Morgunblaðið - 21.11.2019, Page 41

Morgunblaðið - 21.11.2019, Page 41
UMRÆÐAN 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2019 „Borgarbúar“ við þurfum ykkar aðstoð í baráttunni við borgaryfirvöld Í átta ár hafa rekstraraðilar á Laugavegi og neðri hluta Skólavörðustígs staðið í stríði við borgaryfirvöld vegna götulokanna. Afgerandi meirihluta rekstraraðila er alfarið á móti þessum lokunum, enda hafa þær skaðað rekstur og neytt marga til að loka eða flytja verslanir sínar. Við höfum séð á eftir mörgum verslunum sem settu svip sinn á göturnar og gerðu þær eftirsóknarverðar til að heimsækja. Stór hluti verslana á þessu svæði eru fjölskyldufyrirtæki sem hafa byggt upp sína starfsemi áratugum saman, meira að segja tvö í 100 ár og lengur. Fyrirhugaðar eru allsherjar lokanir, allt árið um kring frá Snorrabraut að Lækjargötu og neðri hluta Skólavörðustígs. Þetta mun endanlega ganga frá mörgum verslunum, þær loka eða flytja. Reynslan af sumarlokunum er mjög slæm, hvað þá ef veturinn bætist við lokanir. Það má segja að þetta sé aðför að verslun og þjónustu. Við viljum vera áfram í miðborginni og bjóða ykkur uppá fjölbreytta verslun og góða þjónustu. Án okkar verður lítið að sækja á Laugaveginn og nágrenni. Þetta er barátta uppá líf eða dauða fyrir marga rekstraraðila. STÖÐVUM FLÓTTANN 74% Á MÓTI LOKUNUM Samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Miðborgina okkar og Samtök verslunar- og þjónustu eru 74% rekstraraðila sem tóku afstöðu á Laugavegi og Bankastræti frá Snorrabraut að Lækjargötu á móti götulokunum. Það gera þrír af hverjum fjórum. ÁKALL TIL BORGARBÚA Góðir borgarbúar! Við biðjum ykkur að standa með okkur! Aðgerðarhópurinn Björgum miðbænum Kannski skilja ekki allir orðið tvískinn- ungur þannig að ég ætti kannski að tala al- veg tæpitungulaust. Eru frændur okkar Norðmenn alveg að tapa glórunni? Á með- an við horfum á hin geigvænlegu áhrif hlýnunar á jörð okkar þá virðist Mammon hafa svo mikil áhrif á huga Norð- manna að þeir ekki bara leita nýrra olíusvæða innan sinna landamæra heldur eru að taka í notkun eitt stærsta olíusvæði sem þeir hafa fund- ið fram til þessa á sínu landgrunni. Eru virkilega áhrif hinna illu afla sem virðast reyna að ná áhrifum á jörð vorri svona svakaleg að mönnum finnist bara allt í lagi að sækja á miðin á meðan einhverjir aurar kunna að sjást eða finnast? Án þess að þurfa að hugsa um afleiðingar gjörða sinna sama hversu svakalegar þær kunna að verða fyrir jörð okkar eða mann- kynið í heild. Ég bið góðan Guð að ekki verði farið svo mikið sem að leita að olíu á okkar miðum hvað þá vinnslu á henni. Enda mun það svo torsóttur möguleiki að varla mun nokkurn tím- ann verða úr slíkum framkvæmdum. Til hamingju Íslend- ingar að eiga slíkan ráð- herra sem hana Katrínu Jakobsdóttur, hún talar tæpitungulaust um um- hverfisáhrifin á jörð okkar. Þarna fer kona sem gerir sér góða grein fyrir hættum þeim sem að okkur kunna að steðja með þessari óvarkárni sem við jarðarbúar sýnum í umgengni við auðlindir vorar. Skorum því á vini okkar Norðmenn að sýna gætni í umgengni við auðlind- ir sínar, þó að á stundum komi kannski stór dollaraglampi fram í augum þeirra. Guð blessi Ísland. Tvískinnungur Norðmanna Eftir Hjálmar Magnússon Hjálmar Magnússon »Ég bið góðan Guð að ekki verði farið svo mikið sem að leita að olíu á okkar miðum hvað þá vinnslu á henni. