inn á í ræðu sinni á fundinum. Sagði Valdimar meðal annars að til væru tvær gerðir fyrirtækja, þau sem hafi verið „hökkuð“ og hin sem ekki vita af því að þau hafi verið hökkuð. Þá sagði Valdimar að tölvuglæpir væru taldir þriðja stærsta ógn samtímans. Herring sagði í samtali við Morgunblaðið eftir fundinn að upp- haf sérstakra trygginga gegn net- glæpum megi rekja 15-20 ár aftur í tímann til Bandaríkjanna, þar sem fyrst um sinn hafi þær snúist um skaðabætur til einstaklinga vegna brota sem sneru að því að misfarið hafi verið með persónuupplýsingar. Hann segir að slíkar tryggingar hafi ekki farið jafn snemma af stað í Evrópu þar sem löggjöfin varð- andi persónuupplýsingar hafi verið önnur. Sagði Herring að með tím- anum, og aukinni tækniþróun, þar á meðal síaukinni tengingu allra hluta, eins og með hlutanetinu svo- kallaða (e. internet of things) hafi fyrirtæki farið að verða fyrir tekju- tapi vegna netglæpa, til dæmis ef framleiðsla stöðvaðist, eða ef versl- un gat ekki afgreitt greiðslur úr kassakerfum, eða tekið við greiðslum, vegna tölvuárása. Spurður um umfang þeirra bóta sem March hefur komið að, sagði Herring að í fyrra hafi fyrirtækið fylgt 80 bótakröfum eftir til enda. „Þetta eru kröfur er snúa að bótum vegna t.d. almannatengslaráðgjaf- ar í kjölfar netárása, tölvuráðgjaf- ar, lögfræðilegrar ráðgjafar, skerð- ingar á viðskiptum og slíku,“ segir Herring. Hann segir að hæsta upp- hæðin sem viðskiptavinur March hafi fengið í bætur í fyrra hafi verið 300 milljónir Bandaríkjadala, eða 37 milljarðar íslenskra króna. Al- gengustu upphæðirnar séu hins- vegar 1-2 milljónir dala. Eins og Herring fór yfir á fund- inum gerði norski álrisinn Norsk Hydro ráð fyrir að verða fyrir 60 milljóna evra tjóni vegna netglæpa á þessu ári, en fyrirtækið væri þó einungis tryggt fyrir 10 milljóna evra tjóni. Herring segir að nokkuð sé um að venjulegar tryggingar nái yfir netglæpi að einhverju leyti, einkum vegna þess að þeir séu ekki skil- greindir sérstaklega inni í trygg- ingunum. Öruggast sé að vera með sérstakar tryggingar vegna þessa. Tryggingar gegn netglæp- um er ung og sérhæfð grein Morgunblaðið/Þóroddur Bjarnason Tryggingar Anthony Herring frá March JLT ræddi um tryggingar vegna netárása og tölvuglæpa á Grand hóteli. Bætur » March JLT afgreiddi 80 bótakröfur fyrir sína við- skiptavini í fyrra. » Breska flugfélagið British Airways varð fyrir áætluðu 200 milljóna evra tjóni í fyrra af völdum netglæpa. » Eitt af því sem tryggingin nær yfir er endurheimt gagna. » Ef ímynd verður fyrir tjóni eru bætur einnig í boði.  Þriðja stærsta ógn samtímans  Hæstu bætur 37 milljarðar króna 2018 Ekki hefur komið til tals að Íslensk verðbréf (ÍV) hætti að annast milli- göngu um fjármögnun á flugfélaginu Play. Þetta segir Jóhann M. Ólafs- son, framkvæmdastjóri ÍV, í samtali við Morgunblaðið. Fram kom í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðs- ins, í gær að erfiðlega gengi að fá innlenda fjárfesta til þess að koma að fjármögnun félagsins og var 10% hækkun hlutabréfaverðs Icelandair Group á þriðjudag rakin til þess í frétt blaðsins. Morgunblaðið fékk spurnir af því fyrr í vikunni að ÍV hefðu ætlað að segja sig frá verkefn- inu og að það hefði haft áhrif á verð- myndun með bréf Icelandair á þriðjudag. Blaðið bar það undir Jó- hann sem kvað þær sögur vera úr lausu lofti gripnar. Ekki hefði verið minnst einu orði á slík áform innan fyrirtækisins. Forsvarsmenn flug- félagsins fengu ÍV til þess að hafa milligöngu um öflun hlutafjár upp á 12 milljónir evra, um 1,7 milljarða ís- lenskra króna, fyrir 50% hlut í félag- inu. Að sögn Maríu Margrétar Jó- hannsdóttur, upplýsingafulltrúa Play, gengur hlutafjársöfnunin vel og er á lokametrunum. Segir hún fyrirtækið finna fyrir miklum stuðn- ingi, sér í lagi frá aðilum innan ferða- þjónustunnar, um að koma flugfélag- inu á laggirnar. Segir hún að Play stefni á að hefja sölu á flugmiðum í lok nóvember eða í byrjun desem- ber. Hlutabréf Icelandair lækkuðu í gærdag, um tæp 4,98% í 213 milljóna króna viðskiptum og hafa bréf fé- lagsins sveiflast verulega undan- farna mánuði en frá áramótum hefur gengi félagsins lækkað um 21%. Fyrir ári nam gengi Icelandair 12,15 kr. og hefur það því lækkað um 39% frá þeim tímapunkti en þá hafði ný- lega gengið í gegn mikil hækkun á bréfum félagsins sem hafði þá í hyggju að taka yfir WOW air. Morgunblaðið/Hari Flug Forsvarsmenn Play leita nú til innlendra fjárfesta um fjármögnun. Segja öflun hluta- fjár á lokametrum  Ekki komið til tals að ÍV hætti að annast milligöngu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.