Morgunblaðið - 21.11.2019, Síða 1

Morgunblaðið - 21.11.2019, Síða 1
F I M M T U D A G U R 2 1. N Ó V E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  274. tölublað  107. árgangur  HUGRENNINGAR MIÐALDRA LJÓÐSKÁLDS ATVINNU- BLAÐ MORG- UNBLAÐSINS VEGLEGT BARNAÞING HEFST Í DAG FINNA VINNU 8 SÍÐUR SALVÖR NORDAL 24HALLA MARGRÉT 58 Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Ráðstefnuborgin Reykjavík (Meet in Reykjavík) finnur ekki fyrir sam- drætti í ferðaþjónustu, að sögn fram- kvæmdastjóra félagsins, Sigurjónu Sverrisdóttur. Ráðstefnum hefur fjölgað mjög síðustu ár og er útlit fyrir að þær verði enn fleiri á næsta ári, að sögn Sigurjónu. „Þetta er búið að vaxa mjög vel og fjöldi ráðstefna með fleiri gestum en 1.000 hefur tólffaldast í Hörpu síðan hún var opnuð. Það eru náttúrulega rosalega flottar tölur.“ Ráðstefnuborgin Reykjavík hefur það að markmiði að markaðssetja Reykjavík sem ráðstefnuborg. Um ástæður fyrir aukningunni segir Sigurjóna: „Þetta er árangur af átta ára vinnu hjá okkur. Þetta er rosalega ötult starf í að markaðssetja Ísland fyrir ráðstefnur og það er að skila sér.“ Einnig hefur tilkoma Hörpu haft mikil áhrif, en hún fær erlenda aðila í ráðstefnuhugleiðingum til að horfa til Íslands, að sögn Sigurjónu. „Margir horfa til Hörpu til að byrja með en fikra sig svo á þann stað í Reykjavík sem hentar best.“ Stefnir í stærðar ráðstefnuár  Ráðstefnum fjölgar á næsta ári  Enginn samdráttur í þeirri ferðaþjónustu MEnginn samdráttur… »38 Peningar fylgi » Ráðstefnuborgin Reykjavík telur mikil sóknarfæri í ferða- þjónustu sem tengist ráð- stefnum, fundum o.fl. » Slíkir ferðamenn komi með mikið fjármagn inn í landið. Björk Guðmundsdóttir er nú á tónleikaferð um Evrópu og liður í því voru tónleikar hennar á þriðjudagskvöld fyrir fullu húsi í O2-tónleika- höllinni í Lundúnum, 14.000 manns. Með Björk kom m.a. fram íslenski flautuseptettinn Viibra og Hamrahlíðarkórinn. Tónleikunum hefur ver- ið vel fagnað í breskum fjölmiðlum og meðal annars sagði gagnrýnandi Independent þá stór- kostlegt sjónarspil og gaf þeim fimm stjörnur. Ljósmynd/Santiago Felipe Stórkostlegt sjónarspil í Lundúnum ,,Ríkisendurskoðandi bendir á að ekki sé valkvætt að fara að lögum. Það er skylda RÚV ohf. að fara eftir þeim,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem birtar eru niðurstöður út- tektar á Ríkisútvarpinu ohf. Í skýrslunni er rakið að Rík- isútvarpið ohf. hafi ekki stofnað dótt- urfélög um annan rekstur en fjöl- miðlaþjónustu í almannaþágu þrátt fyrir lagalega skyldu þar um. Skýrslan var kynnt og rædd á fundi stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar Alþingis í gær og birt op- inberlega í kjölfarið. „Ríkisend- urskoðun tekur af öll tvímæli um nauðsyn þess að stofna dótturfélag fyrir samkeppnisrekstur og ég mun beina þeim tilmælum til stjórnar, að þeirri vinnu verði hraðað,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningar- málaráðherra. »8 og 18 Morgunblaðið/Eggert Ríkisútvarpið Úrbóta er þörf. Ekki val RÚV að fara að lögum Hildur Guðna- dóttir tónskáld er tilnefnd til Grammy- verðlaunanna 2020 fyrir tónlist sína við sjón- varpsþáttaröðina Chernobyl. Hild- ur er tilnefnd fyr- ir bestu tónlist í sjónrænum miðlum, en sá flokkur nær yfir kvikmyndir, sjónvarpsþætti og tölvuleiki. Tónlist Hildar í þáttunum hefur hlotið mikið lof og hefur hún þegar hlotið Emmy-verðlaun og World Soundtrack-verðlaun fyrir. Tónlist Hildar í stórmyndinni um Jókerinn hefur einnig vakið athygli. Myndin er sjöunda tekjuhæsta mynd ársins. Hildur hlaut Grammy- tilnefningu Hildur Guðnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.