Morgunblaðið - 21.11.2019, Page 45

Morgunblaðið - 21.11.2019, Page 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2019 ✝ Guðrún Krist-insdóttir, Njarðarvöllum 6 í Njarðvík, fæddist í Ósgerði í Ölfusi 17. maí 1932. Hún lést á Hjúkrunarheimili Hrafnistu á Nes- völlum í Reykja- nesbæ 12. nóvem- ber 2019. Hún var dóttir hjónanna Þóru Lilju Jónsdóttur, f. 8. apíl 1905, d. 26. desember 1970, og Eyjólfs Kristins Eyjólfssonar, f. 28. júlí 1888, d. ágúst 1970. Systkini Guðrúnar voru: Sigurjón, f. 20. júní 1944, d. 26. október 2018, Sólveig, f. 21. nóvember 1945, d. 21. október 2019, og Valdís Markús Vilbergsson, saman eiga þau þrjár dætur. 2) Eiríkur, f. 11.1. 1958, d. 8.1. 2018, maki Aðalheiður Héðinsdóttir, f. 23.4. 1958. Börn þeirra eru: a) Andr- ea, maki Hafþór Ægir Sigur- jónsson og sama eiga þau tvö börn, b) Héðinn, maki Kristrún Aradóttir, f. 30. 5.1989 og sam- an eiga þau eina dóttur, c) Berg- þóra sem á einn son. 3) Hörður, f. 3.10. 1964, maki Guðrún Finnsdóttir, f. 9. október 1965. Börn þeirra eru: a) Þór, sam- býliskona Hekla Jónsdóttir, b) Hrund, sambýlismaður Þórodd- ur Björn Þorkelsson og saman eiga þau þrjár dætur. Guðrún flutti ung í Keflavík og bjó nær alla tíð að Mávabraut 10b. Á yngri árum vann hún ým- is almenn störf, á ritsímanum, skrifstofustörf en lengst af var hún verslunarkona hjá Kaupfé- lagi Suðurnesja. Útför Guðrúnar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 21. nóvember 2019, klukkan 13. Petrína Halldórs- dóttir, f. 25. janúar 1922, d. 26. ágúst 1935. Guðrún giftist 5. febrúar 1955 Hilm- ari Péturssyni, f. 12. september 1931. Foreldrar hans voru Elin- björg Geirsdóttir, f. 22. apríl 1908, og Pétur Friðrik Jór- amsson, f. 18. október 1906. Börn Guðrúnar og Hilmars eru: 1) Kristinn, f. 24.10. 1955, maki Sara Bertha Þorsteinsdóttir, f. 31.12. 1955. Börn þeirra eru: a) Hilmar, sambýliskona Erla Rut Káradóttir, saman eiga þau tvö börn, b) Hildigunnur, maki Rafn Ég er stödd í vaskahúsinu á Mávabraut 10b í Keflavík. Þvottavélin er nýbúin að vinda og ég ætla að hjálpa Gunnu að hengja upp á innisnúrurnar. „Svona teygir maður úr skyrtu- ermunum og sléttar boðungana, já og teygja vel á buxnaskálm- unum svo þetta þorni fljótt og vel og þá þarf ekki nema rétt að renna yfir með straujárninu,“ segir Gunna. Þessi minning hef- ur fylgt mér í rúm 40 ár. Í hvert skipti sem ég tek úr þvottavél- inni kemur þessi minning og til- finningin um góða stund saman. Ró og notalegheit fylgja minn- ingunni og kannski er það ástæða fyrir því að mér hefur alltaf þótt gott og gaman að sýsla í þvotti. Svona geta einföld verk haft áhrif á mann út lífið. Að hengja upp á snúru, hús- móðir af bestu gerð og tilvon- andi tengdadóttir að sýsla sam- an, tala um alla heima og geima og í rauninni að kynnast. Við vissum ekki þá að við yrðum góðar vinkonur út ævina. Gunna sagði að hana hefði alltaf langað að eignast dóttur og þannig tók hún mér. Lét mig finna að ég væri hluti af hennar lífi og sagði mér líka til ef á þurfti að halda. Ég skildi það ekki þá og fannst hún stundum of afskiptasöm en hún kom fram við mig eins og strákana sína og gerði ekki greinarmun á tengdadóttur og syni. Þannig var hennar vænt- umþykja og elska til mín. Ég