Morgunblaðið - 21.11.2019, Page 54

Morgunblaðið - 21.11.2019, Page 54
54 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2019  Aðalsteinn Eyjólfsson hættir störf- um sem þjálfari þýska handknattleiks- liðsins Erlangen að þessu tímabili loknu. Félagið tilkynnti þetta á heima- síðu sinni í gær og að núverandi fyr- irliði og fyrrverandi landsliðsmaður Þjóðverja, Michael Haass, muni taka við starfinu. Aðalsteinn hefur stýrt Er- langen í tvö ár og liðið hefur siglt lygn- an sjó í þýsku 1. deildinni þar sem það er núna í 12. sæti, tíu stigum á eftir toppliðum Flensburg og Hannover- Burgdorf. Aðalsteinn hefur þjálfað þýsk karlalið í ellefu ár samfleytt, var áður með lið Hüttenberg, Eisenach og Kassel, en hann þjálfaði kvennalið Wei- bern tímabilið 2004-2005 og síðan kvennalið Stjörnunnar í þrjú ár þar á eftir.  LeBron James náði þeim einstæða árangri í fyrrinótt að hafa náð þre- faldri tvennu gegn 30 liðum í NBA- deildinni í körfuknattleik. Það þýðir að hann hefur náð tveggja stafa tölu, minnst 10, í þremur lykilþáttum, stig- um, fráköstum og stoðsendingum, í sama leiknum. James náði þessu í sigri LA Lakers á Oklahoma City Thun- der en hann skoraði 22 stig, tók 11 fráköst og átti 10 stoð- sendingar í sigri La- kers, 112:107. Russell Westbrook átti metið, 29 lið, og gæti jafnað við James á ný í vet- ur ef honum tekst að skora þrefalda tvennu gegn sínu gamla félagi, Oklahoma City Thunder. Eitt ogannað MOURINHO Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Nei, ég elska stuðningsmenn Chelsea of mikið,“ sagði José Mour- inho árið 2015 þegar hann var spurð- ur hvort hann hefði íhugað að taka við Tottenham þegar honum var boð- ið starfið haustið 2007. Í gær var þessi 56 ára gamli Portúgali samt sem áður kynntur sem nýr knatt- spyrnustjóri Tottenham til ársins 2023. Stuðningsmenn, leikmenn og for- ráðamenn Tottenham eru orðnir langeygir eftir verðlaunagrip í safnið eftir að hafa ekki unnið titil í rúman áratug, eða síðan liðið vann deildabik- arinn árið 2008. Það er eini titill fé- lagsins á þessari öld. Mourinho hefur unnið til verðlauna hjá hverju einasta félagi sem hann hefur stjórnað, frá því að hann tók við Porto árið 2002. Tottenham vantar titil + Mourinho vinnur alls staðar titil = Daniel Levy tók hárrétta ákvörðun með því að ráða þennan einstaka knatt- spyrnustjóra. Stjóri á niðurleið En málið er ekki endilega alveg svo einfalt. Mourinho tekur við Tottenham í 14. sæti ensku úrvals- deildarinnar, ellefu stigum frá Meist- aradeildarsæti, og liðið hefur ekki unnið útileik á Englandi síðan í jan- úar. Stjörnuleikmenn liðsins hafa virkað áhugalausir og gengið verið slæmt síðasta árið, ef frá er talið ævintýri liðsins í Meistaradeild Evr- ópu sem lauk í úrslitaleik í vor. Mour- inho hefur sömuleiðis náð sífellt verri árangri eftir því sem árin hafa færst yfir. Í síðasta starfi hans, sem stjóri Manchester United, vann hann sína titla í deildabikarnum og Evr- ópudeildinni, sem og reyndar Sam- félagsskjöldinn, á sínu fyrsta tímabili en svo ekki söguna meir. Áður hafði hann unnið tvennu með Chelsea 2015 en skildi svo við liðið í fallbaráttu í desember sama ár. Kröfuharður um kaup og kaup En Mourinho hefur unnið stóra titla þar sem hann er við stjórnvölinn, og þess vegna er Levy tilbúinn að greiða honum nærri tvöföld árslaun forvera hans, Mauricio Pochettino. Mourinho mun pottþétt gera fleiri kröfur. Í ljósi sögunnar má fastlega búast við því að hann vilji eyða háum upphæðum í leikmenn, nú hjá félagi sem að sleppti því að kaupa menn í tveimur