Morgunblaðið - 21.11.2019, Qupperneq 68
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is
laugardaga og sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-18:30
14. - 25. NÓVEMBER
SIRIUS LIVA 80 ljós. Hjarta.
Ø64 cm. 6.995 kr.Nú 5.596 kr.
Bordstofudögum- t
20-40%
AF ÖLLUM
BORÐSTOFUHÚSGÖGNUM
& BORÐBÚNAÐI
20%
AF JÓLAVÖRUM
LÝKUR ÁMÁNUDAG
NÝR LITUR: RAWMATARSTELL.Metallic brown.
Matardiskur. Ø28 cm. 2.395 kr.Nú 1.916 kr. Hliðardiskur. Ø23 cm.
1.995 kr.Nú 1.596 kr. Hliðardiskur. Ø20 cm. 1.795 kr.Nú 1.436 kr.
Súpuskál. Ø19,4 cm. 1.995 kr.Nú 1.596 kr.
Skál. Ø13,5 cm. 1.795 kr.Nú 1.436 kr. Kanna með handfangi 30cl.
1.495 kr.Nú 1.196 kr. Bolli 30cl. 1.395 kr.Nú 1.116 kr.
Verkið „The speaking silence“ eftir
Matthew Brown verður flutt á há-
degistónleikum í Fríkirkjunni í
Reykjavík í dag, kl. 12, í tónleika-
röðinni Á ljúfum nótum. Flytjendur
eru Margrét Hrafnsdóttir sópran og
gítarleikararnir Svanur Vilbergs-
son, Þröstur Þorbjörnsson, Þór-
arinn Sigurbergsson og Arnþór
Guðjónsson.
Tónverk fyrir sópran
og gítara í Fríkirkjunni
FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 325. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Grasvallatæknifræðingurinn Bjarni
Þór Hannesson segir ekkert mál að
spila fótboltaleiki á Íslandi í mars
en til þess þurfi almennilegan
grasvöll. Ísland á leik við Rúmeníu
eða Ungverjaland í umspili EM karla
í fótbolta í mars og óttast margir
að Laugardalsvöllur verði ekki leik-
fær og flytja þurfi leikinn til
Danmerkur. »55
Víða spilað á grasi í
snjókomu og frosti
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Víkingur varð Íslandsmeistari í fót-
bolta 1991, tryggði sér titilinn með
3:1 sigri á Víði í síðustu umferð eftir
að hafa verið 1:0
undir í hálfleik í
Garðinum. „Það
var ánægjulegt
að sjá boltann í
netinu,“ sagði
Helgi Bjarnason
þá við Morg-
unblaðið um
fyrsta mark gest-
anna. „Jöfn-
unarmarkið var
byrjunin á skrefinu að bikarnum og
það gaf okkur þann aukakraft sem
þurfti til að ná því markmiði.“
Nú um 28 árum síðar er Helgi for-
stjóri VÍS og á meðal starfsmanna
fyrirtækisins eru margir sem hafa
náð langt í íþróttum og fagnað
glæstum sigrum í ýmsum greinum
eins og fótbolta, vaxtarrækt, hand-
bolta, dansi, körfubolta og hjól-
reiðum.
„Ég hef ekki orðið svo frægur að
hampa bikar í dansi en eftirminni-
legasti sigurinn er þessi í Garðinum,
sem tryggði okkur Víkingum Ís-
landsmeistaratitilinn 1991,“ rifjar
hann upp. „Ég hélt að mín yrði
minnst fyrir að hafa skorað þetta
fyrsta mark en enginn man eftir því
heldur bara fyrirgjöfinni frá Bjössa
Bjartmarz, sem kom inn á sem vara-
maður í byrjun seinni hálfleiks og
skoraði svo hin tvö mörkin.“
Öflugur hópur
Hátt í 30 starfsmenn VÍS hafa
unnið til titla í íþróttum auk þess
sem margir aðrir lifa á fornri frægð.