var ekki nema 17 ára þeg- ar ég fór að sofa á dýnu hjá Ei- ríki syni þeirra hjóna Guðrúnar og Hilmars. Oft var komið heim síðla kvölds eða jafnvel um miðjar nætur og alltaf þurfti að stoppa í eldhúsinu. Fá sér ristað brauð og kökur með mjólk. Í eldhúsinu hennar Gunnu komum við aldrei að tómum ísskáp eða kökuskúffum. Hún vissi að bit- inn hafði aðdráttarafl sem tog- aði á móti víni og djammi. Já, hún vissi hvernig best væri að eiga við villta stráka og kær- ustur. Gunna var létt og skemmtileg kona, ákveðin, samviskusöm, smekkleg og dugleg en umfram allt með stórt hjarta, góð mamma, tengdamamma og amma. Hún fylgdist með öllu sem strákarnir hennar voru að gera og var umhugað um þeirra velferð og þeirra fjölskyldur. Við eldhúsborðið á Máva- brautinni voru oft læti og gam- an þegar rætt var um pólitík eða málefni líðandi stundar. Gunna lá ekki á skoðun sinni og gaf ekkert eftir strákunum sín- um þremur og Hilla í rök- ræðum. Það er ekki hægt að minnast Gunnu án þess að nefna hana og samskipti hennar við barna- börnin sem vildu alltaf fara til Gunnu ömmu. Gista hjá henni og láta hana passa sig. Hlýjan og væntumþykjan var allt um lykjandi og alltaf til eitthvað gott að borða. Ekki skemmdi heldur fyrir að hún var örlátari á sykurinn í skyrið en foreldr- arnir og eins var rjómaís oft til í frystikistunni. Þegar barnabörnin voru í Fjölbrautaskóla Suðurnesja var farið til ömmu í hádeginu til að fá sér bita í rólegheitum. Alltaf hafði hún áhuga á að fylgjast með þeim og gera þeim gott. Þegar komið er að leiðarlok- um er það jú það sem mestu máli skiptir; að hafa átt góða ævi og geta notið þess að börn- unum vegnaði vel. Elsku Gunna, hafðu þökk fyrir allt og allt, minning þín mun lifa í hjarta okkar. Þín tengdadóttir, Aðalheiður Héðinsdóttir. Það er komið að því að kveðja Gunnu ömmu. Í mínum huga var amma eins og ömmur gerast bestar. Amma var mjög áhugasöm um barnabörnin sín og fylgdist vel með því sem við tókum okkur fyrir hendur. Hún sagði oft að það væri mikilvægt að leyfa barnabörnunum að koma til sín þegar þau væru ung því þá vildu þau koma í heimsókn þegar þau yrðu full- orðin. Í mínu tilviki stóðst þetta alveg, ég elskaði að heimsækja ömmu og afa, borða kökur og spjalla um daginn og veginn. Þegar ég var rétt rúmlega tvítug flutti ég að heiman með núverandi eiginmanni mínum og lítilli dóttur okkar. Ég byrj- aði á sama tíma í háskólanámi og á þessum tíma hringdi amma mjög reglulega til að athuga hvernig gengi í náminu og hvernig litla langömmustelpan braggaðist. Stundum kom mér á óvart hvað amma fylgdist vel með, ég hafði rétt nefnt mik- ilvægt próf og næsta sem ég vissi var að amma hringdi til að athuga hvernig prófið hefði gengið. Þegar amma missti smátt og smátt getuna til að spjalla og hringja fann ég hvað þessi áhugi var mikilvægur og hvað ég saknaði þess mikið að heyra í ömmu. Amma var fyrirmyndar- húsmóðir og hún reyndi í gegn- um árin að kenna mér ýmislegt nytsamlegt. Við brutum saman sængurver og hengdum upp þvott saman og þá reyndi hún að leiðbeina mér með réttu handtökin. Ég var ekki alltaf áhugasöm en þetta voru góðar og eftirminnilegar samveru- stundir sem mér þykir vænt um. Það eru forréttindi að alast upp í nágrenni