Morgunblaðið - 21.11.2019, Page 10

Morgunblaðið - 21.11.2019, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2019 94% ökumanna finnst þeir öruggari með EyeSight tækni Þú fyllist hugarró þegar þú veist að bíllinn þinn skerst í leik og aðstoðar þig við að koma í veg fyrir árekstur. Hann gerir þér einnig kleift að leggja áreynslulaust í þröngt stæði með aðstoð myndavélar sem sýnir nálægð við gangstéttarbrún. EyeSight er staðalbúnaður í öllum Subaru Forester. www.subaru.is Komdu til okkar og reynsluaktu nýjum Subaru Forester Subaru Forester Gerður til að kanna ætlaður til að ferðast E N N E M M / S ÍA / N M 9 6 1 4 9 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 /www.bl.is Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Dómsmálaráðuneytið hefur undan- farið keypt þjónustu hjá Attentus – mannauði og ráðgjöf vegna stjórn- endaþjálfunar, ráðninga og ráðgjafar í starfsmannamálum. Verkefnin voru aðskilin og þótti umfang þeirra ekki gefa tilefni til að leita tilboða. Þetta kemur fram í svari dóms- málaráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins. Tilefnið er umfjöllun blaðsins um viðskipti ríkisstofnana við Attentus. Þau námu alls 44,4 milljónum króna á tímabilinu frá september 2018 til og með 31. október 2019. Þar af keypti dómsmálaráðuneytið þjónustu fyrir 2,8 milljónir á tímabilinu. Þá fékkst það svar frá félagsmála- ráðuneytinu að velferðarráðuneytið hefði keypt þjónustu af Attentus vegna ráðgjafarþjónustu ásamt láni á mannauðsstjóra. Alls á þriðju milljón króna Spurt var um þrjá reikninga, alls að fjárhæð 2,15 milljónir króna, sem samkvæmt vefsíðunni opnirreikning- ar.is voru stílaðir á velferðarráðu- neytið. Velferðarráðuneytinu var skipt í tvö ráðuneyti um síðustu ára- mót. Einn reikninganna, að fjárhæð 596 þúsund, var gefinn út eftir það. Það svar fékkst frá félagsmálaráðu- neytinu að ekki hefði verið leitað til- boða vegna þessara viðskipta. Dómstólasýslan keypti þjónustu hjá Attentus fyrir rúmar þrjár millj- ónir króna á tímabilinu. Það svar fékkst frá Dómstólasýslunni að til- efnið var aðstoð við stefnumótunar- vinnu, ráðningar starfsfólks og stjórnendaþjálfun. Ekki var talið til- efni til að leita tilboða í verkefnin „þar sem umfang gaf ekki tilefni til“. Morgunblaðið hefur einnig sent fyrirspurn til forsætisráðuneytisins sem ekki hefur verið svarað. Hins vegar bárust svör frá Um- hverfisstofnun, lögreglunni á Suður- nesjum og Héraðsdómi Reykjavíkur vegna viðskipta við Attentus. Í öllum tilvikum var ekki leitað tilboða vegna þjónustunnar. Þá leitaði umhverfisráðuneytið heldur ekki tilboða en viðskiptin við Attentus voru samkvæmt þjónustu- samningi. Ráðuneytið var stærsti viðskiptavinur Attentus hjá hinu opinbera á tímabilinu, keypti þjón- ustu fyrir alls 16,3 milljónir króna. Hjá Héraðsdómi Reykjavíkur (HDR) fengust þær upplýsingar að rammasamningur um rekstrarráð- gjöf hefði tekið gildi 14. nóvember 2018. Þegar viðskipti HDR við Att- entus hófust í október 2018 hafi því enginn rammasamningur verið í gildi. Þá hafi hluti þeirrar þjónustu sem keypt var hjá Attentus verið markþjálfun; fræðslu- og þjálfunar- þjónusta sem ekki sé útboðsskyld. Viðskipti ríkisstofnana við Atten- tus voru til umræðu í tengslum við viðskipti félagsins við Vinnueftirlitið. Vegna óánægju starfsmanna var mannauðsstjóri Attentus látinn hætta störfum fyrir eftirlitið. Ber að leita tilboða Fram kom í Morgunblaðinu 7. nóv- ember að samningar ríkisstofnana um kaup á þjónustu frá fyrirtækinu Attentus – mannauði og ráðgjöf hafa verið utan rammasamninga við Rík- iskaup. Halldór Ó. Sigurðsson, for- stjóri Ríkiskaupa, sagði aðspurður að þegar ríkisstofnanir keyptu þjónustu utan rammasamnings væri þeim skylt að leita tilboða frá minnst þremur aðilum, svo að um eðlilega samkeppni væri að ræða í samræmi við lög um opinber innkaup. Tekjur Attentus jukust úr 166 milljónum 2017 í 215 millj. árið 2018. Leituðu ekki tilboða í viðskiptum við Attentus  Dómsmálaráðuneytið og velferðarráðuneytið fá ráðgjöf við ráðningar og þjálfun Morgunblaðið/Eggert Ráðgjöf Attentus selur þjónustu til fjölda ríkisstofnana og ráðuneyta. Morgunblaðið/Golli Velferðarráðuneytið Attentus seldi ráðuneytinu ráðgjöf og þjónustu. Ellefu aðildarfélög BHM héldu sam- eiginlegan baráttufund í gær. Á fund- inum var samþykkt ályktun þar sem fullum stuðningi er lýst við kröfur samninganefnda félaganna í yf- irstandandi kjaraviðræðum við ríkið. Eru viðsemjendur hvattir til að virða áunnin réttindi félagsmanna og þess krafist að í yfirstandandi kjara- viðræðum verði „raunveruleg skref tekin til styttingar vinnuvikunnar, án þess að kjör og réttindi verði skert“. Á fundinum fóru forsvarsmenn fé- laganna yfir stöðuna í viðræðunum við ríkið og kynntu helstu sjónarmið og áherslur. Kjarasamningar félag- anna við ríki og sveitarfélög hafa nú verið lausir í tæplega átta mánuði eða frá 1. apríl og hafa viðræður, enn sem komið er, skilað litlum árangri. Seinagangur í viðræðunum var enn fremur harmaður og kjararýrnun hafnað. Þá voru viðsemjendur hvattir til að virða áunnin réttindi fé- lagsmanna. Samningafundi í kjaradeilu Blaða- mannafélags Íslands og Samtaka at- vinnulífsins lauk á níunda tímanum í gærkvöld. Nýr fundur hefur verið boðaður klukkan 13.30 í dag. Fundur Félagsmenn 11 aðild- arfélaga fjölmenntu á fundinn. Harma seinagang  Áfram fundað hjá BÍ og SA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.