Fyrir utan þá sem eru á myndunum
má nefna handboltamennina Þráin
Ásmundsson og Elvar Guðmunds-
son, körfuboltamanninn Guðna Ólaf
Guðnason og fótboltakempur eins og
Arnar Má Björgvinsson, Davíð Sæv-
arsson, Reyni Leósson, Alex Frey
Hilmarsson, Gunnar Ormslev, Val-
geir M. Baldursson, Þorvald Þor-
steinsson, Ingva Hrafn Ingvason,
Davíð Sævarsson, Gunnar Hilmar
Kristinsson, Óttar Stein Magnússon
og Snæbjörtu Pálsdóttur.
Helgi segir að afreksfólk í íþrótt-
um sé ekki vísvitandi ráðið til starfa
hjá fyrirtækinu. „Margt afreksfólk
hefur ráðist til starfa hjá okkur og
það endurspeglast svo í miklum
keppnisanda og stemningu í fyrir-
tækinu,“ segir hann.
Fjölbreytileikinn í hópi starfs-
manna er mikilvægastur, að mati
Helga. „Rétt eins og í íþróttum þarf
mismunandi fólk í mismunandi stöð-
ur og góð og rétt blanda nær bestum
árangri. Þú þarft bæði fólk í vörn og
sókn til að vinna leiki.“
Helgi segir að hver íþróttatitill
starfsmanns eða starfsmanna liti
daginn og umræðuna. „Hver hefur
sína skoðun og ekki eru allir KR-
ingar, þó að þeir hafi orðið meist-
arar, en allir hafa gaman af því að
tala um árangurinn og fylgjast með.
Fyrir vikið verða umræður oft fjör-
ugar og skemmtilegar í kaffinu.“
Þegar titill kemur í hús reyna
starfsmenn VÍS að gera sér daga-
mun, að sögn Helga. „Við sam-
fögnum með okkar fólki,“ segir hann
og vísar meðal annars til þess að fólk
hafi komið saman í höfuðstöðvunum
fyrir bikarúrslitaleik Víkings og FH
í fótboltanum í haust. „Við reynum
að fagna á góðan og hóflegan máta,
því alltaf er gaman að taka þátt í
sigrum, stórum og smáum.“
Morgunblaðið/Eggert
Íþróttakappar hjá VÍS Efri röð frá vinstri: Rúnar Örn Ágústsson hjólreiðakappi, Halldór Smári Sigurðsson knatt-
spyrnumaður, Guðmundur Birkir Ægisson handboltamaður, Björn Steffensen körfuboltamaður, Guðmundur Ped-
ersen handboltamaður og Kristján Finnbogason knattspyrnumaður. Fremri röð frá vinstri: Árni Henrý Gunnarsson
dansari, Þórir Sigfússon knattspyrnumaður, Bjarni Guðjónsson knattspyrnumaður, Helgi Rúnar Jónsson knatt-
spyrnumaður, Gísli Örn Reynisson Schram vaxtarræktarmaður og Gunnar Örn Jónsson knattspyrnumaður.
Mörk gleymast ekki
Margir starfsmenn VÍS hafa náð langt í íþróttum
Helgi
Bjarnason
Í kvöld kl. 20 verður boðið upp á
dagskrána „Kvöldstund með Mous-
taki“ í menningarhúsinu Hannesar-
holti. Gérard Lemarquis mun segja
frá Georges Moustaki, einu ástsæl-
asta söngvaskáldi Frakka (1934-
2013), og kynna nokkur kunnustu
laga hans sem hljómsveitin Les
Métèques túlkar. Sveitina skipa
þau Anna Von Heynitz á
fiðlu, Ásta Ingibjarts-
dóttir sem syngur, Eyj-
ólfur Már Sigurðs-
son sem
syngur og
leikur á gít-
ar og Olivier
Moschetta
bassaleik-
ari.
Georges Moustaki
kynntur í tali og tónum