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri. Eftir að ég varð at- vinnulaus í sumar sótti ég ekki um önn- ur störf. Í sumar þurfti ég að segja starfinu mínu upp þar sem ekki voru nægir peningar í verkefninu til að borga mér laun en ég tala meira um það hér. Það fyrsta sem ég gerði var að meta stöðuna og reyna komast að því hvað mig langaði að gera – vegna þess að ekkert fyrirtæki kallaði til mín. Í staðinn ákvað ég að vinna að verkefninu Reboot Hack sem ég hafði stofnaði ári áð- ur ásamt skólasystrum mínum. Reboot Hack er hakkaþon fyrir háskólanema en hakkaþon er nýsköpunarkeppni sem fer fram á 24 tímum þar sem fyrirfram ákveðnar áskoranir frá íslenskum fyrirtækjum eru lagðar fyrir sem þátttakendur þurfa svo að þróa og að lokum kynna hugmyndir sínar að lausnum. Eftir að hafa lokið fyrsta fjár- mögnunarfasa Reboot Hack í byrj- un september komumst við að því að jarðvegurinn er grýttari en við höfðum talið og mér ljóst að ég gæti ekki fengið greitt fyrir vinn- una mín hjá Reboot Hack. Ég opn- aði því fyrir það að taka að mér aukaverkefni til að halda mér uppi. Fyrsta verkefnið sem ég tók að mér var í gegnum fyrri samstarfs- aðila Reboot Hack 2019. Verkefnið fólst í því að vera ráðgjafi við fram- kvæmd hakkaþons á vegum Snjall- borgarinnar, verkefnis á vegum Reykjavík- urborgar. Þar gat ég nýtt þá þekkingu og færni sem ég hef öðl- ast í gegnum störf mín við hakkaþon ásamt færni minni í sam- skiptum og við- burðastjórnun. Það spurðist út og stuttu seinna fékk ég annað hakkaþonsverkefni upp í hendurnar en í það skipti var mér falið að sjá um alla framkvæmd hakkaþons- ins. Þegar á leið það verkefni kom í ljós að ekki var til nægt fjármagn ásamt því að ekki var nægjanlegur tími til stefnu til þess að klára allt sem þurfti. Því var ákveðið að hætta við framkvæmdina. Þá sömu viku kom upp í hendurnar á mér annað hakkaþon – í þetta skipti fyrir Tónlistarborgina Reykjavík en hakkaþonið fór fram undir leið- sögn MIT Bootcamps sem byggist á hugmyndafræði frá sérfræðingum við MIT-háskólann og einblínir á hvernig á að leiða hópa í hug- myndavinnu. Starf mitt síðustu mánuði hefur því þróast í það að vera hakkaþonr- áðgjafi, sem er blanda af verkefna- stjórnun, viðburðastjórnun, mark- aðsstörfum og almannatengslum. Ég hef þróað með mér enn betri færni til þess að vinna sjálfstætt sem og hæfileikann til þess að koma inn í teymi og vinna samhliða þeim á mest krefjandi tímum verk- efnisins. Starfið felur í sér að geta haldið mörgum boltum á lofti frá mismunandi verkefnum. Það felur í sér mikið skipulag og úthald þar sem fundir eru margir þegar nær líður hakkaþonunum sjálfum, sem og hakkaþonin sjálf krefjast mik- illar viðveru þegar að þeim loksins kemur. Ég hef kynnst fjölmörgu fólki innan nýsköpunarsenunnar ásamt því að hafa myndað tengsl milli þeirra verkefna sem finna má í mínu umhverfi og hvatt fólk til þess að taka þátt í gegnum það sterka tengslanet sem ég hef þróað í gegnum störf mín. Það skiptir mig miklu máli að tengja þessi verkefni saman og hakkaþon- áhugafólk ætti að geta sótt öll þau hakkaþon sem eru í boði á Íslandi. Þegar ég var yngri dreymdi mig alltaf um að vinna við eitthvað sem hefði ekki enn verið fundið upp. Síðustu ár hef ég síðan stefnt að því að vinna við krefjandi og sí- breytilegt starf sem krefst þess að ég leggi mig stöðugt fram um að læra eitthvað nýtt. Að geta fylgt þessu eftir, uppfyllt markmiðin og skapað mér mín eigin tækifæri hef- ur verið gríðarlega lærdómsríkt. Í dag er ég gríðarlega stolt af því að hafa tekist að skapa mér tíma- bundna atvinnu sem hakkaþonr- áðgjafi. Ef þú hefur áhuga á því að halda hakkaþon, kynnast hug- myndafræðinni betur eða taka þátt í Reboot Hack ekki hika við að hafa samband. Ég er hakkaþonráðgjafi, en þú? Eftir Kristjönu Björk Barðdal » Starfið felur í sér að geta haldið mörgum boltum á lofti frá mis- munandi verkefnum. Kristjana Björk Barðdal Höfundur er framkvæmdastjóri Reboot Hack. Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.