Morgunblaðið - 21.11.2019, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 21.11.2019, Blaðsíða 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2019 Ádögunum fékk danskamyndin Dronningen hinvirtu kvikmyndaverðlaunNorðurlandaráðs. Mynd- inni leikstýrir May El-Toukhy, sem hefur áður leikstýrt nokkrum myndum og sjónvarpsþáttum á ferli sínum. Dronningen fjallar um hina dönsku Anne, sem er lögfræðingur og fjölskyldukona. Fjölskyldan er svo sannarlega skandidavískt fyrir- myndarfólk, eiginmaðurinn Peter er sænskur læknir, þau eiga prúða og skemmtilega tvíbura og búa í stóru og glæsilegu húsi sem stend- ur í grennd við skóg og stöðuvatn. Þau lifa sem sagt sannkölluðu draumalífi. Dag einn hefur fyrrver- andi eiginkona Peters samband við hann og segir honum að Gustav sonur þeirra hafi verið rekinn úr skóla og virðist líklegur til að rata inn á ógæfubrautina. Þau ákveða að það besta í stöðunni sé að Gustav flytji frá Stokkhólmi, heim til föður síns. Það er vissulega breyting fyrir þessa krúttlegu litlu fjölskyldu að fá inn á heimilið vandræðaungling sem skilur skítuga sokka eftir úti um allt hús og gengur aldrei frá leirtauinu. Skömmu eftir að Gustav flytur inn er brotist inn á heimilið og Anne er ekki lengi að átta sig á að það var í raun Gustav sem framdi innbrotið. Hún segir Gustav frá því að hún viti hvernig í pottinn er búið og setur honum afarkosti: annaðhvort segi hún Peter frá öllu, sem myndi þýða að Gustav yrði sendur burt, eða hún haldi öllu leyndu í skiptum fyrir að hann lofi að vera ljúfur og aðlagast heimilinu. Gustav ákveður að velja seinni kost- inn. Og hann stendur við sinn hlut, hann fer að verða snyrtilegri og eyðir meiri tíma með systrum sín- um. En smám saman fer gamanið að kárna þegar Anne fer að laðast kynferðislega að stjúpsyni sínum. Sagan er margslungin og fer sér að engu óðslega, þótt hún sé alltaf þétt og spennandi, enda er hand- ritið gríðarlega gott og samtölin lip- ur. Myndinni tekst að gera það sem Nabakov gerði í Lolitu, hún nær að blekkja áhorfandann inn á stór- hættulega braut og kippa honum svo harkalega niður á jörðina. Fyrst um sinn er Anne sjarmerandi og samskipti hennar og Gustavs eru munúðarfull og jafnvel spennandi. En að sjálfsögðu sjáum við svo sí- fellt betur og betur hversu svívirði- legt athæfi hennar er og að Anne er í raun illmenni, fullgildur kvenkyns Humbert Humbert. Hin stórkostlega Trine Dyrholm fer með hlutverk Anne og fer það vel út hendi eins og venjulega. Síð- ast sá ég hana í stórgóðri mynd Thomasar Vinterbeg, Kommunen, sem er óhætt að mæla með. Það er alltaf mikil unun að leik hennar og hún svíkur ekki frekar en fyrri dag- inn. Hinn ungi Gustav Lindh sem fer með hlutverk Gustavs er sömu- leiðis virkilega góður. Myndin hefst á snúningsskoti sem er táknrænt fyrir hringiðuna sem við erum um það bil að sogast ofan í. Myndatakan er frábær og áferð myndarinnar er afar falleg, enda er hún tekin á filmu. Þessi stórfína myndataka og glæsileg sviðsmyndin mynda saman áhrifa- mikinn sjónrænan heim. Nú þegar fleiri konur gera sig gildandi í kvikmyndagerð sjáum við fleiri kvenpersónur sem koma á óvart. Anne er margslungin per- sóna og það er merkilegt að sjá slíkan karakter, sem við hefðum ef til vill ekki verið tilbúin að sjá áður fyrr, konu sem gerir forkastanlega og sjálfselska hluti. Maður er orð- inn vanur því núorðið að sjá kven- persónur í kvikmyndum sem hafa eiginleika sem hafa lengi verið einkaeign karlpersóna, eiginleika á borð við að lemja vont fólk í klessu, hafa hugrekki, kímnigáfu