Morgunblaðið - 21.11.2019, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2019
Árni Þ. Þorgrímsson
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suðurnesja
þann 18. nóvember sl.,
88 ára að aldri.
Árni var fæddur í
Keflavík þann 6. ágúst
1931, sonur Þorgríms
St. Eyjólfssonar fram-
kvæmdastjóra og Ei-
ríku Guðrúnar Árna-
dóttur húsfreyju.
Árni gekk í barna-
skóla í Keflavík og lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1952.
Hann lagði stund á nám við Háskóla
Íslands og stundaði ýmis störf með-
fram því. Hann lauk námi sem flug-
umferðarstjóri og starfaði sem slíkur
til 1994 þegar hann fór á eftirlaun, að
undanskildum nokkrum árum er
hann starfaði með föður sínum að
rekstri Hraðfrystihússins Jökuls í
Keflavík.
Árni starfaði ötullega að fé-
lagsmálum; hann hóf ungur afskipti
af íþróttum og sat í stjórnum og ráð-
um UMFK og Íþróttabandalags
Keflavíkur um árabil og í stjórn KSÍ
frá 1974 til 1984, m.a.
sem varaformaður
stjórnar. Hann var
sæmdur gullmerki ÍSÍ
árið 1981 og gullmerki
KSÍ árið 1984. Þá sat
Árni í stjórn Félags ís-
lenskra flugumferð-
arstjóra um 12 ára
skeið, þar af sem for-
maður í 4 ár. Hann var
einn af stofnendum al-
þjóðlegra samtaka
flugumferðarstjóra.
Hann starfaði í Odd-
fellow-reglunni í meira
en fjóra áratugi og var
félagi í Lionshreyfingunni. Hann var
virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins og
gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, var
varabæjarfulltrúi eitt kjörtímabil.
Eiginkona Árna var Hólmfríður
Guðmundsdóttir, aðalbókari hjá
Sparisjóðnum í Keflavík, f. 22. júní
1928, d. 6. febrúar 2003. Börn þeirra
eru fjögur – Helga, Eiríka, Þor-
grímur og Ragnheiður Elín. Barna-
börnin eru 9 og barnabarnabörnin 4.
Sambýliskona hans síðustu ár er Em-
ilía Ósk Guðjónsdóttir, fv. hjúkr-
unarfræðingur.
Andlát
Árni Þ. Þorgrímsson
sp
ör
eh
f.
Austurlenskur blær, hefðir, minjar og ólýsanleg náttúrufegurð hrífa okkur í glæsilegri
ferð til Dubrovnik og Porec í Króatíu við Adríahafið. Farið verður til Svartfjallalands
þar sem við siglum yfir til gömlu borgarinnar Kotor. Við munum eiga góða daga
í yndislega listamannabænum Rovinj í Króatíu og endum að lokum góða ferð í
tónlistarborginni Salzburg.
Verð: 288.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið!
Fararstjóri: Soffía Halldórsdóttir
Vor 4
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
7. - 19. apríl
Páskadraumur í Dubrovnik
Enn sér ekki til lands í kjaraviðræð-
um mikils meirihluta aðildarfélaga
Bandalags háskólamanna við samn-
inganefnd ríkisins. Einnig er ólokið
samningum við
Reykjavíkurborg
og samninga-
nefnd Sambands
íslenskra sveitar-
félaga.
„Þetta gengur
bara hægt og illa.
Það er því miður
þannig,“ segir
Þórunn Svein-
bjarnardóttir, for-
maður BHM, í
samtali við Morgunblaðið. Hún segir
einnig að fram komi í samtölum henn-
ar við forsvarsmenn í BSRB og
Hjúkrunarfræðingafélagi íslands að
þeir hafi sömu sögu að segja.