félagaskiptagluggum í röð þar til síðasta sumar. Pochettino var frekar opinskár með óánægju sína yf- ir kaupastefnu Levys, eða „ekki kaupa“-stefnu, og það hve langan tíma tók að koma liðinu fyrir á nýjum heimavelli, en Mourinho er samt langtum ólíklegri til þess að bera harm sinn í hljóði verði hlutirnir ekki eftir hans höfði. Eins og fyrr segir hefur Totten- ham áður reynt að fá Mourinho, en það var þegar Portúgalinn var rekinn frá Chelsea í fyrra skiptið, árið 2007. Mourinho samdi um það við Chelsea að stýra ekki öðru liði á Englandi í tvö ár, en Tottenham var reiðubúið að greiða nágrönnum sínum bætur til að tryggja sér stjórann, sem kvaðst hins vegar ekki hafa haft áhuga á því á þeim tíma. Tottenham er á góðri leið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu, og leikur eins og önnur úrvalsdeildarlið í 64-liða úrslitum enska bikarsins í byrjun næsta árs. Þarna liggja því strax vonir fyrir liðið um að vinna langþráð verðlaun, og markmið Mourinho verður einnig að koma lið- inu í Evrópusæti í úrvalsdeildinni þó að langur vegur sé upp í 4. sætið. En gangi hlutirnir ekki upp hjá þeim Levy standa þeir ansi berskjaldaðir nú þegar hinum vinsæla Pochettino, sem stóð sig um margt frábærlega í starfi, hefur verið vísað frá. Eitt er víst, að Tottenham verður áberandi í fréttum og fyrirsögnum næstu mánuðina. Fá titlasafnara til að bæta úr titlaleysinu  Hverju skilar djörf ákvörðun Tottenham um að ráða Mourinho? AFP Ég sé um þetta José Mourinho klappar forvera sínum Mauricio Pochettino á kinn eftir viðureign Manchester United og Tottenham á sínum tíma. José Mourinho » Verður 57 ára í janúar og hefur verið knattspyrnustjóri í 19 ár. » Evrópumeistari með Porto 2004 og Inter 2010, portú- galskur meistari 2003 og 2004, enskur meistari 2005, 2006 og 2015, ítalskur meist- ari 2009 og 2010 og spænskur meistari 2012. Forystan sem Liverpool er komið með í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir sigurinn á Man- chester City fyrir landsleikjafríið, 3:1, er mesta forskot sem lið hefur náð í deildinni að tólf umferðum loknum í 26 ár. Liverpool er með 34 stig af 36 mögulegum eftir ellefu sigra og eitt jafntefli og er átta stigum á undan næstu liðum sem eru Leic- ester og Chelsea með 26 stig og átta sigurleiki hvort. Haustið 1993 var Manchester United, undir stjórn Alex Fergu- sons, í enn betri stöðu en þetta. United hafði þá um vorið krækt í sinn fyrsta meistaratitil í 26 ár, eða frá 1967. Liðið vann tíu af fyrstu tólf leikjum sínum, gerði eitt jafntefli og tapaði einum, og var því með 31 stig að tólf umferð- um loknum, þremur minna en Liv- erpool er með nú. Hins vegar var forskotið níu stig því næstu lið á eftir voru Norwich og Arsenal með 22 stig. Þegar upp var staðið vann Man- chester United sinn annan meist- aratitil í röð og fékk 92 stig en þá voru leiknir 42 leikir en ekki 38 eins og í dag þar sem 22 lið voru í deildinni í stað 20. United fékk að lokum átta stigum meira en næsta lið, Blackburn Rovers, sem hreppti silfurverðlaunin með 84 stig. Keppni í úrvalsdeildinni fer af stað á ný á laugardaginn en þá á Liverpool útileik gegn Crystal Palace. Leicester, sem er í öðru sæti, sækir Brighton heim og stór- leikur helgarinnar er viðureign Manchester City og Chelsea, lið- anna í fjórða og þriðja sæti, en þau eigast við á Etihad-leikvanginum í Manchester klukkan 17.30 á laug- ardag. vs@mbl.is Mesta forskot í deildinni í 26 ár AFP Liverpool Jürgen Klopp og Moha- med Salah mæta Palace næst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.