við ömmu sína og afa og vera alltaf velkominn í heimsókn. Ég er þakklát ömmu fyrir allan kærleikann og áhugann sem hún sýndi mér. Ég mun sakna ömmu, sakna þess að spjalla við hana og deila gleðiviðburðum með henni. Hvíldu í friði, elsku amma. Hildigunnur Kristinsdóttir. Það er sárt að kveðja ömmu en nú er komið að því, mig langar að kveðja hana með nokkrum orðum. Okkur barnabörnunum leið alltaf vel og fundum okkur vel- komin á Mávabrautinni. Amma átti alltaf til kökur og kex og við rötuðum öll í réttu skúff- una. Við vorum alltaf velkomin og það var heppilegt hvað Holtaskóli var nálægt ömmu og afa þar sem var alltaf hægt að fá eitthvað gott að borða í há- deginu. Aðeins einu sinni var ég ekki boðinn velkominn inn. Þegar ég var þriggja ára gamall hjólaði ég einn á þríhjólinu mínu með- fram Hringbrautinni heim til ömmu. Þó að henni þætti það erfitt gat hún ekki verðlaunað barnið með kökum í það sinn og hringdi í foreldrana til að sækja barnið. Þar sem ég var í tvísetnum skóla eftir hádegi fékk ég að koma til ömmu á morgnana áð- ur en skólinn byrjaði. Amma þurfti ekki að fara strax á fæt- ur svo ég sat við rúmstokkinn og las fyrir hana. Að loknum hverjum kafla lét ég vita að ég væri búinn. Hún bað mig þá að lesa einn enn, þar til ég svaraði „en amma, ég er búinn með bókina“. Þessar sögur og margar fleiri þreyttist hún ekki á að rifja upp, ekki síst með okkur sjálfum. Hún var sífellt að passa afkomendurna og ráða okkur heilt. Sem börnum var okkur sagt að passa okkur á bílunum og þegar á unglings- árin kom áttum við að passa okkur á stelpunum eða strák- unum eftir því sem við átti. Hún þoldi engum að gera á hlut síns fólks og fyndist henni á einhverjum brotið eða hann beittur órétti hikaði hún ekki við að láta í sér heyra. Eftir að við uxum úr grasi og dreifðumst og amma komst sjálf ekki eins mikið um var hún samt alltaf vel með á nót- unum um það sem við vorum að gera. Ef hún vissi af einhverju okkar einu var hún strax búin að hringja og bjóða í mat. Það var aldrei að tómum kofunum komið hjá ömmu og hún pass- aði upp á að við værum vel haldin. Hún hringdi reglulega og spurði frétta og fylgdist vel með. Hún vildi vera viss um að við værum óhult og ef fréttist af slysi nálægt okkur máttum við búast við símtali. Þannig var amma. Elsku amma mín, sofðu rótt. Hilmar Kristinsson. Þegar ég hugsa um Gunnu ömmu fyllist ég af hlýjum minningum. Ég er einstaklega heppin að hafa átt svona góða ömmu. Ástin hennar hjálpaði við að móta mig og hafði mikil áhrif á mig. Að eiga svona ein- læga klappstýru lyftir manni upp og hjálpar á erfiðum tímum. Það vakna ótal minningar þegar ég hugsa um þig, elsku besta amma. Mér er efst í huga hvað það var notalegt að koma í heimsókn á Mávabrautina og hvað mér þótti gaman að gista hjá ykkur afa. Þá var spilað rommí og uppi í skáp áttir þú allaf kandísmola handa okkur. Svo þegar komið var að hátta- tíma söngstu vögguvísur þangað til ég sofnaði. Seinna á unglingsárunum komum við barnabörnin alltaf í hádegis- hléinu úr FS heim til þín og þar beið okkar súrmjólk með kornfleksi eða hið fullkomna hrærða skyr eins og þér einni var lagið. Mér er einnig umhugsað um þann tíma þegar ég var ung kona og hvað þið afi hjálpuðuð