Fjögur BHM-félög hafa nú undir-
ritað og samþykkt nýja kjarasamn-
inga. Eitt félag felldi gerðan samning
og eiga alls 17 aðildarfélög BHM því
enn ósamið við viðsemjendur sína hjá
ríki og sveitarfélögunum. Ellefu að-
ildarfélög eru í samstarfi í kjaravið-
ræðunum. Húsfyllir var í gærmorgun
á sameiginlegum baráttufundi félag-
anna ellefu sem hafa haft samstarf í
viðræðunum. Þar var farið yfir stöð-
una og forsvarsmenn félaganna
kynntu helstu sjónarmið og áherslur í
kjaraviðræðunum. Var samþykkt
ályktun þar sem fullum stuðningi er
lýst við kröfur samninganefnda félag-
anna í yfirstandandi kjaraviðræðum
við ríkið og harmar fundurinn þann
seinagang sem er í viðræðunum. Voru
viðsemjendur hvattir til að virða
áunnin réttindi félagsmanna og þess
krafist að í yfirstandandi kjaravið-
ræðum yrðu raunveruleg skref tekin
til styttingar vinnuvikunnar, án þess
að kjör og réttindi yrðu skert.
Lausir í tæpa 8 mánuði
Minnt er á í fréttatilkynningu
BHM að kjarasamningar félaganna
við ríki og sveitarfélög hafi nú verið
lausir í tæplega átta mánuði, eða frá 1.
apríl síðastliðnum, og hafi viðræður
enn sem komið er litlum árangri skil-
að. ,,Krafist er 500 þúsund króna lág-
markslauna fyrir háskólamenntaða.
Óhóflegt álag á starfsfólk innan al-
mannaþjónustu á vegum hins opin-
bera er viðvarandi og þekkt að slíkt er
heilsuspillandi. Fundurinn krefst
þess að viðsemjendur taki raunveru-
leg skref til styttingar vinnuvikunnar
án þess að skerða kjör og réttindi,“
segir í ályktun fundarins.
omfr@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Baráttufundur Fjölmargir lögðu leið sína á fund sem 11 BHM-félög boðuðu
til í gærmorgun vegna hægagangsins sem verið hefur í kjaraviðræðunum.
„Gengur bara
hægt og illa“
Ellefu BHM-félög héldu baráttufund
Þórunn
Sveinbjarnardóttir
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
„Ríkisútvarpið ohf. hefur ekki
stofnað dótturfélög um annan
rekstur en fjölmiðlaþjónustu í al-
mannaþágu þrátt fyrir lagalega
skyldu þar um,“ segir í skýrslu
Ríkisendurskoðunar þar sem birtar
eru niðurstöður úttektar á Ríkisút-
varpinu ohf. þar sem fjallað er um
þörf á aðgreiningu almannaþjón-
ustu og samkeppnisreksturs í bók-
haldi félagsins.
,,Ríkisendurskoðandi bendir á að
ekki sé valkvætt að fara að lögum.
Það er skylda RÚV ohf. að fara
eftir þeim. Sé það aftur á móti vilji
stjórnvalda að félagið raungeri
ekki ákvæðið ber þeim að stuðla að
því að það verði fellt brott úr lög-
um. Á meðan svo er ekki ber RÚV
ohf. að uppfylla lagalegar skyldur
sínar,“ segir í niðurstöðum skýrslu
Ríkisendurskoðunar þar sem ítrek-
að er sagt að Ríkisútvarpinu beri
að uppfylla lagalegar skyldur um
stofnun dótturfélags fyrir aðra
starfsemi en fjölmiðlun í almanna-
þágu. Fara verði að lögum.
Skýrslan var kynnt og rædd á
fundi stjórnskipunar- og eftirlits-
nefndar Alþingis í gær og birt op-
inberlega í kjölfarið.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og
menningarmálaráðherra, sendi frá
sér tilkynningu eftir að skýrslan
var birt í gær og sagði mikilvægt
að eyða allri óvissu um bókhald
Ríkisútvarpsins og fjárhagslegan
aðskilnað almannaþjónustu og
samkeppnisrekstrar. „Ríkisendur-
skoðun tekur af öll tvímæli um
nauðsyn þess að stofna dótturfélag
fyrir samkeppnisrekstur og ég
mun beina þeim tilmælum til
stjórnar, að þeirri vinnu verði
hraðað. Aðrar tillögur til úrbóta
eru gagnlegar, ýmist ráðuneytinu,
stjórn félagsins eða Alþingi sjálfu
og við tökum þær alvarlega. Það er
t.d. mjög brýnt að rekstur félags-
ins sé sjálfbær og stjórn sinni sínu
eftirlitshlutverki,“ segir hún.