og sjálfs- öryggi. En við höfum ekki endilega séð mikið af kvenpersónum sem gera ýmislegt sem hefur líka þótt karllægt, að sýna tvískinnung, skorta samúð og að leggja allt í söl- urnar til að bjarga eigin skinni þótt það eyðileggi líf annarra. Það er til marks um fyrsta flokks sagna- mennsku að takast að gera mynd um aðalpersónu sem er ómögulegt að halda með. Þó verður að við- urkennast að sagan tapar stundum sannfæringarkraftinum og á köflum er frekar langt seilst, þótt flest það sem gerist, eins hræðilegt og það nú er, sé ekki óhugsandi. Dronningen er virkilega mögnuð og átakanleg mynd sem veltir upp áríðandi spurningum. Á hættulegri braut Mögnuð „Dronningen er virkilega mögnuð og átakanleg mynd sem veltir upp áríðandi spurningum,“ segir í rýni. Bíó Paradís, Háskólabíó Dronningen bbbbn Leikstjórn: May El-Toukhy. Handrit: Maren Louise Käehne og May El-Toukhy. Kvikmyndataka: Jasper Spanning. Klipping: Rasmus Stensgaard Madsen. Aðalhlutverk: Trine Dyrholm, Gustav Lindh, Magnus Krepper, Stine Gylden- kerne, Liv Esmår Dannemann, Silja Esmår Dannemann. Danmörk, 2019. 127 mínútur. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar hefur gert samkomulag við þýsku stofnunina Künstlerhaus Bethanien um vinnustofudvöl ís- lenskra myndlistarlistamanna í Berlín næstu fimm árin. Künstlerhaus Bethanien, sem var stofnuð árið 1974, er ein rótgrón- asta og virtasta stofnun Þýskalands á þessu sviði og vel þekkt al- þjóðlega. Að jafnaði starfa um 25 listamenn víðs vegar að úr heim- inum við miðstöðina. Dvölin veitir listamönnum sem þar dvelja að- gengi að öflugu alþjóðlegu tengsla- neti; sýningarstjórum, safnafólki, blaðamönnum og öðrum sem starfa innan geirans. Auk þess heldur stofnunin utan um sýningarhald, útgáfu og ýmsa viðburði fyrir lista- mennina sem þar dvelja. Á meðan á vinnustofudvöl stendur heldur hver listamaður þar einkasýningu. Aug- lýst verður eftir umsóknum lista- manna um dvöl þar á næstunni. Verkefnið er fjármagnað af mennta- og menningarmálaráðu- neytinu og af einkaaðilum en Kynn- ingarmiðstöð íslenskrar myndlistar annast framkvæmdina. Undirritun Christoph Tannert, listrænn stjórnandi Kunstlerhaus Bethan- ien, og Auður Jörundsdóttir, verðandi forstöðumaður KÍM, takast í hendur. Standandi eru Auður Edda Jökulsdóttir, Karitas Gunnarsdóttir, María Erla Marelsdóttir og þýski sýningarstjórinn Valeria Schulte-Fischedick. Samið um vinnudvöl listamanna í Berlín Tveimur íslenskum leiksýningum hefur verið boðið á heimsþing ASSITEJ, alþjóðlegra samtaka sviðslistafólks sem skapar leik- húslist fyrir börn og ungt fólk, í Japan árið 2020. Um er að ræða sýningarnar Á eigin fótum í upp- færslu sviðslistahópsins Miðnætti og Lífið – stórskemmtilegt drullu- mall í uppfærslu leikhópsins 10 fingur. Alls voru valdar 25 barna- leiksýningar til þátttöku á heims- þinginu sem fram fer í Tókýó á næsta ári, en sótt var um fyrir um 1.400 sýningar. Samkvæmt upplýs- ingum frá aðstandendum er reglan sú að aðeins ein leiksýning frá hverju landi er valin til þess að koma fram á heimsþingi ASSITEJ, en í þetta skipti var gerð undan- tekning og tvær íslenskar sýningar valdar. Lífið – stórskemmtilegt drullumall er leikin án orða og fjallar um sköpunarkraft, vináttu og hringrás lífsins. Bunraku- brúðusýning Á eigin fótum er einn- ig leikin án orða og fjallar um sökn- uð, hugrekki og vináttu. Lífið Stórskemmtilegt drullumall. Tveimur sýningum frá Íslandi boðið Morgunblaðið/Eggert Brúða Miðnætti sýnir Á eigin fótum. DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.