mér mikið. Miklu meira en ég get nokkurn tímann komið í orð. Hlýjasta minning mín frá þessum tíma er þegar þið afi pössuðuð Eiríku Ýri mína áður hún komst inn á leikskóla. All- ar götur síðan hafið þið afi ver- ið í miklu uppáhaldi hjá henni og var fátt skemmtilegra en að fá Skype-símtal frá ykkur þeg- ar við fjölskyldan bjuggum í Danmörku. Nú þegar við erum að kveðja þig, amma, þá er ég svo þakklát fyrir allt sem þú hefur gefið mér og fjölskyldunni minni. Ég finn líka fyrir sökn- uði og sorg yfir því að nýfædda stelpan mín, sem þú óskaðir svo lengi að ég myndi eignast með Hafþóri mínum, muni ekki fá að kynnast þér og ást þinni á strákunum þínum, barna- börnunum og barnabarna- börnum. En við fjölskyldan munum geyma dýrmætar minningar um kraftmikla og ástríka ömmu í brjósti okkar og ég mun syngja vögguvísurnar þín- ar fyrir þá minnstu með hlýju í hjarta. Hvíldu í friði, elsku amma. Andrea Eiríksdóttir. Guðrún Kristinsdóttir Sálm. 10.14 biblian.is Þú gefur gaum að mæðu og böli og tekur það í hönd þér. Hinn bágstaddi felur þér málefni sitt, þér sem hjálpar munaðarlausum. Veist þú hvert eignir þínar renna eftir þinn dag? Kynntu þér málið á heimasíðu okkar, www.útför.is. Þar getur þú m.a. sett inn þínar forsendur í reiknivél. Við aðstoðum þig við gerð erfðaskrár, kaupmála og við dánarbússkipti. Katla Þorsteinsdóttir, lögfræðingur Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HJÖRTUR J. HJARTAR lést sunnudaginn 17. nóvember. Útförin fer fram frá Neskirkju laugardaginn 23. nóvember klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á MND félagið eða önnur líknarfélög. Jakobína Sigtryggsdóttir Sigtryggur Klemenz Hjartar Ragnheiður Guðmundsdóttir Ragna Hjartar Simon Reher og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN KÁRASON, Engjavegi 8, Ísafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Eyri mánudaginn 18. nóvember. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 23. nóvember klukkan 11. Ragnheiður Guðbjartsdóttir Gunnar Árnason Kristjana Helga Jónasdóttir Jón G. Árnason Ingibjörg Guðrún Heiðarsd. Kári Þór Jóhannsson Jennifer Smith Helga Björk Jóhannsdóttir Júlíus Ólafsson Sigríður Ragna Jóhannsd. Guðmundur Hrafnsson afabörn og langafabörn Okkar ástkæri faðir, afi og langafi, ÓLAFUR TH ÓLAFSSON, kennari og myndlistarmaður, lést 16. nóvember á hjúkrunarheimilinu Ási. Hann verður jarðsunginn frá Selfosskirkju mánudaginn 25. nóvember klukkan 14. Elín Vigdís Ólafsdóttir Hrund Ólafsdóttir Bragi Ólafsson Sigrún Sól Ólafsdóttir tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI GUÐMUNDSSON, frá Böðmóðsstöðum, Lækjarbrún 29, Hveragerði, lést 18. nóvember. Útförin fer fram frá Skálholtskirkju laugardaginn 23. nóvember klukkan 13. Garðar R. Árnason Gunnvör Kolbeinsdóttir Kárólína Árnadóttir Auðunn Árnason Maria C. Wang og afabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVERRIR GUÐMUNDSSON, Kópavogsbraut 1a, Kópavogi, lést 14. nóvember. Útförin fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 25. nóvember klukkan 13. Guðlaug Sverrisdóttir Aðalsteinn Sverrisson Rannveig Ragnarsdóttir Guðmundur Sverrisson Björk Berlind Arnljótsdóttir og afabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.