Ríkisendurskoðun fer ítarlega
yfir stöðu Ríkisútvarpsins, rekstur
þess, stjórnskipulag og eftirlit og
segir stjórnarfyrirkomulagið
óvenjulegt. Efla þurfi fjárhagslegt
eftirlit með starfsemi Ríkisútvarps-
ins og leggur Ríkisendurskoðun til
að fjármála- og efnahagsráðuneyti
fari með hlut ríkisins í félaginu í
stað mennta- og menningarmála-
ráðuneytis. Tvennt skeri sig frá því
sem kalla megi almennt fyrirkomu-
lag í opinberum hlutafélögum í
eigu ríkisins. Mennta- og menning-
armálaráðherra fari með eignar-
hlut ríkisins í stað fjármálaráð-
herra sem að jafnaði fari með slíkt
hlutverk og hins vegar falli það
ekki í hlut fjármálaráðuneytisins
að skipa stjórn félagsins eins og
gert er ráð fyrir í lögum um op-
inber fjármál. ,,[…] félagið er ekki
undir fjárhagslegu eftirliti af hálfu
fjármála- og efnahagsráðuneytis
líkt og önnur opinber hlutfélög í
eigu ríkisins en almennt telur rík-
isendurskoðandi að efla þurfi slíkt
eftirlit með félaginu,“ segir í
skýrslunni.
Greint er frá því að komið hafi
fram á fundi Ríkisendurskoðunar
með fulltrúum mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytisins að ráðu-
neytið hafi ekki eftirlit með fjárhag
Ríkisútvarpsins „enda kæmi slíkt í
hlut stjórnar félagsins,“ segir í um-
fjölluninni. Segir Ríkisendurskoðun
ljóst að stjórnvöld hafi minni að-
komu að fjárhagslegu eftirliti og
aðhaldi með rekstri Ríkisútvarps-
ins ohf. en í tilviki annarra op-
inberra hlutafélaga. Mikilvægt sé
að fyrirsvar allra eigna og réttinda
í eigu ríkisins sé á forræði fjár-
mála- og efnahagsráðherra. „Við
vinnslu þessarar úttektar hefur
komið í ljós, m.a. við lestur fund-
argerða stjórnar félagsins, að
rekstrar- og fjárhagsleg málefni
Ríkisútvarpsins ohf. fá misítarlega
umfjöllun á milli tímabila.“ Þá
kemst Ríkisendurskoðun að þeirri
niðurstöðu að til að auka gagnsæi
um aðskilnað fjölmiðla í almanna-
þjónustu og samkeppnisrekstrar
og tryggja fjárhagslegan aðskilnað
þurfi Ríkisútvarpið að verðmeta
auglýsingarými milli dagskrárliða
og tekju- og gjaldfæra með viðeig-
andi hætti.
Ógjaldfært án lóðasölunnar
Í samantekt um rekstur RÚV
kemur fram að rekstrarafkoman á
tímabilinu 2013-18 var jákvæð um
1,5 milljarða kr. Sú afkoma skýrist
fyrst og fremst af hagnaði vegna
sölu byggingaréttar á lóð félagsins
við Efstaleiti. „Ef litið er á afkomu
félagsins fyrir tekjuskatt og sölu-
hagnað hefði heildarafkoma félags-
ins á þessu tímabili verið neikvæð
um 61 [milljón kr.]. Án lóðasöl-
unnar hefði RÚV ohf. orðið ógjald-
fært,“ segir í frétt Ríkisendurskoð-
unar um niðurstöður úttektarinnar.
Ber að fara að lögum
Ríkisendurskoðun segir að RÚV beri að uppfylla lagalegar
skyldur um stofnun dótturfélaga Efla þarf eftirlit með RÚV
Áætlað sjóðstreymi RÚV ohf. 2007–2016
Milljónir kr.
400
200
0
-200
-400
-600
-800
-1.000
-1.200
Lækkun á handbæru fé Handbært fé í árslok
2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016
Heimild: Ríkisendurskoðun